Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 20
Brasilía Rússland Indland Kína H im in n o g h a f / S ÍA – 9 0 7 0 2 4 4 Nýr heimur fyrir fjárfesta Rekstaraðili verðbréfasjóðsins er Rekstarfélag SPRON. Útboðslýsingu má nálgast á heimasíðu SPRON Verðbréfa www.spronverdbref.is. B ogi Nils Bogason er fæddur árið 1969 á Ak- ureyri en sjö ára gamall fluttist hann til Eskifjarðar þar sem hann ólst upp. „Þar var frábært að vera, maður var á fullu í íþróttum, helst skíðum, golfi og fótbolta. Jafnframt var nóg að gera í fiskinum en ég byrjaði ungur að vinna, að- allega í saltfiski og síld,“ segir Bogi en honum fannst sér- staklega skemmtilegt að kynnast vertíðarstemningunni í síldarsöltuninni. Það kom fyrir að þeir félagar komu beint í skólann eftir að hafa unnið alla nóttina í síldinni. „Þetta var frábær tími en kennararnir voru ekki alveg jafn ánægðir með þetta og við félagarnir,“ segir Bogi. Árið 1985 lá leið hans til Reykjavíkur og í Verzl- unarskólann en þaðan lauk hann stúdentsprófi 1989. Síðan fór hann í viðskiptafræði í Háskóla Íslands og lauk prófi vorið 1993. Á námsárunum fór Bogi austur í fríum til að vinna og spila fótbolta með því fornfræga liði, Austra frá Eskifirði. Sumarið eftir útskrift úr háskóla vann hann í bókhaldi hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar en réð sig svo um haustið 1993 til KPMG. Árið 1998 hlaut hann löggildingu sem endurskoðandi og varð meðeigandi hjá KPMG árið 1999. Hjá KPMG vann Bogi að endurskoðun félaga og stofnana af öllum stærðum og gerðum. Jafnframt kom hann talsvert að vinnu við áreiðanleikakannanir og verð- möt á félögum. „Árin hjá KPMG voru mjög skemmtileg og lærdómsrík. Þar var, og er, mjög hæft starfsfólk. Einnig vann ég náið með starfsfólki og stjórnendum ýmissa fé- laga sem voru í viðskiptum við KPMG og var það ómet- anleg reynsla.“ Í sjávarútveginn og síðan bankaheiminn Sumarið 2004 ákvað hann að breyta til og réð sig sem framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandic Group hf. „Ég hef alltaf haft áhuga á öllu því sem tengist sjávar- útvegi og var því nokkuð fljótur að taka ákvörðun þegar mér bauðst starf hjá Icelandic. Þar starfaði ég í tvö og hálft ár og var það mjög viðburðaríkur tími. Ráðist var í ýmsar fjárfestingar og miklar mannabreytingar áttu sér stað, t.d. starfaði ég með fjórum forstjórum á þessu tíma- bili. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í rekstrinum var þetta skemmtilegur tími og í starfinu vann ég með mörgu frá- bæru fólki, bæði hér heima og erlendis,“ segir Bogi en hann staldraði þó styttra við hjá Icelandic Group en KPMG því í desember sl. ákvað hann skipta um kúrs og gerast bankamaður. Þá tók hann við núverandi starfi sem framkvæmdastjóra fjármála hjá Askar Capital. Um- skiptin höfðu að hans sögn afar skamman aðdraganda. Karl Wernersson og Tryggvi Þór Herbertsson kölluðu Boga á fund og buðu honum að taka þátt í því að móta nýj- an fjárfestingabanka. Það var tilboð sem hann segist ekki hafa getað hafnað. Á golfvöllinn með barnavagninn Bogi er kvæntur Björk Unnarsdóttur hjúkrunarfræð- ingi sem er frá Eskifirði. Þau eiga þrjú börn, tvíburana Boga Ísak og Jónínu Björk sem eru að verða 12 ára, og Önnu Karen sem er rúmlega eins árs. En hvað gerir hann þegar hann er ekki að sinna vinnu eða fjölskyldu? „Áhugamálin snúast um íþróttir. Golfið hef ég stundað, eins og vinnan hefur leyft, frá því ég var sjö ára. Þetta er fjölskyldusport hjá okkur og eru allir í fjölskyldunni, nema einn, meðlimir í Golfklúbbi Reykjavíkur. Það er ekki hægt að stunda golfið og vera í krefjandi vinnu ef fjölskyldan er ekki líka í sportinu,“ segir Bogi en þrátt fyrir að þeim hjónum hafi fæðst dóttir á síðasta ári mun það ekki hafa haft teljandi áhrif á golfiðkun þeirra. Stúlkan sé nú þegar orðin fastagestur á Korpunni. Tvíburarnir eru að hans sögn á fullu í fótbolta og fer frítíminn á sumrin að mestu í að spila golf og fylgja þeim á fótboltamót hingað og þang- að um landið. „Áður stunduðum við skíðin af kappi en snjóleysi á höfuðborgarasvæðinu hefur dregið verulega úr þeirri iðkun. Fyrir um fjórum árum var ég hættulega ná- lægt því að fara yfir 0,1 tonn á vigtinni og keypti ég þá kort í ræktina. Hef ég mætt þar nokkuð reglulega síðan, enda er það nauðsynlegt – ekki hættir maður að éta og drekka,“ segir Bogi að endingu. Bogi Nils Boga- son er fram- kvæmdastjóri fjármála hjá fjárfest- ingabankanum nýja, Askar Capital. Guðmundur Sverrir Þór bregður upp svipmynd af Boga. Morgunblaðið/Ásdís Kylfingur Bogi Nils Bogason hjá Öskum Capital er vel liðtækur golfari enda með meistaraflokksforgjöf. Úr endurskoðun og sjávar- útvegi yfir í bankaheiminn sverrirth@mbl.is SVIPMYND » TILKYNNT hefur verið um skilnað rússneska auðjöfursins Roman Abramovich og eiginkonu hans Irinu en þau hafa verið gift í 16 ár og eiga fimm börn saman. Samkvæmt frétt breska götu- blaðsins The Sun mun Irina fá í sinn hlut um 721 milljarð króna. Samkvæmt glænýjum lista banda- ríska viðskiptatímaritsins Forbes er Abramovich í 16. sæti yfir auð- ugustu menn heims. Forbes met- ur auð hans á 1.268 milljarða króna og ljóst er að sé frétt The Sun rétt verður þetta dýrasti skilnaður sögunnar. Roman Abramovich er helst þekktur fyrir að vera eigandi enska knattspyrnu- liðsins Chelsea sem náð hefur ágætis árangri á undanförnum árum en örlæti Rússans í leikmannakaupum hef- ur átt sinn þátt í því. Skilnaður- inn mun ekki hafa áhrif á stöðu félagsins en ef til vill gæti frúin fyrrverandi keypt sér annað lið ef hún vill. Dýrasti skilnaðurinn ÍTALSKA tískuhúsið Dolce & Gabbana (D&G) er hætt að auglýsa vörur sínar á Spáni til að sköp- unarkraftur þess verði ekki heftur. Ástæðan er harkaleg gagnrýni á tiltekna auglýsingu fyrirtæk- isins, sem sögð er lofsyngja ofbeldi gegn konum. Frá þessu er greint í frétt á vef BBC-fréttastof- unnar. Í hinni umdeildu auglýsingu heldur vörpulegur karlmaður, ber að ofan, ungri konu fastri við jörð- ina. Annar og ekki minna vöðvastæltur karlmaður, einnig ber að ofan, horfir á eins og honum sé sama um það sem er að gerast. Spænsk stjórnvöld lögðu blátt bann við því að auglýsingin birtist á síðum blaða þar í landi í síð- asta mánuði eftir að opinber kvennastofnun og samtök neytenda gagnrýndu myndbirtinguna og sögðu hana lofsyngja karlrembuofbeldi. Auglýsing D&G hefur einnig verið bönnuð á Ítalíu og hefur tískuhúsið nú fjarlægt hana af öllum mörkuðum. Talsmaður D&G segir að tískuhúsið hafi neyðst til að fjarlægja auglýs- inguna af markaði, þótt það sé skoðun stjórnenda þess að það sé fyrirtæk- inu ekki fyrir bestu. Auglýsing veldur usla á Spáni ÚTHERJI þurfti nýlega að bregða sér bæjarleið og tók fjölskylduna með í bílinn. Ættarlaukurinn er mikill áhugamaður um helstu óvini tann- anna, þá Karíus og Baktus, og þurftu aðrir fjölskyldumeðlimir að hlusta nokkrum sinnum á leikritið í geisla- spilara bílsins. Þegar diskurinn var búinn að hljóma um sex sinnum án truflunar sló það Útherja að hann væri að hlusta á umfjöllun um íslensku út- rásina. Hann fékk óneitanlega þá mynd í hugann að í augum útlend- inga væru íslensku fyrirtækin ekkert ósvipuð Karíusi og Baktusi. Litlir karlar sem eru allduglegir við að afla sér óvinsælda. Þetta á þó sér- staklega við um Danina sem hafa tekið innrás útrásarvíkingana mis- vel, svo ekki sé meira sagt. Þeir bræður gerðu þau reg- inmistök að ætla sér um of, sem varð til þess að Jens þurfti að heim- sækja tannlækninn og allir þekkja framhaldið. Ef til vill gerðu útrás- arskáld okkar Íslendinga vel í því að taka lífinu með ró og leyfa útlend- ingum að venjast því að þeirra hagur er okkar hagur. Útrásarskáldin Karíus og Baktus ÚTHERJI Vörpulegir? Stofnend- urnir, Steffano Gabbana og Domenico Dolce. MARGIR af tæknisérfræðingun- um í Sílíkondalnum í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem hafa verið á kafi bæði í því mögulega og því ómögulega sem Netið býður upp á, hafa í auknum mæli snúið sér að möguleikum sjálfbærrar orkufram- leiðslu. Vindorka, sólarorka, etanól og vetni eru nú ær og kýr margra þeirra sem náðu langt, eða dreymdi um að gera það, á árum netbólunnar sem sprakk um síð- ustu aldamót og einnig þeirra sem fylgt hafa í kjölfar þeirra á tækni- sviðinu. Ekki bara Íslendingar Íslenska félagið Geysir Green Energy, sem FL Group, VGK- Hönnun og Glitnir standa að, og væntanlegt félag Landsbankans og Landsvirkjunar, stefna hátt með sjálfbærri orkuframleiðslu. En þeir sem standa að þessum félögum eru ekki þeir einu sem hafa trú á því að sjálfbær orkuframleiðsla eigi miklar framtíð fyrir sér. Í frétt í bandaríska stórblaðinu New York Times (NYT) segir að peningamenn og fjárfestingasjóðir í Bandaríkjunum séu farnir að ausa peningum úr sjóðum sínum inn í fyrirtæki í Sílíkondalnum, sem bera nöfn eins og SunPower, Nanosolar og Lilliputian Systems. Þetta eru sprotafyrirtæki sem ætla að ná langt í sjálfbærri orkufram- leiðslu. Áhugi tæknimannanna og pen- ingamanna hefur smitað út frá sér því lögfræðingar, endurskoðendur og fleiri eru einnig sagðir sjá gróðavonina í sjálfbærri orkufram- leiðslu í Bandaríkjunum. Þeir streymi nú til Sílíkondalsins alveg eins og á tímum netbólunnar og watt.com hafi komið í stað dot.com, segir í frétt NYT. Snúa sér frá Neti að wöttum Reuters Sólarorka Augu sérfræðinganna í Sílikondalnum í Kaliforníu hafa að undanförnu verið að opnast fyrir mögu- leikum sjálfbærrar orkuvinnslu, sem felst til að mynda í vindinum, sólinni og á ýmsum fleiri sviðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.