Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.2007, Blaðsíða 2
         ! ! ! ! !    " #$%  & & & '( ''   " #$%  '( '' ' ' '     " #$%  &( &' & & &  Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, net- fang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Björn Jóhann Björnsson, frétta- stjóri, bjb@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is BYR sparisjóður, sem nýlega varð til með samruna Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hefur þegar hafið þátttöku í sínu fyrsta út- rásarverkefni. Um er að ræða eign- araðild að fjárfestingafélaginu Shel- ley Oak Plc. í Bretlandi, sem mun sérhæfa sig í brúarfjármögnun á íbúðarhúsnæði í London og víðar. Auk Byrs standa að félaginu Sax- bygg ehf., eignarhaldsfélagið Quer- cus ehf., sem er í eigu Árna Helga- sonar, sem verður stjórnarformaður Shelley Oak, og þrír Bretar sem munu vera með langa reynslu af bankastarfsemi og fasteignaþróun. Meðal þeirra er Darren Schindler, sem verður framkvæmdastjóri, en hann hefur víðtæka reynslu úr bankaviðskiptum á Bretlandi. Hann starfaði í mörg ár hjá Barclays og síðar yfir fasteignalánum hjá HBOS. Fara hægt af stað Byr mun sjá um svonefnda brúar- fjármögnun, þ.e. brúa bilið frá lánum banka og eiginfjárframlags eigenda. Að sögn Ragnars Z. Guðjónssonar, annars sparisjóðsstjóra Byrs, mun verkefni sjóðsins einkum snúa um að aðstoð við gróin félög í að kaupa lóðir eða byggingar, fá byggingaleyfi fyrir breyttri nýtingu á reitnum og ljúka verkefninu með því að byggja íbúðir og selja þær. Ragnar segir að Byr muni fara hægt af stað, á þessu ári sé reiknað með sparisjóðurinn leggi fimm milljónir punda til lánveitinga, eða um 650 milljónir króna. Síðar sé reiknað með meiri fjárútlátum. Byr er stærsti einstaki eigandi Shelley Oak, með 34% hlut, Saxbygg á 16% og afganginn eiga Árni Helga- son og Bretarnir þrír, með álíka stóra hluti hver. Að sögn Ragnars hafði þetta verkefni í Bretlandi verið í undirbúningi í eitt ár hjá Sparisjóði vélstjóra, áður en til sameiningar við SPH kom. Þó að þetta væri fyrsta útrásarverkefnið eftir samrunann hefðu sparisjóðirnir verið í ýmsum verkefnum erlendis, m.a. í sam- bankalánum með Landsbankanum í London, þátttaka með sjóðnum Carta Capital og MP fjárfestinga- banka í Úkraínu og við Eystrasalt. Kaupa hlut í bresku fjárfestingafélagi Fyrsta útrásarverkefni nýja sparisjóðsins Byrs Shelley Oak sérhæfir sig í fasteignum í Bretlandi Morgunblaðið/Árni Sæberg Útrás Ragnar Z. Guðjónsson, annar sparisjóðsstjóra hins nýja Byrs. Í HNOTSKURN »Nafn þessa íslensk-breskafjárfestingafélags er dreg- ið af skáldinu Percey B. Shel- ley, sem fæddist árið 1792 á þeim stað í Sussex sem félagið hefur haft aðsetur. »Sat skáldið þar undir eik-artré, sem enn stendur, og fékk innblástur til að semja mörg sín merkustu ljóð. »Shelley féll frá aðeins 30ára gamall, hann þótti framsækinn og hugmyndarík- ur og segjast forsvarsmenn fé- lagsins ætla að starfa sam- kvæmt því. Morgunblaðið/Golli Fasteignir Shelley Oak mun m.a. fjárfesta í íbúðum í London. FORSTJÓRI Coca-Cola á Norðurlöndun- um, Laurie McAl- lister, er kominn til landsins til að fylgjast með kynningarher- ferð Vífilfells á nýjum sykurlaus- um kóladrykk, Coke Zero. Full- yrða þeir Vífilfellsmenn að þetta sé stærsta herferð sem fram hafi farið á íslenskum matvörumarkaði til þessa. Það sé heldur ekki algengt að svo háttsettir stjórnendur Coca-Cola- verksmiðjunnar komi til að fylgjast með slíkum herferðum. Árni Stef- ánsson, forstjóri Vífilfells, segir að nýi drykkurinn sé svar Coca-Cola við sívaxandi eftirspurn eftir sykur- lausum drykkjum. Æ fleiri neytend- ur séu sér betur meðvitandi um að draga úr sykurneyslu sinni og Coke Zero sé niðurstaða áralangra til- rauna Coca-Cola. Fylgist með kókherferð Laurie McAllister AÐALFUNDUR Bakkavarar Group fer fram föstudaginn 23. mars nk. og meðal tillagna sem liggja fyrir fundinum er að færa hlutafé félagsins í sterlingspund, sömu myntina og Bakkavör styðst við í sínu bókhaldi. Einnig er komin fram tillaga um að veita stjórn fé- lagsins heimild til að hækka hluta- féð um allt að tvo milljarða króna að nafnvirði. Verði þessar tillögur samþykktar þá fjölgar þeim félögum í kauphöll- inni sem hafa ákveðið að gefa út hlutaféð í erlendri mynt. Þegar hafa Straumur-Burðarás og nú Ex- ista frá því í gær ákveðið að fara með hlutaféð í evrur. Bakkavör með hlutafé í pund VODAFONE hlaut hæstu ein- kunn í flokki farsímafyrirtækja í Ánægjuvoginni 2006 sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup sáu um framkvæmd á. Mælir vogin ánægju viðskiptavina íslenskra fyrirtækja og nokkra aðra þætti sem hafa áhrif á hana, s.s. ímynd, gæði þjónustu og tryggð viðskiptavina. Hækkaði Vodafone í einkunn frá fyrra ári, sem mun hafa verið fátítt í mæl- ingu þessa árs meðal annarra fyr- irtækja. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone, segir að unnið hafi ver- ið skipulega að því að bæta og auka þjónustu fyrirtækisins. Verð- launin séu ánægjuleg viðurkenn- ing á árangri starfsmanna Voda- fone. Mikilvægt sé að missa ekki sjónar á því að tækninýjungar geri ekkert einar og sér. Verðlaun Starfsfólk Vodafone fagnar útkomunni í mælingu Ánægjuvog- arinnar 2007 sem sýndi fyrirtækið efst í flokki farsímafyrirtækja. Vodafone efst í flokki símafélaga Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is VERULEG kólnun varð í íslenska hagkerfinu í fyrra og hagvöxturinn var þá væntanlega kominn undir jafnvægishagvöxt eða „æskilegan“ hagvöxt til lengri tíma litið og raunar má ætla að landsframleiðsla á hvern mann í fyrra hafi dregist lítillega saman. Hagvöxturinn 2,6% Þetta má lesa í nýbirtum áætlunum Hagstofu Íslands en samkvæmt þeim var aukning landsframleiðsl- unnar í fyrra eða hagvöxturinn ekki nema 2,6% en til samanburðar má nefna að hann var 7,2% árið 2005 og 7,6% árið 2004. Þegar horft er til þess að fólks- fjölgun á Íslandi milli áranna 2005 og 2006 var líklega um 2,8% má ljóst vera að framleiðsla á hvern mann dróst lítillega saman milli áranna 2005 og 2006. Þrátt fyrir að viðskiptakjör hafi batnað frá árinu 2005 olli hallinn á viðskiptajöfnuði því að þjóðartekjur drógust saman 1,7% í fyrra en við út- reikning þjóðartekna er tekið tillit til breytinga á viðskiptakjörum gagn- vart útlöndum svo og vaxta- og arð- greiðslna. Sjálf viðskiptakjörin bötn- uðu en aukning í nettó laun- og fjármagnsgjöldum til útlanda átu þann bata upp og gott betur. Heimilin gíra niður Drifkraftur hagvaxtarins í fyrra var líkt og undanfarin ár mikill vöxtur einkaneyslunnar sem jókst um 4,6% að raungildi í fyrra sem þó er mikl- um mun minna en árið 2005 þegar hún jókst um nærfellt 13%. Því er ljóst að verulega dró úr neyslugleði heimilanna í fyrra og má fastlega gera ráð fyrir að m.a. gengislækkun krónunnar samfara hækkandi vöxt- um hafi átt sinn þátt í því. Fjárfesting í hagkerfinu í fyrra jókst mikið eða um 13% en mikill vöxtur hefur verið í fjárfestingu fjög- ur ár í röð. Þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestinga, juk- ust um 7,4% í fyrra sem er mun minna en árið 2005 en þá jukust þau um 15,5%. Hagvöxtur snarminnkar Ætla má að landsframleiðsla á hvern mann hafi dregist lítillega saman Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is EINS OG fram hefur komið hyggst matsfyrirtækið Moody’s „fínpússa“ eins og segir í tilkynningu nýtt mat sitt á lánshæfi banka vegna gagn- rýni frá alþjóðlegum greinendum sem hafa m.a. fullyrt að lánshæf- iseinkunn íslensku bankanna fái ekki staðist og gangi þvert á skoð- anir og mat markaðarins á skuldum þeirra. Í tilkynningu Moody’s er tekið fram að við þessa breytingu kunni lánshæfiseinkunn sumra banka, sem nýlega hefur verið hækkuð, að lækka aftur og er sérstaklega vísað til banka þar sem mikill munur er á lánshæfiseinkunn og svokallaðri sjálfstæðri einkunn (einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika) en allir ís- lensku bankarnir falla í þann flokk. Því má segja að nær allir gangi að því sem gefnu að lánshæfiseinkunn íslensku bankanna verði lækkuð aft- ur. Þetta mun væntanlega skýrast á morgun eða annað kvöld en þá mun Moody’s greina frá breyttum láns- hæfiseinkunnum í einstökum lönd- um eða hvenær þeim verður breytt. Sérfræðingar Moody’s vörðust allra fregna á símafundi nú í upphafi vikunnar en í samantekt sérfræð- inga Morgans Stanley vegna fund- arins telja þeirra líklegast að láns- hæfiseinkunn íslensku bankanna verði lækkuð og þá um eitt eða tvö þrep en tekið skal fram að þeir eru nú með hæstu mögulegu ánshæfis- einkunn Moody’s. Gengi bréfa íslensku bankanna hefur lækkað í vikunni og má vænt- anlega rekja hluta lækkunarinnar til óvissu vegna Moody’s. Moody’s spilar út á morgun Reiknað með lækkun á lánshæfiseinkunn íslensku bankanna SKOSKI auðkýfingurinn Tom Hunter, sem hefur verið talsvert í samstarfi við Baug á hinum ýmsu sviðum, ætlar að fjárfesta á fast- eignamarkaði víðs vegar um Bret- land með Bank og Scotland fyrir um 100 milljónir punda, um 13 milljarða íslenskra króna. Í frétt á TimesOn- line segir að fjárfestingafélagið Grant Managemt muni annast fjár- festingarnar undir nýjum sjóð, Grant Fund Management. Grant Management á fyrir fast- eignir í tíu borgum á Bretlandi. Með hinu nýja félagi er ætlunin að fjölga þeim í 26 innan tveggja ár. Þess má geta að fjárfestingafélag Hunters, West Coast Capital, er m.a. stærsti hluthafinn í félaginu Jötunn Hold- ing, sem Baugur á 35% hlut í, en það félag á um 1% hlut í Glitni. Baugur og Hunter stóðu m.a. saman að kaupum á bresku verslanakeðjunni House of Fraser. Hunter á fast- eignamarkaði í Bretlandi ◆ viðskipti/athafnalíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.