Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 16
Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is S ú skoðun virðist almenn að tón- listarlífið á Íslandi standi með miklum blóma. Hún á líka við rök að styðjast, og í stærstu dráttum er hún rétt. Tónleikum heldur áfram að fjölga, og útgáfa á klassískum plötum hefur verið venju fremur fjölbreytt og forvitnileg í ár. Tónlistarhátíðum fjölgar, og einnig komum erlendra listamanna hingað til lands. Allt hefur þetta verið gott og blessað, gras- rótin blómstrar, ungum kammerhópum fjölg- ar, og fagmennska atvinnufólks í tónlistinni er á háu stigi. Ég hef þó lengi saknað ákveðinna vaxtar- brodda – einhvers þess sem virkilega skarar framúr því annars góða tónlistarlífi sem hér þrífst. Í þónokkur ár hefur tónlistarlífið verið með þessum ágætum, og þarmeð hefur skap- ast grundvöllur fyrir nýjan vöxt. Auðvitað er sá grunnur lífsnauðsynlegur, og það er hann sem heldur öflugu tónlistarlífinu uppi. Hann má ekki vanmeta. Á árinu sem nú er að líða hafa komið fram vísbendingar um að stórir hlutir gætu gerst. Í ársbyrjun hélt Sæunn Þorsteinsdóttir selló- leikari tónleika í Salnum í Kópavogi og vakti mjög mikla athygli, og brot úr dómi Jónasar Sen var birtur á baksíðu Morgunblaðsins. Þar sagði Jónas: „Strax á fyrstu tónum upphafs- atriðisins … var auðheyrt að Sæunn er af- burðasellóleikari.“ Sæunn hefur búið erlendis, en maður hlýtur að vona að hún verði ís- lensku tónlistarlífi öflugur liðsauki. Gríðarlegar væntingar voru fyrir tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, þegar Víkingur Heiðar Ólafsson lék þriðja píanókonsert Rakhmaninovs með hljómsveitinni. Há- skólabíó var troðfullt og margir urðu frá að hverfa. Víkingur Heiðar stóð sannarlega und- ir væntingum. Ólöf Helga Einarsdóttir sagði í dómi um tónleikana: „Leikur Víkings var ljóð- rænn og blæbrigðaríkur og arpeggíurnar tærar og glitrandi eins og tunglskin á hrími.“ Þessi afburða ungmenni hljóta að vera okk- ar stærstu vonarstjörnur og sennilega eru þau fleiri. Aðrir tónleikar mörkuðu tinda í tónlistarlíf- inu á árinu. Rússneski baritonsöngvarinn Di- mitri Hvorostovskíj söng af miklu listfengi í Háskólabíói á Listahátíð – þeir tónleikar gleymast seint, og kollegi hans frá Wales, Bryn Terfel, söng sig sömuleiðis inn í hjörtu landsmanna. Góður vinur sagði við mig eftir tónleika þeirra að Hvorostovskíj hefði sungið eins og listamaður og rist djúpt, en Terfel eins og skemmtikraftur. Þetta var rétt – báðir góðir, en hvor á sinn hátt. Minningartónleikar um Manuelu Wiesler í janúar voru líka einn af þessum hápunktum, og sýndu vel hve áhrif hennar hér eru mikil og lifandi, bæði í þeim verkum sem fyrir hana voru samin og í þeim flautuleikurum sem hún kenndi á árum sínum hér og bera kyndil hennar nú. Tónleikar Tríós Reykjavíkur, þar sem pí- anókvintett eftir Tanejev var frumfluttur hér á landi, voru líka stór viðburður. Eitt það eftirtektarverðasta í tónsmíðum ársins er án efa saxófónkonsert Veigars Mar- geirssonar sem hann samdi fyrir Sinfón- íuhljómsveitina og Sigurð Flosason. Plötuútgáfa ársins ber með sér að íslensk tónskáld séu enn í sviðsljósi tónlistarmanna; plata Þórunnar Óskar Marinósdóttur og Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur með Dagbókarbrotum eftir Hafliða Hallgrímsson er á óskalistanum og einnig plata Rutar Ing- ólfsdóttur með fyrstu fiðlusónötum íslenskra tónskálda og plata Nínu Margrétar Gríms- dóttur og fleiri með verkum Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Njúton-hópurinn flytur verk yngri tónskálda á sinni plötu og Kamm- ersveitin Ísafold reiðir fram íslenska tónlist í samhengi við erlenda samtímatónlist á sinni plötu. Þá vekur plata Unu Sveinbjarnardóttur þar sem hún leikur eigin verk í bland við verk annarra einnig mikla forvitni en fátítt er að klassískt menntaðir hljóðfæraleikarar hér semji eigin tónlist. Mikil umskipti urðu í starfsliði Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á árinu, og þurfti tvær manneskjur, Árna Heimi Ingólfsson og Örnu Kristínu Einarsdóttur, til að taka við starfi Helgu Hauksdóttur tónleikastjóra sem hætti hjá hljómsveitinni eftir margra ára farsælt starf. Íslenska óperan fékk líka nýjan mann í stefnið; Stefán Baldursson leikstjóra og leikhússtjóra, og gefur sýning haustsins á Ariadne á Naxos og Óperuperlusýning fyr- irheit um áframhaldandi vöxt í Óperunni. Tónlistarhátíðir í landinu eru orðnar fleiri en hægt er að telja í pistli sem þessum, en óhætt er að fullyrða að Kirkjulistahátíð síð- sumars hafi staðið uppúr með mörgum frá- bærum tónleikum, þar á meðal stórkostlegum frumflutningi hérlendis á óratoríu Händels, Ísrael í Egyptalandi. Tónlistarhúsið er enn í umræðunni, nú er ekki lengur rætt um hvort ópera eigi að vera þar eða ekki – heldur um hönnun og hljóm- burð eins og lesa mátti í Lesbók síðsumars. Á meðan ráða Kópavogsbúar ráðum sínum og leggja drög að óperuhúsi við Gerðarsafn og Salinn. Vísbendingar um stóra hluti Morgunblaðið/Eyþór Morgunblaðið/Ómar Vonarsprotar Á árinu sem nú er að líða hafa komið fram vísbendingar um að stórir hlutir gætu gerst. Í ársbyrjun hélt Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari tónleika í Salnum í Kópavogi og vakti mjög mikla athygli. Tónleikar Vík- ings Heiðars Ólafssonar með Sinfóníuhljómsveit Íslands vöktu einnig mikla athygli. KLASSÍSK TÓNLIST Höfundur er tónlistargagnrýnandi og blaðamaður við Morgunblaðið. »Ég hef þó lengi saknað ákveðinna vaxtarbrodda – einhvers þess sem virkilega skarar framúr því annars góða tónlistarlífi sem hér þrífst. 16 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók|íslensk menning 2007  Gallerí Fold · Rauðarárstíg og KringlunniRau›arárstígur 14, sími 551 0400 · Kringlan, sími 568 0400 · www.myndlist.is Íslensk list er góð gjöf Kristín Jónsdóttir Starfsfólk Gallerís Foldar óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.