Morgunblaðið - 02.05.2007, Síða 21

Morgunblaðið - 02.05.2007, Síða 21
tíska MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 21 SUMARNÁMSKEIÐ FRÁ 4. – 15. JÚNÍ. Framhaldsnemendur frá kl. 9:00 – 14:45. 12 ára og eldri frá kl. 10:00 – 15:15. Framhaldsnemendur á nútímabraut frá kl. 17:00 – 21:30. NÁMSKEIÐ Í SKAPANDI BALLET FYRIR 8 – 11 ÁRA FRÁ 18. – 29. JÚNÍ. Kennt verður frá kl. 9:00 – 12:00. Námskeiðið er byggt á balletverkinu Þyrnirós og fá nemendur að kynnast tónlistinni, sögunni og öllu sem viðvíkur verkinu. Álfabakka 14a og Grensásvegi 14 - sími 587 9030 - www.ballet.is - signy@ballet.is - gudbjorg@ballet.is Vorsýning Klassíska listdansskólans verður haldin í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 2. maí kl 18:00. ALLIR VELKOMNIR. < > A U G LÝ SI N G A ST O FA N D A G SV E R K – K L0 1 0 5 0 7 INNTÖKUPRÓF vegna haustannar Klassíska listdansskólans verður haldið 19. maí 2007. Framhaldsdeild frá kl. 9:00 – 12:30. 1. til 4. stig frá 9 ára aldri (1998) frá kl. 13:00 – 15:00. FRAMHALDSKÓLANEMENDUR ATHUGIÐ: Við erum með undirbúningskennslu í nútímadansi og klassískum ballet fyrir listdansbraut framhaldsskólanna frá og með 7. maí. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu skólans, www.ballet.is Tískuvikan í Sydney í Ástralíu stendur yfir þessa dagana en sjötíu og sex hönnuðir kynna framleiðslu sína. Léttleiki var áberandi á tísku- pöllunum í gær, fatnaður sem minnir á þá árstíð sem er að bresta á hérna megin á hnettinum, sum- arið. Blóm Léttur kjóll fyrir heita sum- ardaga. Hannað undir vörumerk- inu Maurie and Eve Áströlsk hönnun Rautt Hönnun sem kynnt var undir heitinu Bowie. Reuters Seiðandi Sparilegur sumarklæðn- aður frá Bowie. Sumarlegt Hárskraut sem fylgdi með klæðnaði frá hönnuði sem framleiðir fatnað undir merkinu Milk and Honey Hálfdan Ármann Björnsson varað slóðadraga tún og gleymdi tímanum við þetta: Hvernig svosem kosning vorsins fer, hér kemur sumar eftir þessa glímu. Þá jörðin aftur klæðist grænni grímu og gefur vöxt, ef nógur skítur er. Þá verður eitthvað upp í dalli hrist, en áfram þjóð mun nýta frjóva völlu. Sjálfgefin pylsa, bláleit, ein með öllu, áfram mun verða snædd af bestu lyst. Hátt yfir landið veiðifálkinn fer, á fjaðraskrautið horfir bústinn lýður. Hljóðlátir aldnir horfa í gaupnir sér. Ómar í lofti, syngur söngfugl hver. Sólrún í heiði öllum faðminn býður. Góður við beinið guðjón sérhver er. Kristján Eiríksson bætir við annarri sonnettu: Já, hverjir munu fagna frægum sigri og fylkja liði sínu best af öllum, þar garpa hvetur Grímur rómi snjöllum, og Guðjón Vestfirðinga kappinn digri? Þó flestum víst mun hetjum hættuligri herkænust Ingibjörg á stríðsins völlum og knár sem svífur ofar efstu fjöllum Ómar á Frúnni búinn grænum vigri. Já, hver skyldi að lyktum standa uppi einn albúinn til að sigla þjóðarfleyi um brimrót þar sem báran aldrei deyr? Sá mun að lokum skína bjartur beinn í brúnni og stýra á fögrum sumardegi skipinu um haf með höfðingjanum Geir. VÍSNAHORN Sonnettur og pólitík pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.