Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók|íslensk menning 2007 Eftir Maríu Kristjánsdóttur majak@simnet.is L eikhúsið er spegill samtímans segja menn á hátíðarstundum. Og eru þá að tala um innihald og form sýninga. Nú hins vegar speglast kall síðkapítalismans um hreyfanleika og aðlögun allra hluta að stjórnleysi markaðarins greini- lega í umgjörð og aðbúnaði íslenskra leikhúsa. Sjálfstæðir leikhópar eru ábyrgir fyrir tuttugu og tveimur sýningum af þeim fjörutíu og sjö sem eru frumsýndar bæði utan og innan at- vinnuleikhúsanna fjögurra. Þau síðarnefndu frumsýna hins vegar tuttugu verk og gestasýn- ingar þar voru fimm. Tími leikstjóra virðist lið- inn. Þrjátíu og átta einstaklingar og alltof marg- ir óvanir halda um taumana og slær LR þar öll met. Leikarar ganga eða hlaupa á milli leikhúsa, leikhópa, sjónvarps og kvikmynda. Áhugaleik- arar koma inn með atvinnuleikurum. Markaðs- fræðingar virðast nauðsynlegri en vanmetnu dramatúrgarnir sem enn hefur fækkað og hafa meira segja algjörlega horfið úr Útvarpsleik- húsinu sem heldur á þessu ári upp á sjötíu ára afmæli sitt. Upptökum á leikritum þar hefur líka fækkað ískyggilega á undanförnum nið- urskurðarárum og áhugavert verður að sjá hvort nýja stjórnin hjá RÚV ohf. gerir sér grein fyrir mikilvægi þessa eina listforms sem hljóð- varp hefur skapað. Á verkefnaskrá leikhúsanna er áhersla á klassíkina, söguna, minnið ekki eins mikil og oft áður. Söngleikir og gamanleikir aðeins þriðj- ungur sýninga. Óvenjumörg verk fyrir börn eru sett á svið, alls átta. Verk sem samin eru af kon- um eru líka átta, kvenleikstjórar aðeins þrettán af öllum fjöldanum. Í hópi þýddra verka eru þau engilsaxnesku ekki eins ríkjandi og áður. En eftirtektarverðast er að meira en helmingur allra sýninga eru íslensk hugverk. Viðfangsefni þeirra fjölbreytt: ævintýri fyrir börn og ung- linga, stóriðja, sýndarveruleiki, föðurhlutverkið, heimur kvenna, heimur aldraðra, geðræn vandamál, kynferðislegt ofbeldi, ástin og dauð- inn. Formið líka fjölbreytt: uppistand, einleikir, söngleikir, gamanleikir, ærslaleikir, leikrit í hefðbundnu og óhefðbundnu formi, spunaverk og gjörningar. Í öllu rótinu virðist íslenskt leik- húsfólk vera að átta sig á því að sá tími er löngu liðinn að leikhúsið sé eina listformið sem sam- félagið getur speglað sig í. Fólk njóti ekki al- mennt leiklistar með því að fara í leikhús. Það fari í bíó, eða horfi bara á sjónvarpið, dvd og Youtube. Og flest er þar eftir engilsaxnesku lifnaðarháttum, listmunstrum og á enskri tungu. Íslensku leikhúsi því nauðsynlegt og skylt að styrkja sjálfsmynd sína og sérstöðu. Einnig voru eftirtektarverðar áframhaldandi tilraunir sjálfstæðu leikhópanna með rýmið – í heimahúsum, skipum og reiðhöllum, einkum þó gagnvirkur gjörningur Vatnadansmeyjafélags- ins Hrafnhildar um borð í varðskipinu Óðni. En fátt nýtt kom fram í notkun myndvarpa og myndbanda þó ýmislegt væri þar fallegt, og oft- ast fékk það mann bara til að hugsa um hvort leikhúsið tilheyrði fortíð þar sem netsamband og rafrænir miðlar voru ekki til? Af hverju væri enn verið að sýna okkur hvernig fólk tókst á við vandamál sín fyrr á tímum áður en samfélagið tvístraðist og tæknibyltingin átti sér stað? Um þetta er ekki mikið rætt í íslensku leik- húsi. Enda ýmis vandi annar sem það hefur við að stríða. Það þarf til dæmis að keppa við menn- ingariðnað sem rekinn er áfram af miskunn- arlausu verslunarsiðgæði og leggur einkum áherslu á gagnrýnisleysi. Já, sýnir vaxandi óþol- inmæði gagnvart gagnrýnni alvöru en dýrkar það barnslega og heimska. Allir eiga að vera huggulegir, elskulegir og skemmtilegir og alls ekki fullorðnir, myndugir og alvarlegir. Neysla, fýsnir, naflaskoðun og lífsgleði eiga vera í for- stofunni, samfélagslega ábyrgðin í bakher- bergjum. Og gleðilegt var að sjá þennan menn- ingariðnað skoðaðan í tveimur áhugaverðum verkum, leikritinu Óhappi eftir Bjarna Jónson hjá Þjóðleikhúsinu og söngleiknum Hér og nú eftir leikhópinn Sokkabandið og leikstjóra þess Jón Pál Eyjólfsson. Í annan stað þarf nú íslenskt leikhús að horf- ast í augu við að fyrirbærið leikhús er orðið að nokkurs konar samfélagslegu líkani. Heimurinn eitt allsherjar leikhús. Vestræna ofgnóttarsam- félagið setur sjálft sig stöðugt á svið. Opinber rými, vinnustaðir, biðsalir eru ofurhannaðir fyr- ir ýmis hlutverk. Hver einasta eldhúsinnrétting er orðin að leikmynd fyrir hjónabandssælu. Björn Ingi Hrafnsson var með eiturgrænt bindi sem kallaðist á við eiturgrænan lit Framsókn- arflokksins í bakgrunni þegar hann kynnti stefnuskrá sína fyrir kosningarnar. Enginn leikmyndateiknari hefði hannað það betur. Allt sem gerist er sjónleikur, þar sem lygi verður að sannleik. Forseti Bandaríkjanna, besta dæmið, hefur ekki lengur áhuga á staðreyndum, heldur setur stöðugt á svið ímyndanir sínar eins og væru þær staðreyndir. Eins og væri hann leik- skáld, leikstjóri, leikari. Allt er leikhús og sjón- arspil og ekki lengur hægt að lýsa heiminum að nokkru gagni nema leita líkinga í leikhúsinu. En hvernig getur leikhúsið brugðist við því að vera orðið að samfélagslegu líkani? Hefur það kannski þar með glatað áhrifamætti sínum? Eða hvernig getur leikhúsið speglað samfélags- leikhúsið? Getur sýndarveruleiki speglað sýnd- arveruleika? Krafan um að vera sannur á leik- sviði, hvernig gengur hún upp í samfélagi þar sem allir eru að látast? Er ekki raunsæiskrafa fortíðarinnar þar með endanlega búin að gefa upp öndina? Spurningarnar eru margar. Djörf tilraun til að nálgast texta og vera ekkert að lát- ast var gerð í Hafnarfjarðarleikhúsinu í leik- gerð á Draumalandinu undir leikstjórn Hilmars Jónssonar. Gestasýning frá Volksbühne í Berlín Endstation America, var einnig sprottin upp úr nútíma ekki fortíð. Morgunblaðið/G.Rúnar Líkan „Djörf tilraun til að nálgast texta og vera ekkert að látast var gerð í Hafnarfjarðarleikhúsinu í leikgerð á Draumalandinu undir leik- stjórn Hilmars Jónssonar,“ segir María Kristjánsdóttir sem spyr hvernig leikhús geti brugðist við því að vera orðið að samfélagslegu líkani. Spegill, spegill LEIKHÚS »Krafan um að vera sannur á leiksviði, hvernig gengur hún upp í samfélagi þar sem allir eru að látast? Er ekki raunsæiskrafa fortíðarinnar þar með endanlega búin að gefa upp öndina? Höfundur er leiklistargagnrýnandi við Morgunblaðið. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is V enjulega rekur maður sig í gegn- um viðburði poppáranna með því að styðjast við útkomu platna og tónleikahald, skýrar vörður sem þægilegt er að reiða sig á. Með þær fyrir framan sig er svo hægt að nema andblæ ársins, og skoða hvaða straumar hafa verið þyngstir, hvaða pæl- ingar það eru sem krauma hvað mest og hvort eitthvað markar árinu sérstöðu umfram önnur. Var árið byltingarkennt og markar það tíma- mót, eða var þetta bara „business as usual“? Janúarmánuður einkennist venju samkvæmt af velkominni stillu. Fólk er einfaldlega að jafna sig eftir annasaman desembermánuð, að setja sig í stellingar fyrir komandi átök. Árið fór síð- an glæsilega af stað í plötuútgáfu er sólóplata Ólafar Arnalds, Við og við, kom út í enda febr- úarmánaðar. Í mínum huga er platan það besta sem út kom á þessu ári í poppgeiranum. Tónlist- in er nokkuð einstök, þjóðlagaáhrif gera vart við sig en að mestu er þetta mjög „Ólafarlegt“ eins og vinir Ólafar lýstu tónlistinni þegar hún bar hana undir þá. Þessi plata er furðumikið fjar- verandi í ársuppgjöri spekúlantanna, eins og sjá mátti í Fréttablaði því sem út kom 21. desem- ber. Þetta styður þá kenningu mína að plötur Sprengjur og hvellhettur Ljósmynd/Eggert Jóhannesson Sprengjuhöllin Árið var Sprengjuhallarinnar sem var óþekkt í upphafi þess en stóð á endanum uppi með eina af söluhæstu plötum ársins. DÆGURTÓNLIST

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.