Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 15

Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 15 Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is NÝR forseti Bandaríkjanna verður ekki settur í embætti fyrr en um þetta leyti í janúar 2009. Það er meira en ár í að fyrstu forkosningar stóru flokkanna tveggja vegna forsetakosninganna haustið 2008 fara fram. Engu að síður er baráttan um útnefningu flokkanna farin á fullt og hjá hvorum flokki um sig hafa nú þegar á annan tug stjórnmála- manna hafið undirbúning að framboði, eða eru um það bil að lýsa því yfir að þeir sækist eftir útnefningu flokks síns. „Forsetakosningarnar 2008 verða lengstu og dýrustu kosningar í sögu Bandaríkjanna,“ hefur AFP-fréttastof- an eftir Michael Toner, fyrrverandi for- manni alríkiskjörstjórnar. En hvers vegna fer baráttan svona snemma að stað? Hvers vegna ætla svo margir að keppa um útnefningu flokkanna, vit- andi það að það er bæði dýrt og lýjandi (tveir sem þóttu líklegir hjá demókröt- um, Evan Bayh og Mark Warner, sögðu seint á síðasta ári að þeir ætluðu ekki í framboð, m.a. vegna þess að þeir vildu ekki bjóða fjölskyldum sínum upp á allt það ónæði sem því fylgir) að bjóða sig fram til forsetaembættis? Ein skýring er sú, að það gerist nú í fyrsta skipti í meira en hálfa öld að hvorki sitjandi forseti né varaforseti hans verða í framboði. George W. Bush getur ekki setið lengur en tvö kjörtíma- bil í embætti og lengi hefur verið ljóst að Dick Cheney varaforseti myndi ekki sækjast eftir því að feta í fótspor hans. sem ekki nær settu marki sem varafor- setaefni þess, sem fær útnefninguna. En hvers vegna fer baráttan svo snemma á stað? „Þegar margir ætla fram verður það til þess að menn lýsa snemma yfir framboði,“ hefur New York Times eftir Jennifer Palmieri, ráðgjafa demókratans Johns Edwards. Menn hafi áhyggjur af því að því seinna sem þeir skelli sér í slaginn því erfiðara verði að tryggja sér það fjármagn sem þarf til að reka kosningabaráttu. Í frétt NYT segir ennfremur að sú staðreynd, að sitjandi forseti er töluvert laskaður pólitískt séð, sökum óvinsælda stríðsins í Írak, stuðli að því að menni hugi snemma að næsta forseta. Keppnin er því opnari en endranær, jafnvel þó að sumir frambjóðendur séu sigurstranglegri en aðrir; fyrirfram er talið að Hillary Clinton og Barack Obama séu líklegastir sigurvegararnir hjá demókrötum og John McCain eða Rudy Giuliani hjá repúblikönum. Hinir sem ekki teljast fyrirfram sig- urstranglegastir vonast auðvitað til þess að ná í kosningabaráttunni að slá í gegn; svona eins og Bill Clinton gerði í aðdraganda forsetakosninga 1992. Ein- hverjir gera sér kannski ekki í raun og veru von um sigur, heldur vilja koma tilteknu málefni á dagskrá og sjá fram- boð sem góða leið til þess. Svo endar kannski einhver þeirra Lengstu og dýrustu kosningar í sögunni? Reuters Margir um hituna John McCain þykir líklegastur á þessari stundu til að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins í forsetakosningum í nóvember 2008. ÞESSIR hafa ákveðið framboð í forkosningum demókrata og repúblikana eða eru taldir líklegir til að bjóða sig fram: Repúblikanar  John McCain, öldungadeildarþingmaður frá Arizona, 70 ára.  Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, 62 ára.  Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, 59 ára.  Sam Brownback, öldungadeildarþingmaður frá Kansas, 50 ára.  Duncan Hunter, fulltrúadeildarþingm. frá Kaliforníu, 58 ára.  Tom Tancredo, fulltrúadeildarþingmaður frá Colorado, 61 árs.  Tommy Thompson, fyrrv. heilbrigðisráðherra, 65 ára.  James Gilmore, fyrrverandi ríkisstjóri Virginíu, 57 ára.  Ron Paul, fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, 71 árs.  Mike Huckabee, fyrrv. ríkisstjóri í Arkansas, 51 árs (líklegur).  George Pataki, fyrrv. ríkisstjóri í New York, 61 árs (líklegur).  Chuck Hagel, öldungadeildarþingm., Nebraska, 60 ára (líklegur)  Newt Gingrich, fyrrv. forseti fulltrúadeildar, 63 ára (líklegur). Demókratar  Barack Obama, öldungadeildarþingmaður frá Illinois, 45 ára.  Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður frá New York, 59 ára.  John Edwards, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, 53 ára.  Tom Vilsack, fráfarandi ríkisstjóri Iowa, 56 ára.  Dennis Kucinich, fulltrúadeildarþingmaður frá Ohio, sextugur.  Joseph Biden, öldungadeildarþingm., Delaware, 64 ára.  Chris Dodd, öldungadeildarþingmaður Connecticut, 62 ára.  Bill Richardson, ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, 59 ára.  Mike Gravel, fyrrv. öldungadeildarþingm., Alaska, 76 ára  Wesley Clark, fyrrv. yfirmaður herafla NATO í Evrópu, 62 ára (líklegur).  John Kerry, öldungadeildarþingm. Massachusetts, 63 ára (líklegur).  Al Sharpton, klerkur, New York, 52 ára (líklegur). Óvenjulega margir í framboði ÚTSALASKÍÐAFATNAÐUR www.markid.is sími 553 5320 Ármúla 40 Scott skíðaúlpa 22.600 6.900 Be-zo barna-skíðagalli 8.990 2.990 Scott barnaúlpa 12.900 4.900 Lange RRS 80 skíðaskór 26.900 – 9.900 Dynastar Classic snjóbrettaskór 15.900 – 7.950 Dynastar Agyl skíði 14.800 – 7.400 Nitro Voltage snjóbretti 29.130 – 20.391 Sin Team barnasnjóbretti 16.900 10.140 afsláttur Húfur 30% afsláttur Gönguskíði 50% Skíða- hanskar frá 500 Skíða- og snjóbretta- hjálmar 30% afsláttur P IP A R • S ÍA • 7 0 1 2 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.