Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 9
Frakkland og einkum París. Tímaramminn, dvöl mín á þessum stað á tveimur tímabilum (1967-74 og 1977-82). Þar með var kominn ákjósanlegur staðar- og tímarammi til þess að skoða þróun ungs manns frá nítján ára til þrjátíu og fjögurra, manns sem ber reyndar mitt nafn. Vitanlega eru þetta mótunarár þessa unga manns sem er óneitanlega ég sjálfur en samt ekki lengur nákvæmlega ég sjálfur í dag. Svo eru þessi ár afar mikilvægt gerj- unartímabil, mikil upplausn og endurmat í hugmyndafræði og heimsmynd. Þannig að einstaklingsupplifun er stöðugt í samræðu við samfélagslegan rússibana. Saman er teflt sú- bjektívri eða huglægri skynjun og upplifun og objektívum eða hlutlægum staðreyndum. Þessi samsláttur huglægni og hlutlægni hefur reyndar lengi verið aðalmarkmið mitt í skáld- skap. Borgin kallaði svosem líka en ekkert öðru vísi en hún hefur alltaf kallað. Borg ljósanna er þarna vegna þess að ungi maðurinn var í fóstri hjá henni og í henni.“ Í Minnisbók segir: Það er ekki hægt að slá eign sinni á París, hún hörf- ar undan þeim sem ætlar að eignast hana, eigna sér hana í formi skilgreininga. Slíkt eignarnám lætur París engan komast upp með enda er þetta nokkurs konar græðgi. Þetta fer í taugarnar á sumum. Það verður bara að hafa það. Þannig veit ég ekki hver er hinn endanlegi sannleikur um París, ég veit að einhverju leyti hvað er MINN sannleikur um hana, mín reynsla. En sá sannleikur, sú reynsla breytist með tímanum. Ný verður til og hinni gömlu hefur minnið breytt. (bls. 99) Borgirnar sem Ingibjörg lýsir eru framandi og taka henni ekki alltaf vel: Moskva lyktar af sovéskri lykt, er erfið, skítug, stór, fram- andleg – Havana hlý, en fátæk og ekki auðvelt að koma sér þar fyrir; og Reykjavík bernsku hennar sem hérna birtist virðist löngu horfin. En hvernig gekk að framkalla staði í hug- anum og fannstu fyrir ákveðinni nostalgíu andspænis horfnum heimi? Ingibjörg: „Ég framkallaði staði oftast í tengslum við ákveðin atvik, sum mikilvæg, en önnur hversdagsleg, eitthvað sem hlaut að hafa gerst oft en var orðið að einstökum at- burði í huga mínum. Sú nostalgía sem ég þekki er hvorki söknuður eftir horfnum heimi né löngun til að vera aftur sú sem ég var – kannski er hún alltaf þetta sem ég orti einu sinni um: „en draumanna /minnist ég með trega/nú þegar kólnar og dimmir/og bilið vex/ milli þess sem er/og þess sem átti að verða.““ Heimildir um líf Endurminningar eða sjálfsævisöguleg skrif liggja einhvers staðar á milli skáldskapar og sagnfræði. Höfundurinn styðst við minni sitt og annarra nákominna, en einnig við heimildir eins og bréf, dagbækur og ljósmyndir. Stund- um eru óhjákvæmilega bil á milli þessara heimilda, þeim ber ekki endilega saman, dag- bækur geta virst ókunnuglegar og minnið er brigðult. Þegar Lillian Hellman skrifaði um veru sína í Moskvu veturinn 1944-1945 í An Unfinished Woman kom það henni á óvart að í dagbókum hennar virtist ekkert af því sem henni fannst nú mikilvægt þar að finna: „Þessa fimm mánuði hélt ég nákvæmari og lengri dagbók en ég hef nokkru sinni gert fyrr eða síðar, en þegar ég las þær aftur í fyrra, og aftur í síðustu viku, þá þögðu þær yfir því sem var mér mikilvægast, eða það sem árin hafa gert mikilvægt“ (bls. 144). Og í Veruleika draumanna segir: Eitt er víst: bréfin geyma ekki „sannleikann“ og segja ekki alla söguna. Einu sinni hélt ég að sann- leikurinn væri einn, og taldi mig þekkja hann. Ára- tugirnir sem liðnir eru síðan hafa sýnt mér fram á að málið er ekki og var aldrei svo einfalt. Þess vegna er erfitt að setja sig í spor hennar, stúlkunnar á flug- vellinum. Ég reyni það samt. Þreifa mig áfram, bréf fyrir bréf, og hugsa þakklát til pabba sáluga sem týndi engu bréfi, hélt þeim öllum saman, ár eftir ár, og raðaði í möppur. (bls. 111) Leitin að sjálfum sér, leitin að fortíðinni er því ekkert einfalt viðfangsefni. Að skrifa um sjálfan sig – sem kannski virðist nærtækasti efniviðurinn – er langt frá því sjálfgefið, alltaf þarf að takast á við ókunnugleika fortíðar- innar. En hvernig fannst höfundunum – sem hafa kannski fyrst og fremst fengist við skáld- skap – að koma sér fyrir á þessu svæði milli sagnfræði og skáldskapar? Og hvernig var vinnulagið – var lagt út í sagnfræðirannsókn- ir, voru skoðaðar heimildir; dagbók, bréf, myndir? Eða voru aðrar aðferðir nýttar við að vekja upp fortíðina – jafnvel ósjálfrátt minni Prousts og magðalenukakan góða? Ingibjörg: „Ég lagði ekki út í sagnfræðirann- sóknir. Hins vegar leitaði ég upplýsinga þegar ég var ekki viss um að muna rétt einhverjar staðreyndir, ártöl eða sögulega atburði t.d. Ég studdist við bréf frá sjálfri mér til vina og fjöl- skyldu, svo og stopul dagbókarskrif síðustu tvö árin mín í Havana. Auk þess rifjaðist ým- islegt upp þegar ég sat við tölvuna og eflaust getur sumt af því flokkast undir ósjálfrátt minni eða dulvitund einhvers konar. Kannski var það stutt minningarbrot sem hélt áfram – dæmi um það er m.a. kaflinn Vetrarkvöld.“ Sá kafli er lítið minningabrot úr æsku þar sem við fáum sjónarhorn litlu stúlkunnar – þetta er mynd af feðginum, lítið atvik og hversdagslegt, sem virðist þó hafa í sér þræði sem liggja í allar áttir innan verksins. Sigurður: „Ég notaði minnisbækur sem ég hef gengið með í vasanum gegnum lífið og dagbókarpunkta sem ég skrifaði með óreglu- legu millibili. Frá fimm til tólf ára skrifaði ég dagbók í orðsins fyllstu merkingu (þ.e. eitt- hvað á hverjum degi). En síðan þá bara punkta og vasabækur. Svo fletti ég upp ýms- um staðreyndum til öryggis. En aðallega var minnið sett í bílstjórasætið. Minnið með öllum sínum magðalenukökum. Minnið skapaði og endurskapaði atvikin, augnablikin og andrúmsloftið sem liggja til grundvallar sérhverjum kafla í bókinni. Hver kafli er tiltölulega sjálfstæður en heildin er hugsuð sem vefnaður, sbr. „textus“, texti. Þess vegna ganga sumir þræðir í gegnum marga kafla, missýnilegir. Að því búnu beitti ég grimmu ísjakaprins- ippi á afraksturinn (einn tíundi verður eftir, restin látin hverfa, en samt finnurðu fyrir henni …) til þess að bókin yrði ekki þrjú þús- und síður heldur þrjú hundruð.“ Eins og Sigurður bendir á eru kaflarnir nokkuð sjálfstæðir, hefjast gjarnan á minn- ingarbroti eða mynd úr fortíð sem síðan er spunnið útfrá og enda oftar en ekki á hugleið- ingum höfundarins um merkingu þessara at- burða í núinu. Línuleg frásögn liggur því ekki forminu til grundvallar – heldur kannski ein- mitt eins og Virginia Woolf nefnir hér að ofan tengingin við samtímann, við núið. Nú eru aldrei beinlínis „náttúruleg“ enda- lok á endurminningum – einhver tímapunktur verður fyrir valinu þegar ekki er skrifað alla leið til samtímans. Ingibjörg lýkur sögu sinni þegar hún snýr aftur til Reykjavíkur frá Kúbu – hvers vegna varð sá tímapunktur fyrir val- inu? Geturðu hugsað þér að halda áfram? Ingibjörg: „Endirinn kom eiginlega á undan upphafinu. Ég ætlaði alltaf að ljúka sögunni á þessum stað, og hef ekki hugsað mér að halda henni áfram, enda hef ég enga þörf fyrir það.“ En þörfin fyrir slík skrif er einmitt nauð- synleg undirstaða slíkra verka og bestu sjálfs- ævisögulegu skrifin eru knúin af slíkri þörf eins og fjölmargir höfundar hafa bent á. Stundum kviknar slík löngun vegna einhverra stórviðburða í lífinu, láts föður eða móður, erf- iðra upplifana í æsku – en stórviðburðurinn er alls ekki skilyrði, eins og Sigurður bendir á hér að ofan þá erum við alltaf að segja sögu okkar, það er partur af því að vera til og svo við lesum okkar eigið líf í gegnum sögur ann- arra. Ekki síst þegar verkin tala til manns af skáldlegu innsæi eins og Veruleiki draumanna og Minnisbók gera hvort með sínum hætti. ggur að baki“ Morgunblaðið/Kristinn m ég skrifaði með óreglulegu millibili.“ að skrifa um hana í fyrstu persónu, svo framandleg var hún.“ Höfundur er bókmenntafræðingur. MORGUNBLAÐIÐ SATURDAY 22. DECEMBER 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.