Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 14
14|Morgunblaðið
Ánæstu árum mun Reykja-víkurborg stíga stór vist-væn skref og verða tilfyrirmyndar í umhverf-
ismálum, segir í boðskap borgaryf-
irvalda.
Ennfremur segir að um sé að
ræða áþreifanlegar aðgerðir sem
breyti borginni til muna og reynast
muni öllum borgarbúum vel til
langs tíma.
Strætó á að verða betri
Allar biðstöðvar strætisvagna
eiga að fá eigið nafn, sem birtist
meðal annars á ljósaskilti um borð í
vögnum. Allar lykilbiðstöðvar munu
birta rauntímaupplýsingar og
greiðslumáti í strætó verður auð-
veldaður. Strætó fær oftar forgang
í umferðinni á völdum stofn-
brautum.
Reykvískir námsmenn fá ókeypis
í strætó á haustmisseri 2007. Hvað
síðar verður mun koma í ljós, en
þetta er mikilvægt skref í þá átt að
auka notkun almannasamgangna og
draga þar með úr svifryki og meng-
un af völdum einkabílismans.
Verðlaun fyrir visthæfa bíla
Í stefnumótun borgaryfirvalda er
líka tekið á visthæfum bifreiðum, en
loftgæði framtíðarinnar byggjast
ekki bara á því að fjarlægja eða
takmarka notkun nagladekkja held-
ur líka á að ökumenn noti vistvæna
orkugjafa í akstri sínum.
Borgin vill því að ökumenn fái að
leggja visthæfum bifreiðum ókeypis
í bílastæði borgarinnar. Borgarbúar
verði með þeim hætti hvattir til að
aka um á visthæfum bílum sem
draga úr mengun, skapa minni há-
vaða og gera umhverfi okkar betra.
Visthæfir bílar eru skilgreindir
eftir eldsneytiseyðslu og eldsneyt-
isgerð, segir í stefnumótun borg-
arinnar, sem nefnd er „Græn
skref“.
Göngum og hjólum meira
Til þess að fleiri láti bílinn standa
heima þegar haldið er til vinnu eða
farið út í búð eru menn hvattir til að
ganga og hjóla meira. En í því sam-
bandi vill borgin koma með úrræði
sem auðvelda göngu og hjólreiðar.
Göngu- og hjólreiðastígurinn frá
Ægisíðu upp í Elliðarárdal verður
breikkaður, upphitaður og vatns-
hönum þar fjölgað. Göngu- og hjól-
reiðastígum verður sinnt eins og
götum borgarinnar allan ársins
hring. Gönguleiðir skólabarna verða
merktar og kynntar sérstaklega.
Göngustígar sem tengja búsetu-
svæði eldri borgara og nálæg úti-
vistarsvæði verða upphitaðir og
bekkjum og handriðum verður
komið fyrir. Merkingar göngu- og
hjólreiðastíga munu taka mið af
göngu og hjólreiðum sem sam-
göngumáta.
Þessar aðgerðir munu að sjálf-
sögðu taka sinn tíma, en markmiðin
eru skýr og þegar af verður mun
það áreiðanlega fá fleiri til að ganga
og hjóla en reyndin er í dag.
Lifandi og skemmtileg borg
En til þess að geta gengið er
nauðsynlegt að bægja bílaumferð-
inni frá, alla vega á stöku stöðum.
Þannig verður Pósthússtræti
meðfram Austurvelli gert að göngu-
götu í miðbæ Reykjavíkur á góð-
viðrisdögum.
Mikilsvert er að spyrja neyt-
endur, eða borgarbúa, um vilja
þeirra og þarfir þegar slíkar um-
bætur eru gerðar.
Í þeim anda verður Miklatún
endurskipulagt í samráði við íbúa
og kaffihúsi komið á laggirnar í
Hljómskálagarðinum.
Eins er mikilvægt að borgarbúar
kynnist borginni og nýti hana á
skemmtilegan og fróðlegan hátt.
Þess vegna verður hrint af stað
átaki í að koma upp umhverfis- og
söguskiltum í borginni. Útivist-
arsvæðin verða líka gerð aðgengi-
legri og skemmtilegri, meðal ann-
ars verður útivistarsvæðið á
Gufunesi klárað og skilyrði til fugla-
lífs og fuglaskoðunar í Vatnsmýr-
inni og á Tjörninni verða bætt.
Betra loft fyrir alla borgarbúa
Stefnumótun borgaryfirvalda
gerir ráð fyrir því að spornað verði
við notkun nagladekkja í samráði
við ríki og önnur sveitarfélög. Að-
gengi borgarbúa að upplýsingum
um umhverfisgæði verði einnig auk-
ið.
Þá er ætlunin að móta heildstæða
loftslagsáætlun fyrir Reykjavík-
urborg til tíu ára til að draga úr los-
un á gróðurhúsalofttegundum.
Til að tryggja varanleg loftgæði í
borginni verða 500.000 tré gróð-
ursett í landi Reykjavíkur til auk-
innar skjólmyndunar, meiri skóg-
ræktar og bindingar koltvísýrings.
Einnig er hugað að innilofti, bæði
í skólum, skrifstofum, stofnunum og
öðrum byggingum borgarinnar.
Ætlunin er að hafa virkt eftirlit
með innilofti í öllum byggingum
Reykjavíkurborgar til frambúðar.
Endurvinnslan verði stórbætt
Flokkun sorps hefur ekki verið
styrkur borgarbúa fram að þessu,
en úr því skal nú bætt, verði vilji
borgaryfirvalda.
Bæta á þjónustu við sorphirðu til
að auka endurvinnslu sorps af öllu
tagi.
Boðið verður upp á bláar tunnur
fyrir dagblöð frá heimilum og þjón-
usta á grenndarstöðvum verður
aukin.
Til þess að auðvelda aukna end-
urvinnslu heimilanna eiga sorp-
hirðugjöld að taka aukið mið af
raunkostnaði af þjónustu og meng-
un í framtíðinni. Græn og blá tunna
mun verða ódýrari en ein svört
tunna og tunnugjald mun taka mið
af fyrirhöfn við sorphirðu við að
sækja tunnur við heimili fólks.
Fólk er einnig hvatt til að hyggja
betur að flokkun úrgangs og sorps
og í raun verðlaunað með betra
gjaldakerfi en hingað til.
Vilja að hverfin séu vistvæn
Í stefnumótuninni „Græn skref“
segir að nýtt aðalskipulag Reykja-
víkur verði unnið frá grunni með
sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Þétt-
ing byggðar, blanda íbúðar- og at-
vinnuhúsnæðis, virðing fyrir hjól-
andi og gangandi umferð,
endurvinnsla og græn svæði verði
lykilhugtök í nýjum hverfum
Reykjavíkurborgar.
Þá á að gera átak í daglegu um-
hverfi barna og gera það vistvænna.
Lóðir grunn- og leikskóla á að
endurbæta. Skólar eiga að bjóða
markvisst upp á lífrænt ræktuð
matvæli og birta næringargildi fæð-
unnar á heimasíðum sínum. Öll
hverfi eiga að fá eigið náttúrusvæði
til útikennslu og umhverfisfræðslu.
Allir leikskólar í Reykjavík verða
látnir nota vistvæn efni við þrif.
Hrein og fögur borg
Heyrst hefur að Reykjavík sé
meðal sóðalegustu höfuðborga álf-
unnar og borgaryfirvöld vilja herða
róðurinn til þess að sporna við
þessu. Það verður helst gert með
þátttöku allra íbúa borgarinnar, en
að sjálfsögðu leggja yfirvöld sitt af
mörkum í þessum efnum.
Hreinsunar- og fegrunarátak
borgarinnar „Tökum upp hanskann
fyrir Reykjavík“ heldur áfram og
öll hverfi borgarinnar eiga að fá
andlitslyftingu.
Reykjavíkurborg setur sér að
markmiði að vera til fyrirmyndar.
Til þess að gera þetta verða settar
nýjar innkaupareglur fyrir borgina
og innleiða vistvæn innkaup sem
meginreglu.
Markmiðið er að meirihluti bíla-
flota Reykjavíkurborgar verði vist-
hæfur og Reykjavíkurborg skuld-
bindur sig til að draga úr útblæstri
koltvísýrings í rekstri sínum.
Í útboðum á hönnun nýrra mann-
virkja borgarinnar verða sett inn
umhverfisskilyrði, til að mynda við
val á byggingarefni og orkunotkun.
Ný mannvirki í borginni eiga einnig
að taka mið af hjólreiðum sem sam-
göngutæki.
Mikilvæg Græn skref í Reykjavík
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ódýrara Bráðum koma bláar tunnur. Græn og blá tunna mun verða ódýrari en ein svört tunna.
Morgunblaðið/Eggert
Ókeypis Strætó fær oftar forgang í umferðinni og reykvískir námsmenn
fá að nota vagnana ókeypis á haustmisseri 2007 að minnsta kosti.
Morgunblaðið/Þorkell
Útivist Göngum og hjólum meira.
Göngu- og hjólreiðastígum verður
sinnt eins og götum borgarinnar