Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Blaðsíða 8
Eftir Matthías Johannessen
1
Hvar skyldi vera að finna andann og
orðfærið í þeirri rómantísku lýsingu á
Íslandi sem blasir við í formála Fjöln-
is? Að sjálfsögðu í ljóðum Jónasar. Þar
er hún bundin í stuðla, höfuðstafi og
rím, ef svo ber undir.
Skoðum það nánar.
Fjölnir hefst á ljóði Jónasar, Ísland,1835. Þar
er talað um farsældarfrón og hagsælda hrímhvíta
móður. Þar er að vísu ekkert talað um að himinn
sé heiður og fagur, heldur: heiður og blár. Þar er
jafnframt talað um að fornmenn hafi reist sér
byggðir og bú „í blómguðu dalanna skauti“. En
það eru einmitt þessir dalir sem lýst er í formál-
anum; þessir grænu dalir.
Þá er talað um „skrautbúin skip fyrir landi“,
þ.e. eigin skip, „færandi varninginn heim“.
Gunnarshólmi 1838 hefst með því að „gull-
rauðum loga glæsti seint af degi“ því að sólin
skein yfir landi á sumarvegi. En í formálanum er
minnt á, hvað sé blítt og fallegt í héruðunum „þeg-
ar (sólin) roðar á fjöll á sumardaga kvöldum“.
Umhverfi Gunnarshólma er þar sem byggða-
býlin smáu eru dreifð yfir blómguð tún og grænar
grundir og eru þá komnir „hinir grænu dalir“ og
ekki vantar þar lækina „himintæru“, eða „heiða-
vötnin bláu“, eins og segir í kvæðinu.
Sem sagt, hinn „sæli sveitarblómi“. Og frá
Markarfljóti má sjá fullgróinn akur sem er feg-
urst engja val. Þar vantar ekki heldur blómin
smáu því að við bleikan akur blikar jafnvel hin
rjóða rós og minnir á hið rómantíska blóm sem er,
hvað sem öðru líður, sömu ættar og lilja Sigurðar
Breiðfjörðs; eða hið rómantíska bláa blóm. Og
ekki vantar það heldur að fiskar vaki í öllum ám,
og eru þá komnir laxarnir og silungarnir úr for-
málanum sem „leika þar með sporðaköstum“. Og
fénaðurinn dreifir sér um græna haga og er þá
enn kominn fénaðurinn úr formálanum sem unir
sér í hlíðum dalanna, enda eru þær „kvikar af
nautum og sauðum og hrossum“, eins og segir í
formálanum.
Líklega er engin tilviljun að skógarnir eru
skreyttir reynitrjám en þar er e.t.v. sótt í bréf
sem Tómas Sæmundsson skrifar 30. janúar 1835,
Úr bréfi frá Íslandi, og birt er í 1. árgangi Fjölnis.
Þar er um að ræða frásögn af ferðalagi höfundar
um landið og m.a. sagt frá trjárækt Þorláks í
Skriðu og Baagöe verzlunarmanns í Húsavík. Þar
segir svo: „Íslenzkar viðartegundir verða affara-
beztar, bæði hér og hjá Þorláki í Skriðu: birki og
víðir og einkanlega reynir. Í Húsavík er eitt
reynitré, sem er orðið – ég held – 5 álnir að hæð,
með mörgum kvistum og limum. Það er nú 20 ára
gamalt og vex þó hraðast úr því.“
Það væri vart út í bláinn að ætla að reynitrén
séu komin inn í ljóðið úr þessum pistli.
Kvæðinu lýkur svo með því að hinn öldnu sól-
roðnu fjöll horfa á árstrauminn harða granda
fögrum dali, í stað þess náttúrulega að beizla
þessa orku, sýna dug, manndóm og fram-
kvæmdavilja og fara að eins og fyrir er mælt í for-
málanum, þegar talað er um að maðurinn geti
jafnvel tamið yfirgang og ofurefli höfuðskepn-
anna. Og „leiðir þær til að fremja sinn vilja og
flýta sínum fyrirtækjum“.
2Formáli Fjölnis er einskonar stefnuyfirlýs-ing þeirra fjölnismanna, eða eins og þarsegir „þannig höfum við, góðir landar! skýrt
yður frá eðli og tilgangi þess tímarits, sem við í
fyrra buðum yður til kaups, og höfum við að vísu
tekizt of mikið í fang, til að geta leyst það bæri-
lega af hendi, nema þér veitið okkur alla þá aðstoð
og uppörvun, sem í yðar valdi stendur“.
Talað er sérstaklega um helztu áhugamál
þeirra félaga, eða stefnuskráratriði, og lögð höf-
uðáherzla á það sem hefur drepið íslenzkt þjóðlíf í
dróma, þ.e. hjátrú og deyfð.
En fyrsta atriðið sem þeir minnast á í formál-
anum er nytsemin. Allt sem í ritinu sé stuðli til
einhvurra nota, en til þess útheimtist að það
snerti líf og athafnir manna og reyni að brjóta
þær skorður sem settar eru skynsamlegri fram-
kvæmd og velvegnun eins og komizt er að orði,
annað hvort af náttúrunni eða mannlegu félagi.
Það er í þessum kafla sem þeir tala um „mót-
spyrnu náttúrunnar“, en ekkert lýsi betur „mann-
legri hátign“ en sú staðreynd, að allir hlutir séu
„komnir í mannsins þjónustu“. Hann temji jafnvel
yfirgang og ofurefli höfuðskepnanna. „Verk-
smiðja, sem dálítill lækur, vindblær eða hitagufa
kemur í hreyfingu, afkastar nú því sem þúsund
hendur megnuðu ekki áður.“
Þannig fagna þeir því hvernig náttúran hefur
verið beizluð í því skyni að efla hagsæld og fram-
kvæmdavilja og fegra þar með mannlífið. Mað-
urinn sé orðinn „herra jarðarinnar“ og engum
háður „nema sjálfum guði“, og þar næst mann-
legu félagi, sem við eftir eðli okkar hljótum að
stofna, „eigi maðurinn að verða það sem honum
er ætlað“.
Það er athyglisvert að þeir nota orðið farsæld í
næsta nágrenni við framfarir og virðast hafa þó
nokkurt dálæti á því orði eins og sést af því að
þeir tala um þá sem „vörðu rökkrunum til að færa
í letur eða frásagnir hvað hinir höfðust að og hvað
til tíðinda hafði gjörzt í landinu, eða hvað þeir
höfðu frétt hjá utanferðamönnum, eða sjálfir
reynt í útlöndum“.
„Og var sú dægradvöl hin færsælasta.“
Þessi dægradvöl hafi verið hin affaradrýgsta
fyrir lönd og lýð því að úr henni urðu sögurnar,
eins og komizt er að orði. Þær hafi veitt yndæla
skemmtan og munu gera um margar aldir. „Þær
hafa áunnið Íslendingum langæðan heiður hjá öll-
um betri þjóðum, og frelsað frá dauða eitthvurt
gervilegasta mál. Hvur sem les íslensku sögurnar
með athygli, í honum verður að kvikna brennandi
ást á ættjörðu sinni, eða hann skilur þær ekki sem
vera ber.“
Þannig er það engin tilviljun þegar Jónas Hall-
grímsson opnar kvæði sitt, Ísland, með þessum
orðum: Ísland! farsælda-frón og hagsælda hrím-
hvíta móðir! Við þennan sama tón kveður í Gunn-
arshólma sem birtist í 4. árgangi Fjölnis, 1838. En
í þessum ljóðum báðum eru nokkrir þættir for-
málans færðir til bundins máls, eins og fyrr getur.
Það eru áreiðanlega margvíslegar ástæður fyr-
ir því að Jónas laðaðist að Gunnari og hlíðinni
hans og þeirri fagurfræðilegu athugasemd sem er
óvenjuleg í fornsögum, þess efnis að hún sé fögur
að sjá neðan úr Gunnarshólma, bleikir akrar og
slegin tún. Í þessum orðum er ekki endilega lögð
áherzla á náttúrufegurð, heldur hagnýta fegurð.
Það er hin hagnýta fegurð bleikra akra, þ.e. korn-
yrkjunnar og hinna slegnu túna, sem Gunnar
hrífst af. Það er hin hagnýta fegurð fjölnismanns-
ins sem er þarna á ferð og upplifir söguna með
skírskotun í þessa einstæðu athugasemd. Hún er
ekki sízt einstæð vegna þess, hvernig höfundur
Njálu leggur áherzlu á þessa nytjafegurð í um-
hverfinu og hvernig hún gerir það fallegt og eft-
irsóknarvert.
Akuryrkja er framtak, það eru einnig slegnu
túnin, þótt þau hafi ekki verið nema litlir blettir
eða bleðlar í umhverfinu. Þarna fer saman hagnýt
náttúruskynjun fornaldar og hagsældarsjón-
armið fjölnismannsins, Jónasar Hallgrímssonar.
Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því
vegna þess, ekki sízt, að Jónas veit að það getur
enginn lifað á náttúrufegurð einni saman, hvorki
Gunnar á Hlíðarenda né samtíðarmenn hans
sjálfs.
Gunnarshólmi er enginn tilviljun, heldur full-
komlega eðlilegt og úthugsað framhald fyr-
irmyndar sinnar og rómantískrar nytjastefnu í
anda upplýsingar og Eggerts Ólafssonar.
Í formála Fjölnis segir m.a.: „Víst er um það:
margt er annað sem minna mætti sérhvurn Ís-
lending á þessa ást, ef hann rennir augum sínum
yfir grænu dalina, með hlíðarnar kvikar af naut-
um og sauðum og hrossum og lítur niður í lækina,
himintæra, – laxa og silunga leika þar með
sporðaköstum. Eyjarnar virðast oss ekki leið-
inlegar, þegar fiskurinn gengur upp í flæðarmál
og fuglinn þekur sker og kletta. Himinninn er
heiður og fagur, loftið hreint og heilnæmt. Og sól-
in, þegar hún roðar á fjöll á sumardaga kvöldum,
en reykirnir leggja heim í loftið upp – hvað þá er
blítt og fallegt í héruðunum!“
En síðan er bætt við að ef fornar bókmenntir
íslenzkar hefðu ekki verið skráðar hefði orðið æði
dauflegt um Norðurlönd og þá hefði orðið álíka
skarð í sögu mannkynsins og ef stjörnufræðing-
inn vantaði leiðarstjörnuna.
Þá er á það minnt undir lok þessa kafla í for-
málanum að menn hafi sjálfir flutt vörur sínar á
eigin skipum til ýmissa landa og tekið í staðinn
ýmislegt sér til gagns og gamans. „Þess vegna
lenti allur ágóði verzlunarinnar þar sem hann átti
að lenda, inní landinu sjálfu, af því hvorki vantaði
þrek né vilja til að vinna fyrir honum.“
Þetta síðasta atriði, frjáls verzlun og viðskipti
sem undirstaða farsældar og velmegunar, er
rauði þráðurinn í gegnum alla hugsjónabaráttu
fjölnismanna og þannig voru þeir um allt slíkt al-
gjörlega samstíga Jóni Sigurðssyni.
3Eitt helzta áherzluatriði í formálanum erfegurðin. Hún er „sameinuð nytseminni –að svo miklu leyti sem það sem fagurt er
ætíð er til nota, andlegra eða líkamlegra – eða þá
til eflingar nytseminni“. En þó er fegurðin svo
mikilvæg að hún er sjálfri sér nóg og allir menn
ættu að girnast hana sjálfrar hennar vegna, eins
og komizt er að orði.
Í framhaldi af því er lögð áherzla á tunguna og
nauðsyn þess að halda henni hreinni og því einnig
mikilvægt að hafa gætur á henni, hvort sem hún
er skrifuð eða töluð. Hún sé forsenda frjálsræðis
og kemur það heim og saman við afstöðu Jóns
Sigurðssonar sem fjallaði m.a. um rétt íslenzkrar
tungu, enda sé hún ein af helztu forsendum ís-
lenzks sjálfstæðis. Hann heldur því meira að
segja fram í Nýjum félagsritum að Íslendingar
þurfi ekki að hlíta öðrum lögum en þeim sem eru
á íslenzku,en þá hné tilhneigin til þess að nota
dönsku í opinberu máli á Íslandi, eða móðurtungu
konungs.
En á það var aldrei fallizt.
Það hefur alltaf verið Íslendingum keppikefli
að varðveita og þróa eigin tungu, ekki sízt á dög-
um fjölnismanna,þegar horft var til þeirra tíma
fyrr á öldum, þegar gullaldarritin voru samin á
þeirri tungu sem varðveitzt hefur í gegnum tíðina
og enn er brjóstvörn íslenzks sjálfstæðis, þótt
hún eigi nú undir högg að sækja. Hún er ekki eins
í tízku og áður og mætti segja að hún þurfi á öllu
sína að halda nú þegar að henni er sótt úr öllum
áttum, ekki sízt í sjónvarpi, og þá í skjóli aðgangs-
harðrar alþjóðahyggju, popps og peningastefnu
sem metur veraldargæði umfram þau andlegu
verðmæti sem hafa öllum stundum verið við-
miðun Íslendinga í þeirri frelsisbaráttu sem höfst
með Jóni Sigurðssyni og fjölnismönnum.
Það var engin tilviljun að skáld á borð við Jón-
as Hallgrímsson var þar í fararbroddi.
Fjölnismenn leggja á það áherzlu í formáls-
orðum sínum að tungan sé einn ljósasti vottur um
ágæti þjóðarinnar og höfuðeinkenni. Svo merki-
legt sem það nú er, þá leggja þeir áherzlu á að
engin þjóð verði fyrr til en hún tali mál út af fyrir
sig, eins og þeir segja, og „deyi málin deyja líka
þjóðirnar, eða verða að annarri þjóð“. Forsendur
þess séu eymd og bágindi. Tungan og bókmennt-
irnar séu undirstaða þjóðarheiðurs Íslendinga.
Ekkert sé því nauðsynlegra „en geyma og ávaxta
þennan dýrmæta fjársjóð, sameign allra þeirra
sem heitið geta Íslendingar“.
En eitthvað finnst þeim félögum skorta á feg-
urðartilfinningu Íslendinga sem sumum þyki í
heldur daufara lagi. En það eru einkum dönsku-
sletturnar sem fara fyrir brjóstið á þeim.
Þriðja höfuðatriðið sem fjölnismenn hyggjast
leggja áherzlu á samkvæmt formálanum er sann-
leikurinn.
4Fjölnir átti erfitt uppdráttar, á því er enginnvafi. Sumum var hann þó aufúsugestur. Enþeir voru víst ekki margir miðað við hina.
Ástæðurnar eru vafalaust ýmsar, en þó hygg ég
að landsmenn hafi ekki verið ginnkeyptir fyrir því
að vera minntir á niðurlægingu þjóðarinnar með
þeim hætti sem fjölnismönnum var eiginlegt. Þeir
létu gagnrýnina dynja á landanum og hlífðu eng-
um. Í formálanum töluðu þeir jafnvel um að Ís-
lendingar væru úrættir miðað við forfeðurna,
þótt þjóðinni hafi farið fram í sumu eftir því sem
tíminn „gaf henni nýjar bendingar“. Viljabrestur
hái þjóðinni, áræðisleysi og einnig vankunnátta.
Þeir segja það hljóti að vera vilji og löngun Ís-
lendinga að brjóta skarð í þessar stíflur og veita
fram lífsstraumi þjóðarinnar, í orði eða verki, eft-
ir sínum kröftum og kringumstæðum, eins og ko-
mizt er að orði.
Hitt er þá einnig jafnvíst að almenningi hefur
ekki hugnazt allt efni ritsins. Það gengur þvert á
tízkustrauma, ekki sízt með afstöðu sinni til
rímna sem voru einskonar dægurlög þess tíma.
Þær voru jafnvinsæl og dægurlög svokölluð nú á
dögum. Rímurnar voru almenningseign, en fjöln-
ismenn stefndu á hærra plan. En þeir höfðu ekki
alltaf erindi sem erfiði. Það má t.a.m. marka af
boðsbréfi sem lesið var upp að Staðarbakka, en
skrifað í Kaupmannahöfn 1. marz 1834 og und-
irritað af Brynjólfi Péturssyni, Konráði Gíslasyni
og Jónasi Hallgrímssyni. Bréf þetta hefur varð-
veizt með þessari athugasemd: „Upplesið við
Staðarbakka – og Efra Núps-kyrkjur; enn feck
nejtandi Svar hjá sérhverjum, – vitnar E. Bjarna-
son.“ (Þ.e. Eiríkur Bjarnason frá Djúpadal,
prestur á Staðarbakka 1826-1843.) Sem sagt eng-
inn kaupandi að ritinu! En betur gekk í Húsavík
eins og fram kemur í fyrrnefndum ferðapistli þar
sem minnzt er á Baagöe, verzlunarmann í Húsa-
vík, sem bjó „á hinum kaldasta útkjálka lands-
ins“, útlendur maður sem vel hefur unað hag sín-
um á Íslandi og telur sig hálfan Íslending, enda
hafði hann dvalizt hér á landi í 30 ár. Í pistlinum
segir að hann þekki landið vel og þá einnig lands-
menn og sé vel þokkaður af öllum. Fyrirtæki
hans sýni að hann láti sér ekki miður hugað um
framfarir landsins sem góður Íslendingur. Og svo
kemur þessi setning: „Við vitum allir að enginn
verzlunarmaður hefur betur og skilvíslegar starf-
að í bókasölum fyrir félag vort en hann.“
Þannig hefur þessi útlendi maður átt erindi
sem erfiði fyrir fjölnismenn þar nyrðra.
Fjölnismenn héldu því fram að mikil nauðsyn
væri á slíku riti, ekki sízt vegna þess að þau væru
rödd tímans. Þeir minnast með ánægju tímarits
Lærdómslistafélagsins og hins mikla brautryðj-
andastarfs Jóns Eiríkssonar, segja að rit hans
sem kom út í 15 bindum 1780-95 sé enn mik-
Nýyrði Jónasar Í minningarstofa um Jónas Hallg
Hvernig fléttast saga Fjölnis og Jónasar
og sjálfstæðisbaráttunnar saman? Hér er
sú saga rakin.
Fjallkona Eggerts og
»En sem sagt, marga
lesendur skortir aug-
sýnilega estetískan skiln-
ing á því sem Jónas og
þeir félagar eru að reyna
að koma til skila og að því
leyti er lítill munur á sam-
tíma þeirra og þeirri öld
sem við nú lifum.
8 LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók