Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf S amfélagsleg ábyrgð, sem á ensku kallast „Corporate Social Responsibility“ (CSR), má skilgreina á ís- lensku sem ábyrgð fyrir- tækja á rekstri sínum er nær til þess samfélags og umhverfis sem þau starfa í. Þetta er víð skilgreining og innan hennar rúmast m.a. framlög fyrirtækja til góðgerðarstarfsemi, íþrótta- og félagsmála. Túlkunin á samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja nær hins vegar varla lengra í íslensku viðskiptalífi en til slíkra framlaga, samkvæmt niður- stöðum nýrrar meistaraprófsrit- gerðar Huldu Steingrímsdóttur við Viðskiptaháskólann í Gautaborg. Markmið Huldu var að skoða hvernig íslenskt viðskiptalíf þýðir og skilur hugtakið samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. Í því skyni tók hún viðtöl við fimm Íslendinga úr viðskiptalíf- inu, konur og karla. Í hópnum eru stóreignamenn og allir hafa viðmæl- endurnir mikla alþjóðlega reynslu ásamt þekkingu á íslensku og er- lendu viðskiptalífi. „Viðmælendurnir höfðu sterkar skoðanir á efninu og það var mjög gaman og fróðlegt að taka þessi við- töl,“ segir Hulda. Samdóma álit þeirra var að það væri takmarkað að skilgreina samfélagslega ábyrgð fyr- irtækja sem framlög til góðgerðar- mála. Þrýstingur á íslensk fyrirtæki um að sýna samfélagslega ábyrgð myndi aukast og stjórnendur fyrir- tækja ættu að hugsa til lengri tíma. Framlög til góðgerðarmála kalla vissulega fram velvilja almennings og veita fyrirtækjum auglýsingu til skemmri tíma, en með því að hugsa samfélagslega ábyrgð til lengri tíma og flétta hana saman við kjarnastarf- semi fyrirtækis, gildi og stefnu, mun það koma frekar til góða. En hvernig geta fyrirtæki sýnt samfélagslega ábyrgð og er ekki af hinu góða að þau láti fé af hendi rakna til góðgerðarmála? Hulda segir að sem dæmi um sam- félagslega ábyrgð fyrirtækja megi nefna bresku verslunarkeðjuna Marks&Spencer sem kallar áætlun sína Plan A. M&S selur eingöngu siðgæðisvottað kaffi, te og bómull, hefur ráðið 1.500 heilsuráðgjafa í búðirnar, tvöfaldað matarinnkaup frá Bretlandseyjum og minnkað þannig flutninga, merkir allan mat sem er fluttur með flugi, vegur upp á móti útblæstri af völdum starfsem- innar og fræðir ekki eingöngu starfs- fólk sitt heldur líka viðskiptavini. Önnur dæmi eru Cisco Systems, Pa- tagonia og Whole Foods verslana- keðjan sem Íslendingar kannast við. „Það kemur fyrirtækjum til góða ef stjórnendurnir hugsa um sam- félagslega ábyrgð sem meira en það að láta fé af hendi rakna,“ segir Hulda. Hún vitnar í Michael Porter, prófessor við Harvardháskóla, sem sótti Ísland heim í haust sem leið. Hann segir að fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum til lausnar fé- lagslegra vandamála öðlist fremur traust almennings en fyrirtæki sem gefa einungis peninga. Lífeyrissjóðir taki frumkvæði Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að fjárfestingarsjóðir sem fjárfesta í fyrirtækjum er sýna samfélagslega ábyrgð, skila betri ávöxtun en aðrir. Viðmælendur Huldu er á þeirri skoðun að íslensku lífeyrissjóðirnir ættu að taka frumkvæði í að krefjast samfélagslegrar ábyrgðar fyrir- tækja. Sterk staða lífeyrissjóða á Ís- landi gefi þann þunga í umræðuna sem nauðsynlegur er til að leiða í ljós mikilvægi þess að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð. Viðmælendur Huldu nefndu ýmis dæmi um það hvernig samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja getur birst: að styðja verkalýðsréttindi, virða um- hverfið, ekki misnota aðstöðu sína í þróunarlöndum og að vinna gegn spillingu. Að þeirra sögn eru íslensk fyrirtæki að stíga sín fyrstu spor í að sýna samfélagslega ábyrgð, en eiga enn langt í land. Eins og einn orðaði það: „Íslendingar eru eins og hópur af drukknum unglingum í bíl, öskrandi og æpandi og leggja svo bílnum sem þeir eru á í blómabeði nágrannans, kasta út rusli og er alveg sama um aðra!“ Ástæðu þess að Hulda vildi rann- saka samfélagslega ábyrgð fyrir- tækja á Íslandi má m.a. rekja til starfa hennar að umhverfismálum í mörg ár, en hún starfar nú hjá ráð- gjafarstofunni Alta. Hulda er líf- fræðingur að mennt og henni er hug- leikin sjálfbær þróun, sem eins og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja sameinar þrjár stoðir: peninga, fólk og umhverfi. Í námi sínu í umhverfis- stjórnun við Gautaborgarháskóla kaus hún að rannsaka hvernig „prestar nútímans“ skynja sam- félaglega ábyrgð á Íslandi. „Ég fann svo sterkt að prestar nú- tímans eru þeir sem hafa náð mest- um árangri í viðskiptum. Það sem þeir segja er orðið.“ Og prestum nútímans varð auðvit- að tíðrætt um hagnaðinn sem öllu stýrir. Að mati a.m.k. tveggja við- mælenda á að líta á hagnað fyrir- tækja sem tæki til að bæta samfélag- ið fyrir komandi kynslóðir, en ekki sem trúaratriði eða markmið í sjálfu sér. Stjórnendur fyrirtækja eru und- ir þrýstingi frá hluthöfum um að skila síauknum hagnaði en þeir mega ekki gleyma skyldum sínum gagn- vart samfélaginu, að mati viðmæl- enda Huldu. Ekki nýtt fyrirbæri Það er á allra síðustu árum sem orðasambandið samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja hefur orðið hluti af um- ræðunni á Íslandi. Í raun var það varla fyrr en undir lok síðasta árs þegar haldin var ráðstefna um efnið á Íslandi. Á vefjum Glitnis og Lands- bankans er nú ennfremur fjallað um samfélagslega ábyrgð í löngu máli. Einn viðmælandinn benti á að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja væri þó alls ekki nýtt fyrirbæri á Íslandi. Gömul fjölskyldufyrirtæki hefðu sjálfkrafa sýnt samfélagslega ábyrgð þar sem þau voru mörg stofnuð í þeim tilgangi að bæta lífs- kjör á Íslandi. Hins vegar auglýstu þau það ekki. Nú til dags auglýsi stórfyrirtæki hins vegar framlög sín til góðgerðarmála Hulda segir að aukið vægi sam- félagslegrar ábyrgðar fyrirtækja í umræðunni sé hægt að túlka svo að eitthvað sé að gerast á Íslandi. Hún bendir þó á að vissra efasemda hafi gætt hjá viðmælendum hennar. „Þeir óttast jafnvel að þetta tal um samfélagslega ábyrgð sé bóla sem springur. Enn sem komið er eru það bara stór fyrirtæki sem hafa blandað sér í umræðuna eða sett sér stefnu í þessum málum og enn sem komið er er túlkunin á hugtakinu takmörkuð við góðgerðarstarfsemi fyrirtækja. En það verður gaman að fylgjast með umræðunni. Frekari rannsókn- ir eru svo fyrirhugaðar á vegum Há- skólans í Reykjavík. Þar verður bor- ið saman CSR í fyrirtækjum á Norðurlöndunum,“ segir Hulda. Ábyrgir stjórnendur eða drukknir unglingar? Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er orðasam- band sem nýlega er orðið tamt fólki í íslensku viðskiptalífi. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við Huldu Steingrímsdóttur sem skrifað hefur meistaraprófsritgerð um þetta efni við Viðskiptaháskólann í Gautaborg. Morgunblaðið/Ásdís Ábyrgð Hulda Steingrímsdóttir starfar nú hjá fyrirtækinu Alta í Reykjavík en meistaraprófsritgerð hennar frá Viðskiptaháskólanum í Gautaborg fjallaði um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, með áherslu á Ísland. Í HNOTSKURN »Með vaxandi styrk ís-lenskra útrásarfyrirtækja hefur umræða um samfélags- lega ábyrgð þeirra aukist. »Hulda Steingrímsdóttirtók í sínu meistaranámi viðtöl við fimm einstaklinga úr íslensku viðskiptalífi, bæði konur og karla. » Í hópnum voru stór-eignamenn sem allir höfðu mikla alþjóðlega reynslu og þekkingu á íslensku og er- lendu viðskiptalífi. steingerdur@telia.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.