Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2007, Blaðsíða 16
16 SATURDAY 22. DECEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Þ essi bók er um það hvað sam- skipti fólks geta verið sorgleg, en um leið furðulega falleg,“ seg- ir Sigurbjörg Þrastardóttir um nýja ljóðabók sína Blysfarir. Bókin segir ástarsögu konu og karls. Þetta er prósaljóð, bálkur upp á tæpar 150 síður. „Þetta er bók um ástand og líðan. Þótt hún segi sögu þá braut ég tímalega framvindu upp. Það liggur ekki endilega á mínu áhugasviði að búa til plott. Og það er ekki hefðbundinn endir, góður eða vondur, á ævintýrinu.“ En þetta er ævintýri. Þarna segir frá manni sem eltir hvítan dreka. „Já, drekinn er dramatískt afl í ástaræv- intýrinu, óviðráðanlegt og myrkt, handan mannlegs máttar.“ Samt er þetta ekki venjulegur ævintýradreki heldur öllu raunverulegra kvikindi. Og það er erfiðara að komast undan honum. Og hann er eitraðri en aðrir drekar. „Einmitt, hann er eitrið. Og hann getur breytt hamingju í sorg,“ segir Sigurbjörg. „En það getur reyndar líka afbrýðisemin og aðrar þungar tilfinningar sem manneskjan ræður illa við en virðist stundum ánetjast, eins og eit- urlyfi.“ Ást getur verið brenglun á rökhugsun Þessi bók er eiginlega lýsing á ástandi, ást sem einhvers konar truflun. „Ást getur verið brenglun á rökhugsun. Það þarf ekki endilega að vera slæmt ástand, það getur verið algerlega dásamlegt og fallegt. En það getur líka orðið áráttukennt. Og fólk geng- ur mjög langt fyrir þessa tilfinningu, rétt eins og slæmar tilfinningar geta leitt fólk út í ógöng- ur. En það er rétt, þetta er bók um ástand.“ Þarna eru samt öll hefðbundnu ást- arsöguþemun eins og þessi ofboðslega hrifning, afbrýðisemin, svikin og sorgin eða missirinn. Þetta er ástarsaga, ekki satt? „Jú, jú, en samt hefði ég endilega ekki kallað bókina ástarsögu á titilsíðu. Einn slíkur stimpill útilokar svo marga aðra. Mig hefur stundum langað til að nota undirtitil á borð við Skýrslu, það er nægilega óbókmenntalegt, andlýrískt. Annars flaug mér í hug um daginn að biðja Arnald Indriðason um að markaðssetja Harð- skafa sem ljóðabók og ég hefði í staðinn kynnt Blysfarir sem krimma. Það hefði verið gaman að sjá viðbrögðin, ég meina á markaðnum. Það er ljóðræna í Arnaldi, sjáðu til dæmis heitið, Harðskafi. Og Blysfarir eru öðrum þræði glæpasaga. Fólk setur sig of oft í stellingar gagnvart ljóðum sem það gerir ekki gagnvart öðrum tegundum, þess vegna hefði verið gam- an að snúa þessu á haus. En ég fékk hugmynd- ina of seint.“ Og miskunnsemin, stundum gengur hún of langt En heitið Blysfarir? „Mér finnst það fallegt. Það er líka auðvelt að misheyra það sem slysfarir,“ svarar Sig- urbjörg. „En fyrst og fremst vísar það inn í bókina.“ Já, það er mikill eldsmatur í ástinni. „Myndmálið í þessum texta er sterklega tengt eldi, ýmsum glæringum. Meðal annars kemur þar fram sú skoðun að bálför sé fallegri dauðdagi en krossfesting.“ Ertu sammála því? „Ekki endilega.“ Reyndar er allt logandi í trúarlegu táknmáli í bókinni. Þjáningin er líka leiðarstef. Viltu skýra það? „Stúlkan sér sig, eða speglar sig, á köflum í Kristsmynd, hún gatar á sér lófana, stendur með útrétta handleggina, finnst hún geta mett- að fimm þúsundir og svo framvegis. Það er eitt- hvað með þessa tilfinningu að fórna sér fyrir það sem er æðra eða hærra, kannski hugsjón, kannski hamingju einhvers annars. Og mis- kunnsemin, stundum gengur hún of langt. En bókin snýst líka um upprisuhugmyndina, í myrkrinu og eitrinu er einhvers staðar logandi hvítur blossi, björgunin.“ Ekkert eftirsóknarvert að fólk sé forvitið um mig Og þarna er líka blá mjólk. „Já, það er eitthvað barnslegt við mjólk og sagan fjallar meðal annars um það hvernig sak- leysi er spillt.“ Í þessari bók er hvíti liturinn tákn hins illa. „Hvíti liturinn er lúmskur. Hann er yfirleitt sakleysið, í versta falli sorgin, en hér er drekinn hvítur, eitrið er hvítt, lygin er hvít, það kemur ítrekað fyrir. Og í fljótu bragði sér maður ekki endilega muninn á hvítu mjólkurskeggi og hvítri froðu sem er alls ekki barnsleg heldur tengist ávana, fullorðinsheiminum.“ En af hverju skrifarðu ljóð um þetta efni en ekki skáldsögu? „Það kom aldrei til greina að færa þetta inn í skáldsögu. Ég hélt fyrst að þetta yrði bara eitt ljóð, að vísu svolítið langt. En síðan sat ég uppi með heila bók. Hún er samt bara eitt ljóð.“ Það eru ekki til margar ljóðabækur af þessu tagi, svona ljóðsögur. „Kannski ekki,“ segir Sigurbjörg, „en ég hafði engin viðmið í huga, formið varð bara til. Orðfærið kom líka án mikillar yfirlegu, eins konar sambland af götumáli og orðum sem mér þykja falleg.“ Bókin gerist í Berlín. Þú hefur verið þar. Er einhver sjálfsævisögulegur þráður í henni? „Mér finnst ekkert eftirsóknarvert að fólk sé forvitið um mig. Mig langar miklu meira að það sé áhugasamt um textana mína.“ Morgunblaðið/Kristinn Sigurbjörg Þrastardóttir „Mér finnst ekkert eftirsóknarvert að fólk sé forvitið um mig. Mig langar miklu meira að það sé áhugasamt um textana mína.“ Að elta hvítan dreka Sigurbjörg Þrastardóttir hefur skrifað ljóða- bók um hvítan dreka sem getur breytt ham- ingju í sorg. Bókin heitir Blysfarir og fjallar um ástina og aðrar áráttur. Sigurbjörg út- skýrir það nánar í samtali við blaðamann. » Stúlkan sér sig, eða speglar sig, á köflum í Kristsmynd, hún gatar á sér lófana, stendur með útrétta handleggina, finnst hún geta mettað fimm þús- undir og svo framvegis. Það er eitthvað með þessa tilfinningu að fórna sér fyrir það sem er æðra eða hærra, kannski hugsjón, kannski hamingju einhvers annars. »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.