Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 12
12|Morgunblaðið Okkur dettur kannski ekki í hug að bylgju- pappi sé umhverfisvandamál, en reyndin er önnur og það sem meiru varðar, hægt er að nýta sama bylgjupappann aftur og aftur og spara þannig skóga sem nýta sér koltvísýring í andrúmsloftinu. Þess vegna er mikilvægt að senda bylgjupappann til endurvinnslu og Sorpa hjálpar til þess Sumt fer ekki í bylgjupappagám Næstum allur bylgjupappi á heima í bylgju- pappagámi þegar honum er kastað. þetta á til dæmis við um pappakassa og pitsukassa, svo eitthvað sé nefnt. Bylgjupappa er hægt að þekkja af bylgjum sem sjást ef brúnir hans eru skoðaðar. Það er í lagi að bylgjupappinn sé áprentaður, plasthúð- aður og litsterkur, það er óhætt að kasta hon- um í gáminn fyrir það. En sumt á ekki að fara í bylgjupappagá- minn. Þetta á við um allan annan pappa, til dæmis morgunkornspakka, skókassa, eggja- bakka, fernur og ýmsar umbúðir undan mat- vælum. Það er svo kallaður sléttur pappi, eða pappi sem ekki er bylgjaður, en hann má setja í græna grenndargáma eða gám fyrir sléttan pappa (pappírsumbúðir) á endurvinnslustöðv- unum. Gætið þess að ekki fylgi með matarleifar eða aðrir aðskotahlutir af því að það rýrir endur- vinnslugildi pappans og leiðir til verðhruns á erlendum markaði. Gámar á endurvinnslustöðvum Á endurvinnslustöðvum eru gámar fyrir bylgjupappa. En það er ekki sama hvort þú ert að skila fyrir sjálfan þig eða fyrir fyrirtækið sem þú vinnur hjá. Fyrirtækin eiga að skila í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi. Einstaklingar geta skilað í aðrar endur- vinnslustöðvar líka. Sjöföld notkun sama pappans Bylgjupappann á að flytja í móttöku- og flokkunarstöð Sorpu þar sem hann er bagg- aður og vírbundinn. Síðan er hann pressaður saman undir miklum þrýstingi í bögg- unarvélum en hver baggi vegur um það bil 900 kg. Þannig tekur hann margfalt minna pláss og hagkvæmara er að flytja hann til Svíþjóðar þar sem hann er endurunninn. Það er fyrirtækið IL recycling sem tekur við pappanum og sendir hann til nokkurra fyr- irtækja í Svíþjóð til endurvinnslu. Þar ber helst að nefna Kappa Kraftliner Piteå en þetta fyrirtæki framleiðir nýja pappakassa og um- búðir úr endurunnum bylgjupappa. Það má endurvinna pappakassa allt að 7 sinnum. Einnig tekur fyrirtækið Inland við bylgjupappa til endurvinnslu og framleiðir úr honum pappa sem er notaður sem ysta lag á gifs á einangrunarplötum sem notaðar eru við húsbyggingar. Ekkert smáræðis magn af pappa Til fróðleiks getur Sorpa þess á vefsíðu sinni að á Íslandi falli til um fjórar milljónir af pitsu- kössum árlega og hafni í úrgangi. Á höf- uðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að á árs- grundvelli falli til hátt í 20.000 tonn af bylgjupappaumbúðum. Með því að flokka þessar umbúðir frá öðrum úrgangi er hægt að draga verulega úr því magni úrgangs sem fer til urðunar og jafn- framt nýta fyrirtaks hráefni til endurvinnslu. Bylgjupappa má endurvinna sjö sinnum Okkur hættir til að líta á úrgang úr garðinum okkar sem náttúruleg efni sem hægt sé að losa sig við hvar sem er. Það kann að vera rétt að vissu leyti en það er alls ekki vistvænt. Úrgang úr görðum er nefnilega hægt að endurvinna og nota í garðinn aftur til þess að gera hann enn gróskumeiri og fallegri. Mismunandi garðaúrgangur Það kemur margs konar úrgang- ur úr görðum, bæði gras og illgresi, greinar af trjám og runnum, mold, aur og grjót. Á vefsíðu Sorpu er fólki ráðlagt að flokka garðaúrgang í þrennt til þess að auðvelda endurvinnsluna. Fyrst er það gras, í öðru lagi trjá- greinar og í þriðja lagi annað, svo sem blómaafskurður, illgresi, þöku- afgangar eða þökuafskurður. Þessu á að halda aðskildu Grjót og jarðveg á að flokka frá öðrum garðaúrgangi. Sorpa tekur svo við flokkuðum úrgangi og framleiðir jarðvegsbæt- inn Moltu úr trjágreinum og grasi. Molta er úrvals áburður eða bæti- efni bæði í blómabeðin og á sjálfa grasflötina. Á vefsíðu Sorpu segir að mik- ilvægt sé að aðskilja trjágreinar frá grasi og blómaafskurði við flokkun á garðaúrgangi vegna þess að trjá- greinarnar séu kurlaðar við moltu- framleiðsluna. Trjágreinunum (einum og hálf- um hluta) og grasi (tveimur hlut- um) er síðan blandað saman og látið brotna niður í múgum. Múgunum er snúið reglulega svo hitastigið í þeim haldist um 60° því þannig næst bestur árangur. Það tekur um tíu vikur að fram- leiða Moltu en hana er hægt að kaupa hjá Blómavali í Skútuvogi og í Grafarholti og hjá Sorpu í Álfs- nesi. Tilhugsunin um að geta notað úr- ganginn úr garðinum aftur til þess að halda honum við og gera hann fallegan og gróskumikinn er ekki bara vistvæn, hún er nærri því skáldleg. Þar með verðum við virk- ir þátttakendur í hinni fallegu og nauðsynlegu hringrás náttúrunnar. Úrgangur frá nátt- úrunni Morgunblaðið/Kristinn Vorverk Munið að flokka gras, greinar og annan úrgang úr garð- inum á réttan hátt. Sorpa sinnir ekki aðeins flokkun, endurnýtingu og urðun úrgangs og sorps, á vegum fyrirtækisins fer fram margháttuð starfsemi og allir hafa gott af að kíkja inn á vefsíðu fyrirtækisins til að læra meira um þessi atriði. Námsefni og fræðsla Þar að auki býður Sorpa upp á margs konar fræðslu og upplýs- ingaþjónustu fyrir hópa og er stærsti hópurinn sem sækir fræðslu til Sorpu nemendur grunnskólanna. Hægt er að panta tíma til að fá kynningu á þessum þætti í starf- semi fyrirtækisins. Helstu atriði í kynningarstarfseminni eru vett- vangsferðir grunnskólabarna, fræðsla fyrir nemendur vinnuskóla á eigendasvæði Sorpu og heimsókn- ir leikskólanema. En almanna- tengsl og gerð náms- og fræðslu- efnis skiptir einnig miklu máli. Fræðsla gegnir nefnilega veiga- miklu hlutverki þegar kemur að umhverfismálum. Gerumst vistvæn og ábyrg Sorpa leggur sitt af mörkum með því að bjóða upp á fræðslu þar sem fjallað er um umhverfissjónarmið við úrgangsmeðhöndlun á úrgangi með því að flokka og skila til end- urnýtingar. Á hverju ári koma um 2.500 einstaklingar á öllum aldri til þess að fræðast um hvað verður af úrgangi og sorpi, hvernig eigi að flokka hann og hvert hlutverk ein- staklings og samfélags sé í þessum efnum. Að sögn Sorpu er mark- miðið að þeir sem fræðsluna hljóta fái tilfinningu fyrir því hvernig þeir geti orðið ábyrgir og vistvænir neytendur. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að í fræðslunni sé skoðað hvernig hægt sé að lágmarka úrgang sem verður til hjá hverjum og einum og hvern- ig megi nýta það hráefni sem felst í úrgangi og sorpi á sem bestan hátt. Fræðsla á vegum Sorpu Morgunblaðið/Árni Sæberg Endurnýting Framleiðsla met- angass hjá Metani hf. í Álfsnesi á Kjalarnesi fullnægir þörf um 4.000 smærri ökutækja. Þegar ísskápurinn, frystikistan eða frystirinn eru hætt að gegna hlutverki sínu er ekki bara hægt að kasta þeim með öðru sorpi. Gömul kælitæki innihalda nefnilega kælimiðilinn freon en það er efni sem veldur eyðingu ósonlagsins. Ógnun við tilvist okkar allra Eins og flestir munu vita er eyðing ósonslagsins snar þáttur í þeim loftslagsbreytingum sem ógna tilvist margra samfélaga víða um heim og kunna að hafa ófyr- irsjáanlegar og uggvænlegar afleiðingar fyrir mann- kynið allt. Notkun freons hefur að mestu verið hætt í framleiðslu á nýjum kælitækjum, svo þau eru ekki eins „hættuleg“ og gömlu kælitækin. En kælitækin innihalda ýmis önnur efni sem eru skaðleg fyrir náttúruna og þar með okkur sjálf. Þau innihalda til dæmis olíu sem flokkast sem spilli- efni. Endurvinnsla og eyðing Kælitæki sem berast til Sorpu eru send til Efna- móttökunnar hf. sem flytur þau til fyrirtækisins Uniscrap í Danmörku. Þar er freon og olía tæmt úr skápunum og þessum efnum komið til eyðingar. Skáparnir sjálfir eru svo teknir í sundur og flokkaðir til endurvinnslu. Helstu endurvinnsluflokkar eru járn, ál, kopar og plast. Hvað á að gera við ónýt kælitæki? Morgunblaðið/Arnaldur Mengandi Gamlir ísskápar innihalda bæði freon og olíu, sem þarf að eyða sérstaklega. Þessi fær þó að standa á Árbæjarsafninu. Við erum öll neytendur og við þurfum öll að losa okkur við úrgang og sorp. Þar kemur Sorpa inn í myndina, alla- vega á höfuðborgarsvæðinu. Sorpa er framsækið fyrirtæki sem hefur sett sér að vinna að metnaðarfullum markmiðum til að þróa og auka gæði starfsemi sinnar. Í sátt við umhverfið Sorpa hefur sett sér stefnur í umhverfis- og öryggis- málum og stefnunum er fylgt eftir með framkvæmda- ráætlun, segir á vefsíðu fyrirtækisins. Umhverfisstefna Sorpu er orðuð á þann hátt að Sorpa vinni í sátt við umhverfið og með sjónarmið umhverf- isverndar og sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi. Öryggisstefna Sorpu er í stuttu máli á eftirfarandi hátt: Fyrirtækið á sífellt að vinna því að auka öryggi starfs- manna og viðskiptavina til að tryggja góða umgengni og öguð vinnubrögð, en þannig má fyrirbyggja óhöpp og slys á starfsstöðvum Sorpu. Morgunblaðið/EyþórMetan Þessi sorphirðubíll er knúinn metani sem framleitt er í Álfsnesi. Framsækið fyrirtæki í þágu umhverfisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.