Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 2
2 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Eystein Björnsson eystb@ ismennt.is Við tæra lind undir bláu fjalli sast þú á morgni lífsins og straukst minn óþjálasta lokk (Mater dolorosa: Jóh. úr Kötlum) ! Það er gaman til þess að vita að líflegar og frjóar umræður skuli hafa skapast svona rétt fyrir jólin um bók bókanna, eðli guðdómsins, kristilegt sið- gæði, hvort ein trúarbrögð séu öðrum fremri og hvort menn geti ekki verið góðar mann- eskjur þótt trúlausir séu. Ný Biblíuþýð- ing hefur vakið upp snörp viðbrögð sem varpa ljósi á ýmsa þætti hinnar merku bókar. Nú er það svo að sann- leikurinn er ekki í bókum, hversu góðar sem þær eru, ekki einu sinni í bók bók- anna, Biblíunni. Við sem höfum orðið vitni að hruni kenninganna á öldinni sem leið vitum hve skammt kennisetn- ingarnar ná og hve undraskjótt fagrar hugsjónir geta snúist í andhverfu sína. Hvar er guð? spurði barnið í kirkjunni. Móðirin þrýsti hönd þess og leit það ástúðlegum augum. Fáum við nokkurn tíma betra svar við þessari spurningu allra spurninga? Því hvar er mildina, manngæskuna og fyrirgefninguna frek- ar að finna en hjá móðurinni? Náunga- kærleikur, trúarsannfæring um bræðralag meðal manna, allt getur þetta fokið út í veður og vind á einni nóttu eins og dæmin sanna. Raunar er afar fátt sem á er að treysta í háska- legum heimi. Mér er nær að halda að móðurástin sé það eina sem aldrei bregst. Hið eina sem endist um eilífar tíðir. Við þurfum því ekki að leita langt yfir skammt að guðdóminum. Við sjáum hann í sköpunarverkinu allt í kringum okkur. Að vori í daggarperlum á fyrsta ljósberanum eða bláklukkunni. Að vetri í vonarglampanum og gleðinni í augum barna okkar þegar þau vakna af værum svefni í faðmi fjölskyldunnar. Nei, sannleikann er ekki að finna í flóknum siðareglum tiltekinna trúar- bragða né orðagjálfri um kristilegt sið- gæði. Sannleikurinn felst í gjörðum okkar. Trú án verka er verri en dauð. Frá upphafi vega, löngu áður en Jesús Maríuson leit dagsins ljós hafa mæð- urnar unnið þau verk sem frelsarinn boðaði að leiddu til sáluhjálpar og eilífs lífs. Móðirin elskar barn sitt skilyrð- islaust og er reiðubúin að leggja allt í sölurnar til að það megi lifa og dafna. Og hún lætur ekki sitja við orðin tóm. Um leið og barnið kemur í heiminn tekur hún það í faðm sinn, gefur því lífsvökvann, ruggar því og vaggar upp við móðurhjartað. Æ síðan fæðir hún það og klæðir, þrífur og baðar, vakir yfir því í veikindum, syngur það í svefn. Kyssir á bágtið, klappar á koll, hlustar á raunir. Þetta var hann Jesús Maríuson að segja okkur. Um börnin. Að þeirra væri guðsríkið. Að það sem við gerum okkar smæstu bræðrum það gerum við einnig honum. Að ef við vilj- um láta gott af okkur leiða hjálpum við þeim sem minna mega sín og eru í vanda staddir. Við það starfaði hann líka allt sitt líf, að hjálpa snauðum og sjúkum, hughreysta bersynduga, boða mildi, fyrirgefningu og miskunnsemi sem var nú ekki beinlínis í takt við hinn stranga refsiguð þess tíma. Ég hef reyndar lengi verið sannfærður um að Jesús Kristur hafi verið kona. Allt sem hann sagði og gerði var eins og sprottið úr hjarta góðrar móður. En ef svo var varð hann náttúrlega að halda því leyndu vegna feðraveldisins. Þess vegna höfum við Faðirvorið. En þótt ég fari alltaf með það upp á gamla mátann veit ég á meðan ég bæri varirnar að ég bið til móður okkar allra. Móðir vor Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is Þ orláksmessa er ekki aðeins síð- asti dagurinn fyrir jól. Á messu- degi Þorláks helga minnast Ís- lendingar gjarnan dýrlings síns með því að sjóða þann fisk sem helst mætti ætla að dreginn hafi verið úr náhvalsrassi. Fiskur þessi er þeirri náðargáfu gæddur að öll utanaðkomandi snerting bragðbætir hann. Til að það megi ekki verða er fiskurinn fergður í hraukum af sjálf- um sér, svo að hann kámist einvörðungu í eigin ógleði. Þeir einir þykja fullnuma í kæsingu, en það kallast sú kúnst að rotmarínera fisk í eigin úrgangi, sem síðast svara því andkafa kalli sem úr hrauknum berst. Skötuveislur Íslendinga eru löngu orðnar víðfrægar og þykja stundum jaðra við hryðju- verk þó að fátt slái vissulega út grimmilegustu árásir Vestfirðinga á þeffæri heimsbyggð- arinnar. Ekki veit ég hvaðan sú hrollkalda löngun sprettur að vilja signa inn jólin með því að éta þá skepnu sem best lætur að svamla í eigin hlandi, en eins og flestir vita míga svo- nefndir brjóskfiskar inn á við fremur en að beina bununni út í samfélagið eins og tíðkast í miðbæjarferðum hér á landi. Jafn sérkennileg er sú innibyrgða viðkvæmni sem skötuætan sýnir öllum vangaveltum um gæði hlandleg- innar fæðu, því hún áréttar helst þrisvar sinn- um á sólarhring síðustu dagana fyrir jól að kæst skata, sem auk þess er farið að slá í, sé líklega efsta stig átleiðslunnar. Upp á síðkastið hafa íslenskir listnemar ítrekað komist í fréttirnar með því að spræna upp í sig og á aðra í nafni hins háleita. Hugs- anlega hefur útmignum matvælum verið haldið að þessu fólki í æsku. Sú kúnst að éta skötu sver sig nefnilega í ætt við þær nútímalist- greinar sem aldrei eru sjálflærðar og verða því aðeins kenndar í háskólum og á öðrum uppeld- isstofnunum. Líkt og önnur hálist lætur skötu- át lítið yfir sér ef áhorfendur halda sig á bak við þykkt gler. Skötuát hefur aðeins tilætluð áhrif í skilyrðislausri nærveru listiðkanda og listneytanda, sem oft er reyndar sama mann- eskjan. Þá renna listamaðurinn og listfræðing- urinn saman í hinni listrænu athöfn og í lýs- ingu á athöfninni. Átlistafólkið finnur þó fyrst til sín ef sessunauturinn er ekki enn útskrif- aður úr saltfiski. Skötuætan belgist út frammi fyrir slíkum aumingja og gerir hvað sem hún getur til að útskýra áhrif neyslunnar á blóðrás- ina og innkirtlastarfsemina alla. Á Þorláks- messu má gera sér í hugarlund hvernig veru- leikinn yrði ef íslenskir sjóarar breyttust á einni nóttu í kjaftaglaða listfræðinga. Þessi sannindi birtast glöggt í því að skata er fiskur sem aldrei er snæddur í hljóði. Sælir eru tyggjendur. „Arrgh, uhh, ahh“, japla þeir. „Djöfulli er þetta góð skata“, segja sporðrenn- endur og hella yfir kæstan þvermunnann tví- bræddu rolluspiki eða stappa því saman við jarðepli. Svo kjammsa þeir áfram á herlegheit- unum og óska þeim góðrar ferðar niður melt- ingarveginn. Skata, kartöflur og hnoðmör eru hinn þríeini guð múgsins sem safnast saman um allt land í matsölum og borðstofum daginn fyrir jól. Stundum standa brennivínsflöskur á borð- um en reglur um áfengisneyslu eru sveigj- anlegar. Sumar flöskur liggja í frystikistu nokkra sólarhringa á meðan aðrar eru létt- kældar. Svo eru það þessar hlandvolgu sem helst ríma við fiskmetið. Það eru ósögð sann- indi að hefðarsinnarnir, hreindrykkjufólkið í landinu, drekkur aðeins volgt brennivín. Frystikistubrennivín er fyrir konur og óharðn- aða unglinga á meðan börn og útvatnaðir alkó- hólistar lítillækka sig í maltöli. Í íslenskum Þorláksmessuveislum ropa menn skötu og svitna brennivíni á milli þess sem þeir stinga upp í sig bita og staupa sig blótandi í tárvotri sælu. „Helvíti … Andskoti … Skolli …“ segja átlistamenn og bæta svo við lýsingum sem brúa bilið milli myrkrahöfðingjans og mat- arúrganganna fyrir framan þá. Mesta fram- úrstefnufólkið lyftir lærum og sendir frá sér langa og lyktarlausa freti því að í skötumett- uðu rými eru allir hlutir sviptir eðlisbundnum þef sínum og klæðast þess í stað aðskotalykt- inni einni. Á meðan kristin trú hélst í landinu var það mörgum til happs að heita á hinn sæla Þorlák biskup. Hann er mestur íslenskra dýrlinga þó að átrúnaður á hann hafi lagst af í seinni tíð. Í helgum ritum má sjá hvernig Þorlákur heldur sig jafnan við blautar grafir og forardý og aldr- ei er vænlegra að sökkva upp fyrir haus í slíka pytti en á messudegi hans. Á engan dýrling er og betra að heita þegar draga á sveina úr sýru- kerum, kýr úr keldum, eða hross og konur úr köldum vökum, öll heil, og þau heit sem annars hefði kalið. Þá er og sagt að þeir farmenn sem drukknandi ákalla Þorlák biskup taki önd í kafi og súpi eigi það vatn sem sjódauðir sóttu í. En Íslendingar huga ekki lengur að dýrlingi sínum sem þeir sitja undir borðum á messu- degi hans. Með óbragð í munni blóta þeir nýja guði sem hver um sig gæti verið Pokurinn sjálfur. Og þó. Kannski er þessu einmitt öfugt farið. Ætli skötuátið sé kaþólsk yfirbót, synda- lausn í formi meinlæta? Telja sporðrennendur hugsanlega að leiðin að sælunnar reit sé vörð- uð hinu súra, að lyktin af appelsínum, súkku- laði og greni sé aldrei sætari en strax eftir að jafnað hefur verið um þeffærin? Hví ættu menn annars að hringja inn jólin í skötulíki? Þorláksmessusálmur Morgunblaðið/Árni Sæberg Hryðjuverk? „Skötuveislur Íslendinga eru löngu orðnar víðfrægar og þykja stundum jaðra við hryðjuverk þó að fátt slái vissulega út grimmi- legustu árásir Vestfirðinga á þeffæri heimsbyggðarinnar.“ FJÖLMIÐLAR » „Djöfulli er þetta góð skata,“ segja sporðrennendur og hella yfir kæstan þvermunnann tvíbræddu rolluspiki eða stappa því saman við jarðepli. Svo kjammsa þeir áfram á herleg- heitunum og óska þeim góðrar ferðar niður meltingarveginn. Skata, kartöflur og hnoðmör eru hinn þríeini guð múgsins sem safnast saman um allt land í matsölum og borðstofum dag- inn fyrir jól. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýs- ingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.