Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 11 Höfðabakki 9 • Sími 544 5330 • Fax 544 5355 straumur@straumur.is 26 20 /T A K TÍ K 20 07 11 Vinnustaðir - íþróttahús Eigum fyrirliggjandi ódýra, læsanlega skápa fyrir föt eða persónulega muni. Verðdæmi: 5 skápar í röð kr. 40.910 + vsk                !"#$$ % &'!()**$ + *,$"-#" . /0$1 2++ 3%44 5556 7 8  9  0): & ,;  ; <  =    ;   9  >6 ? : @  6 A     8B ; * B 0): &,  = ;   = 6                           !       " # $%& '(       ! %   ' % !  )' * +, B    ;    =    <  >2++ 3%3% C 2++ 3%D3@   =  > E 6 @6    9  0) &, 1    !  "#   $ ! "# $%&'  ( ! )*$&%+'' , -#&.(,& Með hækkun á lánshlutfallinu hjá Íbúðalánasjóði var ætlunin að breyta þessu fyrirkomulagi í þá veru að fólk myndi geta fjármagnað nánast öll kaup, sérstaklega þegar um fyrstu íbúðarkaup var að ræða, með einu láni frá Íbúðalánasjóði að viðbættu eigin fjármagni. Bankarnir litu á þetta á þann veg að það ætti að ýta þeim út af íbúðalánamark- aðinum. Þeir brugðust við með því að fara sjálfir að veita löng íbúðalán í samkeppni við Íbúðalánasjóð í ágúst 2004, eins og frægt er orðið. Og verðið rauk upp. Ávinningur étinn upp Í riti Landsbankans um efnahags- mál og skuldabréfamarkað frá því í maí 2005 skoðaði greiningardeild bankans hvernig staða fyrstu íbúðar kaupenda hafði breyst frá því vorið 2004 og til sama tíma árið 2005. Deildin notfærði sér svonefnda Verðsjá fasteigna á heimasíðu Fast- eignamats ríkisins (FMR), en þar er með ákaflega einföldum hætti hægt að skoða hvernig þróun á fasteigna- verði hinna mismunandi íbúðagerða hefur verið í gegnum tíðina og hve stórar íbúðir fólk kaupir. Greiningardeild Landsbankans skoðaði í framangreindu riti sínu kaup á meðalstórri tveggja her- bergja íbúð í Reykjavík, sem eru nokkuð algeng fyrstu íbúðar kaup. Samkvæmt Verðsjá FMR var slík íbúð um 65 fermetrar að stærð og kostaði um 9,8 milljónir króna á tímabilinu mars–maí 2004. Ári síðar, þ.e. í mars–maí 2005, kostaði svipuð íbúð um 12,5 milljónir króna. Niðurstaða Landsbankans var að kaupverð framangreindrar tveggja herbergja íbúðar hefði á þessu eins árs tímabili hækkað um 28%, skuldir kaupenda sem keyptu vorið 2005 væru 30% hærri en skuldir þeirra sem keyptu vorið 2004, miðað við sömu eiginfjárstöðu. Þá gáfu reikn- ingar deildarinnar þá niðurstöðu að mánaðarleg greiðslubyrði hefði auk- ist um 11%. Því sagði í riti greining- ardeildarinnar: „Verðhækkanir koma verst niður á þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og staðan virðist sú í dag að verðhækkanir hafi étið upp allan ávinning þessa hóps af lækkun vaxta og lengingu lánstíma.“ Ávinningurinn af breytingunum á íbúðalánamarkaðinum var því eng- inn, að minnsta kosti ekki fyrir stór- an hluta þeirra sem voru að festa kaup á sinni fyrstu íbúð. Þróunin heldur áfram En hver hefur þróunin verið gagn- vart fyrstu íbúðar kaupendum á þeim tíma sem liðinn er frá vorinu 2005? Á tímabilinu frá desember 2006 til febrúar 2007, þ.e. síðastliðna þrjá mánuði, var verð svipaðrar íbúðar og tekin var fyrir í útreikningum greiningardeildar Landsbankans í »Rétt er að taka sér-staklega fram að meiri skuldir og aukin greiðslubyrði fyrstu íbúðar kaupenda skýrist ekki af hækkun vaxta, því þrátt fyrir allt eru langtímavextir lægri nú en á fyrri hluta árs 2004. gretar@mbl.is töðu en áður riti deildarinnar frá því í maí 2005 komið upp í 15,4 milljónir króna. (Aftur er Verðsjá Fasteignamatsins lögð til grundvallar.) Verð á tveggja herbergja íbúð í Reykjavík hefur því hækkað að meðaltali um 57% frá því í mars–maí 2004 og um 23% frá því í mars–maí 2005. Skuldir fyrstu íbúðar kaupenda í dag eru um 61% meiri en vorið 2004 og um 24% umfram skuldir kaup- enda vorið 2005. Þá hefur greiðslu- byrði lána aukist um að minnsta kosti 52–57% frá því vorið 2004, og um 37–41% frá því vorið 2005. Þró- unin hefur því haldið áfram, fyrstu íbúðar kaupendum í óhag. Kaupmáttaraukning vegur á móti Á móti hækkun á greiðslubyrði lána kemur hækkun á greiðslugetu íbúð- arkaupenda, sem ræðst af auknum kaupmætti þeirra, ef því er að skipta. Hér verður litið á þann þátt á einfaldan hátt. Á tímabilinu frá vori 2004 til jan- úar 2007 hækkaði launavísitalan, sem Hagstofan reiknar út, um 26%. Á sama tímabili hækkaði vísitala neysluverðs, sem segir til um hver verðbólgan var, um 15%. Sam- kvæmt því jókst kaupmáttur á tíma- bilinu frá apríl 2004 til janúar 2007 að jafnaði um það bil 11%, ef litið er á launatekjur eingöngu. Þessu til viðbótar hafa skatta- breytingar áhrif á kaupmáttinn. Til að kanna þau áhrif til fulls þyrfti að skoða sérstaklega mismunandi fjöl- skyldugerðir og tekjuhópa, þar sem áhrifin koma misjafnlega niður. Ekki verður farið út í þá reikninga hér en áhrifin eru hins vegar í flest- um tilvikum það lítil að þau breyta ekki heildarmyndinni. Mun verri staða nú Niðurstaðan er sú að skuldastaða þeirra sem eru að festa kaup á sinni fyrstu íbúð um þessar mundir er mun verri en þeirra sem voru í sömu sporum vorið 2004. Skuldir kaup- enda á um 65 fermetra tveggja her- bergja íbúða í Reykjavík vorið 2004 voru um 9,0 milljónir strax eftir kaupin, miðað við það dæmi sem gengið er út frá hér. Með verðbótum ættu þær skuldir í dag að standa í um 10,4 milljónum. Skuldir þeirra sem kaupa samsvarandi íbúð í dag, og eru með svipaða eignastöðu, eru um 14,5 milljónir. Munurinn er um 3,1 milljón. Greiðslubyrði vegna kaupa á tveggja herbergja íbúð í Reykjavík hefur einnig aukist umtalsvert. Hún er um eða yfir 40% hærri nú en vor- ið 2004, að teknu tilliti til aukins kaupmáttar á tímabilinu. Greiðslubyrði þeirra sem keyptu íbúð vorið 2004 hefur aukist með verðbólgunni sem verið hefur á tímabilinu sem liðið er. Að teknu til- liti til þess má ætla að greiðslubyrði þeirra sem eru að kaupa meðalstóra tveggja herbergja íbúð í dag sé um þriðjungi meiri en greiðslubyrði þeirra sem keyptu svipaða íbúð vor- ið 2004. Því liggur fyrir að verðhækkanir á íbúðamarkaði hafa haldið áfram að éta upp ávinning af breytingum á lánamarkaðinum gagnvart þeim sem eru að festa kaup á sinni fyrstu íbúð. Þeir eru því án efa í flestum til- vikum mun verr settir en þeir sem stóðu í sömu sporum áður en breyt- ingarnar urðu á lánamarkaðinum á árinu 2004. Rétt er að taka sérstaklega fram að meiri skuldir og aukin greiðslu- byrði fyrstu íbúðar kaupenda skýr- ist ekki af hækkun vaxta, því þrátt fyrir allt eru langtímavextir lægri nú en á fyrri hluta árs 2004. Ekki sannspár þingmaður Það er í lagi að halda því til haga að á sama tíma og erfiðara hefur orðið fyrir fyrstu íbúðar kaupendur að festa kaup á íbúð hefur mikil breyt- ing orðið á hinum enda íbúðamark- aðarins. Í frétt í Morgunblaðinu fyr- ir skömmu var frá því greint að sala á íbúðum, sem kosta allt að 200 milljónum króna, hefði aukist mikið. Fasteignasali með mikla og langa reynslu sagði í samtali við blaðið að allmörg hús, sem kosta á bilinu 120– 170 milljónir króna, skiptu nú um eigendur á hverju ári. Þá virðist einnig hafa aukist nokkuð að fjársterkir aðilar kaupi hús fyrir nokkra tugi milljóna í þeim tilgangi að rífa þau og byggja ný á staðnum. Sumir segja að þetta sé fínt og að það sé gott að fólk hafi efnast þetta mikið. Setur það ekki skugga á ánægj- una yfir auknu ríkidæmi þeirra sem mest eiga að það skuli á sama tíma vera erfiðara að kaupa sína fyrstu íbúð nú en var áður? Var ekki til- gangurinn með breytingunum á íbúðalánakerfinu að auðvelda fólki að koma þaki yfir höfuðið? „Til hagsbóta fyrir heimilin í land- inu, atvinnulífið og efnahagslífið í heild,“ sagði þingmaðurinn. Sá reyndist ekki sannspár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.