Morgunblaðið - 15.03.2007, Page 10

Morgunblaðið - 15.03.2007, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf Í MAÍ 2005 reiknaði greining- ardeild Landsbankans út hvernig kaupverð, skuldir og greiðslu- byrði vegna algengra fyrstu íbúð- ar kaupa höfðu breyst á einu ári frá vorinu 2004 til sama tímabils árið 2005. Niðurstaða deildarinnar var á þá leið að verðhækkanir hefðu étið upp allan ávinning af lækkun vaxta og lengingu láns- tíma. Í reikningum greiningardeild- arinnar var gengið út frá því að kaupverð 65 fermetra tveggja herbergja íbúðar í Reykjavík væri 9,8 milljónir króna, sem var með- alstærð tveggja herbergja íbúðar á þessum tíma samkvæmt Verðsjá Fasteignamats ríkisins. Þá var gert ráð fyrir að kaupandi ætti eina milljón króna í eigið fé. Skuldir hans vegna íbúðarkaup- anna voru því samtals 9,0 millj- ónir, að teknu tilliti til lántöku- kostnaðar og stimpilgjalda. Greiðslubyrði lána var þá um 44.800 krónur á mánuði, miðað við þær forsendur sem gengið var út frá. Svipuð íbúðarkaup vorið 2005 litu þannig út að kaupverðið var 12,5 milljónir, egið fé kaupanda 1,1 milljón (10% hækkun frá fyrra ári), skuldir samtals 11,7 milljónir. Þá þurfti kaupandinn einungis eitt 90% lán. Greiðslubyrðin var þá 49.950 krónur á mánuði. Samsvarandi íbúðarkaup nú og í dæmunum tveimur hér að fram- an gætu litið svona út: Verð á tveggja herbergja íbúð í Reykjavík er 15,4 milljónir króna þegar miðað er við verð á síðast- liðnum þremur mánuðum. Eigið fé kaupanda er um 1,3 milljónir króna (10% hækkun á ári frá 2005). Lán frá Íbúðalánasjóði, banka eða lífeyrissjóði er 13,9 milljónir króna (90% af kaupverði). Lán sem upp á vantar, 600 þúsund krónur, er sambærilegt við lán kaupanda í dæminu frá mars–maí 2004. Um er að ræða lífeyr- issjóðslán með 4,85% vöxtum og til 30 ára. (Látum liggja milli hluta hvort slíkt lán sé í boði nú. Að minnsta kosti er hægt að ganga út frá að hagstæðara lán bjóðist ekki.) Tvenns konar lán eru í boði hjá Íbúðalánasjóði, annars vegar lán án uppgreiðsluþóknunar. Þá eru vextirnir 5,00%. Vextir af lánum með uppgreiðsluþóknun eru hins vegar 4,75%. Greiðslubyrði af lánum kaup- andans í þessu dæmi er samtals 70.500 krónur á mánuði, ef lán Íbúðalánasjóðs er án upp- greiðsluþóknunar, en 68.250 krón- ur, ef lán Íbúðalánasjóðs er með uppgreiðsluþóknun. Skuldir og greiðslubyrði Íbúðarkaupandi nú skuldar samkvæmt framangreindum dæm- um 4,9 milljónir umfram það sem samsvarandi kaupandi skuldaði strax eftir kaup vorið 2004 og 2,2 milljónir umfram kaup vorið 2005. Greiðslubyrði kaupanda nú er 68.250–70.500 krónur á mánuði samanborið við 44.800 krónur vor- ið 2004 og 49.950 vorið 2005. Munurinn á greiðslubyrðinni er því 23.450–25.700 krónur á mán- uði, eða 52–57% meiri nú en við kaup vorið 2004, en 18.300–20.550 krónur á mánuði eða 37–41% meiri en við kaup vorið 2005. Greiðslubyrði hefur aukist um allt að 57% $,  &"-   .//0#.//1 %2 " #) 1 C 1?-4 B   $  %*.1  N3/ B? + -61  4 P Q  B F 4 E   1 F *+1 P  ) Q  E 1 F  4 450 46 405 /. 463 /7 78.5/ 015 085 015 0/ 6/ 0/ 9&': .//1; " #) 1 C 1?-4 B   $  %*.1  N3/ B? + -61  4 P Q  B F 4 E   1 F *+1 P  ) Q  E 1 F  4 450 46 405 /0 463 /7 1/5// 5// 085 033 0/ 6/ 0/ 9&': .//1 " #) 1 C 1?-4 B   $  %*.1  N30 4 P Q  B F 4 E   1 F *+1 P  ) Q  E 1 F  4 4.5 44 441 /6 441 0335/ 045 045 0/ 0/   .//5 " #) 1 C 1?-4 B   $  %*.1  N3/ B? + -61  4 P Q  B F 4 E   1 F *+1 P  ) Q  E 1 F  4 38 4/ 3/ /. 8/ 4/ 008// 54 56 54. 0/ 6/ 63   .//0 K %*.1  -61 4##  1 56  =  1##91  ) 1 )   L ánshlutfallið hjá Íbúða- lánasjóði hefur aftur verið hækkað í 90%. Félagsmálaráðherra tók ákvörðun um þetta um síðustu mánaðamót. Eins og flestir muna ákvað ríkisstjórnin að lækka lánshlutfallið hjá Íbúðalána- sjóði úr 90% í 80% í júní í fyrra, og einnig hámarkslánin, til að reyna að draga úr þenslunni í þjóðfélaginu. Miðað við ákvörðun félagsmálaráð- herra virðist sem ekki hafi þurft nema rétt rúma átta mánuði til að ná því markmiði. Nýjustu tölur frá Fasteignamati ríkisins benda til þess að fasteignaviðskipti hafi auk- ist upp á síðkastið. Ekki er þó hægt að tengja það við ákvörðun ráð- herrans. En nú má spyrja hvort reynslan af hækkun lánshlutfallsins í 90% hafi verið það góð í fyrra skiptið að ástæða hafi verið til að endurtaka leikinn. Um það má efast, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, við núver- andi aðstæður að minnsta kosti. Fyrstu íbúðarkaup eru í flestum tilvikum töluvert erfiðari nú en fyrir hinar miklu breytingar á íbúðalána- kerfinu á árinu 2004. Ætla má að greiðslubyrði þeirra sem festa kaup á meðalstórri tveggja herbergja íbúð í Reykjavík í dag sé um þriðj- ungi meiri en greiðslubyrði þeirra sem festu kaup á svipaðri íbúð fyrir tæpum þremur árum og voru með svipaða eignastöðu. Þá má jafnframt reikna með að skuldir fyrstu íbúðar kaupenda í dag séu að minnsta kosti um þremur milljónum króna meiri en núverandi skuldir þeirra sem keyptu svipaða meðalstóra tveggja herbergja íbúð vorið 2004, þegar tekið hefur verið tillit til verðbóta- þáttar lána þeirra. Til hagsbóta fyrir heimilin Í nóvember 2003 var greint frá því að félagsmálaráðherra, forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og fjár- málaráðherra hefðu komist að þeirri niðurstöðu að hækka lánshlutfall al- mennra útlána Íbúðalánasjóðs í 90% af verði hóflegrar íbúðar. Áður mið- uðust hámarkslán sjóðsins við 75% af markaðsvirði íbúða fyrir fyrstu íbúðar kaupendur. Þó voru í boði viðbótarlán, sem gat þýtt að heild- arlánshlutfallið fór upp í allt að 90%. Viðbótarlánin voru ekki í boði fyrir alla heldur tóku þau mið af aðstæð- um kaupenda og voru einkum ætluð þeim sem á þurftu að halda. Þau lán komu sér því oft vel fyrir fyrstu íbúðar kaupendur. Rúmu ári eftir að ráðherrarnir ákváðu að hækka lánshlutfallið hjá Íbúðalánasjóði, eða í desember 2004, samþykkti Alþingi ný laga- ákvæði um húsnæðismál, sem fólu meðal annars í sér hækkun lánshlut- fallsins upp í 90% af matsverði íbúða. Við það tilefni sagði að minnsta kosti einn alþingismaður í ræðustóli á Alþingi, að breytingarn- ar á húsnæðislánamarkaði væru „til hagsbóta fyrir heimilin í landinu, at- vinnulífið og efnahagslífið í heild“. Hækkun lánshlutfallsins hjá Íbúðalánasjóði tók gildi í janúar 2005. Ýmsir aðilar vöruðu við þess- um breytingum, þar á meðal Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðla- bankinn og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Þessar aðvaranir voru sérstaklega settar fram þar sem fyrir lá að framundan væri mik- ið þensluskeið vegna orku- og stór- iðjuframkvæmda, en á það var ekki hlustað. Á þeim tíma sem ákveðið var að gjörbylta hinu opinbera húsnæðis- lánakerfi í desember 2003 og á ár- unum þar á undan var algengt að fyrstu íbúðar kaupendur fjármögn- uðu íbúðarkaup sín með láni frá Íbúðalánasjóði. Kaupendur brúuðu gjarnan bilið sem var á milli láns frá sjóðnum og eigin fjármagns, annars vegar, og kaupverðsins, hins vegar, með lífeyrissjóðs- eða bankalánum, sem þá þurfti oft að fá lánsveð fyrir. Margir áttu alla jafna ekki í miklum erfiðleikum með að fjármagna íbúð- arkaup sín þótt þeir þyrftu að fara á fleiri en einn stað til að fá lán. Þetta gátu þó ekki allir en mörgum stóðu hins vegar viðbótarlán Íbúðalána- sjóðs til boða eins og áður segir. Fréttaskýring | Þegar meiriháttar breytingar hafa verið gerðar á hinu almenna íbúðalánakerfi hefur tilgangurinn oft verið að bæta aðstæður þeirra sem eru að festa kaup á sinni fyrstu íbúð. Það hefur hins vegar ekki alltaf tekist sem skyldi. Grétar Júníus Guðmundsson skoðaði íbúðamark- aðinn og komst að því að fyrstu íbúðarkaup eru töluvert erfiðari nú en áður en hinar miklu breyt- ingar urðu á lánakerfinu á árinu 2004. Kaupendur í verri st

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.