Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 1
fimmtudagur 15. 3. 2007 viðskipti mbl.is viðskipti Stjórnendur íslenskra fyrirtækja að sýna aukna samfélagslega ábyrgð » 16 Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Á AÐALFUNDI Exista var sam- þykkt að veita stjórn félagsins heimild til þess að skrá hlutafé fé- lagsins í evrum í stað króna. Þá var og samþykkt heimild til að auka hlutafé félagsins um 3,6 milljarða hluta sem skila myndi því liðlega 100 milljörðum króna miðað við gengi bréfa Exista nú. Í ræðu Lýðs Guðmundssonar, stjórnarformanns Exista, kom fram að stjórn félagsins hefði ákveðið að skrá lykileignir Exista í fjármálafyrirtækjum samkvæmt kaupaðferð til þess að draga úr sveiflum vegna breytinga á mark- aði. Þetta táknaði að frá og með þessu ári reiknaði Exista sér hlut- fall hagnaðar í félögum sem það ætti meira en 15% í stað þess að reikna sér ávinning af hækkun á gengi bréfa félaganna sjálfra. Exista taki þátt Lýður minnti á að Exista hefði skilgreint fjármálaþjónustu sem kjarnastarfsemi sína og Norður- Evrópu sem höfuðmarkað félags- ins. „Það eru vísbendingar um að meiriháttar breytingar muni verða á norrænum fjármálamarkaði á næstu árum. Slík endurskipulagn- ing skapar tækifæri og ætti einnig að skapa umtalsverð verðmæti. Norrænar fjármálastofnanir byggja á traustum grunni og í þeim búa gífurlegir möguleikar. Ég tel að Exista eigi að vera þátttakandi í þessari þróun og við erum í öfunds- verðri stöðu með stórum eignar- hlutum okkar í Kaupþingi banka og Sampo Group.“ Lýður sagði Exista leggja áherslu á fjármagnsmyndun þeirra félaga sem það ætti í en á því væri ein undantekning sem væri helm- ingseign Exista í Viðskiptablaðinu þar sem aðrar ástæður byggju að baki. „Á tiltölulegu skömmum tíma hafa nær öll blöð og ljósvakamiðlar endað í höndum tveggja fjöl- skyldna. Burt séð frá Ríkisútvarp- inu, ráða þessar fjölskyldur allri fjölmiðlun í landinu. Við höfum tal- ið það skyldu okkar að halda að minnsta kosti litlum hluta fjöl- miðlanna utan þessara tveggja blokka. Af þessum sökum eiga dótturfélög okkar hlut í tveimur fjölmiðlum: Skjá 1, sjónvarpsstöð sem Síminn á, og Viðskiptablaðið, sem er sérhæft daglegt viðskipta- blað.“ Exista í öfundsverðri stöðu á norrænum bankamarkaði Morgunblaðið/Kristinn Töluverð lækkun í Kauphöllinni ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallar Íslands lækkaði um 2,1% í gær og er loka- gildi hennar 7.331 stig. Öll félögin í vísitölunni utan eitt lækkuðu í gær. Það eina sem lækkaði ekki, 365 hf., stóð hins vegar í stað. Mest lækkun varð í gær á gengi hluta- bréfa Atlantic Petroleum, 4,0%. Þá lækk- uðu bréf Glitnis um 3,3% og Eimskipa- félagsins um 3,2%. Ef litið er eina viku aftur í tímann kem- ur í ljós að öll félögin í Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar hafa lækkað á tíma- bilinu. Mest hefur lækkunin orðið á bréf- um Eimskipafélagsins, 7,4%, Mosaic Fas- hions 6,1% og Straums-Burðaráss 4,8%. Lækkanir í útlöndum Svipaða sögu er að segja af erlendum mörkuðum og hér á landi því nokkra og jafnvel miklar lækkanir voru víða í gær. Það á við um markaði vestanhafs, þar sem áhyggjur af stöðunni á íbúðalánamarkaði hafa sett mark sitt á markaðina vegna aukinna vanskila íbúðaeigenda. Þá voru einnig umtalsverðar lækkanir í mörgum kauphöllum Evrópu og Asíu. Þannig lækkaði FTSE-vísitalan í London um 2,6% í gær, DAX í Þýskalandi um 2,7% og CAC í Frakklandi um 2,5%. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði enn meir, eða um 2,9%. Í gær var fjallað nokkuð um stöðuna á hlutabréfamörkuðum heimsins í erlend- um fjölmiðlum. Kom meðal annars fram að ýmsir eru farnir að hafa áhyggjur af hugsanlegum samdrætti í efnahagslífinu, en neikvæðar fréttir af mörkuðum hafa verið meira áberandi í fjölmiðlum að und- anförnu en um nokkuð skeið. 5,4%* ávöxtun í evrum 8,5%* ávöxtun í dollurum 15,8%* ávöxtun í krónum 7,1%* ávöxtun í pundum Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum Kaupflings e›a á www.kaupthing.is. *Nafnávöxtun í ISK, EUR, USD og GBP á ársgrundvelli fyrir tímabili› 31/01/07-28/02/07. E N N E M M / S ÍA Kynntu flér kosti peningamarka›ssjó›a Kaupflings í ISK, EUR, USD og GBP. Haf›u samband vi› rá›gjafa okkar í síma 444 7000. P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ I R Ávaxta›u betur – í fleirri mynt sem flér hentar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.