Morgunblaðið - 02.05.2007, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Súsanna Þor-láksdóttir fædd-
ist á Siglufirði 17.
mars 1929. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Garðvangi í
Garði 7. apríl sl.
Foreldrar Sú-
sönnu voru Þorlák-
ur Guðmundsson, f. í
Saurbæ, Skaga-
strönd, 22.7. 1894, d.
5.6. 1994, og Guðrún
Jóhannsdóttir, f. á
Ljótsstöðum á Höfð-
aströnd, 6.6. 1897, d.
5.4. 1963. Systkini Súsönnu eru:
Ingimar, f. 1924. Guðrún Jóhanna,
f. 1925. Ingiberg Andres, f. 1926, d.
1963. Pálína Sigrún, f. 1928.
Sveinn Jóhann, f. 1930. Pétur Þór,
f. 1932, d. 1953. Karl Ásmundur, f.
1973, og Ásdísi Ósk, f. 1984, og
eiga þau sjö barnabörn. 2. Halldór,
f. 9.9. 1950, á hann eina dóttur,
Viktoríu, f. 1992. 3. Þorlákur, f.
30.11. 1952, kvæntur Mariu Fa-
tima, f. 1970, hann á einn son,
Kristin Má, f. 1982. 4. Guðrún Pál-
ína, f. 26.5. 1955, hennar börn eru
Georg, f. 1975, Karl Halldór, f.
1977, Svanhildur, f. 1981, Pétur
Þór, f. 1992, og á hún sjö barna-
börn. 5. Pétur Þór, f. 4.4. 1957, d.
16.8. 1977, hann átti hann einn son,
Ólaf Ragnar, f. 27.3. 1976, d. 12.3.
2002. 6. Súsanna Karlotta, f. 25.12.
1958, maki hennar Jan Inge And-
ersen, f. 1953, þau eiga fjórar dæt-
ur, Karlottu, f. 1976, Therese, f.
1977, Guðrúnu Bjarneyju, f. 1977,
og Jennifer, f. 1981, og eiga þau
fjögur barnabörn. 7. Andrea, f. 4.2.
1964, gift Ragnari Júníussyni, f.
1963, þau eiga tvær dætur, Agnesi
Ósk, f. 1983, og Regínu, f. 1987.
Útför Súsönnu hefur farið fram í
kyrrþey.
1935. Sigurður
Snorri, f. 1936.
Skjöldur Kristinn, f.
1937, d. 2003.
Súsanna var á
Siglufirði til 15 ára
aldurs en fór þá til
Reykjavíkur að
vinna. Ári seinna
fluttist hún til Kefla-
víkur og bjó þar alla
tíð. 17 ára gömul
kynntist Súsanna
Karli Halldórssyni, f.
24.3. 1923, d. 19.6.
1975. Tveimur árum
seinna gengu þau í hjónaband. Þau
eignuðust sjö börn. Þau eru: 1. Ólöf
Gíslína, f. 13.7. 1948, gift Vali Þor-
geirssyni, f. 1946, þau eiga fjögur
börn: Karl Halldór, f. 1968, Þor-
geir Ragnar, f. 1970, Súsönnu, f.
Hvað ég sakna þín, elsku mamma.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir okkur.
Nú erum við búin að búa í Svíþjóð
í 28 ár. Þú skammaðir mig stundum
fyrir að vera orðin svolítið rugluð í
íslensku. Stelpurnar þínar tala ekki
íslensku, að ég skuli ekki skammast
mín. Elsku mamma, þú gast talað við
þær, meira að segja í síma. Þú og
Pinge sátuð við eldhúsborðið og
spjölluðuð saman, hann sænsku og
þú íslensku, þið skilduð hvort annað
og það fannst mér frábært. Þú hafðir
alltaf áhyggjur af okkur. Alltaf að
hugsa um að við ættum hangikjöt og
læri til jólanna. Ekki gleymdir þú
stelpunum, jólagjafir og páskaegg
sendir þú alltaf til þeirra. Takk elsku
mamma og amma.
Ég var allt of langt í burtu frá þér,
ég gat ekki heimsótt þig eins oft og
ég hefði viljað. Við komum heim árið
2000 þegar þú lentir á sjúkrahúsi í
Reykjavík, þá var ég hrædd um að
þú mundir fara. En þú varst svo
sterk þá eins og alltaf. Andrea sagði
við þig þegar þú vaknaðir að við
hefðum verið heima. Þú gast varla
talað en hringdir samt og baðst af-
sökunar á að vera ekki vakandi þeg-
ar við komum í heimsókn. Þú varst
frábær, alltaf að biðjast afsökunar,
þú hugsaðir meira um alla aðra en
þig sjálfa.
Á þessum sjö árum hefur heilsu
þinni bara hrakað. Um páskana í
fyrra gátum við talað saman. Í end-
aðan febrúar í ár gat ég séð að ekki
væri langt eftir. Andrea og ég vorum
hjá þér hvern einasta dag og stund-
um tvisvar á dag. Á laugardeginum
sagðir þú við Andreu „svei mér þá,
ég held ég sé að verða brjáluð, þú
situr þarna og ég held ég sitji við
hliðina á þér“ og þú brostir svo fal-
lega (þú lást í rúminu og ég sat við
hliðina á Andreu). Þú sást sjálfa þig í
mér. Margir hafa sagt að við séum
líkar, við erum það og þú sást það.
Takk, elsku mamma, fyrir síðustu
stundirnar sem við vorum saman.
Nú ert þú búin að fá frið og þarft
ekki að kveljast meira.
Nú taka pabbi, Pétur og Óli á móti
þér opnum faðmi.
Við söknum þín svo en verðum að
skilja að það að sofna var það besta
fyrir þig.
Þú ert alltaf hjá okkur í minningu,
við sjáum þig alveg eins og þú varst.
Takk, elsku Andrea systir, fyrir
að hafa verið svona góð við mömmu
og hjálpað henni í öll þessi ár.
Þín dóttir
Súsanna Karlotta og fjölskylda.
Elsku Sússí amma.
Við munum páskaeggin með
strumpunum, jólagjöfum, öllum kök-
um sem þú áttir alltaf þegar við
komum í heimsókn.
Við munum eftir myndinni sem
hékk á veggnum yfir eldhúsborðinu,
hvernig þú gerðir pláss fyrir okkur í
herberginu þínu og sjálf svafst þú í
stofunni.
Við munum eftir að við hlógum í
aftursætinu því þú keyrðir svo hægt
á litla Skódanum þínum, glerborðinu
í stofunni sem þú lagðir kapal á, ást
og umhyggju sem þú gafst okkur,
kveðjunum með þúsund kossum.
Við munum og skulum aldrei
gleyma hversu mikið þú elskaðir okk-
ur.
Við elskum þig, elsku amma, þú ert
alltaf nálægt okkur.
Þín barnabörn
Karlotta, Guðrún og Jennifer.
Elsku mamma mín, nú er komið að
kveðjustund. Þetta er svo sárt, en nú
ert þú komin á betri stað, engar
áhyggjur eða veikindi, bara hvíld og
þá líður okkur betur. Það er svo mik-
ið sem búið er að leggja á þig, elsku
mamma, helmingurinn hefði verið
meira en nóg. Það er svona þegar
alltaf er sagt já við öllu. Ég var oft
búinn að segja þér að hætta að hugsa
um aðra og hugsa bara um sjálfa þig,
en það þýddi ekki neitt. Þú varst allt-
af svo góð við alla nema sjálfa þig. Al-
veg sama hve veik þú varst, hafðir
samt áhyggjur af öðrum. Við höfum
gengið í gegnum ýmislegt saman,
veikindi þín árið 2000 þegar þú lentir
inná spítala, þér var haldið sofandi í
nokkrar vikur og þegar þú vaknaðir
þurftir þú að þjálfa þig upp aftur.
Þetta var erfiður tími, þú varst að
niðurlotum komin en sterk varstu á
lappir aftur. Þú fékkst heimilishjálp
tvisvar í mánuði og heimahjúkrun
þrisvar í viku. Dugleg varstu að
halda öllu hreinu eins og alltaf. Heið-
arlegri konu hef ég heldur ekki
kynnst. Það varð alltaf að borga allt á
réttum tíma. Ég gleymi aldrei þegar
þú varst á sjúkrahúsinu árið 2000.
Fyrsta sem þú spurðir um þegar þú
vaknaðir var, ertu búin að borga
reikningana? Ég var búin að segja
við Ragga og Köllu systur, hún er
ekki að fara núna, hún á eftir að
borga reikningana og fór að hlæja.
Svo í mars 2004 lentir þú aftur á
sjúkrahúsi og fórst ekki aftur heim
eftir það. Þá varstu búin að sækja um
á elliheimili og fékkst herbergi á
Garðvangi. Það voru viðbrigði fyrir
okkur báðar, en þá gat ég sofið róleg
því ég var alltaf með áhyggjur af þér
og þetta var betra fyrir þig, þá gastu
slappað af. Við vorum vanar því að
hringja í hvor aðra þrisvar á dag og
enduðum alltaf á því á hverju kvöldi
að hringja og bjóða góða nótt. Það
var búið að vera svoleiðis í mörg ár.
Svo fóru hringingunum fækkandi í
byrjun árs 2006. Heyrnin var orðin
slæm og þú gast ekki hringt. Þetta
urðu alveg rosaleg viðbrigði að geta
ekki hringt í mömmu og boðið góða
nótt. En ég vissi af þér í góðum hönd-
um og þurfti ekki að hafa eins miklar
áhyggjur af þér þó ég hafi alltaf haft
þær, en ég gat þó verið róleg. Þú
varst síðast hjá okkur um jól árið
2005. Jólin 2006 gat ég ekki tekið þig
heim. Ég var alveg eyðilögð, það
vantaði svo mikið við borðið, að hafa
þig ekki við endann og í rúminu mínu
mér við hlið um nóttina. Það var allt-
af svo gott að sofa hjá mömmu. Okk-
ur leið alltaf svo vel saman, núna ertu
alltaf hjá mér. Þú varst búin að vera
svo kvalin í marga mánuði. Eftir síð-
ustu áramót fór þér hríðversnandi,
en þú þekktir mig alltaf. Verkirnir
voru orðnir svo miklir hjá þér að það
mátti ekki koma við þig. Það var erf-
itt að geta ekki gert neitt en það var
hugsað vel um þig á Garðvangi og vil
ég þakka starfsfólki góða umönnun.
Betri móðir, tengdamóðir og ömmu
hefðum við ekki getað átt, ég lærði
helling af þér og á margar góðar
minningar sem ég geymi í hjarta
mínu. En nú tekur eitthvað annað við
hjá þér og við eigum eftir að hittast
aftur.
Elsku mamma mín, ég kveð þig
með söknuði og segi góða nótt.
Þín
Andrea.
Súsanna Þorláksdóttir
Það mun hafa verið
á haustdögum 1974
sem við Árni hitt-
umst fyrst en þá
hófst udirbúningur undir stofnun
Kiwanisklúbbsins Jörfa í Árbæj-
arhverfi. Ekki minnist ég þess að
við Árni þekktumst fyrir þennan
tíma, en kynnin sem mynduðust
við þessa klúbbsstofnun áttu eftir
að vara á fjórða áratug. Eins og
venja er til við stofnun nýrra Kiw-
anisklúbba er það eldri klúbbur
sem ákveður slíka stofnun í sam-
ráði við áhugasama menn af því
svæði sem stofnunin fer fram á.
Það var Kiwanisklúbburinn Vífill í
Breiðholtinu sem stóð að baki
stofnuninni. Formlegur einskonar
stofnfundur var síðan haldinn
skömmu síðar og brátt tókust
kynni með okkur félögunum og
hjól starfseminnar tóku að snúast
eftir að kosin hafði verið undirbún-
ingsstjórn. Ekki vantaði áhugann
og árangurinn lét heldur ekki á
sér standa. Mörg þjónustuverkefn-
in sem Jörfi beitti sér fyrir voru
tengd börnunum í hverfinu okkar
en fyrsta verkefnið var að fá borg-
aryfirvöld í Reykjavík til að setja
upp lýsingu við vesturenda Rauða-
vatns, þangað sem börnin úr Ár-
bæjarhverfinu sóttu til að leika sér
á skautum og til annarra vetr-
arleikja. Við höfðum ekki einu
sinni verið formlega stofnaðir þeg-
ar fyrsta samfélagsbætandi verk-
efnið var í höfn, það birti við
Rauðavatnið og við félagarnir vor-
um stoltir af fyrsta tiltækinu.
Formleg stofnun varð síðan 28.
Árni H. Guðmundsson
✝ Árni HaraldurGuðmundsson
fæddist í Reykjavík
8. apríl 1928. Hann
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 22.
febrúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 2.
mars.
maí 1975. Ég minnist
okkar Jörfafélaga,
flestra fremur
ófélagsvanra, með
eiginkonum okkar,
fylgjast eilítið spennt
með þegar fyrsti for-
seti okkar, Ævar
Breiðfjörð, tók við
stjórn. Þetta var okk-
ur öllum sæl stund.
Ánægjustundirnar
sem við Árni og fé-
lagar okkar áttum
eftir að eiga saman í
góðu og árangursríku
klúbbstarfi urðu með árunum
margar. Á það jafnt við um vinnu-
fundi, fjáraflanir, styrktarverkefni,
skemmtiferðir, almenna fundi sem
og stærri viðburði og skemmtanir
sem Jörfi stóð ýmist einn að, eða
með öðrum klúbbum. Félagsbæt-
andi þátturinn í starfinu er síðan
krafan um að taka að sér stjórnar-
og nefndarstörf. Árni lét þar sitt
ekki eftir liggja og var hann for-
seti okkar starfsárið 1992–1993
auk þess að vera alla tíð virkur í
margskonar stjórnar- og nefnda-
störfum.
Fyrir þátt Árna að allri starf-
semi Jörfa erum við félagarnir
þakklátir. Hið góða geð sem Árna
var gefið, auk hnyttinna athuga-
semda, leiddi til þess að stutt var í
bros í hans nærveru. Hlátur hans,
lágvær en smitandi, er okkur öll-
um minnisstæður og við hugsunina
um nærveru hans hlýnar okkur
enn um hjartaræturnar. En Árni
stóð lengi ekki einn í störfum sín-
um og félagsstarfi, því við hlið
hans stóð lengi Ingibjörg S. Stef-
ánsdóttir, kona hans, en hún lést
1992.
Við Jörfafélagar viljum votta
eftirlifandi ættingjum og afkom-
endum Árna H. Guðmundssonar
dýpstu samúð okkar í fullvissu um
að minningin um góðan dreng
heldur áfram að lifa.
F.h. okkar Jörfafélaga
Þórarinn B. Gunnarsson.
Elsku pabbi minn.
Ég trúi því ekki að þú sért farinn. Ég
sakna þín svo mikið. Þegar ég kem
heim til mömmu þá ert þú ekki þar,
en ég býst eiginlega við því að þú
komir út úr herberginu þínu og fáir
þér kaffi og setjist við eldhúsborðið
og spjallir eins og þú varst vanur að
gera. Þú komst til mín til Reykjavík-
ur í læknisskoðun og fékkst að vita að
þú værir með krabbamein, það var
eins og köld vatnsgusa framan í okk-
ur öll. Eins og venjulega tókstu þessu
með jafnaðargeði og reyndir að bera
höfuðið hátt en ég sá hvað þér leið illa.
Ég verð þér eilíflega þakklát fyrir
það hvað þér og mömmu tókust vel að
ala dóttur mína Hafdísi Ósk upp, þú
sást ekki sólina fyrir henni og hvað þú
varst stoltur af að sonur minn varð al-
Hafsteinn Már
Sigurðsson
✝ Hafsteinn MárSigurðsson
fæddist í Reykjavík
18. maí 1940. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
mannaeyja föstu-
daginn 30. mars
síðastliðinn og var
útförin gerð frá
Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 7. apr-
íl.
nafni þinn og þau elsk-
uðu þig mikið. Við vor-
um ekki alltaf sammála
og rifumst stundum,
þá hringdum við hvor-
ugt í hvort annað, vor-
um bæði jafnþrjósk,
enda sagði mamma
alltaf að ég væri eins
og snýtt úr nefinu á
þér.
Ég get skrifað enda-
laust um þig, þú varst
ekki bara pabbi minn,
þú varst líka vinur
minn og alltaf þegar þú hringdir þá
sagðir þú „Þetta er bara ég“. Ég
elska þig og sakna þín mikið. Þín
dóttir
Sædís.
Það er föstudagurinn 30. mars og
mamma hringir, segir mér að Haf-
steinn hafi kvatt þá um morguninn,
ég vissi að sú stund væri að nálgast en
það er enginn tilbúinn þegar hún
rennur upp. Það eru ekki nema rúmir
8 mánuðir síðan meinið uppgötvaðist
og var ég að vona að hann fengi meiri
tíma með sínu fólki, en hann var orð-
inn svo veikur, að það var viss léttir
að vita að hann væri ekki lengur kval-
inn.
Mínar fyrstu minningar um Haf-
stein tengjast sjómennsku hans, hann
að koma heim af sjónum, og oft var
hann ansi þreyttur, enda mikil vinna
að vera á sjó. Hann var giftur móð-
ursystur minni, henni Ástu. Ég, Siggi
Þór sonur hans og Sædís dóttir hans
lékum okkur mikið saman. Hafsteinn
var rólyndismaður og hafði góða nær-
veru.
Hafsteinn átti bát sem hét Jökull
og var hann sinn eigin herra, bæði
skipstjóri og útgerðarmaður. Haf-
steinn og Ásta frænka bjuggu á Há-
steinsveginum eins og við, og var
mikill samgangur á milli heimila. Svo
þegar gosið í Eyjum byrjaði voru þau
byrjuð að byggja sér hús og var
þeirra hús það fyrsta sem steypt var
eftir gosið og markaði það viss tíma-
mót, að lífið hélt áfram og fólkið fór
aftur heim til Eyja (eins og Eyja-
menn taka til orða).
Síðustu ár var sú hefð komin á að
við fórum heim til Eyja með börnin
okkar og þá tóku Ásta og Hafsteinn á
móti okkur, og var Ásta frænka alltaf
búin að elda þessa indælu mömmu-
kjötsúpu. Svo næsta kvöld komu þau
til okkar inn í dal í grill. Þetta voru
góðar stundir, mikið spjallað og hleg-
ið. Það verður því tómlegt í sumar er
við förum heim til Eyja og Hafstein
vantar.
Þá hinsti garðurinn úti er
ég eygi land fyrir stöfnum.
Eftir sólfáðum sæ mig ber
að sælum blælygnum höfnum.
Ótal klukkur ég heyri hringja
og hersing ljósengla Drottins syngja:
„Velkominn hingað heim til vor.“
Lát ankeri falla, ég er í höfn.
Ég er með frelsara mínum.
Far vel, þú æðandi dimma dröfn.
Vor Drottinn bregst ekki sínum.
Á meðan ankeri í ægi falla
ég alla vinina heyri kalla
sem fyrri urðu hingað heim.
(Sigurlaug Cýrusdóttir)
Kæri Hafsteinn, hafðu þökk fyrir
allt og allt, minning um góðan dreng
lifir.
Góði Guð, viltu styrkja Ástu
frænku, börn og barnabörn á þessum
erfiðum tímum.
Þóra Lind, Salómon og börn.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Minningargreinar