Morgunblaðið - 23.01.2007, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 2007 41
dægradvöl
Staðan kom upp í A-flokki Corus
skákhátíðarinnar sem fram fer
þessa dagana í Wijk aan Zee í
Hollandi. Alexei Shirov (2 715)
hafði svart og lék síðast hinum
hræðilega leik 34. … Hb8-b7 og
gafst upp í stöðunni áður en and-
stæðingur hans, heimsmeistarinn
Vladimir Kramnik (2 766), myndi
leika 35. Hxe6! Kxe6 36. Rc5+.
Shirov hefur gengið afleitlega á
mótinu og að loknum sex umferð-
um hafði hann einungis 1/2 v.
Kramnik hafði hinsvegar unnið
tvær skákir og gert fjögur jafn-
tefli.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Reykjavíkurmótið.
Norður
♠95
♥ÁKG1098
♦107
♣G52
Vestur Austur
♠72 ♠108
♥6432 ♥D5
♦96 ♦G842
♣D10764 ♣ÁK983
Suður
♠ÁKDG643
♥7
♦ÁKD53
♣–
Suður spilar 7♠.
„Opna ekki allir á fjórum gröndum –
spurning um sérstaka ása?“ Ekki
reyndust allir keppendur Reykjavík-
urmótsins jafn vel búnir sagnvenjum
og Sigurbjörn Haraldsson, sem vakti á
fjórum gröndum með suðurspilin, fékk
svarið fimm hjörtu (hjartaás) og stökk
þá beint í sjö spaða. Alslemman náðist
þó víðast hvar en vandinn var að koma
henni heim. Sigurbjörn fékk út hjarta
og ákvað þá að drepa hátt og gera út á
tígultrompun í borði. Hann tók spaða-
ás, spilaði svo ÁK og meiri tígli. Spa-
ðatían var með fjórlitnum í tígli, svo
þetta skilaði þrettán slögum. En þeir
sem fengu út tromp fóru gjarnan þá
leið að taka alla spaðana, prófa svo tíg-
ulinn og svína loks í hjarta. Það gekk
ekki eins vel.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 dúkku, 4 her-
menn, 7 aðgangsharður,
8 barin, 9 hag, 11 kven-
mannsnafn, 13 karlfugl,
14 kvendýr, 15 til sölu, 17
spil, 20 hár, 22 kvæðið,
23 rotið, 24 þolna, 25
vætan.
Lóðrétt | 1 skerpa, 2 reg-
nýran, 3 elska, 4 skeiða-
hníf, 5 lengdareining, 6
trjágróður, 10 tóg, 12
rödd, 13 ósoðin, 15 kjána,
16 meðvindur, 18 naut,
19 nabbinn, 20 afkvæmis,
21 fiskur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 notalegur, 8 lokað, 9 trana, 10 nýr, 11 kanna, 13
asann, 15 hafts, 18 sólin, 21 kák, 22 rorra, 23 urðar, 24
harðánægð.
Lóðrétt: 2 orkan, 3 auðna, 4 eitra, 5 uxana, 6 flak, 7 fann,
12 nýt, 14 sló, 15 hýra, 16 ferma, 17 skarð, 18 skurn, 17
liðug, 20 norn.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Elton John kom og skemmti í af-mæli Ólafs Ólafssonar í Sam-
skipum. Hvað er Ólafur gamall?
2 Þingmaður hefur gengið til liðsvið Frjálslynda flokkinn. Hver er
það?
3 Greint hefur verið frá því að Björkfái til liðs við sig kunnan tónlist-
armann sem muni syngja með henni
tvo dúetta á nýrri plötur. Hver er það?
4 Jóhannes Karl Guðjónsson ervæntanlega á leið til ensks fé-
lags. Hvaða félags?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Fjárlaganefnd og félagsmálanefnd
þingsins héldu blaðamannafund um mál-
efni Byrgisins þar sem Birkir Jón Jónsson
kallaði það „hörmulegt mál“. Hvaða stöðu
gegnir Birkir innan þingsins? Svar. For-
maður fjárlaganefndar. 2. Bandaríski ung-
lingurinn Shawn Hornbeck sem numinn
var á brott og hafður í haldi í hálft fimmta
ár kom fram opinberlega í sjónvarsþætti
til að lýsa reynslu sinni. Í hvaða þætti kom
hann fram? Svar: Í þætti Ophra Winfrey. 3.
Kona hefur óvænt boðið sig fram til for-
manns Knattspyrnusambands Íslands.
Hvað heitir hún? Svar: Halla Gunn-
arsdóttir. 4. Þórhalldur Sigurðsson eða
Laddi átti afmæli á laugardag. Hvað varð
hann gamall? Svar: Sextugur.
Spurt er…
ritstjorn@mbl.is
ÍSLENDINGAR flykktust í bíó um
helgina til að sjá nýjustu myndirnar. Í
fyrsta sæti íslenska bíólistans 19. til 21.
janúar situr grínmyndin Night at the
Museum sem var frumsýnd á föstu-
daginn. Þar fer Ben Stiller með hlut-
verk næturvarðar sem lendir í því að
náttúrugripasafnið sem hann gætir
vaknar til lífsins eftir miðnætti.
Í öðru sætinu situr Babel sem einn-
ig var frumsýnd um helgina. Babel
hefur notið mikillar velgengni á verð-
launahátíðum kvikmyndaiðnaðarins
undanfarið en hún hlaut m.a Golden
Globe-verðlaunin sem besta myndin í
dramatíska flokknum auk þess að vera
tilnefnd til sex Bafta-verðlauna, henni
er einnig spáð góðu gengi á Ósk-
arsverðlaununum.
Í Babel er flakkað á milli ólíkra
heimshluta, en umfjöllunarefni hennar
er í senn það sem sameinar mann-
fólkið og það sem skilur það að. Sög-
urnar sem sagðar eru eiga sér stað í
fjórum ólíkum heimshlutum, í Mar-
okkó, Japan, Mexíkó og Bandaríkj-
unum, og segja frá örlögum fólks í
þessum löndum og hvernig líf þeirra
tvinnast saman. Með aðalhlutverk í
myndinni fara Brad Pitt, Cate Blanc-
hett og Gael Garcia Bernal.
Apocalypto, kvikmynd Mels Gib-
sons, fellur úr fyrsta sæti eftir helgina
12. til 14. janúar í það þriðja aðra sýn-
ingarhelgi sína. Teiknimyndin Happy
Feet er í fjórða sætinu fjórðu vikuna í
röð á lista og Köld slóð fer úr því þriðja
í fimmta. Önnur íslensk kvikmynd og
nýrri, Foreldrar, nær upp í áttunda
sæti fyrstu sýningarhelgi sína.
Athygli vekur að teiknimyndin
Flushed Away kemst aftur inn á topp
tíu, en hún fer úr því tólfta í níunda,
áttundu viku sína á lista.
Kvikmyndir | Vinsælustu kvikmyndirnar á Íslandi
Nótt á safninu og Babel
vinsælar hjá bíógestum
!!
" !! !
#$
%$
&$
'$
($
)$
*$
+$
,$
#-$
/#> &
Reuters
Ósköp Cate Blanchett og Brad Pitt í hlutverkum sínum í Babel sem vermir
annað sæti íslenska bíólistans helgina 19. til 21. janúar.