Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 19 viðskipti/athafnalíf AnnarhfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl HREIN eign Stapa lífeyrissjóðs til greiðslu lífeyris er um 84 milljarðar króna og lífeyrisþegar eru um 21 þúsund talsins. Sam- kvæmt tilkynningu frá sjóðnum er hann fimmsti stærsti lífeyr- issjóður landsins. Þá kemur fram að jafnt kynjahlutfall er í að- alstjórn sjóðsins, þrjár konur og þrír karlar. Stapi varð til við sameiningu Lífeyrissjóðs Austur- lands og Lífeyrissjóðs Norður- lands á ársfundum sjóðanna í síð- ustu viku. Heildariðgjöld sjóðanna tveggja á síðasta ári voru 4,7 milljarðar króna. Sjóðirnir greiddu alls 1,9 milljarða í lífeyri í fyrra. Starfssvæði Stapa lífeyr- issjóðs nær frá Hrútafirði í vestri að Skeiðará í austri. Sjóðurinn nær þannig til allra byggða- kjarna á Norður- og Austurlandi. Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórn- ar Stapa lífeyrissjóðs var Björn Snæbjörnsson, Akureyri, kjörinn stjórnarformaður og Aðalsteinn Ingólfsson, Höfn í Hornafirði, varaformaður. Framkvæmda- stjóri sjóðsins er Kári Arnór Kárason. Jafnt kynjahlutfall í nýrri stjórn Stapa lífeyrissjóðs Ljósmynd/Rúnar Þór Stapi Stjórn Stapa á fyrsta fundi ásamt framkvæmdastjóra, f.v. Aðalsteinn Ingólfsson, Sigurður Hólm Freysson, Anna M. Kristjánsdóttir, Björn Snæ- björnsson, Ásgerður Pálsdóttir, Kári A. Kárason og Þorbjörg Þorfinnsd. RAGNA Sara Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem við- skiptafulltrúi í sendiráði Íslands í Kaupmanna- höfn. Ragna Sara lýkur á næstu mánuðum mastersnámi í viðskipta- og þróunarfræðum frá Viðskiptahá- skólanum í Kaupmannahöfn, að því er segir í tilkynningu frá sendi- ráðinu. Hún lauk BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1997, starfaði sem blaðamaður á Morg- unblaðinu á árunum 1998–2000 og einnig á árunum 2001–2003, og hlaut m.a. fjölmiðlaverðlaun um- hverfisráðherra vegna umfjöllunar um virkjanakosti á hálendi Ís- lands. Þá starfaði Ragna Sara sem fréttaritari Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn á árunum 2003– 2006. Árið 2000–2001 var hún einn þriggja þáttastjórnenda Kastljóss- ins í Ríkissjónvarpinu og árið 2002–2003 var hún annar tveggja umsjónarmanna sjónvarpsþátt- anna Vísindi fyrir alla. Ragna Sara er í sambúð með Stefáni Sigurðs- syni, sem starfar við fyrirtækja- ráðgjöf hjá Glitni í Kaupmanna- höfn, og eiga þau tvö börn. Ráðin við- skiptafulltrúi Ragna Sara Jónsdóttir TRYGGINGADEILD Frjálsa lífeyrissjóðsins skilaði 19,2% ávöxtun árið 2006 sem er hæsta ávöxtun deildarinnar frá stofnun hennar, segir í tilkynningu. Eignir umfram áfallnar skuldbindingar voru 12,6% og eignir umfram heildarskuldbindingar voru 8,1%. Vegna sterkrar tryggingafræði- legrar stöðu verða greiddar bón- usgreiðslur úr tryggingadeild í séreignadeild sjóðfélaga annað ár- ið í röð. Að þessu sinni nemur heildarbónusfjárhæðin 900 milljón- um króna. Há ávöxtun tryggingadeildar og sjóðsins Frjálsa 1 er sögð skýrast fyrst og fremst af hækkun er- lendra verðbréfa og veikingu krón- unnar, en markmið deildanna er að hafa 35% af eignum í erlendum verðbréfum. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam í lok árs um 60 milljörðum og jókst um 14,7 milljarða á milli ára, eða um 33%. Þar af var ávöxtun ársins um 8,7 milljarðar. Iðgjöld til sjóðsins námu um 4,9 milljörðum og jukust um 10,8% á milli ára. Metávöxtun hjá Frjálsa ◆ HARALDUR Ingi Birgisson hef- ur verið ráðinn sem lögfræðiráðgjafi hjá Viðskiptaráði Íslands. Haraldur mun ljúka meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík í vor. Hann hefur áður starfað hjá Lands- bankanum og Sparisjóði Kópavogs. Davíð Þorláksson, sem verið hef- ur lögfræðingur viðskiptaráðs frá 2005, hefur horfið til annarra starfa hjá nýja fjárfestingabankanum Ask- ar Capital, sem er að stærstum hluta í eigu Milestone. Áður en Dav- íð gekk til liðs við viðskiptaráð starfaði hann m.a. hjá Íbúðalána- sjóði. Breytingar hjá viðskiptaráði ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.