Morgunblaðið - 15.03.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 15.03.2007, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ viðskipti/athafnalíf F A B R I K A N Aðalfundur AðalfundurHBGranda hf. verður haldinn föstudaginn 23.mars 2007 ímatsal HBGranda viðNorðurgarð, Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 17:00. Dagskrá. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 18. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Ennfremur er hægt að nálgast gögnin á vefsíðu félagsins, www.hbgrandi.is. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30. Óski hluthafar eftir að ákveðinmál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiðni um það að hafa borist félagsstjórnmeð nægjanlegum fyrirvara, þannig að unnt sé að takamálið á dagskrá fundarins. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn HBGranda hf. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÞEGAR tveir aðilar deila, hvort sem um ræðir einstaklinga, stofnanir eða fyrirtæki, og báðir eru sannfærðir um að þeir hafi rétt fyrir sér er niðurstað- an ósjaldan sú að málið fer fyrir dóm- stóla og þar er úr því leyst. Þessi úr- lausnarleið er hins vegar ekki eina leiðin sem aðilar geta farið, og er ekki í öllum tilvikum sú besta. Ein leiðin er sú að leita aðstoðar sáttamiðlara og reyna að ná sáttum án þátttöku dóm- stóla. Þessi leið er sífellt vinsælli er- lendis, einkum í Bandaríkjunum og Evrópu, og hafa stjórnvöld í sumum tilvikum tekið sáttamiðlun upp á sína arma. Hér á landi hefur hins vegar lít- ið farið fyrir sáttamiðlun við úrlausn deilumála. Sátt, fagfélag sáttamanna, hefur undanfarið staðið fyrir námskeiðum í sáttamiðlun og meðal kennara hefur verið Lawrence Kershen, breskur lögmaður og sáttamiðlari. Mikill sparnaður Kershen segir kosti sáttamiðlunar fyrir fyrirtæki og einstaklinga um- talsverða, einkum þegar miðlunin er borin saman við dómsmál. „Sátta- miðlun hefur í för með sér mikinn sparnað, bæði fjárhagslegan og einn- ig tímasparnað. Dómsmál getur tekið vikur, mánuði eða jafnvel nokkur ár, en sáttamiðlun tekur einungis brot af þeim tíma. Oft er hægt að ná sáttum og leysa úr ágreiningsmálum á einum degi,“ segir Kershner. „Fjárhagslegi sparnaðurinn leiðir af tímasparnaðin- um. Í mörgum tilvikum þarf að hætta framkvæmdum eða annarri starfsemi þar til leyst hefur verið úr ágreiningi og segir það sig sjálft að slíkar tafir eru kostnaðarsamar. Þá eru dómsmál í eðli sínu kostnaðarsöm, lögmenn vinna jú sjaldnast í sjálfboðavinnu.“ Kershen segir kosti sáttamiðlunar fram yfir dómsmál þó ekki einungis fjárhagslegs eðlis. „Dómskerfið er þannig skipulagt að aðilar mála eru andstæðingar. Slíkt skipulag er að vissu leyti óumflýjanlegt, en það er ekki líklegt til að bæta persónulegt samband deilenda. Að loknu löngu og erfiðu dómsmáli eru allar líkur til þess að viðskiptasamband aðila hafi verið að öllu rofið og úr því verði ekki bætt. Sáttamiðlun veitir aðilum tæki- færi til að leysa úr deilumálum á þann hátt að viðskiptasamband þeirra haldi áfram, og styrkist jafnvel. Í mörgum tilvikum eru viðskiptasamböndin helsti styrkur og dýrmætasta eign fyrirtækja og því er ýmislegt á sig leggjandi til að viðhalda þeim.“ Sveigjanleiki Segja má að helsti styrkur sáttamiðl- unarleiðarinnar sé sá að sáttamiðlar- inn er ekki bundinn af þeim reglum sem dómstólar eru bundnir af. Til dæmis eru dómstólar bundnir við þau deiluefni og þau gögn sem fyrir þá eru lögð, en sáttamiðlarinn er það ekki. Í sáttamiðlun geta aðilar horft út yfir hið þrönga deiluefni og skoðað það frá fleiri sjónarhornum og ef til vill dreg- ið inn í lausnina önnur atriði sem dómstólar gætu ekki gert. „Dómsmál eru afar formföst og í dómsmáli er einn sigurvegari og einn sem tapar. Dómsmál snúast um að finna nákvæmlega út hver hefur rétt fyrir sér og dæma út frá því. Í sátta- miðlun er markmiðið ekki að sann- reyna hver hafi rétt fyrir sér, heldur að ná sáttum. Það getur þýtt að aðilar þurfi að gera málamiðlanir sem þeir hefðu ekki þurft að gera fyrir dómi,“ segir Kershen. „Í viðskiptum þarf fólk alltaf að meta kostnað, ávinning og áhættu. Dómsmál felur alltaf í sér áhættu, sama hvað lögmaðurinn þinn segir, og því fylgir alltaf kostnaður. Því getur borgað sig fyrir fyrirtæki sem á í deil- um að fara sáttaleiðina.“ Ekki ber þó að skilja Kershen á þann veg að sáttamiðlun sé formlaust spjall, heldur fylgir sáttamiðlunar- ferlið ákveðnu formbundnu ferli. Deiluaðilar skila til sáttamiðlara greinargerðum þar sem þeir útskýra sína hlið málsins og hvað þeir telja vera hinn raunverulega ásteytingar- stein. Ágreiningurinn er þannig af- markaður, þeir þættir afmarkaðir sem hægt er að vinna með og í hvaða röð eigi að vinna með þá. Þá eru mögulegar lausnir á deilunni ræddar og reynt að koma með eins margar mismunandi hugmyndir og mögulegt er án þess að afstaða sé til þeirra tek- in. Að því loknu er unnið að sam- komulagi og samningaviðræður fara fram á grundvelli hugmynda og til- lagna sem aðilar hafa sjálfir sett fram. Hlutverk sáttamiðlarans er að komast að því hversu langt aðilar eru tilbúnir að ganga til að ná samkomu- lagi, hvað þeir eru tilbúnir að láta af hendi og hvert endanlegt markmið þeirra sé. Þagnar- og trúnaðarskylda sáttamiðlara er augljós hvað þetta at- riði varðar. Sáttamiðlari aðstoðar svo deiluaðila að ræða málið, hugsa um mögulegar lausnir og leiða þá að lausn sem báðum er hugnanleg. Kershen segir sáttaleiðina einnig geta haft jákvæð sálræn áhrif. „Vegna þess að sættirnar eru undir aðilum sjálfum komnar neyðast þeir til að horfa á málefnið hvor frá annars sjónarhorni og það getur haft í för með sér aukinn skilning á stöðu og af- stöðu hins aðilans.“ Óhefðbundin lausn deilumála  Sáttamiðlun er sífellt vinsælli leið erlendis til að útkljá deilumál fyrirtækja eða einstaklinga án af- skipta dómstóla  Sátt er fagfélag sáttamanna hér á landi sem haldið hefur námskeið í sáttamiðlun Sáttamaður Lawrence Kershen er sérfræðingur í sáttamiðlun. Morgunblaðið/Bjarni öðrum vettvangi. Ingibjörg Bjarnardóttir, lögmaður og for- maður Sáttar, hefur skrifað um sáttamiðlun og samkvæmt henni er skilgreining á hugtakinu eft- irfarandi: Sáttamiðlun er aðferð til lausn- ar á ágreiningi sem aðilar taka sjálfviljugir þátt í með hjálp eins eða fleiri óháðra og hlutlausra sáttamanna. Aðilar komast sjálfir að samkomulagi um lausn ágrein- ings, sem þeir meta viðunandi fyrir báða aðila, í gegnum skipu- lagt og mótað ferli. Sáttamaður á engan þátt í úrlausn málsins. Aðilar velja sjálfir að taka þátt Sáttamiðlun er tiltölulega nýtt hugtak í íslensku athafnalífi og hingað til hefur ekki farið mikið fyrir henni í úrlausn deilumála hér á landi. Sátt, félag fagfólks sem vinnur að lausn ágreiningsmála, hefur viljað sjá breytingar þar á og er markmið félagsins að vinna að framgangi sáttamiðlunar. Til að ná því markmiði vill Sátt vinna að skipulagningu viðurkennds náms hérlendis í sáttamiðlun, sem veiti réttindi til að vera sátta- maður vegna ágreinings sem ris- inn er, eða er til meðferðar fyrir dómstólum, stjórnvöldum og á í sáttaumleitan óháðs sáttamanns, hvort þeir vilji ljúka málinu með samkomulagi og hvers efnis það samkomulag á að vera. Það að aðilar taka sjálfviljugir þátt í sáttaferlinu felur í sér að þeir geta, hvenær sem er, allt þar til samkomulag liggur fyrir, hætt þátttöku. Sáttamiðlun fer fram í algjör- um trúnaði, og er þar ekki aðeins átt við þagnarskyldu sáttamanns um það sem fram kemur í sátta- ferlinu, heldur einnig þagn- arskyldu aðila og skuldbindingu þeirra að ræða ágreiningsefnið ekki við utanaðkomandi aðila. Sáttamiðlun í hnotskurn ?                               !  "!!  #      $ $%&     )$* +  %  ,!  ! -( .,  -      -$     ,  $,     /   0 1 2 ,    

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.