Morgunblaðið - 02.05.2007, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Next kl. 8 og 10 B.i. 14 ára
Shooter kl. 8 og 10:15 B.i. 16 ára
Perfect Stranger kl. 6 B.i. 16 ára
Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6
Next kl. 5.45, 8, og 10.15 B.i. 14 ára
Next LÚXUS kl. 5.45, 8, og 10.15
Pathfinder kl. 5.45, 8, og 10.15 B.i. 16 ára
The Hills Have Eyes 2 kl. 8, og 10.10 B.i. 18 ára
Perfect Stranger kl. 8, og 10.30 B.i. 16 ára
Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 3.45
Sunshine kl. 5.50 B.i. 16 ára
TMNT kl. 4 og 6 B.i. 7 ára
Pathfinder kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára
Inland Empier kl. 6 og 9 B.i. 16 ára
The Hills Have Eyes 2 kl. 8 og 10 B.i. 18 ára
Perfect Stranger kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára
Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6
TMNT kl. 6 B.i. 7 ára
Science of Sleep kl. 6 B.i. 7 ára
* Gildir á allar sýningar
í Regnboganum merktar
með rauðu
450 KR.
Í BÍÓ
*
- Kauptu bíómiðann á netinu
ÍSLEN
SKT
TAL
NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL
SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI
EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER
GOÐSÖGNIN UM ÍSLENSKU VÍKINGANA LIFIR GÓÐU
LÍFI Í ÞESSARI KYNGIMÖGNUÐU HASARMYND!
Í KJÖLFAR 300 KEMUR PATHFINDER
TVEIR HEIMAR
EITT STRÍÐ
LOKAORUSTAN
ER HAFIN!
Stranglega bönnuð innan 18 ára!
eee
EMIPIRE
Hve
langt
myndir
þú ganga?
SÓLIN ER AÐ DEYJA.
ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI?
eeee
V.J.V. Topp5.is D.Ö.J. Kvikmyndir.com
M A R K W A H L B E R G
eeee
SV, MBL
eee
MMJ, Kvikmyndir.com
eee
LIB Topp5.is
LA SCIENCE DES REVES
eeee
- H.J., Mbl
eee
- Ólafur H.Torfason
eeee
- K.H.H., Fbl
STURLAÐ STÓRVELDI
NÝJASTA ÞREKVIRKIÐ FRÁ MEISTARA DAVID LYNCH.
eeee
„Marglaga listaverk...
Laura Dern er mögnuð!“
K.H.H, FBL
eeee
„Knýjandi og
áhrifaríkt verk!”
H.J., MBL
Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000
Miðasala í Smárabíó og Regnbogann
Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. The Children of Húrin – J.R.R.
Tolkien.
2. The Woods – Harlan Coben.
3. I Heard That Song Before –
Mary Higgins Clark.
4. The Good Husband Of Zebra
Drive – Alexander McCall
Smith.
5. Nineteen Minutes – Jodi
Picoult.
6 . Obsession – Jonathan Kell-
erman.
7. Fresh Disasters – Stuart Woods.
8. Kingdom Come – Tim LaHaye
og Jerry B. Jenkins.
9. Sleeping With Strangers – Eric
Jerome Dickey.
New York Times
1. Harry Potter and the Deathly
Hallows – J.K. Rowling.
2. Harry Potter and the Deathly
Hallows – J.K. Rowling.
3. On Chesil Beach – Ian
McEwan.
4. The Interpretation of Murder –
Jed Rubenfeld.
5. The Children of Húrin – J.R.R.
Tolkien.
6. Change the World for a Fiver:
We are What We Do.
7. The Quest – Wilbur Smith.
8. Sovereign – C.J. Sansom.
9. Suite Francaise – Irene Nem-
irovsky.
Waterstone’s
1. The Naming of the Dead –
Ian Rankin.
2. 5’th Horseman – James
Patterson.
3. At Risk – Patricia Cornwell
4. Judge and Jury – James
Patterson.
5. On Chesil Beach – Ian McEwan.
6. Echo Park – Michael Connelly.
7. The Night Gardener – George
Pelecanos.
8. The American – Andrew Britton.
9. The Book of Lost Things – John
Connolly.
Eymundsson
THE RAW Shark Texts hefst þar sem
maður vaknar minnislaus og rekur augun í
miða þar sem honum er bent á að leita til til-
tekins sáfræðings vegna minnisleysisins og
undir skrifar hann sjálfur: „Hinn fyrsti Eric
Sanderson“ stendur
ritað. Ekki líður á
löngu þar til honum
berst annar póstur frá
honum sjálfum þar
sem hann er varaður
við að trúa því sem
sálfræðingurinn segir
og síðan bréf eftir
bréf sem púsla saman
mynd sem er heldur
en ekki ógnvekjandi – á eftir honum er rán-
fiskur, hákarl, hugmyndafræðilegur hákarl,
hugmyndahákarl, sem sækist eftir persónu-
leika hans og ekki gott að komast undan.
Eftir því sem líður á bókina vakna síðan
spurningar – hver er Eric Sanderson númer
tvö? Er hann lifandi? Kannski aðeins það
sem eftir var af Eric Sanderson númer eitt,
ómeltar minningar eða leifar af persónu-
leika?
Grunnhugmyndin í bókinni er bráðsnjöll
og eins allur frágangur. Hún heldur manni í
heljargreipum frá fyrstu setningu og bókina
í gegn og þó fléttan í sögunni hljómi sér-
kennilega þegar henni er lýst fyrir öðrum þá
er hún fullkomlega rökrétt í bókinni og fram-
vindan sannfærandi, ógnin áþreifanleg. Útlit
bókarinnar er líka vel heppnað og frágangur
skemmtilegur, hrár frágangur á einkar vel
við söguþráðinn og það hvernig hákarlinn
birtist er hrein snilld, týpógrafísk snilld.
Það kemur ekki á óvart að mikið hafi verið
látið með þessa bók og eðlilegt að menn spái í
að kvikmynda hana, eins og stendur reyndar
til að mér skilst (Nikole Kidman bað höfund-
inn víst að skrifa hana upp með konu sem að-
alpersónu til að leika það hlutverk sjálf í fyr-
irhugaðri kvikmynd).
Hugmynda-
fræðilegur
ránfiskur
The Raw Shark Texts eftir Steven Hall. Canongate
gefur út 2007.
Árni Matthíasson
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
EFLAUST hefur það vakið at-
hygli einhverra að á metsölulistum
Eymundsson hefur birst öðru
hvoru undanfarið Múmínálfabók á
ensku, Moomin – The Complete
Tove Jansson Comic Strip. Bókin
sú barst hingað til lands snemma á
árinu og hefur dottið inn og út af
listanum undanfarið, inn vegna
vinsælda sinna og út þegar upp-
lagið hefur klárast og beðið er eftir
nýju. Það er því ljóst að Múmínálf-
arnir eru mönnum enn í fersku
minni hér á landi sem og erlendis,
þó rúmir sex áratugir séu liðnir frá
því fyrsta sagan af þeim kom út.
Múmínálfarnir
í Múmíndalnum
Múmínálfarnir búa í Múm-
índalnum þó þeir flækist annars
víða. Þeir eru einskonar tröll upp á
skandínavískan máta, þó þeir líkist
óneitanlega frekar flóðhestum en
tröllum. Lífið í Múmíndal er
áhyggjulaust, en þó finnur fjöl-
skyldan ýmsar leiðir til að skapa
sér áhyggjur og kemst í ótrúleg-
ustu vandræði. Grunnþema bók-
anna er umburðarlyndi, nægju-
semi og það að vera sjálfum sér
nógur. Auður og völd eru nokkuð
sem enginn hefur áhuga á í Múm-
índal, eða í það minnsta enginn
sem er með réttu ráði, og ver-
aldleg gæði eru í litlum metum.
Finnska listakonan og rithöf-
undurinn Tove Jansson, sem lést
árið 2001, 86 ára að aldri, var kom-
in af listafólki. Hún var sænsku-
mælandi Finni og skrifaði því bæk-
ur sínar á sænsku, en ól allan sinn
aldur í Finnlandi, aðallega í Hels-
inki, en dvaldist líka langdvölum á
eynni Klovharu. Hún stundaði list-
nám og starfaði síðan við skop-
teikningar fyrir tímarit og mynd-
skreytti barnabækur áður en hún
tók að semja eigin bækur.
Byrjað á halastjörnu
Fyrsta múmínfígúran var eins-
konar viðhengi við undirskrift
Tove Jansson á skopteikningum,
en fékk síðan sjálfstætt líf í bókinni
Småtrollen och den stora övers-
vämningen sem kom út 1945. Ári
síðar kom svo Halastjarnan, Ko-
metjakten eða Kometen kommer,
og svo sjö bækur til fram til 1970,
en í síðustu bókinni, Sent i nov-
ember, en Múmínfjölskyldan
reyndar hvergi nærri.
Jansson myndskreytti bæk-
urnar sjálf og sendi einnig frá sér
fjórar myndabækur þar sem
Múmínálfarnir voru í aðalhlutverki
og eins teiknimynd fyrir dagblað.
Hún kom þannig til að Lund-
únablaðið The Evening News fór
þess á leit við hana 1954 að hún
teiknaði fyrir blaðið daglega seríu
um Múmínálfana og ævintýri
þeirra. Hún tók því boði og hélt úti
ræmu allt til 1959 að hún var búin
að fá nóg, fannst sá agi sem þarf til
að halda úti slíku verki stangast á
við það líf sem hún helst vildi lifa,
skerti frelsi hennar um of. Hún
fékk því Lars bróður sinn til að
taka við seríunni og hann hélt
áfram allt til 1975, en hann stældi
stíl hennar mjög vel.
Moomin – The Complete Tove
Jansson Comic Strip, sem kan-
adíska fyrirtækið Drawn and
Quarterly gefur út, en fyrsta bind-
ið í útgáfuröð sem rúma á allar
teikningarnar úr The Evening
News. Fyrsta bókin kom út
skömmu fyrir síðustu áramót og sú
næsta kemur út í haust. Alls verða
bækurnar sex.
Teiknimyndaröð í sjö bindum
Múmínálfarnir hafa birst víðar
en í bókum Tove Jansson og
teiknimyndaræmum því til eru
bíómyndir, teiknimyndablöð, sjón-
varpsþættir, brúðuleikhúsþættir
og óteljandi fígúrur úr ýmsum
efnivið sem hægt er að safna. Álf-
arnir hafa notið vinsælda víðar en í
heimalandi sínu; til að mynda hafa
þeir verið gríðarlega vinsælir í
Japan, Þýskalandi, Sovétríkjunum
/ Rússlandi, Englandi og Banda-
ríkjunum svo dæmi séu tekin. Hér
á landi nutu bækur Tove Jansson
líka vinsælda á sínum tíma, en þær
komu út á vegum Arnar og Örlygs
á áttunda áratugnum og Máls og
menningar á þeim tíunda.
Forvitnilegar bækur: Moomin –
The Complete Tove Jansson Comic Strip
Múmínálfarnir snúa aftur