Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þóra Kristín Ei-ríksdóttir fædd- ist á Norðfirði 13. mars 1926. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi sunnudaginn 14. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Vigdís Þórarins- dóttir, f. 24. jan. 1905, d. 5. maí 1983, og Eiríkur Ár- mannsson, f. 29. feb. 1892, d. 28. ág. 1967. Eiríkur var skipstjóri og útgerð- armaður, einn af eigendum Dags- brúnarútgerðarinnar á Norðfirði og kenndur við Dagsbrún. Guðný og Eiríkur bjuggu í Neskaupstað þar til 1953 að þau fluttu í Kópa- vog. Þóra lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum í Neskaup- stað og gekk síðan í Samvinnuskól- ann og lauk verslunarprófi þaðan vorið 1944. Þá hóf hún störf á skrifstofu ríkisspítalanna og vann þar að undanskildum tíma sem hún gekk í húsmæðraskóla í Sví- þjóð árið 1946, þar til hún giftist sumarið 1949 eftirlifandi eig- inmanni sínum, Tómasi Árnasyni, síðar alþingismanni, ráðherra og seðlabankastjóra. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Þorvarð- Síðan byggðu þau húsið Hraun- braut 20 og fluttu þangað 1969. Síðustu 16 árin hafa þau búið í fjöl- býlishúsinu Breiðabliki, Efstaleiti 12 í Reykjavík, sem þau tóku þátt í að byggja. Auk þess að stýra stóru heimili og ala upp fjóra syni skipulagði Þóra frá grunni víðtækt sjálf- boðaliðastarf sjúkravina á vegum Rauðakrossdeildar Kópavogs fyrir vistfólk í Sunnuhlíð. Þetta starf hófst á árinu 1984 með Þóru í for- svari ásamt tveimur öðrum. Þegar Þóra lét af þessum störf- um árið 1996 voru alls 20 sjálf- boðaliðar sem héldu uppi skipu- lagðri starfsemi fimm daga vikunnar, fyrir og eftir hádegi. Þetta varð fyrirmynd skipulagðs sjálfboðaliðsstarfs annarra deilda Rauða krossins og hefur verið tek- ið upp hjá öðrum stofnunum. Fyrir þessi brautryðjendastörf í þágu Rauðakrossdeildar Kópa- vogs var Þóru veitt sérstök heið- ursviðurkenning Rauða kross Ís- lands á árinu 1991 og á síðasta ári var hún gerð að heiðursfélaga Kópavogsdeildarinnar. Nú eru á annað hundrað sjálfboðaliðar á vegum Rauðakrossdeildar Kópa- vogs, sem sinna þessum störfum hjá mörgum stofnunum. Þegar Þóra hætti forstöðu skrifstofu Rauðakrossdeildarinnar starfaði hún áfram sem sjúkravinur á með- an heilsan leyfði. Þóra verður jarðsungin frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ardóttir frá Keflavík og Árni Vilhjálms- son, útgerðarmaður frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði, síðar er- indreki Fiskifélags Íslands og skipaeft- irlitsmaður. Synir Þóru og Tómasar eru Eiríkur, f. 1950, lagaprófessor, maki Þórhildur Líndal, f. 1951, hdl., mannrétt- indaráðgjafi Reykja- víkurborgar, Árni, f. 1955, fyrrv. banka- stjóri, löggiltur endurskoðandi, maki Margrét Birna Skúladóttir, f. 1955, hjúkrunarfræðingur, Tómas Þór, f. 1959, framkvæmdastj., maki Helga Jónasdóttir, f. 1959, kennari, Gunnar Guðni, f. 1963, Sc.D. byggingaverkfræðingur, maki Sigríður Hulda Njálsdóttir, f. 1962, hjúkrunarfræðingur. Barna- börnin eru þrettán og barna- barnabörnin fimm. Eftir brúðkaup sitt fluttu þau Þóra og Tómas til Akureyrar, en dvöldu um tíma í Bandaríkjunum þar sem Tómas stundaði fram- haldsnám 1951–1952. Þau fluttu frá Akureyri í Kópavog haustið 1953 og bjuggu þar fyrst á Digra- nesvegi 18 (síðar 30–32), sem þau byggðu ásamt foreldrum Þóru. Það var komið að kveðjustund. Tárin sem runnu niður vanga mína í síðasta skipti sem ég kreisti höndina á ömmu voru hvort tveggja sprottin af sorginni sem fylgdi söknuðinum og af gleðinni sem ég hafði notið með henni frá blautu barnsbeini. Hitinn sem ég fann í lófa hennar á þessari stund minnti mig á þá hlýju sem ég hafði ávallt notið í návist hennar. Ég naut þess að vera elsta barna- barn ömmu og afa og fyrstu minning- arnar tengjast óhjákvæmilega þeim ófáu dögum sem ég dvaldi hjá þeim í góðu yfirlæti á Hraunbrautinni. Þar réð amma ferðinni og þar var stöð- ugur erill. Margar skemmtilegar stundir átti ég þar með ömmu. Sú minning sem stendur upp úr í mínum huga er ógleymanleg veiði- ferð okkar fjölskyldunnar í Selá þeg- ar ég var sex ára. Það var í þeirri ferð sem við amma fengum að vera tvö ein og settum í þann stóra. Hún sá um að kasta færinu og lét síðan litla strák- inn hala inn færið. Ég taldi mig að sjálfsögðu vera að fá þann stóra í hvert skipti, en ávallt reyndist fast í botni. Í þann mund sem við vorum að gefast upp kom í ljós að stór lax var á línunni. Ég réð mér varla fyrir kæti og hoppaði og skoppaði eftir bakk- anum meðan amma sá um að landa ferlíkinu. Eftir mikla baráttu lá á bakkanum lax sem náði „veiðimann- inum“ vel í axlir, en amma hafði að sjálfsögðu séð um það sem skipti máli þrátt fyrir að vera úrvinda eftir mikla baráttu. Það er því varla til- viljun að Díana, kona mín, fékk ein- mitt maríulaxinn sinn þegar þær tvær voru einar við veiðar. Það var þeim báðum ógleymanlegt og varð þeim tíðrætt um það mörgum árum síðar enda urðu þær góðar vinkonur strax frá upphafi. Amma var einstaklega stolt af fjöl- skyldu sinni og naut þess að stjana í kringum okkur afkomendurna hve- nær sem færi gafst. Eftir að Theodór fæddist og svo síðar Þórhildur Helga upplifði ég að nýju þá ánægju sem amma hafði af ungum börnum. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir því hversu heppinn ég hafði ver- ið að fá að njóta návistar hennar á mínum yngri árum. Ég mun sárlega sakna ömmu en minningin um hana lifir um ókomna tíð í hjarta mínu og okkar allra. Páll Eiríksson. Ég sagði stundum í gamla daga að ég hefði kynnst henni Þóru fyrst á ljósmynd því Tómas mágur, þá ný- kominn í háskólann, hafði stillt upp mynd af glaðlegri, ljóshærðri stúlku á skrifborði sínu. Myndin var af Þóru Kristínu Eiríksdóttur, frá Norðfirði, sem síðar varð eiginkona hans. Mér fannst Þóra alltaf bera svipbragð af þessari mynd þó árunum fjölgaði. Þóra og Tómas kynntust fyrst við íþróttaiðkun fyrir austan, hún í hand- bolta, hann í frjálsum íþróttum. Þau giftu sig á Norðfirði sumarið 1949 og settust fyrst að á Akureyri þar sem þau bjuggu í nokkur ár. Ég minnist þess með ánægju þegar við Vilhjálm- ur, eiginmaður minn, ásamt Sól- veigu, dóttur okkar, heimsóttum þau þar, fyrst gesta, á leið okkar austur til Seyðisfjarðar. Þá bjuggu þau í lít- illi íbúð í Sniðgötu en síðar áttu þau eftir að eignast stærri húsakynni þar sem þau bjuggu sér glæsilegt heimili enda var Þóra mikil smekkkona og fyrirmyndarhúsmóðir. Eftir Akureyrardvölina fluttust þau suður í Kópavog, fyrst á Digra- nesveg þar sem þau reistu hús ásamt foreldrum Þóru, þeim Guðnýju Þór- arinsdóttur og Eiríki Ármannsyni, sem fluttu suður um svipað leyti. Síðar reistu þau glæsilegt hús á Hraunbraut 20, þar sem þau bjuggu þangað til að þau fluttust í Efstaleiti 12 fyrir um 20 árum síðan. Strax á Digranesveginum tók Þóra að standa fyrir glæsilegum jóla- boðum sem urðu með tímanum ómissandi liður í jólahaldinu. Þar safnaðist stórfjölskyldan saman og var jafnan glatt á hjalla. Við minn- umst þessara stunda í dag með mikl- um hlýhug og þakklæti. Á Akureyri fæddist þeim elsti son- urinn og síðar bættust hinir dreng- irnir við eftir að þau fluttust suður yfir heiðar. Þóra var ástrík móðir og góður uppalandi. Hún var einbirni sjálf en naut þess síðar á ævinni að eignast stóran hóp afkomenda sem kveðja hana nú með þakklæti og söknuði. Margs er að minnast frá liðnum árum enda voru þeir bræður sam- rýndir og okkur Þóru vel til vina. Átt- um við margar samverustundir í faðmi fjölskyldunnar en sérstaklega er eftirminnilegt þegar við lágum saman á fæðingardeildinni í Reykja- vík, í febrúar 1963, með þrjá drengi sem við eignuðumst í sömu vikunni. Árið 2005 fóru Tómas og Þóra í ferð á ættarslóðir hennar á Norðfirði og víðar ásamt sonum sínum og fjöl- skyldum þeirra. Hún hafði síðar orð á því við mig að henni hefði þótt það ómetanlegt að hafa heimsótt heima- hagana á meðan heilsan leyfði en það varð hennar síðasta ferð þangað. Þóra var alltaf eins og stór faðmur sem vildi helst alla umfaðma. Hún veitti ýmsum sem minna máttu sín hjálparhönd en hafði ekki um það mörg orð. Hún var árum saman ein af forystukonum Rauða krossins í Kópavogi og vann þar mikið og óeig- ingjarnt starf. Sunnudagurinn 14. janúar síðast- liðinn var einstaklega fagur vetrar- dagur, en um nóttina kvaddi Þóra þennan heim eftir langvarandi veik- indi. Næsta dag fæddist lítill dreng- ur sem lýsir nú upp tómið sem langamma hans lætur eftir sig. Ég vil fyrir hönd fjölskyldu minn- ar votta Tómasi mági mínum, sonum þeirra og fjölskyldum, innilega sam- úð. Sigríður Ingimarsdóttir. „Þarna kemur hún Þóra sem alltaf er svo blíð og góð.“ Þessi orð koma oft upp í huga minn, Þóra mín, þegar ég hugsa til gömlu góðu daganna heima í Dags- brún í Norðfirði. Frænkur okkar, Rósa og Þóra, og Sigurbjörg, mamma mín, sögðu þetta oft við mig þegar sást til ykkar mæðgnanna koma upp brekkuna frá Lúðvíkshúsi í áttina að Dagsbrún. Ég hef áreið- anlega verið eitthvað að óþægðast við þær, sem kom nú stundum fyrir. Ég man að það var ekki laust við að ég fyndi til afbrýðisemi í þinn garð þegar ég heyrði þessi hrósyrði um þig, sem ég vissi þó að þú verðskuld- aðir fyllilega. Afbrýðisemi mín hvarf þó eins og dögg fyrir sólu um leið og við hittumst og fórum að leika okkur saman. Ég fagnaði ykkur mæðgun- um af heilum hug og ekki spillti þeg- ar pabbi þinn gat komið með. Hann var alltaf svo góður við mig og hlýjan frá honum vermdi mig inn að hjarta- rótum. Ég verð að játa að ég öfund- aði þig svolítið af því að eiga pabba á lífi. Eiríkur og Guðný, foreldrar þín- ir, voru mér ákaflega góð. Stundum fór mamma með mig til ykkar inn á Gilsbakka meðan þið bjugguð þar. Það voru miklar gleðistundir. Franski melur, sem húsið ykkar stóð utan í, fannst mér ákaflega stór og spennandi. Hann var nú býsna hættulegur fyrir litla fætur og feng- um við marga skeinuna í átökum við hann. Seinna byggðu foreldrar þínir sér nýtt hús beint á móti gömlu Dagsbrún og var það nefnt Efri- Dagsbrún. Þá varð nú styttra á milli okkar og við urðum eins og uppeld- issystur. Við vorum svo frjálsar og alltaf glaðar og ég man ekki eftir að okkur yrði nokkurn tímann sundurorða. Leikvangur okkar var býsna stór, náði frá flæðarmáli og upp í kletta- belti Nípunnar. Við heyskapinn úti á Bakkabökkum fengum við að sitja í kerrunni þegar heyið var flutt heim. Það fannst okkur mikið ævintýri. Bakkalækurinn var líka ákaflega vin- sæll. Þar fengum við að baða okkur þegar vel viðraði. Oft lékum við okk- ur líka í túninu heima við Dagsbrún. Þar áttum við stórbú með leggjum og skeljum og ekki má gleyma öllum glerbrotadjásnunum sem við röðuð- um í búið okkar. Við bökuðum líka drullukökur og skreyttum þær með blómum. Svona leið bernskan okkar og ung- lingsárin tóku við með önnur við- fangsefni við nám og störf. Við eign- uðumst nýja vini hvor um sig en héldum þó alltaf saman. Við stund- uðum handbolta og fórum til næstu fjarða til að keppa. Ferðamátinn þá var ekki eins auðveldur og nú, farið var á mótorbátum milli fjarðanna því ekkert vegasamband var við Norð- fjörð þá. Þótti okkur þetta mikið æv- intýri. En öll ævintýri taka enda og önnur taka við. Haustið 1942 fórum við saman til Reykjavíkur til þess að setjast í Sam- vinnuskólann. Við sátum skólann í tvo vetur og útskrifuðumst vorið 1944. Þar eignuðumst við marga góða vini sem við bundumst tryggða- böndum og höfum haft samband við fram á þennan dag. Eftir námsárin tók lífsbaráttan við og lengra varð milli funda. Við eign- uðumst góða eiginmenn og elskuleg börn sem varð okkar gæfa í lífinu. Frændfólkið okkar frá Dagsbrún fluttist margt frá Norðfirði þegar fram liðu stundir og flest hingað á höfuðborgarsvæðið. Það er ekki á neinn hallað þótt ég segi að þú hafir verið duglegust okkar allra í að kalla okkur frændfólkið saman en það gerðir þú alltaf skömmu eftir hver áramót á meðan kraftar þínir entust. Þér verður seint fullþakkað hvað þú lagðir mikið á þig til þess að viðhalda ættarböndunum sem eru okkur öll- um svo mikils virði. Síðustu árin höfum við frænkurn- ar oft hist til að minnast gömlu góðu daganna heima á Norðfirði. Við þreyttumst aldrei á því að ylja okkur við þær minningar. Nú hefur þú kvatt, elsku Þóra mín. Ég mun sakna þín mikið en minning- arnar lifa og ég orna mér við þær. Ég vil þakka þér þína innilegu og tryggu vináttu og bið góðan Guð að blessa þig og varðveita. Eiginmanni þínum og fjölskyld- unni allri sendum við, ég og börnin mín, innilegar samúðarkveðjur. Jónína Sigurborg Jónasdóttir. Komið er að kveðjustund. Mín kæra frænka Þóra er látin eftir erfið veikindi. Stórt skarð er höggvið í okkar fámennu fjölskyldu. Við erum systradætur, hún einka- barn foreldra sinna og ég einkadótt- ir. Kannski var það næst því að við værum systur. Svo fannst mér alla- vega oft. Þóra var afskaplega vel gerð kona, hæglát og prúð. Mikil hannyrðakona og mjög vel að sér í ættfræði. Þá vann hún mikið og óeigingjarnt sjálf- boðastarf bæði í Seljahlíð og hjá Rauða krossinum. Þóra og Tómas giftust ung og eignuðust fjóra mannvænlega syni. Fjölskyldutengsl voru afar góð hjá þeim og eru barnabörnin 13 og barnabarnabörnin orðin fimm. Við frænkurnar fæddumst báðar á Neskaupstað og ólst hún þar upp en foreldrar mínir fluttu fljótlega til Reykjavíkur. Ég var svo heppin að fá að vera tvisvar hluta úr sumri hjá Guðnýju móðursystur minni og Eiríki manni hennar. Þau voru afskaplega gott og hjartahlýtt fólk. Margs er að minnast frá liðnum árum. Mörg boð með leikjum og öll fjölskyldan með. Fyrir nokkrum árum hittumst við Þóra á Neskaupstað til að setja leg- stein á leiði ömmu okkar. Þóra hafði látið gera steininn og koma honum fyrir. Ég flaug til Egilsstaða og Tóm- as sótti mig þangað. Síðan áttum við yndislegan dag saman áður en ég flaug til baka. Þessi dagur verður mér ógleymanlegur. Ég sendi Tómasi og fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Þóra mín, takk fyrir allt og allt. Hvíl þú í friði. Erna Arnar. Hjartkær vinkona mín, Þóra Kristín Eiríksdóttir frá Dagsbrún í Neskaupstað, hefur kvatt hinstu kveðju eftir langvinna og hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Það var strax á unglingsárunum að við tengdumst vináttuböndum sem aldrei slitnuðu þótt fjarlægðir skildu okkur að í áratugi. Síðast hitt- umst við hér heima á Norðfirði fyrir tveimur árum þegar hún var að vitja æskustöðvanna ásamt eiginmanni sínum, sonum og þeirra fjölskyldum. Þá eins og áður, þessi fallega, hóg- væra en síglaða Þóra. En hvað við vonuðum þá einlæglega að við ættum eftir að hittast hér heima á ný og rifja saman upp æsku og ungdómsárin. Haginn undir Norðfjarðar-Nípu, sem nú er fólkvangur, var okkar æv- intýraland. Með fallegum og grósku- miklum gróðri, stórgrýtinu sem hrunið hefur úr snarbrattri og yfir- gnæfandi Nípunni, hæsta standbergi á Íslandi, klettóttri ströndinni þar sem úthafsaldan svellur og með stór- kostlegu útsýninu yfir Norðfjarð- arflóann og út yfir ómælanlegt hafið. En líf barna og unglinga var á okk- ar æskuárum ekki aðeins ævintýri og leikir heldur urðum við snemma þátttakendur í atvinnulífinu. Við barnagæslu, í fiskverkun og í beitu- skúrunum. Þetta var oft hörku erfiði en gat líka verið skemmtilegt og þótti okkur gaman að rifja upp atburði frá þess- um árum og skoða saman myndir. En þótt starfsdagurinn væri stundum langur og strangur þá vor- um við aldrei svo þreyttar að við gæt- um ekki hlaupið út á íþróttavöll á handboltaæfingar. Þeim fylgdu svo spennandi keppnisferðir, stundum norður í land en oftast til næstu fjarða eða upp á Hérað. Aldrei munu heldur gleymast allar fjallgöngurnar og útilegurnar sem og bátsferðirnar á lognkyrrum og spegilsléttum firð- inum. Þannig voru sumrin. En á haustin tók skólinn við. Að sjálfsögðu fyrst barnaskólinn svo gagnfræðaskólinn og að lokum Samvinnuskólinn í Reykjavík, en það var haustið 1942. Þá fórum við ásamt Jonnu frænku þinni á þann ágæta og skemmtilega skóla. Sú skólavist var bæði þrosk- andi og skemmtileg og árgangarnir 1942 til og með 1944 hafa tengst ein- stökum vináttu- og tryggðarböndum. En segja má að þá hafi örlög okkar þriggja verið ráðin. Þið Jonna mættuð ævifélögum ykkar í Reykjavík en ég hér heima. Að vísu var hann Tómas þinn líka að austan, Seyðfirðingur og alinn upp í líku umhverfi og við, sem sjálfsagt hefur verið farsælt fyrir traust og ástríkt samlíf ykkar. Ég veit að Þóra og Tómas voru ákaflega hamingjusöm. Áttu sér- staklega fallegt heimili og eignuðust Þóra Kristín Eiríksdóttir REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.