Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.12.2007, Blaðsíða 13
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu U ng kona á flugvelli réttir út armana, hún heldur á mjólk- urfernu sem er svo gott sem í fánalitunum, og stendur þannig sem krossfest inni í rými sem löngum hefur mátt tengja við frelsi og útvíkkun sjóndeildarhrings- ins: héðan förum við jú fljúgandi, líkt og sálir á leið til himna, en vert er að athuga að í samtíð okkar hefur þetta sama rými víða tekið á sig breytta ásýnd, meira í ætt við eins konar refs- inýlendu þar sem fólk hefur hægt um sig innan um vopnaða verði. Þannig blandast ákveðin ógn kaldhæðnislegri þjáningarmyndinni. Önnur mynd: Barnung stúlka sem ekki er orðin árs gömul stendur í fæturna, hún er óstöðug eins og eðlilegt er, en af henni hefur jafnan stafað dálítið einkennileg birta og sumir halda jafnvel að hún búi yfir lækningamætti, þarna stendur hún og réttir út hendurnar, hægt er að ímynda sér að hún lyfti þeim til himins enda margs kon- ar myndmál sem tengir hana á lipran og skemmtilegan hátt við æðri máttarvöld. Þriðja myndin er ósýnileg: Raddir án líkama og á landamærum lífs og dauða sem segja okkur að stjörnurnar sem blika eilíflega yfir okkur beri áríðandi skilaboð. Er furða að við horfum til himins þegar við lítum yfir bókmenntir ársins sem nú er að líða, árs sem m.a. gaf okkur nýja Biblíuþýðingu, og skáldverk á borð við þau sem ég vísaði til rétt í þessu? Blysfarir eftir Sig- urbjörgu Þrastardóttur, Afleggjarann eftir Auði A. Ólafsdóttur og Himnaríki og helvíti eft- ir Jón Kalman Stefánsson. Þetta eru allt saman framúrskarandi verk, dæmi um kraftinn í skáldskapnum í ár. Skáldsaga Auðar er falleg og margslungin hugleiðing um svo fjölmargt sem liggur hversdagslegu lífi til grundvallar en er, þegar á það er horft frá vissu sjónarhorni, líka undursamlegt og kraftaverki líkast. Þetta er bók sem fjallar um þau svipbrigði lífsins sem finna má í sorginni, gleðinni og ástinni en gerir það á allt að því lævísan hátt, dálítið á ská, með stillingu og hógværð. En útkoman er tvímæla- laust ein af sterkustu skáldsögum ársins. Marg- ir hafa líka lýst nýjustu skáldsögu Jóns Kal- mans á þennan veg, og er ekki að undra. Þessi sögulega skáldsaga sem tekur sem umgjörð og efnivið baslið sem fylgdi sjósókn á litlum bátum úr afskekktum verbúðum fyrir rúmri öld skap- ar sérstakan heim: harðjaxlinn mætir ljóðaunn- andanum í söguþræðinum og frásagn- arformgerðin ber slíkra átaka einnig merki, rödd hins harðneskjulega raunsæismanns blandast sjaldgæfri stílgáfu svo feigðarferðin, sem er uppistaða frásagnarinnar, birtist les- endum sem hrikalegur en líka afskaplega fal- legur og hrífandi viðburður. Í ljóðabók Sig- urbjargar Þrastardóttur sem stendur að mörgu leyti upp úr ljóðaútgáfu ársins gefur einnig að líta átök lífs og dauða, hið óhugsandi samlíf un- aðar og eyðingar. Borg í bókmenntum Endurtekið stef mátti greina um Reykjavík sem bókmenntaborg, sem vettvang listsköp- unar og umfjöllunarefni skálda. Athyglisvert dæmi er Nýr penni í nýju lýðveldi eftir Hjálmar Sveinsson en eins og miðbæjarkortið í upphafi gefur til kynna er hér á ferð Reykjavík- urbókmennt, fjallað er um Elías Mar, hugs- anlega fyrsta höfundinn sem skrifaði „hrein- ræktaðar“ Reykjavíkurskáldsögur, verk þar sem skírskotunarkerfið kallaðist lítt sem ekkert á við menninguna til sveita. Auk þess að gera Elíasi skil fjallar verkið um hvernig bók- menntasagan sjálf mótast og tekur á sig mynd, og hvernig sumir rithöfundar hliðrast í slíku ferli. Þetta er velheppnuð bók og þarft framlag um höfund sem verðskuldar færslu út úr skugganum og inn í birtuna og hlýjuna nær miðjunni. Af látnu og „gleymdu“ skáldi að vera er Elías þó furðu víðförull þessi jólin. Ekki er nóg með að Hjálmar leggi lóð á vogarskálarnar, heldur sprettur Elías líka fram ljóslifandi í skemmtilegri viðtalsbók Péturs Blöndal, Sköp- unarsögum. Hér að ofan tala ég um skugga og skáldið sem um langa hríð varpaði stærsta skugganum var vitanlega Laxness, enda „skuggi“ hans bókmenntalegt hugtak og við- fangsefni út af fyrir sig, en vegleg samræðubók við skáldið kom einmitt út. Reykjavík, Halldór Laxness og skugginn mikli tengjast öðrum gengnum rithöfundi sem einnig markar sér rými í bókaflóðinu í ár, líkt og hann gerði í fyrra, Þórbergur Þórðarson, en um hann fjallar Pétur Gunnarsson í ÞÞ: Í fátækralandi. Bók þessa er óhætt að lesa að hluta sem magnaða lýsingu á lífinu í Reykjavík á árunum eftir að Þórbergur fluttist þangað. Undirtitillinn gefur líka vísbendingu um þá ætlun höfundar að leggja áherslu á baslið sem einkenndi þessi fyrstu borgarár Þórbergs, þó fátækralandið takmarkist ekki við borgarmörkin, og er þar at- hyglisverð lýsingin á Þórbergi þar sem hann matarlaus og við það að svelta í hel drattast heiman frá sér og út á Mela til að horfa til him- ins. Ef það helst þurrt á hann séns á vinnu, ann- ars er það sulturinn. Það mun rigna og hann heldur heim til að deyja, en hittir þá Erlend í Unuhúsi og er þar með kominn í höfn, þá sömu og Laxness rambar inn í nokkru síðar. Í bók Hjálmars er því svo lýst hvernig Laxness á að hafa sagst vera að skrifa bók í anda Elíasar Marar þegar hann var að rita Atómstöðina, en síðan tók sú bók aðra stefnu þegar Erlendur féll frá. Þannig tengjast hlutirnir á ólíka og stundum óvænta vegu og það er sannarlega ein- kenni ljóðabókarinnar Blótgælur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur en hana má að mínu mati lesa sem röð „Reykjavíkurljóða“; ljóða sem gera ákveðinni tegund af nútímalegri borg- arvitund skil, kannski ekki á alls óskyldan hátt og Elías gerði á sínum tíma þótt samanburður á þessum nótum nái ekki ýkja langt. En fátækra- landið er víða í bókmenntum ársins, það má líka finna í Sögunni um Bíbí Ólafsdóttur eftir Vig- dísi Grímsdóttur og í ljóðabókinni Drengmóður eftir Garðar Baldvinsson, en báðar bækurnar gera þá „sem ekki gengu alfaraveg“ að umfjöll- unarefni, þótt á ólíkan hátt sé, og lesendum birtast sögur og myndir úr „skortsins koti“, svo vitnað sé í Garðar. Og þótt fleiri skáldsögur mætti nefna til sögunnar þegar litið er yfir ný- afstaðna útgáfutíð, einkum Sandárbókina eftir Gyrði Elíasson og Rimla hugans eftir Einar Má Guðmundsson, hef ég sterklega á tilfinningunni að við séum nú að kveðja ár sem e.t.v. einkennd- ist öðru fremur af ljóðinu: Höggstaður eftir Gerði Kristnýju, Söngur steinasafnarans eftir Sjón, Ástarljóð af landi eftir Steinunni Sigurð- ardóttur, Fléttur eftir Guðrúnu Hannesdóttur. Og svo er það fönixinn sem rís úr ösku- bakkanum, bók Eiríks Arnar Norðdahl, sem hugsanlega er reyndar bönnuð á reyklausum börum borgarinnar. Af þessum bókum að dæma var 2007 ekki bara gott ár, þetta var framúrskarandi ár í ljóðinu. Og annað gott ár fyrir Nýhil-fólk en bók Eiríks er athyglisvert framlag til nýsköpunar í íslenskri ljóðlist. Ekki er reyndar hægt að nefna nýsköpun í ljóðlist án þess að minnast á þýðingu Magnúsar Sigurðs- sonar á Söngvunum frá Písa eftir Ezra Pound sem út kom á dögunum í ritstjórn Ástráðs Ey- steinssonar. Þar er á ferð frábært dæmi um margvíslegar umbyltingar eftir eitt höfuðskáld módernismans og útgáfa verksins á íslensku er athyglisvert dæmi um hvernig módernisminn sem slíkur er langt í frá „útrunninn“, hann lifir ekki aðeins á frummálum ýmsum heldur bregð- ur hann sér í ný gervi og auðgar ljóðaheima líkt og þann íslenska í þýðingum. Horft til himins BÓKMENNTIR Höfundur er bókmenntagagnrýnandi við Morgunblaðið. Athyglisverð Blysfarir eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, Afleggjarinn eftir Auði Ólafsdóttur og Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stef- ánsson eru meðal athyglisverðustu bóka ársins, að mati Björns Þórs Vilhjálmssonar. »Og þótt fleiri skáldsögur mætti nefna til sögunnar þegar litið er yfir nýafstaðna út- gáfutíð, einkum Sandárbókina eftir Gyrði Elíasson og Rimla hugans eftir Einar Má Guð- mundsson, hef ég sterklega á tilfinningunni að við séum nú að kveðja ár sem e.t.v. einkenndist öðru fremur af ljóðinu ... MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2007 13 sem koma út á fyrsta ársfjórðunginum eigi það til að gleymast hreinlega þegar menn setjast niður í desember og punkta hjá sér helstu afrek ársins. Plötur sem koma út síðasta ársfjórðung- inn græða hins vegar, alltént hvað topplista- fræðin varðar. Björk Guðmundsdóttir snaraði þá út plötunni Volta og hélt í yfirgripsmesta tónleikaferðalag sem hún hefur farið í á ferlinum, sem er til marks um styrka stöðu söngkonunnar. Platan seldist vel og var einnig vel tekið af gagnrýn- endum en eitthvað hefur hún farið fyrir ofan garð og neðan í uppgjörum elítunnar, svo ég vísi aftur í umrætt Fréttablað. Kannski plata með Björk teljist ekki innlend lengur? Björk hleypti túrnum af stað með tónleikum í Laugardalshöll þar sem sjá mátti lúðrasveitina Wonder Brass, eins og hún er kölluð óformlega, en hún er skip- uð ungum, íslenskum – og kvenkyns – blás- urum. Á vormánuðum kom svo upp deila á milli tón- listarmanna og söluvefjarins tonlist.is, þar sem margir þeirra fullyrtu að þeir hefðu aldrei séð krónu vegna sölu á tónlist sinni þar. Málið vatt upp á sig og varð eiginlega hálfótrúlegt, alls kyns atriði voru á huldu, orð gegn orði og það var sem enginn vissi neitt. Það merkilegasta við málið var hversu djúp gjáin var á milli aðstand- enda vefjarins, tónlistarmannanna, og svo hags- munaaðila þeirra. Það var með ólíkindum hversu langt í burtu fulltrúar frá Stef, FÍH, FÍT og hvað þetta heitir nú allt saman voru frá því fólki sem þeir á að vera að vinna fyrir. Innviðir þessara samtaka eru reyndar svo flóknir að mér er til efs að þeir sem þar eru skilji sjálfir upp eða niður í þeim. Samtónn, sem er regnhlífin yf- ir hinum ólíku hagsmunasamtökum, ætti með réttu að ráðast í að einfalda skipuritið sitt og gera það skilvirkara, svo að batteríið eigi mögu- leika á að bregðast við, þegar verið er að brjóta á skjólstæðingum þess. Í tonlist.is-málinu hag- aði það sér eins og dottandi nátttröll. Sprenging Sprengjuhallarinnar Á haustmánuðum kom svo upp einkar athygl- isverð umræða, sem hófst reyndar á síðum Les- bókarinnar, og snerist hún um það hvort krútt- kynslóðin svokallaða lægi örend á kostnað nýrrar bylgju ungliða, sem hefðu gáska og „poppað“ innsæi að leiðarljósi fremur en lopa- peysur og „inn í sig“-viðhorf til listsköpunar. Það er leitt að umræðan í kjölfar greinarinnar virtist eiginlega að öllu leyti bundin við „brans- ann“, tónlistarmenn og -pennar hvísluðu um þetta og æstu sig upp í skúmaskotum, í stað þess að umræðan færi fram á opinberum vett- vangi. Slík skoðanaskipti eru iðulega til hags- bóta fyrir listgreinina, hvorum megin sem menn standa í rökræðunum, og þau geta sannarlega hresst upp á sálarkviku þeirra sem hafa al- menna ástríðu fyrir dægurtónlist. Í samræð- unni kvikna nýjar hugmyndir. Ég velti því samt fyrir mér hvort það sé hægt að setja hlutina upp svona í dag, að eitthvað alveg nýtt taki við af einhverju gömlu, að hrein og bein kyn- slóðaskipti eigi sér stað líkt og var með Bítlaæð- ið og pönkið. Síðustu ár og áratugi hefur svig- rúmið fyrir poppiðkun sífellt aukist, litlar senur og ólíkar þrífast meðfram hver annarri, fremur en að eitthvað eitt sé málið og það sem var mest móðins þar á undan hverfi við það eins og dögg fyrir sólu. Ef það er eitthvað til sem hægt er að kalla „krútt“ þá eru iðkendur þess fjarri því dottnir upp fyrir. Þótt ótrúlegt sé hefur Mug- ison verið slengt í þennan flokk, sem sýnir kannski best hversu hriplek þessi skilgreining er. Mugison gaf út stórgóða plötu í ár, og svo má áfram telja. Seabear átti gott innslag með plötu sinni The Ghost That Carried Us Away, múm gaf út sterka plötu sem fór reyndar framhjá flestum, o.s.frv. Sigur Rós, þessi yf- irburðasveit íslenskrar tónlistar í dag, var þá á feiknaflugi að vanda með glæsilega kvikmynd og plötu henni tengda undir krúttlegu beltinu. Þá ber að nefna plötu Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, einn óvæntasta glaðning ársins. Það er kannski tímanna tákn að sveitin fellur á milli flokka hvað skilgreiningar varðar, er gáskafull krúttsveit. Að þessu öllu sögðu var þetta ár Sprengju- hallarinnar, óskoraðra leiðtoga gáskapoppsins. Sveitin hefur blásið nýju lífi í íslenska dæg- urtónlist, það er alveg klárt, og jafnvel leitt inn ný viðmið, a.m.k. bent á nýja möguleika. Það er óneitanlega hressandi að sjá góðglaða æringja uppi á sviði sem horfa beint í augun á áhorf- endum. Sveitin var svo gott sem óþekkt í upp- hafi árs en á eina af mest seldu plötum ársins, Tímarnir okkar. Sú plata stendur líka vel undir því lofi sem á hana hefur verið ausið, skemmti- legir íslenskir textar og hreint ótrúlega gríp- andi lög. Auðvitað verður maður hundleiður til lengdar á uppgerðarhógværð og fálæti lista- manna í garð eigin sköpunar og viðhorf Sprengjuhallarmanna er því frískandi. Þeir hafa verið sannfærðir um eigið ágæti frá fyrsta degi, og minna helst á The Smiths sem lýstu sjálfum sér sem því besta sem hefði komið fyrir breska tónlist á sínum tíma, íklæddir bolum með myndum af sjálfum sér. Og þeir höfðu rétt fyrir sér. Það verður spennandi að fylgjast með nýjum Sprengjuhöllum rísa á næsta ári og því hversu lengi sú bylgja verður í forgrunni ís- lenskrar dægurtónlistar, þ.e. ef málin þróast á þann veginn. Fleiri plötur eru góðra gjalda verðar. Tvenna Megasar, Frágangur og Hold er mold, sýnir að meistarinn hefur sjaldan verið í meira stuði. Gus Gus áttu hörkuplötu og einnig Páll Óskar, I Adapt, Severed Crotch, Vera, Jan Mayen, Ami- ina, Egill Ólafsson, Einar Scheving, Mr. Silla & Mongoose og Jakobínarína. Það sem kannski mesta athygli vekur, og það sem maður saknaði í ár, er að enga af þeim plötum sem hæst bar mætti flokka sem einhvers konar meistaraverk, og segja að nýr tónn hefði verið sleginn eða að einhver tímamót eða skil hefðu orðið (nema í til- felli Sprengjuhallarinnar, en þar er um hug- myndafræðileg skil að ræða fremur en tónlist- arleg). Enginn af nefndum listamönnum er að finna upp hjólið, sú plata sem kemst næst því er plata Ólafar Arnalds, sem býr sannarlega yfir einstökum hljómi. Burtséð frá öllu þessu var líf og fjör á árinu sem er að líða, það virðist ekkert ætla að breyt- ast. Ládeyða í íslenskri tónlist er bara ekki til staðar. Eða eins og Óli Gaukur, sá mikli höfð- ingi, orðaði það í viðtali fyrir stuttu: „Það er ein- faldlega staðreynd að gróskan er mikil hér á landi í tónlist og þá er ég ekki að tala um þessa blessuðu höfðatölu sem útgangspunkt.“ Höfundur er tónlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu. » Árið fór síðan glæsilega af stað í plötuútgáfu er sóló- plata Ólafar Arnalds, Við og við, kom út í enda febrúarmán- aðar. Í mínum huga er platan það besta sem út kom á þessu ári í poppgeiranum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.