Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 19
Morgunblaðið |19 Rafmagn er hægt að framleiða á ýmsan hátt, t.d. með hreinni vatns- orku eins og hér á landi eða með kolum eða kjarnorku. Ókosturinn við að framleiða rafmagn með kol- um er að þá minnkar ekki losun gróðurhúsalofttegunda. Fram- leiðsla rafmagns í kjarnorkuverum verður sífellt óvinsælli um allan heim vegna úrgangsins. Dreifikerfið krefst innstungna Það er það sama og dreifikerfi rafmagns almennt. Rafmagns- innstungur eru úti um allt. Setja þarf upp sérstaka rafmagnsstaura við bílastæði til að hlaða bílana þar sem það á við. Rafmagnsbílar sem nýta ein- göngu rafmagn hafa átt erfitt upp- dráttar. Hér á eftir verður fjallað um „hreina rafmagnsbíla og bíla sem kalla má afsprengi þeirra“. Bílar sem nýta eingöngu raf- magn hafa ekki selst í miklu magni enn sem komið er. Ekki hefur tekist að þróa rafgeyma sem geta geymt nægjanlega mikla orku til að hægt sé að aka þeim jafn langt og hefð- bundnum bílum. Einnig hafa þeir verið ýmsum öðrum takmörkunum háðir. Ekki síst hvað varðar farang- ursrýmið sem tengist þeim fjölda rafgeyma sem þeir þurfa að bera. Það skýrir einnig hátt verð þeirra og þá staðreynd að þeir eru ekki fjöldaframleiddir. Hafa verður í huga að ef rafmagnið er framleitt með kolum leysir það ekki vandann um losun koltvíoxíðs. En til eru einnig tvíorkubílar sem ganga fyrir rafmagni og bensíni. Þessir bílar eru í raun bensínbílar með rafvél. Þeim er ætlað að leysa vandann varðandi aksturs- vegalengd rafmagnsbíla. Rafvélin er virk upp að vissum hámarks- hraða sem er algengastur 40–50 km á klst. Þegar hraðinn er orðinn meiri skiptir bíllinn sjálfur yfir á bensínbrennslu en rafmótorinn styður þó áfram við vélina. Bíllinn notar hemlaorkuna til að hlaða raf- geymana aftur. Sparnaðurinn verð- ur mestur í borgarakstri því þá er keyrt á minni hraða og oftar stopp- að. Og þá gengur bíllinn bara á raf- magni. Að öðrum kosti er bíllinn eins og venjulegur bensínbíll. Lítill ávinningur verður vegna losunar gróðurhúsalofttegunda ef að jafn- aði er keyrð langkeyrsla á yfir 50 km hraða. Tvíorkubílar sem ganga fyrir rafmagni og dísil eru líka fram- leiddir. Um þá gildir það sama og um tvíorkubíla sem ganga fyrir raf- magni og bensíni nema að í stað bensíns er dísilolía notuð. Slíkir bílar eru aðeins til á teikniborðinu. Þá eru einnig til tengil-tvíorku- bílar (Plug-In Hybrid Electric Ve- hicles) og enn og aftur er um að ræða afsprengi rafmagnsbíla. Ten- gil-tvíorkubílar eru nær hreinum rafmagnsbílum þar sem þeir hafa stærri rafvél. Bensín- eða vetn- ishluti vélarinnar er aðeins nýttur þegar vélin er undir meira álagi og hleður þá um leið rafgeyma. Hægt er að stinga þessum bílum í sam- band og hlaða þá. Að öðru leyti verka þeir eins og tvíorkubílar og nota hemlaorkuna til að hlaða geymana. Bílana má hlaða yfir nótt svo hægt sé að aka lengur á raf- magni. Óvíst er hvort hámarks- hraðinn verður meiri. Slíkir bílar eru ekki komnir á markaðinn. Ford Motor Company, Toyota Motor Corp. og General Motors hafa þó kynnt þróunarútgáfur sem líklegt er að komi á götuna um 2010. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Rafbíll Rafbíllinn Think er norsk hönnun og framleiðsla sem Ford hefur nú tekið við. Rafmagnsbílar Í KRAFTI fiEKKINGAR Reynsla og flekking okkar Íslendinga á svi›i jar›varmaorku er einstök. Geysir Green Energy n‡tir flessa flekkingu í alfljó›legu samhengi og tekur virkan flátt í n‡tingu jar›varma ví›s vegar um heiminn. Verkefni okkar er a› sameina hagsmuni fjárfesta og flarfir neytenda fyrir hagkvæma orku ásamt tillitssemi gagnvart umhverfinu og orkulindum jar›ar. GRÆN ORKA www.geysirgreenenergy.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.