Morgunblaðið - 15.03.2007, Síða 6

Morgunblaðið - 15.03.2007, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FRÁ ÞVÍ að fyrsta Blackberry- tækið kom á markaðinn hefur það náð gríðarlegum vinsældum. Þegar virt dagblöð og tímarit eru farin að fjalla um „Blackberry-fráhvarfs- einkenni“ er óhætt að ætla að við- komandi tæki hafi hitt í mark. Millj- ónir manna, einkum í hópi athafnafólks, hefur tileinkað sér Blackberry-tæknina og er svo komið að margir geta einfaldlega ekki hugsað sér að láta tækið frá sér. Fyrir þá sem ekki þekkja er Blackberry eins konar blanda af far- síma og handtölvu, en á tækinu er svonefnt „qwerty“ lyklaborð og get- ur notandi tekið við og sent tölvu- pósta hvar sem hann er staddur. Tækið hefur því auðveldað fólki að vera áfram í sambandi við vinnuna þótt það sé fjarri skrifstofunni. Upphaflega Blackberry-tækið er hins vegar aðeins komið til ára sinna og hafa notendur beðið arftaka þess óþreyjufullir, en nýja tækið, Black- berry 8800, mun koma á markað hér á landi öðruhvorumegin við mán- aðamótin apríl/maí, samkvæmt upp- lýsingum frá Símanum og Vodafone. Skrunhjólið horfið Nýja tækið er öllu þynnra og með- færilegra en það eldra og hafa verið gerðar á því nokkrar breytingar. Til dæmis hefur skrunhjólið þurft að víkja fyrir kúlu líkt og þeirri sem er á Blackberry Pearl-tækinu. Um- sagnaraðilar erlendis hafa sagt að það hafi tekið þá nokkurn tíma að venjast nýju kúlunni, en að aðlög- unartímanum loknum hafi þeir verið mjög ánægðir. Hins vegar hafa hnapparnir á lyklaborði tækisins farið í taugarnar á einhverjum um- sagnaraðilanna og sagðist blaðamað- ur Wall Street Journal ekki enn get- að vanist þeim. Það er óhjákvæmilegt að ný út- gáfa af jafnvinsælu tæki og Black- berry er, fái misjafnar viðtökur. Miðað við þær sögur sem gengið hafa af tilfinningalegum böndum notenda við Blackberry-tækin, er í raun furða að þeir muni yfir höfuð geta látið þau frá sér og skipt út fyr- ir nýjar útgáfur. Meðal þess sem allir umsagnarað- ilar eru sammála um má nefna nýja rafhlöðu og betri skjá. Rafhlaðan á 8800 tækinu er mun þróaðri en á eldri gerðum og er líftími hennar mun lengri. Skjárinn hefur almennt hlotið lof umsagnaraðila og sagði einn þeirra að um væri að ræða besta handtölvuskjá til þessa. Nýtt Blackberry á leið til landsins Fjarskipti Athafnafólki sem er á ferð og flugi þykir þægilegt að hafa Blackberry síma við höndina og geta notað hann sem einkatölvu. Nýja útgáfan Eintak af Blackberry 8800 símanum sem senn kemur á markað hér á landi. Eldri útgáfan Blackberry Pearl er meðal þeirra tækja sem hafa verið í notkun víða um heim. NORSKI kaupsýslumaðurinn Christen Ager-Hansen, sem er helsti eigandi hins gjaldþrota lág- fargjaldaflugfélags Fly Me, er sagður hafa ýmislegt óhreint mjöl í pokahorninu í frétt í sænska síð- degisblaðinu Aftonbladet. Er sagt að ferill hans sé skreyttur ýmsum vafasömum viðskiptum. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu keypti félag sem Ager- Hansen á stærstan hlut í, rúmlega 20% hlut Fons eignarhaldsfélags í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar í FlyMe síðastliðið haust fyrir um 40 millj- ónir sænskra króna. Í frétt Aftonbladet segir að Ager- Hansen skuldi persónulega um 574 milljónir króna en áður hefur kom- ið fram að hann hefur verið úr- skurðaður gjaldþrota. Ekur um á blæjubíl og Bentley Að sögn Aftonbladet býr Ager- Hansen í stórglæsilegu einbýlishúsi í einu dýrasta hverfi Gautaborgar og ekur hann auk þess um á BMW blæjubíl og Bentley Continental eð- alvagni, en allt er það skráð á fyr- irtæki hans. Þegar tæknibólan stóð sem hæst taldist Ager-Hansen til ríkustu manna Noregs en fyrirtæki hans var verðmetið á 140–190 milljarða króna. Fyrirtækið reyndist hins vegar vera loftkastali og hefur Ager-Hansen haft á sér óorð allar götur síðan. Sænskir fjölmiðlar hafa um þessar mundir m.a. gaman af því að rifja upp þegar hann reisti bryggju fyrir utan Lillesand í Nor- egi, þvert gegn vilja nágranna sinna. Þeir komu síðan með vél- sagir og söguðu bryggjuna niður. Ager-Hansen fékk 100 þúsund norskra króna sekt og skömm í hattinn fyrir bryggjubygginguna. Samkvæmt sænskum fjölmiðlum eru Ager-Hansen og félagar hans farnir í felur. Ager-Hansen skuldar 574 milljónir króna Lending Flugvél Fly Me í aðflugi. Norski athafnamaðurinn Christen Ager-Hansen virðist hafa brotlent félaginu. SÆNSKIR fjölmiðlar fjalla mikið um gjaldþrot lágfargjaldaflugfélags- ins Fly Me um þessar mundir. Óvenju mikið segja sumir en af um- fjöllun þeirra má lesa að ekki hafi allt verið með felldu í rekstri fyr- irtækisins undir það síðasta. Jafnframt er mikið fjallað um framtíð þess, þ.e. hvort einhver vilji kaupa reksturinn í heild sinni eða hvort fyrirtækið verði bútað niður og rekstrinum síðan hætt. Meðal þeirra sem oftast eru nefndir í þessu samhengi eru athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson og viðskiptafélag- ar hans en eins og fram hefur komið fjárfesti Pálmi í fyrirtækinu á sínum tíma og ætlaði því stóra hluti. Einn helstu keppinauta Fly Me er danska lágfargjaldaflugfélagið Sterling sem einmitt er í eigu Northern Travel Holding, þar sem Pálmi er stjórn- arformaður. Hann er jafnframt stjórnarformaður Sterling. Greint er frá því í Dagens Nyhe- ter að Sterling hafi gert tilboð í við- skiptamannaskrá Fly Me og haft eftir Pálma að félagið sjálft væri verðlaust. Það eigi engar flugvélar og í raun sé ekkert í félagið að sækja nema skuldir. Upphæð til- boðsins vildi hann ekki gefa upp við DN en í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Pálmi að tilboðið hefði verið dregið tilbaka. „Skiptastjórinn svaraði okkur ekki innan tilskilins tíma og við höfum nóg annað að gera en að bíða eftir svari frá hon- um,“ segir Pálmi. Aðspurður hvort hann muni gera annað tilboð, eða kaupa það sem boðið var í, gefist til þess tækifæri segir Pálmi að hann skoði alltaf alla möguleika. Margir hafa undrast hversu skjótt stjórnendur Sterling brugð- ust við gjaldþroti Fly Me en strax sama morgun og gjaldþrotið varð opinbert bauð Sterling farþegum Fly Me góð kjör á flugi en ella hefðu farþegar þessir orðið strandaglópar. Í frétt Morgunblaðsins laugardag- inn 3. mars segir Pálmi að fyrirtæk- in hafi skömmu áður átt í viðræðum um yfirtöku Sterling á flugvéla- leigusamningum Fly Me en hætt hafi verið við vegna þess hversu slæm staða Fly Me var. Af því má ráða að fyrirtækið hafi verið undir gjaldþrotið búið og því geta brugðið snarlega við. Tilboðið rann út Morgunblaðið/Sverrir Bara skuldir Pálmi Haraldsson segir Fly Me ekki áhugavert. Sterling gerði tilboð í viðskiptamannaskrá Fly Me

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.