Morgunblaðið - 02.05.2007, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
H ö n n u n / S m í ð i / V i ð g e r ð i r / Þ j ó n u s t a
Þorlákshöfn | Áframhaldandi mok-
fiskirí er rétt utan við hafnar-
mynnið í Þorlákshöfn. Hvanney SF
kom í land í kvöld með um 30 tonn
af slægðum fiski. Þorsteinn Guð-
mundsson skipstjóri sagði að þetta
væri hreint ævintýri.
„Við komum á miðin hérna á
fimmtudaginn var og erum búnir
að landa um 210 tonnum. Fiskurinn
er vænn eða um og yfir sjö kíló-
grömm, við höfum slægt allan fisk-
inn í þrem síðustu túrum og bætt-
um við einum manni þannig að í
dag erum við 11 í áhöfninni.
Það tekur okkur aðeins tíu mín-
útur að sigla á miðin. Ég hef aldrei
kynnst þessu fyrr – miðin nánast
við bæjardyrnar, við erum tvær sjó-
mílur frá hafnarkjaftinum þegar
við látum fyrstu trossuna gossa.
Þetta er magnað.
Þar sem allur aflinn er slægður
núna er mannskapurinn orðinn
þreyttur en við reynum að vinna
það upp, til að mynda fáum við
löndunargengið hérna til að landa
fyrir okkur núna, það munar um
allt. Við leggjum þetta bara hérna
vestur með ströndinni, að Háaleiti.
Við fréttum af góðu fiskiríi smá-
bátanna hérna og þar sem við vor-
um búnir í netarallinu og áttum
ekki að byrja á humrinum strax þá
var þetta kærkomið. Aflinn er allur
keyrður með flutningabílum og
unninn hjá Skinney Þinganesi, sem
á bátinn.
Ljósmynd/Jón H. Sigurmundsson
Bátarnir Hvanney á leið til hafnar og annar bátur á útleið.
Ljósmynd/Jón H. Sigurmundsson
Veiðar Þeir voru þreyttir en ánægðir, karlarnir á Hvanney SH frá Hornafirði, á bryggjunni í Þorlákshöfn. Hver
væri það ekki eftir að hafa aflað um 210 tonna af góðum fiski á fimm dögum. Á myndina vantar nokkra skipverja
en eldhress bílstjóri, Haukur, bættist í hópinn. Þorsteinn Guðmundsson skipstjóri er annar frá hægri.
Hreint ævintýri
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
MIKIL umsvif eru hjá útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækinu Kræki. Það
er með útgerð og fiskmarkað í
Grímsey og fiskverkun á Dalvík.
Henning Jóhannesson er þar í far-
arbroddi og stjórnar fiskvinnslunni á
Dalvík. „Það er fjölskyldan öll orðin í
þessu, jafnt í Grímsey sem á Dalvík.
Við rekum fiskmarkað og útgerðina í
Grímsey. Sonurinn Henning sér um
fiskmarkaðinn og synirnir Jóhannes
og Sigurður eru með bátana og eig-
inkonan, Guðrún Gísladóttir, stýrir
útgerðinni með þeim í eyjunni,“ seg-
ir Henning.
Krækir hóf starfsemi sína í núver-
andi húsnæði á Dalvík fyrir rúmu
ári. Þar er unninn þorskur, ýsa og
steinbítur, í flug og frystingu. Unnin
eru um 2.000 tonn á ári.
Veðurguðirnir ráða miklu
„Veðurguðirnir ráða gangi mála
mikið hjá okkur. Við erum með
þannig útgerð, smábáta í litla kerf-
inu. Við erum með þrjá báta, en ger-
um aðeins tvo þeirra út núna. Það
hefur verið erfitt með leigukvóta, en
þriðja bátinn ætluðum við að gera út
á leiguna. Veðráttan búinn að vera
voða leiðinleg við okkur í vetur, mjög
vindasamt og erfitt að sækja. Þetta
er eitthvað að lagast núna.“
Bátarnir eru gerðir út frá Grímsey
og fiskurinn fluttur í land með Sæ-
fara. Fyrirtækið hefur líka verið að
kaupa á mörkuðum og verið með
báta í viðskiptum austur á fjörðum,
allt austur á Djúpavog. Þeir fá stein-
bítinn að austan.
Mest unnið ferskt í flug
„Uppistaðan í vinnslunni er fersk-
ur fiskur í flug, nokkuð fer í frost og
svo erum við lítillega í salti líka. Við
stílum upp á að koma sem mestu í
flugið, því það gefur bezt. Það eru
mest hnakkastykkin sem fara í flug-
ið. Það sem ekki gengur í flugið fer í
saltið hjá okkur eða frostið. Við höld-
um okkur við þessar þrjár tegundir
og vinnslan er nokkuð fjölbreytt. Við
nýtum svo allt sem nýtanlegt er,
hausa og fleira. Við erum með fés,
kinnar og gellur. Það eina sem við
erum ekki farnir að nýta eru stein-
bítshausarnir, en kinnarnar af þeim
eru mjög góðar.
Það gengur ekki að vera með
svona fiskvinnslu úti í Grímsey.
Bæði hamlar veðráttan ferðum í land
of mikið og svo vantar mannafla.Við
með dálítið af Pólverjum í vinnslunni
á Dalvík, líklega 17 eins og er. Þegar
mest er eru 50 manns í vinnu hjá
okkur þar í allt, en í vetur milli 25 til
30. Það er fyrir utan útgerð og ann-
að, en það eru um 20 í Grímsey, sem
eru við þetta hjá okkur. Það er því í
nógu að snúast.
Tregara fiskirí
Markaðurinn fyrir afurðirnar er
góður. Afkoman er þó ekkert til að
hrópa húrra yfir. Það hefur verið
mikil spenna í þessu að undanförnu
og samkeppni um fiskinn mikil. Það
sem hefur verið að hrjá okkur mest
frá því í haust er veðráttan. Það hafa
nánast verið samfelldar bölvaðar
brælur frá því í október. Mjög
ógæftasamt fyrir þessa smærri báta.
Fiskirí hérna fyrir Norðurlandi er
líka bara miklu tregara en það hefur
verið undanfarin ár. Fiskigengdin
hefur verið minni. Svo hefur veðr-
áttan verið það slæm að beztu tím-
arnir úr árinu hafa horfið í brælu.
Það hefur líka háð okkur að mjög
lítið framboð hefur verið á leigu-
kvóta og verð það hátt, að menn sjá
ekki tilganginn í því að vera að gera
út á leiguna. Það er bara ekki að gera
sig. Leiguverð er orðið allt of hátt og
því liggur þriðji báturinn hjá okkur.
Við ráðum ekki við þetta háa verð.
Gangverðið á þorskinum í litla kerf-
inu er komið í 160 til 170 krónur. Það
er nokkuð sem við ráðum ekki við.
Það er alveg út úr kortinu.
Við erum annars bara bjartsýnir í
þessu. Vonumst til þess að veðrátta
og annað fari að lagast og það sé
komið sumar. Veðrið í vetur er það
sem hefur verið að skekkja mynd-
ina,“ segir Henning Jóhannesson.
Beztu tímarnir á árinu
hafa horfið í brælu
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Þorskur Fiskurinn er flakaður og beztu stykkin send utan í flugi.
Í HNOTSKURN
»Uppistaðan í vinnslunni erferskur fiskur í flug, nokk-
uð fer í frost og svo erum við
lítillega í salti líka
»Það sem hefur verið aðhrjá okkur mest frá því í
haust er veðráttan. Það hafa
nánast verið samfelldar bölv-
aðar brælur frá því í október
»Gangverðið á þorskinum ílitla kerfinu er komið í 160
til 170 krónur. Það er nokkuð
sem við ráðum ekki við. Það er
alveg út úr kortinu.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Steinbítur Töluvert er unnið af steinbít hjá Kræki og er hann flakaður.