Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MANNINUM ,sem lenti í snjóflóð- inu í Hlíðarfjalli í fyrradag, er enn haldið sofandi. Hann er þungt hald- inn en ástandið sagt stöðugt. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir einum vélsleðamannanna að þrátt fyrir að hafa ekið á þessu svæði í 20 ár hefðu þeir aldrei orðið varir við snjóflóð. Björgunarsveitarmenn sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu hins vegar allar Hrapps- staðaskálirnar þekkt snjóflóða- svæði og þar kæmi flóð á hverju ári. Einn þeirra lenti í snjóflóði fyr- ir um þremur áratugum í Manns- hrygg, og annar 1999 þegar hópur manna var þar á æfingu. Manninum enn haldið sofandi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is VALTÝR Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, telur ekki að mistök hafi verið gerð með því að gera Ágústi Magn- ússyni, dæmdum kynferðis- brotamanni, kleift að ljúka af- plánun á áfangaheimilinu Vernd. Ágúst hafi sýnt mikla iðrun og samstarfsvilja meðan hann afplánaði á Litla-Hrauni og sálfræðingar stofnunarinn- ar hafi ekki talið að hætta stafaði af honum. „Hann virðist hafa kunnað svör við flestum þeim spurn- ingum sem beint var til hans,“ sagði Valtýr. Nú hefði komið í ljós að þetta var rangt mat. Í kjölfar tilkynningar frá fréttaskýringaþætt- inum Kompási á miðvikudag var leitað í tveimur tölvum Ágústs sem hann hafði á Vernd. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins fann lögregla barnaklám í tölvunum og var það ástæðan fyrir því að hann var aftur fluttur á Litla-Hraun. Ágúst var í mars 2004 dæmdur í fimm ára fang- elsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex drengjum og var það einn þyngsti dómur sem kveðinn hafði ver- ið upp í kynferðisbrotamáli. Á sunnudag sýndi Kompás frá því þegar Ágúst hugðist ná fundum 13 ára stúlku sem hann taldi að hann gæti haft kynmök við. Stúlkan var tálbeita sem hann hafði sett sig í samband við á spjallrás á Netinu. Yfir 100 karlmenn höfðu samband við stúlkuna en nánar verður greint frá því síðar, að því er fram kom í þættinum. Í samtali við Morgunblaðið sagði Valtýr að þar sem Ágúst hefði hegðað sér vel á Litla-Hrauni hefði hann átt rétt á að ljúka afplánun á Vernd og síðan sækja um reynslulausn. Sálfræðingar Fang- elsismálastofnunar hefðu ekki séð neitt þessu til fyrirstöðu og bætti hann við að Ágúst hefði sam- tals fengið yfir 50 meðferðarviðtöl. Fyrr eða síðar hefði Ágúst, líkt og aðrir fangar, fengið frelsi og þá hlytu menn að spyrja sig hvort væri skárra, að sleppa honum úr öryggisfangelsi beint út á götuna eða gefa honum kost á því að aðlagast samfélag- inu, undir eftirliti, á áfangaheimilinu Vernd og síð- an undir eftirliti í reynslulausn. Kvaðst Valtýr ekki í nokkrum vafa um að Vernd væri betri kost- ur enda hefði áfangaheimilið reynst afar vel í gegnum tíðina. Tilkynning hefði þjónað litlum tilgangi Aðspurður hvort rétt hefði verið að tilkynna lögreglu að dæmdur kynferðisbrotamaður væri hjá Vernd sagðist Valtýr ekki sjá ástæðu til þess á meðan ekkert kerfi væri til staðar hjá lögreglu til að taka við slíkum tilkynningum. Hann sagði sjálf- sagt mál að taka upp viðræður við lögreglu um hvort þessu þyrfti að breyta. „Þetta er alvarlegt mál og við munum fara yfir það gaumgæfilega. Það er ekki síður alvarlegt að yfir 100 manns svör- uðu tálbeitunum. Þetta er bersýnilega ekki bara vandamál fangelsisyfirvalda,“ sagði Valtýr. Gerðu ekki mistök með að leyfa afplánun á Vernd „Virðist hafa kunnað svör við flestum þeim spurningum sem beint var til hans“ LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu mun taka skýrslu af Ágústi Magnússyni vegna ummæla hans í Kompási um að hann hefði brotið gegn 5–8 öðrum börnum en þeim sem hann var dæmd- ur fyrir, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Aðspurður sagði hann að lög- regla hefði ekki heimild til að fylgjast sér- staklega með föngum á Vernd eða þekktum brotamönnum sem hefðu lokið afplánun. Lögregla mun rannsaka Valtýr Sigurðsson „EITT af því sem einkennir hvers- dagslífið hjá okkur í Stígamótum er vanmáttarkennd vegna þess hversu erfiðlega gengur fyrir samfélagið að taka á þessum málum. Kompás- menn hafa farið leið sem almennt er ekki siðferði- lega réttlætan- leg, að setja upp tálbeitur, en í þessum málum finnst manni að þarna sé fundin leið til aðhalds í af- skaplega hættulegum heimi. Ég verð að segja að ég er mjög ánægð með það,“ sagði Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, um fréttaskýr- ingaþáttinn Kompás sem sýndur var á Stöð tvö á sunnudagskvöld. Lögreglan mætti íhuga vandlega hvort hún gæti notað svipaðar að- ferðir í þessum brotaflokki. Veitir brotamönnum aðhald Guðrún sagði að fréttamenn Kompáss hefðu fundið leið sem virk- aði. „Það er eins og það sé innbyggt í réttarkerfið okkar, í fjölmiðla og hvaða samfélagsstofnun sem er, að ná ekki utan um þessi mál. Og þarna er að minnsta kosti ein leið fundin til að veita kynferðisbrota- mönnum aðhald,“ sagði Guðrún. Al- mennt væri ekki réttlætanlegt að villa á sér heimildir en önnur ráð dygðu ekki gegn þessu glæpsam- lega athæfi. Aðspurð hvort hún teldi þörf á að breyta því hvernig fylgst er með kynferðisbrotamönnum eftir að þeir losna úr fangelsi sagðist Guðrún ekki vita um neina meðferð sem væri treystandi. „Þannig að ég hef engin góð svör um hvað ætti að gera við þessa menn ef þeir nást. Ein- hvers konar eftirlit þyrfti að vera með þeim en hafi þeir brotavilja, eins og í þessu tilviki, þá finna þeir sér leiðir.“ Í því tilviki sem fjallað var um í þætti Kompáss dygði ekk- ert annað en að loka manninn inni. Guðrún sagði að fyrirbyggjandi aðgerðir væru bestar, að ala drengi þannig upp að þeir yrðu ekki kyn- ferðisbrotamenn og beina sjónum karla að eigin ábyrgð. Að jafnaði leita um 250 einstak- lingar á ári til Stígamóta vegna kyn- ferðisbrota, 90% þeirra eru konur, 10% karlar. Lögregla íhugi að nota tálbeitur gegn kynferðisbrotamönnum Morgunblaðið/Ómar Innilokaður Talskona Stígamóta segir að ekki dugi annað á manninn sem Kompás fjallaði um, Ágúst Magnússon, en að hafa hann bak við lás og slá. Guðrún Jónsdóttir Í HNOTSKURN »Talskona Stígamóta lýsiránægju með notkun Kompáss á tálbeitum og vill að lögregla íhugi að beita sömu aðferðum í þessum brotaflokki. »U.þ.b. önnur hver kona semleitar til Stígamóta varð fyrir kynferðisbroti þegar hún var ung stúlka. Þriðjungur kemur þangað vegna nauðgana. »Brotið var gegn langflestumkarlanna þegar þeir voru á barnsaldri. Á slysstað Hlúð að manninum meðan þyrlan sveimar yfir en hún lenti neðar. Hægra megin eru sleðar sem snjóflóðið lenti á rétt áður en það stöðvaðist. KONA hefur lagt fram kæru á hend- ur manni fyrir tilraun til nauðgunar í heimahúsi í Þorlákshöfn á sunnu- dagsmorgun en maðurinn hefur á hinn bóginn lagt fram kæru fyrir lík- amsárás. Lögreglan á Selfossi rann- sakar málið. Að sögn konunnar komu vinir hennar að manninum hálfnöktum uppi í rúmi hennar þar sem hún svaf. Til átaka kom á milli þeirra sem lykt- aði með því að manninum var hent út úr húsinu, á nærfötunum einum klæða, og þar héldu átökin áfram. Maðurinn hafði allt aðra sögu að segja lögreglu þegar hann lagði sjálfur fram kæru. Sagði hann svo frá að ráðist hefði verið á hann þar sem hann hafði lagst til svefns í húsi í Þorlákshöfn þar sem hann var gest- komandi. Honum hefði síðan verið hent út úr húsinu á nærfötunum og þar verið gengið í skrokk á honum. Árásarmennirnir hefðu skilið sig eft- ir fyrir utan en hann komist í nær- liggjandi hús og leitað aðstoðar. Honum var síðan komið undir lækn- ishendur. Laminn og kærður FULLTRÚAR Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins í umhverfisráði Reykja- víkur mótmæla hækkun á far- gjöldum Strætó bs. sem fulltrúarnir segja vera 6,7%–33%. Í tilkynningu frá flokkunum seg- ir, að þessi hækkun gangi í berhögg við stefnu Reykjavíkurborgar um að efla almenningssamgöngur í því markmiði að bæta umhverfi, heilsu og borgarbrag. Þessar hækkanir bitni á þeim sem síst skyldi, fólki sem velji umhverfisvænan sam- göngumáta. „Stjórn Strætó bs. skýlir sér á bak við það að lækka staðgreiðslu- gjald unglinga 12–18 ára niður í 100 kr. sem er afar jákvæð aðgerð, en það er þó gert með því að hækka staðgreiðslugjald barna yngri en 12 ára um 33% eða úr 75 kr. í 100 kr. Engin rök fylgja hækkununum enda eru þær a.m.k. tvöfalt meiri en verðbólguspá fyrir árið 2007. Á sama tíma voru framlög Reykjavík- ur til Strætó lækkuð við afgreiðslu fjárhagsáætlunar sem lýsir metn- aðarleysi gagnvart þessum mik- ilvæga málaflokki,“ segir í tilkynn- ingunni. Mótmæla far- gjaldahækkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.