Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 9 Hvorostovsky stendur upp úr Eftir Arndísi Björk Ásgeirsdóttur arndisb@ruv.is Það er ekki spurning umhvaða tónleikar standauppúr á árinu. Það eru að sjálfsögðu tónleikar rúss- neska barytónsöngvarans Dmitris Hvorostovsky sem hann hélt í Háskólabíói á Listahátíð í maí með píanóleik- aranum Ivari Ilja. Hvoro- stovsky er stórkostlegur lista- maður með ótrúlega tækni og magnaða útgeislun. Hann kann þetta alveg og var sannarlega á heimavelli í rússneskum söng- lögum og dáleiddi mann uppúr skónum. Ógleymanlegir tón- leikar! Tónleikar ítalska píanóleik- arans Domenico Cotispoti í Salnum í Kópavogi í mars þar sem hann lék m.a. hina ægi- fögru h-moll sónötu Franz Liszts standa mér líka í fersku minni. Það gerist allt of sjaldan að maður getur setið og notið gamaldags píanótónleika þar sem allt gengur upp og svo sannarlega ekki á allra færi að rúlla upp þessu risaverki hans Liszts og gera það með þeim hætti að maður situr alsæll eft- ir. Lokatónleikar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands sem fram fóru í Laugardalshöll í júní voru einnig eftirminnilegir. Með sveitinni kom fram hljóm- sveitin Dúndurfréttir og í sam- einingu fluttu þær meist- arastykki Roger Waters „The wall“. Þessir tónleikar komu ótrúlega skemmtilega á óvart. Oft hefur mér fundist eitthvað vanta þegar melabandið fer yfir á þetta svið, og útkoman verða hálf hallærisleg en þarna var eitthvað annað uppá teningnum og útkoman var hreint út sagt frábær. Fjórðu tónleikarnir sem mig langar að nefna eru tónleikar á Kirkjulistahátíð þar sem Mót- ettukór Hallgrímskirkju flutti H-moll messu Bachs ásamt al- þjóðlegu barrokksveitinni frá Haag og einsöngvurum. Þar var enski kontratenórinn, Rob- in Blaze, að öðrum ólöstuðum, stjarna tónleikanna og flutn- ingur hans á Agnus dei kafla verksins var nánast yfirnátt- úruleg upplifun og svo dásam- leg að ég fór aftur daginn eftir á seinni tónleikana. Af útkomnum geisladiskum þessa árs þá er ég ánægðust með Jónasarlögin hans Atla Heimis Sveinssonar í flutningi Fífilbrekkuhópsins. Diskur með þessum lögum kom út fyrir nokkrum árum og er nú löngu uppseldur og þessi því kær- kominn og ekki skemmir fyrir að fjögur ný hafa bæst við. Lög- in hans Atla Heimis eru ótrú- lega falleg og hann hefur ein- stakt lag á því að ná fram í tónum stemmningu ljóðanna hans Jónasar, fyrir utan auðvit- að hvað flutningur hópsins er dásamlegur. Höfundur er útvarpskona. Sprengja úr höllinni Eftir Frank Hall frank@ske.is Það var engin stóra bomba í tónlistinni áárinu 2007, nema ef vera skyldi sprengj-an sem varpað var úr höllinni (eða var það úr glerhúsi, ég man það ekki) þegar til- kynnt var um kynslóðaskipti. Keflið var hrifsað og fluttar voru dánarfregnir. Sumar þeirra eru þó stórlega ýktar. Ólöf Arnalds á eina af bestu plötum ársins og Benni Hemm Hemm átti skemmtilegt útspil – stuttskífu. Menn eru alltaf að búa til næsta stórvirki og taka í það allt of langan tíma. Benni er aktívisti í tónlist, það er hressandi. Mugison tók glannalega og vel heppnaða beygju, það er spennandi að fylgjast með svoleiðis kappakstri. Margir biðu spenntir eftir frumraun Jakobínurínu og biðin var þess virði. Stórskemmtileg plata – samt syngja þeir á ensku! Svo verður líka fróðlegt að fylgjast með Hjaltalín. Ég nenni ekki í erlendu deildina. Mig langar þó að nefna persónulega uppgötvun á árinu, R. Stevie Moore, furðufugl af bestu gerð sem hefur verið að í áratugi og allt of fáir tekið eftir. Kíkið á rsteviemoore.com. Höfundur er tónlistar- og útvarpsmaður. Ljóðabækur fyrst upp í hugann Eftir Úlfhildi Dagsdóttur varulfur@centrum.is Ljóðabækur koma fyrstupp í hugann þegarlitið er yfir bókaárið 2007. Höggstaður Gerðar Kristnýjar, söngur steina- safnarans eftir Sjón, Ösku- dagar Ara Jóhannessonar, smárit Smekkleysu, Í felum bakvið gluggatjöldin eftir Þórdísi Björnsdóttur, Á stöku stað eftir Árna Ibsen og Blót- gælur Kristínar Svövu Tóm- asdóttur eru allt bækur sem glöddu mig mikið. Og ég á nokkrar vænlegar ólesnar eins og þeirra Steinunnar Sigurðardóttur og Þórarins Eldjárns. Annað sem hefur aukið mér ánægju eru þýddar fantasíur fyrir yngri les- endur, eins og til dæmis Rúnatákn og Ávítarastríðið, og fyrst ég er byrjuð að tala um barnabækur er ekki hægt annað en nefna tvær mynda- bækur um dreka, Drekinn sem varð bálreiður og Sylvía og drekinn. Skáldsögur fyrir fullorðna eru einfaldlega ekki eins sterkar í ár, hvorki frumsamdar né þýddar, þótt vissulega séu bækur fyrr- nefndrar Þórdísar, Saga af bláu sumri, og Óreiða á striga eftir Kristínu Marju Bald- ursdóttur hvorttveggja sterk- ar sögur. Gyrðir sendi frá sér enn eina perluna, Sandárbók- ina, en sú skáldsaga sem stendur upp úr þetta árið er Harðskafi Arnaldar Indr- iðasonar. Höfundur er bókmennta- fræðingur. Eftir Ingólf Arnarsson ingolfur@lhi.is Í upplýsingasamfélagi samtímans hefur ásíðustu árum sprottið upp mikill áhugi áflóknum kerfum, óreiðu og skörun marg- breytilegra merkingarsviða. Þessa kennd hef- ur mátt greina í áhugaverðum verkum ýmissa listamanna á árinu. Nefni ég í þessu sam- bandi nýju verkin á yfirlitsýningu Eggerts Péturssonar, sýningu Eyglóar Harðardóttur í Ásmundarsal og svo verk nokkurra yngri listamanna; Kolbeins Huga Höskuldssonar, Davíðs Arnar Halldórssonar, Unnars Arnar Jónassonar Auðarsonar og Sirru S. Sigurð- ardóttur. En svo framkallast einnig í hug- anum verk af knappari toga, falleg glerverk Roni Horn í Hafnarhúsinu, ágengt nýtt svart/ hvítt málverk eftir Kristján Guðmundsson í Safni og áhugaverð ný verk eftir Darra Lo- renzen. Glæsilegt var framlag listamannanna á Sjónlist 2007. Starfsemi stóru safnanna er smám saman að verða faglegri og var framlag þeirra áhugavert en þannig hefur það ekki alltaf verið. Nýló er í mikilli uppsveiflu. Allar sýningar þess voru mjög frambærilegar á árinu. Framtíð tveggja afar mikilvægra en ólíkra menningarstofnana er í hættu; Safns og Kling og Bang. Ég treysti því og trúi að þeim verði treystur starfsgrundvöllur. Efst í huga mínum er þó fráfall Birgis Andréssonar, frábær listamaður sem vann á áhugaverðan máta úr staðbundnum aðstæðum og þjóð- legum arfi. Kerfi, óreiða og skörun Höfundur er myndlistarmaður. Morgunblaðið/Einar Falur Gerður Kristný Höggstaður eftir Gerði er meðal þeirra ljóðabóka sem glöddu hvað mest á árinu, segir Úlfhildur Dagsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn með flutningi á 3. píanókonsert Rakhmaninoffs,“ segir Helgi Hafliðason. Morgunblaðið/Brynjar Gauti aðið/Árni Sæberg Ólöf Arnalds Hún á eina af bestu plötum ársins,“ segir Frank Hall.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.