Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.01.2007, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „MÁLIÐ er ekki búið. Þetta færist inn í kosningar,“ segir Mörður Árnason, framsögumaður minnihlutans varðandi RÚV-frumvarpið, og bætir við að flokkarnir þrír í stjórn- arandstöðu hafi skuldbundið sig til að skoða málið aftur að loknum kosningum. Mörður segir tvennt hafa vakað fyrir stjórnarandstöðunni. Annars vegar að sýna andstöðu við frumvarpið og skýra ástæður fyrir henni og hins vegar að skapa svigrúm fyrir sættir. „Allt frá því í mennta- málanefnd og alveg fram á helgi vorum við að leita hóf- anna um það hvort stjórnarflokkarnir væru tilbúnir til sátta. Það voru þeir ekki og í veginum stóð einkum einn maður og það var Þorgerður K. Gunnarsdóttir, sem hafn- aði öllum slíkum boðum. Þegar þetta var ljóst var engin ástæða til að draga þessa umræðu á langinn,“ segir Mörður og bætir við að stjórnarandstaðan hafi verið búin að ræða málefni Ríkisútvarpsins og að meginefnið í tillögum sem hún birti í yfirlýsingu í gær hafi verið tilbúið skömmu eftir áramót. Vildu skýra andstöðu sína og skapa svigrúm fyrir sættir Mörður Árnason Mörður Árnason segir málið ekki búið „ÞETTA kom óvænt upp en ég held að öllum hafi verið ljóst að stjórnarandstaðan fann ekki taktinn, hvorki í þessu máli né hjá þjóðinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra um lok umræðunnar um Ríkisútvarpsfrumvarpið. „Mér finnst auðvitað skynsemi hjá þeim að hætta en um leið er þetta ákveðin uppgjöf,“ segir Þorgerður og bætir við að þetta sé fyrst og síðast sigur fyrir Ríkisútvarpið. „Ég er sannfærð um það að við eigum eftir að sjá enn öflugra Ríkisútvarp á sviði menn- ingarmála og sérstaklega innlendrar dagskrárgerðar og að þetta eigi eftir að stuðla að betri nýtingu á fjármunum skattborgaranna.“ Þorgerður segir stjórnarandstöðuna ekki hafa talað einni röddu í þessu máli. „Þau geta ekki komið sér saman um í hvaða átt frumvarpið snýr, hvort það sé ríkisvæðing eða einkavæðing. Þau geta heldur ekki komið sér saman um hvort Ríkisútvarpið eigi að vera sjálfs- eignarstofnun eða ríkisstofnun.“ Skynsamlegt að hætta en um leið ákveðin uppgjöf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín segir frumvarpið sigur fyrir RÚV MAGNÚS ÞÓR Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, gerði athugasemd við gjaldskrárhækkun Herjólfs á Alþingi í gær og hafði það eftir fréttablaðinu Fréttum í Vest- mannaeyjum að verðhækkun myndi nema að meðaltali 12%. Magnús sagði óskiljanlegt að vandamálum Vestmannaeyja væri ekki sýndur meiri skilningur þar sem fólki hefði fækkað og atvinnulífið berðist í bökkum. Magnús sagði jafnframt að ætla mætti að fjármunir hefðu spar- ast við útboð á rekstri Herjólfs og spurði hvort stjórnvöld hefðu ekki nýtt mismuninn í að koma í veg fyrir verðhækkanir, enda Herljólfur þjóð- vegur milli lands og eyja. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði þjónustu við Eyjar hafa stóraukist og að m.a. hefði verið veittur styrkur til að tryggja flug milli Vestmannaeyja og Reykjavík- ur. Vegagerðin hefði síðan gert samning við Eim- skipafélagið um rekstur Herjólfs og að allt hefði verið unnið í góðu samstarfi við heimamenn. Hagsbótin af út- boðinu hefði verið nýtt til að fjölga ferðum. „Ég hef ekki fengið á mitt borð neinar athugasemdir við fram- kvæmd þess samnings. Aðalatriðið í mínum huga er að við höfum bætt og stóraukið þjónustuna við Vest- mannaeyjar með þessum samgöngu- bótum en að sjálfsögðu væri æski- legt að ekki þyrfti að koma til hækkana. Samningurinn er þó stað- reynd og eftir honum verður að fara,“ sagði Sturla Böðvarsson. Ósáttur við hækkun gjaldskrár Herjólfs Magnús Þór Hafsteinsson nefnd hefði lokið störfum. „Mér er kunnugt um að hún hafi náð áfanga með sam- eiginlegri niður- stöðu um nokkur atriði. Mér er ekki kunnugt um ann- að en að hún starfi áfram að öðrum viðfangsefnum sínum, m.a. þessu ákvæði. Starfið heldur áfram og ég treysti því að því verði ráðið til lykta.“ Jóhann Ársæls- son sagðist fagna því að störfum stjórnarskrárnefndar væri ekki lokið en að skilaboðin hefðu virst önnur. „Menn skulu muna eftir því að stjórn- arsáttmálinn gildir einungis um þetta kjörtímabil og loforðið um að þetta komi fram hlýtur því að þurfa að koma fram á þessu vori.“ SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN sveik loforð sitt við Framsóknarflokk- inn með því að leggjast gegn því í stjórnarskrárnefnd að sjávarauðlind- ir yrðu skilgreindar sem þjóðareign í stjórnarskrá. Þetta er mat Jóhanns Ársælssonar, þingmanns Samfylk- ingarinnar, en hann spurði formann Framsóknarflokksins að því á Alþingi í gær hvort Framsókn gæti setið í rík- isstjórn með flokki sem hefði hunsað stjórnarsáttmálann. Jóhann sagði eitt af kosningaloforðum Framsóknar hafa verið að sjávarauðlindir yrðu skilgreindar sem þjóðareign og að Sjálfstæðisflokkurinn hefði fallist á það. Í stjórnarskrárnefnd hefðu allir flokkar verið tilbúnir að stíga þetta skref, að undanskildum Sjálfstæðis- flokknum. Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði að sér væri ekki kunnugt um að stjórnarskrár- Sveik loforð sitt við Framsóknarflokkinn Jóhann Ársælsson Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞRIÐJU umræðu um Ríkisútvarpið ohf. lauk á Alþingi laust fyrir há- degi í gær með því að stjórnarand- staðan gaf út sameiginlega yfirlýs- ingu um framgang málsins og stefnu sína í málefnum RÚV. At- kvæðagreiðsla um frumvarpið fer fram í dag. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og framsögu- maður nefndarálits minnihlutans í menntamálanefnd, las yfirlýsinguna í ræðustóli og í framhaldinu létu all- ir stjórnarandstöðuþingmenn fjar- lægja nöfn sín af mælendaskrá. Þriðja umræða um Ríkisútvarpið ohf. hafði þá þegar tekið rúmar 56 klukkustundir og 46 ræður voru fluttar. Flokkarnir þrír í stjórnarand- stöðu, þ.e. Samfylking, Vinstri- hreyfingin – grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn, héldu blaða- mannafund og kynntu sameiginleg- ar áherslur varðandi Ríkisútvarpið en flokkarnir telja óæskilegt að það sé gert að hlutafélagi. Stjórnarand- staðan vill m.a. að stjórn RÚV sé rekstrarstjórn, dagskrárákvarðanir séu í höndum starfsmanna, rekstur fjármagnaður með ríkisframlagi og auglýsingatekjum án þess að það rýri um of svigrúm annarra ljós- vakamiðla og að málefni starfs- manna RÚV fylgi meginreglum og hefðum á opinberum vinnumarkaði. Markar lok umræðunnar „Þessi yfirlýsing markar af okkar hálfu lok þeirrar umræðu sem hér hefur staðið yfir í þinginu undan- farna daga og reyndar kannski vik- ur,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylking- arinnar. Ingibjörg sagði stjórnar- andstöðuna hafa reynt sitt besta til ná fram sátt um frumvarp um Rík- isútvarpið ohf. „Við viljum auðvitað tryggja og höfum lagt á það áherslu að hér verði ríkisútvarp en ekki rík- isstjórnarútvarp. Sú spurning hlýt- ur auðvitað að vakna hvernig hægt er að treysta Ríkisútvarpi sem ekki er pólitísk sátt um í samfélaginu,“ sagði Ingibjörg og bætti við að sú sátt sem ríkti um RÚV væri nú rof- in. Verkefni nýs meirihluta yrði að taka þessi mál til endurskoðunar. „Það er sammæli núna um alla aðra fjölmiðla en Ríkisútvarpið.“ Eins og áður hefur komið fram héldu stjórnarandstöðuþingmenn langar ræður í sl. viku og á fund- inum kom fram að á meðan hefði verið reynt að ná sáttum um að vísa frumvarpinu frá eða að fresta gild- istöku laganna fram yfir kosningar. „Það er algjörlega ljóst að rík- isstjórnin hefur valið ófriðinn í þessu máli,“ sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lyndra, og bætti við að málefni Rík- isútvarpsins yrðu eitt af kosninga- málum vorsins. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, sagði stjórn- arandstöðuna hafa gert ítrekuð sáttatilboð varðandi RÚV-frum- varpið. „Ríkisstjórninni stóðu til boða að okkar mati mjög sann- gjarnar sáttaleiðir,“ sagði Stein- grímur og bætti við að ríkisstjórnin væri með áberandi hætti að bregð- ast friðarskyldu sinni um Ríkisút- varpið og að með því væri hags- munum RÚV og starfsmanna þess teflt í hættu. Umræðu um RÚV lokið Vilja ríkisútvarp, ekki ríkisstjórnarútvarp, og segja sátt um RÚV rofna Morgunblaðið/RAX Yfirlýsing Stjórnarandstaðan tilkynnti í gær að umræðu um RÚV-frumvarpið væri lokið af hennar hálfu. Í HNOTSKURN » Þriðja umræða um Ríkis-útvarpið tók rúmar 56 klukkustundir. » Stjórnarandstaðan til-kynnti í gær að af hennar hálfu væri málinu lokið, ekki hefði tekist að ná sáttum. » Málið verður þó að matistjórnarandstöðunnar kosningamál. » Ingibjörg Sólrún segirsammæli vera um alla fjöl- miðla nema Ríkisútvarpið. » Stjórnarandstaðan villekki að Ríkisútvarpið sé hlutafélag en að það eigi að vera sjálfstætt, óháð stjórn- mála- og viðskiptahagsmunum. ● Ró færðist yfir Alþingi eftir að stjórnarandstaðan tilkynnti í gær að umræðum um RÚV-frumvarpið væri lokið af hennar hálfu. Þingflokks- fundir voru á sínum venjubundna stað og að þeim loknum hófst þing- fundur að nýju. Fámennt var í salnum en Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra lagði fram fjögur frumvörp sem öll hafa fengið töluverða athygli í fjöl- miðlum, m.a. frumvarp um aukna refsivernd lögreglu, um dómstóla og meðferð einkamála og um íslenskan ríkisborgararétt. Atkvæðagreiðslum var þó frestað um sinn. Rólegra yfir Alþingi eftir að umræðum um Ríkisútvarpið lauk ● Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, hefur lagt fram skrif- lega fyrirspurn til forsætisráðherra um einstaklinga í kynáttunarvanda. Guðrún spyr m.a. hvaða skilyrði ein- staklingur sem óskar eftir aðgerð til leiðréttingar á kyni þarf að uppfylla og hvaða stuðningsúrræði eru til fyrir þá sem vilja láta breyta kyni sínu. Hver eru skilyrði fyrir leiðréttingu á kyni? Jóhanna Sigurðardóttir 21. janúar Ríkir greiða ekki til RÚV Þeir sem eru með fjár- magnstekjur sér til framfærslu en ekki launatekjur þurfa ekki að greiða nefskattinn sem fjármagna á RÚV verði hið umdeilda frumvarp mennta- málaráðherra að lögum. Þessir fjár- magnseigendur þurfa heldur ekki að greiða gjald í Framkvæmdasjóð aldr- aðra. Þennan hóp fylla milljóna- og milljarðamæringar á Íslandi. Meira: http://www.althingi.is/johanna/ Björgvin G. Sigurðsson 22. janúar Hrikalegur þáttur Kompásþátturinn á Stöð 2 var magn- aður í gær, hrikalegur öllu heldur. Þar beittu Jóhannes Kr. og félagar tálbeitum í annað sinn til að kanna umfang og eftirsókn barnaníðinga í fórnarlömb í gegnum Netið. Nið- urstaðan er ægileg; eftirspurninn er talsverð og menn ganga langt. Meira: http://www.bjorgvin.is/ ● Þingfundur hefst að nýju kl. 13.30 í dag með síðustu atkvæðagreiðslu um Ríkisútvarpið ohf. Áður fer fram umræða utan dagskrár um auglýs- ingar um fjárhættuspil. Frummæl- andi er Ögmundur Jónasson. Dagskrá þingsins ÞETTA HELST … ÞINGMENN BLOGGA NOKKUR erlend fyrirtæki hafa sýnt áhuga á olíu- leit í íslenskri lög- sögu en ekki hef- ur verið sótt formlega um leyfi á síðustu tveimur árum. Síðast var veitt leyfi til fyr- irtækisins TGS- NOPEC til leitar á svokölluðu Drekasvæði. Þetta kemur fram í skriflegu svari iðn- aðarráðherra við fyrirspurn Guð- mundar Hallvarðssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, um olíuleit og rannsóknir á landgrunni Íslands. Erlendar sendinefndir í tengslum við heimsóknir ráðamanna, s.s. frá Indlandi, Kína og Angólu, hafa einn- ig sýnt áhuga á möguleikum til olíu- leitar og -vinnslu í íslenskri lögsögu. Engar form- legar umsókn- ir um olíuleit Guðmundur Hallvarðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.