Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.2007, Blaðsíða 5
og á ekki enn, þótt auðvitað sé ég mjög félagslega þenkjandi. Þegar söguefni leitar á mig þá er ég ekki beinlínis að hugsa um það hver verður niðurstaðan eða hvaða áhrif verkið muni hafa. Ég er frekar að koma til skila sögu og sagan verður til í sam- spili við samfélagið. Við höfum mælikvarðann á Engla alheimsins sem var sá að allt í einu þegar persónur þeirrar bókar, sem eiga við andleg veikindi að stríða, stíga fram á svið skáldsögunnar, þá sér fólk að þetta eru óvenjulegar manneskjur. Vissulega veikar, en fólk eins og við með sitt stolt, húmor, lang- anir og þrár. Þeim líður stundum vel og stundum illa, rétt eins og okkur. Þarna er list skáldsögunnar að verki. Hún hjálpar mér líka. Í Rimlum hug- ans kynnist ég fanga og konunni hans og ég sé að þetta er bara fólk rétt eins og ég og þú og þegar ég fer að kafa of- an í sögu þeirra sé ég það bara enn betur. Ég segi það í sögunni að ég sem alkóhólisti var opinn og víðsýnn gagn- vart öllum öðrum en hafði mesta for- dóma gagnvart sjálfum mér. Ég held að það að segja sögu Ein- ars og Evu í Rimlum hugans, að segja sögu Páls í Englum alheimsins og að segja sögu fátæka fólksins í Fót- sporum á himnum sé mín aðferð við að varpa ljósi á lífið og tilveruna. Skáldsagan býr yfir þessari mann- legu nálgun sem til að mynda þjóð- félagsumræðan býr ekki yfir því þar er alltaf verið að stimpla og dæma fólk. Í þjóðfélagsumræðunni verður fangi bara einn flokkur þjóðfélags- þegna, hann hættir að vera maður og verður hugtak; maður á glapstigum, maður í öngstræti, maður frá brotnu heimili, gæsluvarðhaldsfanginn B4 eins og í tilfelli Einars Þórs. Auðvitað vona ég að bókin opni augu fyrir þessu fólki. Mér finnst Einar Þór og Eva svo frábærar per- sónur og flottar manneskjur. Þess vegna vil ég að fólk kynnist þeim og þeirra sögu. Í Englum alheimsins var ég í raun að segja horfum á málin með opnum augum og í Rimlum hug- ans held ég að ég sé að segja ná- kvæmlega það sama: Leyfum Einari Þór og Evu að njóta sín sem þeir ein- staklingar sem þau eru. Hættum að dæma. Þau hafa líka mikinn húmor gagn- vart sjálfum sér og kannski vegna alls þess sem þau hafa gengið í gegn- um búa þau yfir alla vega ekki minni þroska en margir aðrir. Það er af því að þeim hefur tekist að vinna úr reynslu sinni. Þeirra ósigur hefur orðið sigur.“ Sagan leiðir mig – Hversu veigamiklu hlutverki gegn- ir þín eigin barátta við Bakkus við skrif þessarar bókar? Þurftir þú að gera upp við sjálfan þig, fjölskyldu þína og vini með því að skrifa á jafn opinskáan og einlægan hátt og þú gerir? „Nei, það var ekki drifkraftur minn. Aftur að því að það er sjálf sagan sem leiðir mig inn á þessar slóðir. Ég byrjaði á því að skrifa ljóðabókina Ég stytti mér leið framhjá dauðanum. Í henni eru þrjár meginraddir: Eina byggði ég á vini mínum sem lenti í hörmulegu slysi, eldsvoða, en kom til baka og sagði: „Ég barði á dyr dauðans í heilan mánuð en var ekki hleypt inn.“ Svo er Einar Þór kominn til skjalanna, ástin og Litla-Hraun. Ég sem ljóðið Ástarstjarna yfir Litla-Hrauni, páskaljóð sem birtist einmitt í Les- bók Morgunblaðsins um páskana 2006 og þriðja röddin í Ég stytti mér leið framhjá dauðanum er rödd alkó- hólistans þar sem ég er að fást við sjálfan mig. Auðvitað er það svo, þegar maður breytir lífinu í skáldskap, að maður er einhvers staðar á milli eigin per- sónu og allra hinna. Skáldskapurinn sem slíkur væri auðvitað ekkert áhugaverður ef hann væri bara eitt- hvað sem ég hefði þurft að segja við vini mína og fjölskyldu. Ég miðla þeim þáttum minnar sögu í Rimlum hugans sem ég tel vera áhugaverða fyrir aðra. Atvik úr mínu lífi í þessari skáldsögu eru kölluð fram skáldsög- unnar vegna, ekki mín vegna. Í senn er sagan mjög opinská eins og þú segir en hún er einnig mjög yf- irveguð. Ég er bara venjulegur mað- ur sem missi tökin á minni áfeng- isneyslu og er, eins og flestir sem í þeirri stöðu lenda, lengi að sjá að ég hef misst tökin. Ég var lengi blindur á sjálfan mig en í dag er ég ofboðs- lega þakklátur fyrir að hafa séð og viðurkennt eigið stjórnleysi. Ég er þakklátur alkóhólisti. Við vitum að á meðan menn eru í stjórnlausri áfengisneyslu, hvort sem það heitir hófdrykka, ofdrykkja, sídrykkja eða hvað, þá skiptir það menn andlega svo miklu máli að geta haldið áfram að drekka. Þarna kom- um við að mikilvægum þætti varð- andi alkóhólismann. Vímuefni alkó- hólistans, áfengi, gefur alkóhólistanum gífurlega mikið. Bakkus var á ákveðnu tímabili mikill vinur minn og okkur kom vel saman. Fyrir virkan alkóhólista er áfeng- isneysla ákveðin lausn. Fíkn hans kallar á breytt ástand, vímu. Þess vegna þarf alkóhólisti sem ætlar að taka á sínum málum og hætta neyslu að finna hliðstæða lausn og hann fann í drykkjunni. Ég hef orðað þetta þannig að vínið var minn andi en nú er andinn mitt vín.“ Skáldsagan er harður húsbóndi – Persónan Einar Már Guðmunds- son rithöfundur er ein þriggja að- alpersóna í Rimlum hugans. Hvarfl- aði það aldrei að þér, eftir að sagan kom til þín og þú hófst að skrifa Rimla hugans og komst til dyranna nákvæmlega eins og þú varst klædd- ur, að þú kynnir að verða úthrópaður af einhverjum menningarpostulum fyrir að vera fallinn í predikanir AA- fræðanna á kostnað skáldskaparins? „Nei, ég er er þannig gerður að ég tek alltaf svona áhættu. Mér er í rauninni alveg sama, því ég trúi á málstaðinn og hef alltaf gert það. Þegar ég er að skrifa skáldsögu þá er skáldsagan svo harður húsbóndi að hún leyfir mér ekki að predika, hvort heldur það eru AA-fræði eða eitt- hvað annað. Ég get ekki predikað nein AA- fræði en ég get hugsanlega miðlað einhverjum anda, AA-anda. AA- andinn er mjög skyldur skáld- skapnum, það er ekki langt þarna á milli og ég get leyft mér að alhæfa það út frá bókinni sem heitir AA- bókin að sú lausn sem er í henni er mjög góð lausn fyrir marga aðra en alkóhólista. Hún er bara mjög góð fyrir allan heiminn. Menn vita oft hvar listamenn standa. Þeir hafa ákveðnar stjórn- sínum augum lítur hver á silfrið. Hafa dómar mikil áhrif á þig og skiptir gagnrýnin þig máli? „Dómar skipta miklu máli, ég ætla ekkert að gera lítið úr þeim. Í þess- um efnum vil ég sérstaklega nefna umfjöllun Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins síðasta sunnudag um Rimla hugans. Mér finnst að sá sem þar hélt á penna hafi einfaldlega hitt naglann á höfuðið. Þar stendur kjarni málsins varðandi þessa bók mína. Fyrir mig persónulega hafði þessi umfjöllun höfundar Reykjavík- urbréfs álíka þýðingu og bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs höfðu sem ég fékk fyrir Engla alheimsins. Það þurfti Norðurlandaverðlaunin til að opna augu manna fyrir Englunum ég vona að Reykjavíkurbréfið nægi til að opna augu manna fyrir Riml- unum. Þar kemur fram djúpur skiln- ingur og næmi, enda vitum við að höfundur bréfsins þekkir þessi mál mjög vel og hefur látið sig þau skipta áratugum saman. Jákvæðir dómar gleðja mig vissu- lega en dómar koma mér þó alla jafna ekki úr jafnvægi. Auðvitað nálgast þetta hver með sínu nefi og ekkert við því að segja. Viðtökur hafa verið frábærar. Sannast sagna hefur komið mér mest á óvart og vakið ánægju mína hvað varðar viðbrögð við Rimlum hugans hversu mikil og sterk við- brögð ég hef nú þegar fengið frá út- löndum. Til dæmis er Hanser- forlagið í Þýskalandi þegar búið að ákveða að gefa bókina út á þýsku og Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finn- land sömuleiðis. Jafnframt höfum við fengið mjög jákvæð viðbrögð frá hin- um enskumælandi heimi, þannig að líklega kemur bókin einnig út þar innan tíðar, sem eru mjög gleðileg tíðindi fyrir mig. Ég er mjög spenntur fyrir þessum skjótu viðbrögðum að utan og eins fyrir því hvaða viðtökur bókin mun fá í þessum löndum. Það segi ég vegna þess að málefni alkóhólista og fíkla hér á landi eru meira uppi á yfirborð- inu vegna SÁÁ og AA-samtakanna en í þessum grannlöndum okkar. Víða í Evrópu er ekki fyrir hendi þessi brú yfir í lausnina sem SÁÁ er hér á landi. Ekki síst þess vegna held ég að það geti orðið fróðlegt að sjá hvers konar viðtökur Rimlar hugans fær þar.“ Einar Már segir áður en blaða- maður kveður og þakkar fyrir sig að margar sögur komi til sín. Hann er með margt til skoðunar, sínar hug- myndir og annarra, en um þær er ekki ráðlegt að hafa fleiri orð að sinni. Hvaða saga velur hann næst mun tíminn leiða í ljós. málaskoðanir, tilheyra einhverjum trúarsöfnuði, eru í AA-samtökunum og svo framvegis. Það truflar mig ekki og mér finnst það ekki skipta neinu máli. Til dæmis finnst mér um- ræðan um stjórnmálaskoðanir Hall- dórs Laxness mjög óáhugaverð. Það er umræðan um verkin, skáldskap- inn, sem skiptir máli og það eru verk- in sem maður á að skoða og meta. Al- veg eins held ég að Rimlar hugsans sem skáldsaga sé alveg jafn mikil eða lítil skáldsaga hvar sem ég er stadd- ur. Út frá sjónarmiði skáldsögunnar gæti ég allt eins verið að ljúga þessu öllu!“ segir Einar Már og hlær dátt. „Ég held að allar góðar skáldsögur hafi það sem Danir kalla „erf- aringens smerte“ – sársauka reynsl- unnar. Sársauki reynslunnar er í mínum huga það sem kalla má dýpt skáldsögunnar.“ Sagan prjónar vangaveltur – Einar Þór er með áhugaverðar vangaveltur um margt á meðan hann dvelur á Hrauninu. Hann veltir til dæmis fyrir sér lögmæti og ólögmæti fíkniefna með því að bera saman stöðu forstjóra ÁTVR, sem hefur af því mjög góða atvinnu að dreifa með lögmætum hætti vímuefninu áfengi, og stöðu dópsala, sem í huga flestra eru svívirðilegir glæpamenn og eiga réttilega heima á bak við rimla. Hann veltir því upp að það sé bita munur en ekki fjár á eðli atvinnu þessara fíkniefnasala. Hvað segir rit- höfundurinn um þessar vangaveltur aðalpersónu hans úr Rimlum hug- ans? „Þetta eru vangaveltur sem sagan prjónar. Við höfum rætt þessi mál og síðan ber ég þetta svona á borð. Það er verið að benda á ákveðna mótsögn í löggjöfinni sem við vitum alveg af en spurningin er sú hvort við sættum okkur við hana. Sem þjóðfélags- þegnar gerum við það í langflestum tilfellum. Ég hef engan áhuga á að taka upp baráttu fyrir því að áfengi verði bannað eða að hass verði á boð- stólum í grænmetisdeildum stór- markaðanna! Hins vegar þorir skáld- sagan að spyrja þessara áleitnu spurninga sem til dæmis þingmenn myndu aldrei spyrja. Skáldsagan er því að spyrja þeirrar þjóðfélagslegu spurningar: Hvaða hömlur viljum við hafa í samfélaginu? Aftur finnst mér svarið vera fólgið í lausninni, hinni andlegu lausn, frekar en reglugerð- um um neysluformið sem hvert sam- félag setur sér.“ Hitti naglann á höfuðið – Þú hefur fengið leiftrandi góða dóma fyrir Rimla hugans þótt að innihaldi séu þeir mjög misjafnir – mig „Rimlar hugans er lofsöngur til ástarinnar,“ segir Einar Már Guðmunds-son. „Vínið var minn andi en nú er andinn mitt vín,“ segir skáldið. Morgunblaðið/Kristinn Rithöfundurinn „Ég miðla þeim þáttum minnar sögu, í Rimlum hugans, sem ég tel vera áhugaverða fyrir aðra. Atvik úr mínu lífi, í þessari skáld- sögu, eru kölluð fram, skáldsögunnar vegna, ekki mín vegna,“ segir Einar Már Guðmundsson. Hann segir einnig: „Þegar ég skrifa skáldsögu, þá er skáldsagan svo harður húsbóndi, að hún leyfir mér ekki að predika...“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2007 5 Kolefnisjöfnuð bók!!! holar@simnet.is M bl 9 38 72 7 Íslenskar gamansögur 1 Stórskemmtileg bók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.