Morgunblaðið - 02.04.2007, Side 54

Morgunblaðið - 02.04.2007, Side 54
54 F MÁNUDAGUR 2. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.  564 1500 30 ára EIGNABORG Fasteignasala LAXALIND 96 fm neðri sérhæð. Tvö svefnherb., rúmgóð stofa, parket á gólf- um, laus strax. DIGRANESVEGUR 92 fm 4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Búið er að endurnýja íbúðina nokkuð mikið, m.a. var þak málað á síðasta ári. FÍFUHVAMMUR 84 fm íbúð á mið- hæð í þríbýli. Vandaðar upprunalegar inn- réttingar í eldhúsi, tvö svefnherb. 17 fm bílskúr. ENGIHJALLI 97 fm 5 herb. íbúð á 4. hæð. Fjögur svefnherb., þvottahús á hæð, laus fljótlega. FURUGRUND Björt endaíbúð á 1. hæð í suðurenda. Nýtt eldhús, parket og marmari á holi og eldhúsi, stórir nýlegir skápar í holi. NÚPALIND Falleg 98 fm íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Flísalagt bað, ljósar innréttingar í eldhúsi, þvottahús í íbúð, bílastæði í lok- uðu bílahúsi, gott aðgengi fyrir hjólastóla, laus strax. HAMRABORG 70 fm 3ja herb. íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Suðvestursvalir, þvotta- hús á hæð. Íbúðin öll nýlega endurnýjuð. Parket á gólfum, flísalagt í baðherbergi og anddyri, mikið útsýni. Bílahús. HLÍÐARHJALLI Glæsileg 169 fm neðri sérhæð í suðurhlíðum Kópavogs. Góð innrétting í eldhúsi, þrjú svefnherb., tvær stofur, merbau parket á gólfum, ný- lega endurnýjað baðherb. með sturtu og baðkari, sérmerkt stæði í bílahúsi. FAGRIHJALLI 174 fm vandað tveggja hæða parhús. 5 svefnherb., fallegar innr. í eldhúsi, físalagt baðherb., massíft eikar- parket á efri hæð, sjónvarps- og bóka- herb. í risi. Einstaklingsíbúð er í bílskúr. ÞRASTARLUNDUR 223 fm mikið endurnýjað einbýlishús á einni hæð. 5 svefnherb., stórar stofur, sólstofa með hita í gólfi, góð innr. í eldhúsi, flísalagt baðherbergi sem er nýendurnýjað, tvö- faldur bílskúr. www.eignaborg.is Sérlega glæsileg 166 fm efri sérhæð með innbyggðum 42 fm bílskúr sam- tals 208 fm. Á efri hæð eru 4 svefnh. Rúmgóð stofa með arni. Glæsilegt eldhús með vandaðri Alno hvítlakkaðri innréttingu, granitborðplata, vönd- uð gaseldavél. Á neðri hæð er rúmgott herb., ásamt þvottahúsi. Innan- gengt í bílskúr. Sérlega glæsilegur pallur með heitum potti, garðhýsi Góð staðsetning og fallegt útsýni. Verð 42,5 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Kelduhvammur - Hf. sérhæð Stórglæsileg ný 100 fm. enda íbúð á 2. hæð í nýju vönduðu húsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Íbúðin er til afhendingar strax, fullbúin með parketi á gólf- um. Glæsilegar innréttingar, arkitekta-teiknuð íbúð. Granít borðplötur og sólbekkir í stofu. Sérinngangur, forstofa, vandaður skápur, þvottaherbergi inn af forstofu, vaskaborð þar. Hol tölvuaðstaða með borði, skápur. Björt falleg stofa, útgengi út á s-v.svalir. Rúmgott svefnherbergi með skáp, gott barnaherbergi með skáp, glæsilegt baðherbergi, baðkar m. sturtu. Flísar í hólf og gólf. Rúmgóð sérgeymsla í kjallara. Húsið er steypt og klætt að ut- an. Sér bílastæði. Frábær staðsetning, útsýni m.a. yfir höfnina. Öll þjón- usta innan handar. Sjón er sögu ríkari. Verð 28,5 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Strandgata - Hf. Lúxusíbúðir Nýtt hverfi í Garðabæ, sem hýsa mun yfir 1.000 manns, er nærri fullbúið, en það eru Húsakaup sem standa fyrir frágangi og sölu húsanna. Arnarneshæðin er síðasta suðurhlíðin á höfuðborgarsvæðinu sem er undir fimmtíu metrum fyrir ofan sjávarmál. Fólksfjölgun í Garðabæ Undanfarin þrjú ár hafa ríflega 350 íbúðir verið byggðar í Garðabæ enda mikil eftirspurn eftir húsnæði í bænum. Í raun má segja að færri hafi fengið en vildu. Undanfarna mánuði hafa framkvæmdir haldið áfram í Garðabæ og fyrir skömmu voru teknar til sölu 40 nýjar íbúðir til viðbótar við þau hús sem þegar eru í sölu í nýju hverfi á Arnarnes- hæð. Á 10 árum hefur íbúum Garða- bæjar fjölgað um tæp 25% og er Garðabær nú sjötta stærsta sveitar- félag landsins. Í dag eru íbúar Garðabæjar 9.568 talsins. Þegar frá- gangi við Arnarneshæðina er að fullu lokið má búast við að þar muni búa meira en 1.000 manns og þar með skríður Garðabær yfir 10.000 íbúa markið. Engan skal undra fjölgun í bænum enda Garðabær einkar vel staðsettur á höfuðborg- arsvæðinu og þekktur fyrir góða þjónustu við íbúana. Íbúðirnar sem nú fara í sölu eru í fjórum tveggja hæða fjölbýlishúsum við Hallakur og Haustakur á Arn- arneshæð. Tíu íbúðir eru í hverju húsi og tveir stigagangar. Íbúðirnar eru þriggja til fjögurra herbergja, 106 til 145 fermetrar að stærð. Þær eru afar vel skipulagðar, rúmgóðar og bjartar með stórum suðursvölum eða hellulagðri verönd og geta því íbúar notið íslenska sumarsins til fullnustu. Víðast er glæsilegt útsýni til sjávar og fjalla. Allar íbúðir við Hallakur eru með sérinngangi og þvottahús ásamt stórri geymslu í kjallara. Þær eru sérlega rúmgóðar, svefnherbergi stór, stofan björt og opin og eyja í eldhúsi. Allar innrétt- ingar eru úr eik utan þvottahúss, en þar er innréttingin hvít. Baðher- bergi eru í mismunandi útfærslum en alls staðar flísalögð að öllu leyti. Hiti er í gólfum bæði í baðherbergi og þvottahúsi. Íbúðunum er skilað fullfrágengnum en án annarra gól- fefna. Arkitekt húsanna er Kristinn Ragnarsson. Vel staðsett og miðlæg Stutt er í allar stofnbrautir og græn svæði. Í skipulagi hverfisins hefur tekist að skapa gott jafnvægi milli fjölbýlis-, rað- og einbýlishúsa en alls verða 335 íbúðir í hverfinu. Leikskóli og grunnskóli verða í hverfinu og í jaðri þess er Fjöl- brautaskólinn í Garðabæ. Gert er ráð fyrir að hverfið verði fullbyggt undir lok næsta árs. Arnarneshæðin er einkar vel staðsett, á einum eftir- sóttasta stað höfuðborgarsvæðisins og er hún raunar síðasta stóra suð- urhlíðin nálægt sjó. Hverfið er mið- svæðis, góður aðgangur að helstu stofnbrautum og því stutt að fara hvort sem stefnan er tekin út á land, á miðbæ Reykjavíkur, Hafnarfjarð- ar eða Kópavogs. Þar að auki eru stórir þjónustukjarnar á borð við Smáralind, Smáratorg og Garðatorg í næsta nágrenni. Fasteignasalan Húsakaup hefur umsjón með sölu íbúða við Hallakur. Viðhaldsfrí hús Húsin eru vönduð að allri gerð og byggð samkvæmt nýjustu bygging- artækni. Þau eru steinsteypt, klædd báruðu áli að utan. Gluggar og svala- hurðir eru úr tré en ytra byrði er klætt með áli sem tryggir bæði há- marks einangrun og lágmarks við- haldskostnað. Í stuttu máli sagt benda öll rök til þess að eftirspurn eftir íbúðum á Arnarneshæð muni verða mikil, ekki síst vegna þess hversu vel hverfið er staðsett og verð íbúða hagstætt. Íbúðirnar á Arnarnesi eru því góð fjárfesting sem vex þegar fram líða stundir. Nýtt hverfi Þegar frágangi við Arnarneshæð er að fullu lokið má búast við að þar muni búa meira en 1.000 manns. Nýtt hverfi fyrir 1000 manns í Garðabæ Hafnarfjörður | Fasteignasalan Húsakaup er með í sölu fallega og sérstaklega vel staðsetta eign á út- sýnisstað í Lindarbergi. Húsið er í rólegri götu með frábæru útsýni til suðurs og vesturs. Allur frágangur að utan er til fyrirmyndar ásamt garði í góðri rækt. Að innan er húsið sérlega snyrtilegt og vel skipulagt. Íbúðin er 154,6 fm auk 26,4 fm bíl- skúrs. Stutt er í alla þjónustu, skóla og íþróttir. Komið er inn í forstofu með fata- hengi. Frá forstofunni er annars vegar gengið inn í gott forstofu- herbergi með skáp og hins vegar inn á gang og þaðan er gengið í önnur rými íbúðarinnar. Á neðri hæðinni eru að auki tvö góð barnaherbergi, annað með skáp. Stofan/borðstofa er sérlega rúmgóð með gluggum á tvo vegu og glæsilegu útsýni til suðurs og vesturs yfir Hafnarfjörð. Eldhús- ið er fallegt með góðri innréttingu og tækjum. Eldhúsið er aðskilið frá stofunni með sérlega smekklegum léttum vegg. Aukin lofthæð er yfir stofunni og eldhúsinu með innfelldri lýsingu. Þvottahús er á hæðinni en frá því er innangengt í bílskúrinn. Frá stofunni er hringstigi upp á efri hæðina. Þar er komið í rúmgott fjöl- skyldurými sem nýtist sérlega vel sem sjónvarphol og tómstundarými. Inn af því er mjög gott hjóna- herbergi með fataherbergi og súð- argeymslu. Á gólfum eru flísar á for- stofu, baðherbergi og eldhúsi en annars er parket á íbúðinni. Óskað er eftir tilboðum. Lindarberg 56a Tilboð Fasteignakaup er með í sölu þess eign á útsýnisstað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.