Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 23.01.2007, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það er sárt að byrja nýtt ár með því að þurfa að sjá á bak þér, Sturli minn. Þegar Sigfríð systir hringdi og sagði að þú værir farinn varð ég allur einhvern veginn tómur. Þó svo að ég vissi í hvað stefndi kemur þetta samt alltaf á óvart og maður eins og þú, hrókur alls fagnaðar, það bara passar einhvern veginn ekki. Ég segi að það hlýtur að standa eitthvað mikið til þarna uppi fyrst þú ert kall- aður til, eitthvað sem á að vera skemmtilegt. Ég verð að minnast þín eins og þú varst og rifja upp at- vik sem mér er sérlega minnisstætt og lýsir þér svo vel. Ég veit að þú hlærð með. Þú varst að ég held hjá Bæjarútgerðinni eða Ísbirninum. Þið voruð með ein fimm tjöld niðri við torg að kynna grafinn fisk. Ég átti leið þarna hjá og sá þessi tjöld og við eitt þeirra stóðu einar 15–20 kon- ur en engar við hin, bara strákar í þeim að reyna að ná athygli fólks án árangurs. Ég fór að forvitnast og heyrði þá þessa rödd og gjallandi hlátur yfirgnæfa hlátursskrækina í konunum. „Grafinn ufsi stelpur, ég tala nú ekki um grafinn karfi, uss karlarnir verða alveg vitlausir í ykk- ur“ og þær tístu af ánægju. Já, þarna varstu í essinu þínu. En ég man reyndar aldrei eftir þér öðruvísi. Þó svo að ég hafi misst af mörgum veisl- unum með þér í gegnum árin náði ég þó að sjá þig og hitta nógu oft til að vita að við vorum skemmtilegastir. Ég veit að það verður vel tekið á móti þér uppi, það er að verða svo margt frá okkur þar. Ég veit að missir ykkar systkin- anna er mikill því þið missið ekki bara bróður, heldur líka svo góðan vin, og þú, Þóra mín, og börnin hans og barnabörnin, ég samhryggist ykkur innilega og þér, Elli minn. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma. Hugur minn og okkar er hjá ykkur öllum. Sturla þú gleðigjafi, sem gersemi á jörðinni varst. Það var sem allt félli í stafi er sál þín til himnanna barst. Ég vildi að við hefðum ei vaknað og vitað að farinn þú ert. Þín verður svo sárlega saknað í veröld sem nú er skert. En minningu við kunnum að meta, að muna þig er okkur kært. Við munum í fótspor þín feta, við fengum svo margt af þér lært. Páll frændi og fjölskylda. Góður vinur er fallinn frá, langt fyrir aldur fram. Ég kynntist Stulla Sturla Erlendsson ✝ Sturla Erlends-son fæddist í Reykjavík 6. desem- ber 1954. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 12. janúar. eins og hann var kall- aður árið 1993, þegar hann ásamt bróður sínum stofnaði fisk- vinnslufyrirtækið Ís- fold á Eyrarbakka. Stulli var mjög klár í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, meira að segja að skera úr fiski á línunni með okkur konunum. Hann söng mikið fyrir okkur, enda var hann í Karla- kórnum Fóstbræðr- um, einnig spilaði hann golf og hafði mikinn áhuga á fótbolta, enda sonur hans, Sölvi, í KR. Árið 2006 seldu þeir bræður frystihúsið og var mikil eftirsjá að þeim. Stulli ákvað að snúa sér að öðru en var þó ekki laus við fiskinn, fór að vinna í fiskbúð sem heitir Fiskisaga. En lífið er fljótt að breyt- ast og veiktist hann í haust, en gerði ávallt gott úr öllu. Hann hafði einnig gaman af að mála og var með mál- verkasýningu í desember sl., þar ruku myndirnar hans út eins og heit- ar lummur. Nú um áramótin veiktist svo Stulli og var lagður inn á sjúkra- hús. Hann barðist hetjulega við sjúkdóm sinn, en það sorglega gerð- ist að hann kvaddi þennan heim hinn 5. jan. sl. Það er mikill söknuður að góðum vini. Elsku Stulli takk fyrir allar góðu stundirnar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Elsku Þóra, Sara, Sölvi, Björk, barnabörn, systkini hins látna og vinir. Ég sendi ykkur innilegar sam- úðarkveðjur og megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Kær kveðja Elín Birna Bjarnfinnsdóttir. Ef menn eru heppnir þá kynnast þeir mikilmennum á sinni lífsleið og við hjónin duttum í þann lukkupott þegar við kynntumst Stulla fyrir tæpum 10 árum. Stulli var mikil- menni í öllum merkingum þess orðs, ekki bara það að hann var 2,50 metr- ar á hæð, eða hvað hann nú var, held- ur stóð persóna hans alltaf upp úr í hvaða hópi sem var. Það hreinlega geislaði af honum eins og stórri ljósaperu. Stulli var alltaf hress þegar við vorum í kringum hann, „það var hérna ein saga,“ sagði hann þegar brandararnir komu á færibandi eða „það varð til ein vísa“ þegar vísurnar eða limrurnar litu dagsins ljós. Hann sá alltaf eitthvað spaugilegt við alla hluti eins og t.d. einu sinni sem oftar þegar við fórum í bústað og hann sagði þegar við komum „ég ætla að sýna ykkur pottinn“ og benti svo á kartöflupott sem hann hafði sett á veröndina. „Komið í pottinn“, sagði hann svo og setti fingurinn ofan í og við gerðum slíkt hið sama með bros á vör. Hann var óþreytandi við að skemmta sjálfum sér og öðrum og lét aldrei bilbug á sér finna. Ósjaldan vaknaði maður í veiðitúrum við lykt af beikoni, eggjum, drottninga- skinku og rakspíranum hans Stulla, en þá var hann búinn að fara í sturtu, raka sig og græja morgunmatinn eftir lítinn eða engan svefn. Í Karla- kórnum Fóstbræðrum var hann ein- faldlega langskemmtilegastur og söng eins og engill, að vísu engill með bassarödd. Stulli var mikill listamaður og kom mörgum á óvart þegar hann hélt málverkasýningu í tjaldi við skúrana á Ægisíðu í byrjun desem- ber. Hann seldi náttúrulega öll mál- verkin og gestir áttu ekki orð yfir hversu fær listmálari hann var. Hann var mjög orðhagur og bjó til listagóða texta við hin ýmsu lög. Hann íslenskaði textann við lagið „Always look at the bright sides of life“ og söng lagið með Raddbanda- félaginu. Þessi texti ætti að hjálpa okkur í sorginni sem nú blasir við og er algerlega í anda Stulla. Hér kem- ur hluti hans: Ef á lífinu ertu leiður mér er það mikill heiður að kenna við því ráð já þér og þér láttu þína sessunauta setja upp stút og byrja að flauta og drunginn eins og dögg frá sólu fer líttu á lífsins björtustu hlið. Slíkir menn gefa meira en aðrir og Stulli er búinn að gefa okkur svo mikið að það dugar það sem eftir er ævi okkar. Við þurfum bara að muna eftir því hvernig hann var og þá get- um við ekki annað en verið glöð og brosandi. Skemmtivísitalan í himna- ríki hækkaði mikið þegar Stulli kvaddi en lækkaði að sama skapi í jarðríki. Við vitum að hann er núna brosandi með allri áhöfninni á Sig- urvoninni í himnaríki og við sjáum fyrir okkur hvað hann er að segja; „Ég þekkti mömmu hans, hún var með mér í jarðríki“. Elsku besti vinurinn okkar. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur, það kemur enginn í staðinn fyrir þig. Minninguna um þig geymum við í hjarta okkar að eilífu. Elsku Þóra, Sara, Sölvi og Aron, Guð gefi ykkur styrk í sorginni, við munum reyna að gera það eins og við getum. Arnlaugur og Anna Birgitta. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Kær vinur og söngfélagi er fallinn frá í blóma lífsins. Sturla Erlendsson var ekki einungis góður söngmaður og einn af meðlimum Raddbanda- félags Reykjavíkur, hann var jafn- framt hirðskáld kórsins. Stulli samdi fjölda texta sem Raddbandafélagið hefur flutt og fórst honum texta- gerðin með eindæmum vel eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur. Frásagnagáfa var Stulla einnig ríku- lega í blóð borin og var hann því oft fenginn til að sjá um kynningar á skemmtunum kórsins. Þær ollu því gjarnan að salurinn ómaði af hlátri og var oft erfitt fyrir okkur kórfélag- ana að setja okkur aftur í stellingar og hefja söng. Segja má að texti hans „Líttu á lífsins björtustu hlið“ hafi verið einkennandi fyrir persónu Stulla og var þessi titill gerður að yf- irskrift tónleika Raddbandafélags- ins vorið 2005. Þóra og Stulli voru samhent hjón og var sérstaklega ánægjulegt að vera í návist þeirra á ferðalögum og uppákomum með kórnum bæði hér- lendis og erlendis. Það var alltaf líf og fjör í kringum þau sem smitaðist út í hópinn. Elsku Þóra, börn og aðrir ástvinir, við félagarnir í Raddbandafélagi Reykjavíkur og makar sendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan félaga mun ætíð lifa í hjörtum okkar. F.h. Raddbandafélags Reykjavík- ur, Sævar Kristinsson. Aldrei munum við félagarnir gleyma heimsóknum okkar til Sölva vinar okkar á Hjarðarhaganum sem hafa verið ófáar í gegnum árin. Því er ekki síst að þakka gestrisni þeirra hjóna, Þóru og Stulla, sem og þeirri endalausu gleði sem Stulli hafði fram að færa. Hvort sem vinahóp- urinn var að spila, skemmta sér eða bara slappa af, þá var ósjaldan sem Stulli blandaði sér í hópinn og skemmti sér og öðrum, hvort sem það var með söng eða sínum frábæra húmor. Það er því ekki nema von að Hjarðarhaginn hafi oft verið fyrsti vettvangur okkar félaganna þegar halda átti út á lífið. Smá upplifun af glaðværð Stulla hélt manni brosandi langt fram eftir kvöldi. Við munum sakna þess að njóta ekki nærveru Stulla aftur en hugg- um okkur við þá tilhugsun að hann sé kominn til himna þar sem hann hefur tekið sér stöðu í englakórnum sem vafalaust syngur dýpra og enn fallegra fyrir vikið. Í dag kveðjum við einstakan mann sem við munum ávallt hugsa til með hlýhug og bros á vör. Ólafur Páll Johnson og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson. Elsku Sturla okkar! Það er sárt að horfast í augu við suma daga; erfitt að sjá tilgang þess að þú sért kvaddur á brott allt of fljótt. Við megum samt ekki gleyma hversu lánsöm við erum, því í hjört- um okkar munu lifa minningar um einstaka manneskju; fjölhæfan mann og húmorista sem engin venjuleg orð fá lýst. Þú hafðir lag á að létta hverja stund með því að koma ávallt auga á skoplegar hliðar tilverunnar. Jafnvel í baráttu þinni síðustu fjóra mánuði sást þú hversu dýrmæt hver stund er; þú skapaðir nýtt ævintýri hvern dag. Við menn- irnir grátum í raun oft af gleði yfir því sem er gott og fagurt í lífinu og því vitum við að það mun ylja okkur að hafa hlátur þinn og kæti með okk- ur áfram þó við grátum á þessum degi. Nýr dagur Morgunrökkur; – niðamyrkur byltist bára, blærinn hvíslar. Morgunskíma; – ljósaskipti friðsælt, fagurt, frostið hríslar. Morgunstjarna; – himinblámi hlýleg, hlustar, hljóðlát, sölnar. Morgunmáni; – í dagrenningu tindrar, tælir, tekur, fölnar. Morgunsólin; – alheimsbirta glitrar, geislar sindra. Blíðust, blika, tindra, tár á daggargrasi. Elsku Þóra, Sölvi, Sara og Björk, innilegar samúðarkveðjur til ykkar og fjölskyldunnar allrar. Við send- um ykkur hlýja strauma. Áslaug og Dagbjartur Frosti og Sigurlín. Ég man eins og gerst hafi í gær þegar ég hitti Stulla fyrst. Það var haustkvöld árið 1975. Við hittumst á þáverandi heimili Þóru og Stulla, fyrir ofan Skákheimilið á Grensás- vegi. Góður vinur hafði leitt okkur saman til að sjá hvort við Stulli, ásamt Ibbu, gætum stillt strengi okkar saman og spilað saman í þjóð- lagatríói. Það varð úr og ég varð meðlimur tríósins „Við þrjú“. Við spiluðum saman í mörg ár og seinna urðum við Stulli svo söngfélagar í karlakórnum Fóstbræðrum. Það brá aldrei skugga á vinskapinn eða sam- vinnuna enda var Stulli alveg ein- stakur maður. Engan mann hef ég þekkt sem gaf öðrum jafnmikið og hann gerði; með áreynslulausri framkomu, kímnigáfu og gífurlegri sköpunargáfu. Stulli var nefnilega frábær söngmaður og tónlistarmað- ur, hagyrðingur og myndlistarmað- ur. Eitt af mínum uppáhaldslögum hefur alltaf verið vísnabálkur sem Stulli samdi um Bólu-Hjálmar við erlent lag. Ein vísan lýsir Stulla sjálfum jafnvel og Bólu-Hjálmari: Listamaður laghentur og hæðnin hátt Hjálmars-Bólu búki í. Bændur fundu fyrir því alveg fram í dauðans dý. Barátta Stulla við herfilegan sjúk- dóm var stutt en afar snörp. Hann mætti erfiðleikunum beinn í baki og af einstöku jákvæði eins og hans var von og vísa, eða, eins og segir með hans eigin orðum; Ef dagurinn er grár og dapurleikinn hrár þú syngja skalt og dansa lítið spor. Og sjá þér líður vel þó að úti séu él, því fyrr en varir aftur kemur vor. Þó að kæri Stulli hafi þurft að lúta í lægra haldi í þetta skiptið veit ég að hann heldur inn í vorið á nýjar og spennandi slóðir. Elsku Þóra mín, Sara, Sölvi og Björk – missir ykkar og allra ástvina er ákaflega mikill, en ég vona að minningin um mikinn og góðan mann veiti ykkur styrk á þessari stundu. Við munum halda áfram að syngja lögin hans, njóta myndanna hans, og orna okkur við allar góðu minningarnar. Haraldur Baldursson. Kæri vinur. Nú er baráttunni lok- ið hjá þér. Manni sortnar fyrir aug- um og eftir situr maður og skilur ekki hví svo góður drengur var frá okkur tekinn. Við vorum ekki búnir að þekkjast lengi, en á þeim stutta tíma höfðum við gert mikið. Stundað veiðar, bústaðaferðir, að ógleymdri Spánarferðinni. Já, litla ferðafélagið fór víða. Það verður aldrei samt án þín með gítarinn, kvæðin og þennan svakalega húmor sem átti svo vel við okkur. Bara það að sjá þig opnaði allar gáttir og við spunnum og vit- leysuðumst og hlógum út í eitt. Við gátum líka talað alvarlega saman en það litaðist alltaf af einhverjum fífla- gangi að lokum. Þú varst listrænn fram í fingurgóma og ekkert stopp- aði þig. Þú gast allt hvort sem var að mála fínlegar myndir, setja kvist á húsið í Landeyjum, sem við töluðum svo mikið um, eða að byggja ykkur Þóru afdrep fyrir austan. Allt lék þetta í höndunum á þér. Dagarnir sem við pabbi áttum með þér á Sig- mundarstöðum voru alveg ógleym- anlegir. Þú ert mín fyrirmynd. Þóra mín, guð styrki þig og styðji á þessari stundu. Aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Þorsteinn Örn. Ég kvaddi Sturlu Erlendsson fornvin minn á kaffistofu Þjóðminja- safnsins nú rétt fyrir jólin. Þessi lífs- hetja og grínisti dundaði sér við að mála, samtímis því að hann átti í bar- daga við banvænan sjúkdóm. Þeim bardaga lýsti hann reyndar stór- kostlega á bloggsíðunni sinni. Ég var svo heppinn að eignast málverk eftir þennan vin minn og var hann að færa mér og Halla sitt hvort verkið. Þarna var að hittast gamalt bar- dagagengi úr tríóinu Við þrjú. Þegar Tríóið var og hét voru einnig háðir nokkrir bardagar. Þá var barist með ljóðum, með íslensku gegn ensku eins og vopnabúrið bauð uppá miðað við aldur og fyrri störf. Gegn mis- Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.