Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 6
6 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Rian Johnson stimplaði sig ræki-lega inn í indí-senuna í fyrra með Brick, þar sem hann færði Möltufálkann sannfærandi inn í bandarískan framhaldsskóla með femme fatale og sjálfskipuðum einkaspæjara skólalóðarinnar sem lék tveimur skjöldum. Nú er hann kominn á stærra leiksvið með The Brothers Bloom, en bræðurnir blómstrandi eru svikahrappar og hlutverkaskiptin eru þannig að sá eldri, leikinn af Mark Ruffalo, skrifar svikamyll- una og sá yngri, leikinn af Adrien Brody, fram- kvæmir hana. Og hér er vitaskuld tálkvendi líka, leikin af hinni gull- fallegu Rachel Weisz. Myndin er tekin vítt og breitt í Austur-Evrópu í yfirgefnum köstulum og á fornum torgum, enda nauðsynlegt að svika- myllur líti fallega út.    Rússneski leikstjórinn TimurBekmanbetov sló í gegn með Næturvaktinni og Dagvaktinni (en sú síðarnefnda mætti nú alveg fara að skila sér í íslensk bíó), þar sem ekki er þverfótað fyrir rússneskum goðsagnaverum í Moskvu nútímans. Og nú er hann kominn til Holly- wood til þess að leikstýra Wan- ted, sem fjallar um leigumorð- ingja í þjónustu sjáenda. Hlut- verk þessara leigumorðingja er ekki að drepa for- seta eða neitt álíka smávægilegt, þeir sjá um að drepa þá sem þarf að drepa til þess að jafnvægi sjálfs alheimsins sé ekki raskað – en það eru sumsé sjáend- urnir sem segja til um hverjir ógni því jafnvægi. Allt hljómar þetta eins og skemmtileg blanda af Minority Report og The Matrix og leikhóp- urinn er ekki af verri endanum. James McAvoy heldur áfram hrað- ferð sinni upp á stjörnuhimininn sem Wesley Gibson, sem hættir í ró- legri skrifstofuvinnu til þess að ganga til liðs við leigumorðingjaregl- una, en í henni eru einnig Morgan Freeman og Angelina Jolie, sem ný- lega lék einmitt launmorðingja í Mr. and Mrs. Smith.    Fyrir 12 árþúsundum örkuðumammútar um ísbreiður ver- aldarinnar og tígrisdýr þóttu ekki merkileg ef þau voru ekki með tenn- ur á stærð við sverð. Þessar tvær dýrategundir hafa hingað til verið vannýttar kvikmyndastjörnur en nú fá þær svo sann- arlega að njóta sín í 10.000 BC. Myndinni er leik- stýrt af Roland Emmerich, manninum á bak við Independence Day og The Day After Tomorrow. Myndin fjallar um hóp mammútaveiðara sem eru eltir af þrælaveiðurum um leið og þeir elta uppi mammútana – og þegar þeir ná einni stúlkunni í þrælabúðir sínar þá er auðvitað ungur og ást- fanginn piltur sem eltir þá til þess að frelsa fornaldarmeyjuna. En fólk fer vitaskuld á myndina til þess að sjá sverðtígrisdýr og mammúta, ekki til þess að hafa áhyggjur af söguþræð- inum. Það eru viðtekin sannindi í brellubransanum að fátt sé erfiðara að teikna í tölvum en feld og vatn – þannig að þegar Emmerich datt í hug að láta einn sverðtígurinn fá sér sundsprett fjölgaði gráu hárunum töluvert á brellumeisturunum – en það var ekki fyrr en eftir átján mán- aða vinnu við að þróa tölvuteiknuð fornaldardýr sem byrjað var á hefð- bundnum tökum. KVIKMYNDIR Rachel Weisz 10.000 BC James McAvoy Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com Allir sem halda jólin hátíðleg á annaðborð eiga sínar uppáhaldsjólamyndir.Klassíkerar líkt og It’s A WonderfulLife (1946) eða Miracle on 34th Street (1947) skjóta upp kollinum á hverju ári á einhverri sjónvarpsstöðinni á meðan kvik- myndahúsin flagga nýjustu stórmyndunum yfir hátíðirnar. Árlega reynir hver samsteypan á fætur annarri að hitta á rétta uppskrift til að senda frá sér reglulega góða jólamynd, en þeim fer þó fækkandi – man einhver eftir sein- ustu góðu jólamyndinni? Þarf ekki að fara mörg ár aftur í tímann? Eða kannski eru einu góðu jólamyndirnar þær sem maður ólst upp við sjálfur. Í mínum huga ráða Gizmo, Eddi klippikrumla, Francis Xavier Cross og Jack Skellington ríkjum í heimi jólakvikmynda (og mögulega John McClane). Það getur vel verið að Tim Allen verði ímynd jólanna fyrir kom- andi kynslóðir, ásamt Will Ferrell, Vince Vaughn og Harry Potter. Þær eru ófáar jólamyndirnar sem gleymast fljótt – sumar eiga það vissulega skilið, aðrar ekki endilega. Innan um þær slæmu stórmynd- ir sem allir þekkja leynast smærri molar sem vert er að vekja athygli á. Margir eru eflaust enn að reyna að gleyma ríkisstjóranum Arnold Schwarzenegger í Jingle All The Way (1996), en hversu margir hafa séð hitt vöðvafjallið – Hulk Hogan – í Santa With Muscles, sem kom út sama ár? Ég missti blessunarlega af þeirri gleði, en ímynda mér engu að síður að það væri þess virði að þefa hana uppi, einfaldlega til að hlæja aðeins. Það sama má segja um eina frægustu jóla-B-mynd allra tíma: Santa Claus Conquers The Martians (1964). Þar segir frá börnum á Mars sem eru háð jarðneskum sjón- varpsútsendingum og hafa fengið æði fyrir jólasveininum. Marsbúarnir halda því í herför til jarðarinnar til að ræna sveinka og flytja heim með sér. Þetta er ein skrítnasta jólamynd sem fest hefur verið á filmu og þrátt fyrir að vera erfið áhorfs á köflum er hún eflaust skárri en flest það sem kemur í bíó þessi jól. Auk þess státar hún af einu skemmtilegasta titillagi kvikmyndatónlistarsögunnar. Hryllingsgeirinn hlýtur þó að teljast furðu- legasta og áhugaverðasta svæði jóla-B- myndanna. Fjöldi leikstjóra hefur mjólkað jóla- kúna í von um að skapa sniðugar hryllings- myndir, sem snúast oftar en ekki um morðóða jólasveina. Þar má til dæmis nefna Christmas Evil (1980), Don’t Open Till Christmas (1984), Santa Claws (1996) og Santa’s Slay (2005). Frægastur allra hryllingssveinka er hins vegar morðinginn í Silent Night, Deadly Night (1984) – mynd sem olli miklum látum í Bandaríkj- unum á sínum tíma vegna auglýsinga sem sýndu jólasvein vopnaðan exi að skríða niður skorsteininn. Hún gat af sér fjórar framhalds- myndir og heyrst hefur að endurgerð sé vænt- anleg. Annar frægur jólahryllir er Black Christmas (1974, endurgerð 2006), nokkurs konar forveri hnífstungu-bylgjunnar sem fór á fullt nokkrum árum síðar. Margir telja þessa lítt þekktu mynd til bestu hryllingsmynda átt- unda áratugarins. Tvær aðrar morðingjamynd- ir sem skarta þekktum hátíðarfígúrum í aðal- hlutverkum (þó ekki jólasveininum) er við hæfi að nefna að lokum. Báðar snúast þær um rað- morðingja sem endurfæðast í nýju gervi (ekki ósvipað Chucky í Child’s Play-seríunni). Í Jack Frost (1996) mætir brjálæðingur aftur til leiks sem lifandi snjókarl og hyggur á hefndir (framhaldsmyndin Jack Frost 2: Revenge of the Mutant Killer Snowman kom út 2000). En enginn slær þó Gary Busey við í hlutverki sínu sem The Gingerdead Man (2005) – morðingja sem lifnar við sem piparkökudrengur. Er ég sá eini sem fær vatn í munninn? Gleðileg B-mynda-jól! SJÓNARHORN »Hryllingsgeirinn hlýtur þó að teljast furðulegasta og áhugaverð- asta svæði jóla-B-myndanna. Fjöldi leikstjóra hefur mjólkað jóla- kúna í von um að skapa sniðugar hryllingsmyndir, sem snúast oftar en ekki um morðóða jólasveina. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is H vernig má það vera að ódýr, og í dag hálfvandræðaleg B-mynd eigi enn sitt pláss í huganum? The Omega Man var sýnd í gamla Austurbæjarbíói fyrir aldarþriðjungi og það er ennþá ljómi yfir minningunni. Svarið er einfalt, framtíð- artryllar um ragnarök þar sem heimurinn er á heljarþröm eru jafnan forvitnilegir og æsilegir, ætli áhorfendum þyki það ekki notalegt inn við beinið að sjá að ástandið eins og það er í dag er aðeins barnaleikur miðað við ósköpin sem geta gerst og vofa yfir okkur. Því er gamla myndin hans Charltons Hestons rifjuð upp í I Am Legend, hressustu jólamynd- inni í ár, en myndin er endurgerð hennar, og Will Smith er kominn í ból Hestons. Í stuttu máli er nýja myndin A-mynd, mörgum gæða- flokkum ofar, og leiðir hugann að umfjöllunar- efninu, einmana eftirlifendum heimstortímingar. Sem betur fer eru vesalings mennirnir sjaldn- ast aleinir, það fjölgar gjarnan í hópnum þegar líður á sýningartímann. Hvort félagsskapurinn er alltaf eftirsóknarverður er önnur spurning. Þrátt fyrir að umfjöllunarefnið sé seiðmagnað fer því fjarri að heimsendamyndir séu allar minnisstæðar en í tilefni þess hversu vel hefur tekist að endurgera og betrumbæta The Omega Man er ekki úr vegi að rifja upp þær minn- isstæðustu síðustu áratugina. The Omega Man (1971) er sjálfkjörin til að vera fremst í flokki. Hún er byggð á vís- indaskáldsögunni I Am Legend eftir Richard Matheson, sem var reyndar kvikmynduð skömmu eftir útgáfu bókarinnar undir nafninu The Last Man on Earth (’64). Sú nálgun virðist hafa lent í glatkistunni. Í The Omega Man þraukar Heston einn í New York eftir pláguf- araldur, en kemst á snoðir um hóp kuflklæddra vera, e.k. sértrúarsöfnuð afmyndaðra eftirlif- enda. Þar er um að ræða heimspekilega sinn- aðar, pasturslitlar dúkkulísur í samanburði við afstyrmin í 2007-útgáfu Smiths og leikstjórans/ handritshöfundarins Francis Lawrence. Minn- isstæðasta atriði The Omega Man er þegar He- ston sargar af sér útlim, en þá setti hroll að bíó- gestum við Snorrabrautina. Apaplánetan – Planet of the Apes (’69, ’01) Útgáfa Schaffners toppar flestar þessar myndir. Geimfarinn Heston kemst af ásamt áhöfn sinni, sem vaknar af kælisvefni, en enginn veit eftir hve langan tíma né á hvaða reikistjörnu þeir hafa brotlent. Hræðilegur sannleikurinn kemur í ljós í einu magnaðasta og minnisstæðasta loka- atriði kvikmyndasögunnar. Til allrar óhamingju var leitað til Tims Burtons þegar myndin var endurgerð um síðustu aldamót, þessi óvéfengj- anlegi snillingur reyndist ekki rétti maðurinn í starfið. Að hugsa sér hvað Lawrence hefði getað gert, að ekki sé minnst á Peter Jackson. 28 Days Later (’02) Í einni hrikalegustu mynd síðari ára vinnur Danny Boyle úr frumsömdu handriti Alex Gar- lands, sem hefur takmarkaða trú á mannkyninu í táknrænni hrollvekju um hver við erum þegar á hólminn er komið, þrátt fyrir alla „siðmenn- inguna“. Hann hefur tekið þann kostinn að velja í örfá hlutverkin unga og kraftmikla leikara. Sagan er lengst af óhugnanleg, einföld og kraft- mikil, brellurnar valda því að maður tekst á loft í sætinu og boðskapurinn er skýr og óvæginn. 28 Weeks Later (’07) Juan Carlos Fresnadillo nýtir sér snjallar hug- myndir Garlands og vinnur úr þeim aftur- gönguhroll án þess að taka feilspor. Handritið er þétt og vel skrifað, leikurinn góður, kvikmynda- taka og tónlist áhrifamikil, en fyrst og fremst tekst myndinni að framkalla þrúgandi heimsend- asýn og djúpstæðan hrylling sem snýst um eitt- hvað annað en að velta sér upp úr kvalarfullum dauðdögum. Þá er rammpólitískur undirtexti of- inn inn í myndmál og frásögn (og að því leyti má greina áhugaverð tengsl milli 28 dögum síðar og 28 vikum síðar.) Mad Max 2 (’82) Betri framhaldsmyndin af þeim tveimur sem gerðar voru. Yfirbragðið og andrúmsloftið er eins og eftir kjarnorkustyrjöld þar sem barist er um hvern bensíndropa. Miller heldur uppi hraðri framvindu og spennu- og bílaatriðin mörkuðu tímamót. Trylltur óþokkalýður á hvers kyns far- artækjum ræðst á olíuhreinsunarstöð lítils sam- félags og enginn nema Gibson er til varnar. Þessi mynd öðrum fremur tryggði hann í sessi sem eina af stórstjörnum samtímans. Ekki á morgun heldur hinn – The Day After Tomorrow (’04) Hækkandi hitastig, eyðing ósónlagsins, bráðn- andi jökulhvel á heimskautssvæðunum og önnur óáran í veðurfarsbreytingum eru helstu vanda- mál mannkynsins og verða í nánustu framtíð, hvað sem líður samkomulagi þjóðarleiðtoga um losun gróðurhúsalofttegunda á Balí í síðustu viku. The Day After Tomorrow er hvorki ýkja merkileg né vísindaleg en hún vekur í það minnsta athygli bíógesta á vánni sem vofir yfir. Í myndinni, sem er þétt afþreying með flottum brellum, fer reyndar á annan veg. Þar skellur á okkur ísöld, nánast óforvarandis, og Dennis Quaid fer fyrir hópi vísindamanna sem reyna að bjarga því sem bjargað verður. Nokkur víti til varnaðar Hér að ofan er rjóminn af þeim mörgu heims- endamyndum sem gerðar hafa verið síðustu ára- tugina. Þær eru sjálfsagt mun fleiri af þessum toga sem ber að varast eins og heitan eldinn og er ekki úr vegi að geta nokkurra þeirra. Það ríkti mikil spenna í kvikmyndaheiminum þegar meistari Robert Altman hóaði í fjórar, al- þjóðlegar stórstjörnur; Paul Newman, Bibi And- erson, Fernando Rey og Vittorio Gassman, auk Ninu von Pallandt, til að leika í Quintet (’79). Þau eru ein örfárra sem berjast við að halda líf- tórunni á ísöld sem allt er að drepa. Þau eru í teningaspili þar sem einn stendur uppi sem sig- urvegari – með dágóðar kjötbirgðir í verðlaun. Quintet er ein versta mynd leikstjórans af nokkrum slökum. Waterworld er önnur skelfilega illa gerð og leiðinleg heimsendamynd með Kevin Costner og Dennis Hopper. Jörðin er komin undir vatn, það sem upp úr stendur er löngu gleymt, sem betur fer. Kevin Costner kom einnig við sögu í The Post- man, rándýrri en jafnframt auðgleymdri og af- spyrnulélegri heimssýn eftir kjarnorkustyrjöld. Heimsendamyndir eru vandmeðfarnar eins og allt annað, og veldur hver á heldur. Einn í heiminum Will Smith er ekki sá eini sem hefur lifað af dómsdag í kvikmynd. Hér eru rifjaðar upp nokkrar af þeim mörgu heimsendamyndum sem gerðar hafa verið síðustu áratugina, góðar og slæmar. I Am Legend Hressasta jólamyndin í ár, er end- urgerð The Omega Man með Charlton Heston í aðalhlutverki. Í stuttu máli er nýja myndin A- mynd með Will Smith í fararbroddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.