Morgunblaðið - 02.05.2007, Side 38
38 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG ER AÐ REYNA
AÐ ÁKVEÐA HVAÐ
ÉG Á AÐ ELDA HMM...
ÉG HELD AÐ ÉG ELDI
EITTHVAÐ MEÐ FÁLMURUM
SJÁÐU!
MATSEÐILL FRÁ
KÍNVERSKUM
SKYNDIBITASTAÐ!
ANSANS!
ÉG GLEYMDI
EGGJA-
SKURNINNI
SNJÓ-
HÝS?
ÞETTA ER
FLEIRTALA...
EITT SNJÓHÚS...
MÖRG SNJÓHÝS!
KENNARINN BAÐ OKKUR UM
AÐ KOMA MEÐ EGGJASKURN
Í SKÓLANN Í DAG... VIÐ
ÆTLUM AÐ BÚA TIL SNJÓHÝS
Í DAG ÆTLA ÉG AÐ SÝNA
YKKUR GEIMVERUNA SEM
ÉG VEIDDI Í GARÐINUM HJÁ
MÉR Í GÆR
SÍÐAN ÞÁ HEF ÉG GEYMT
HANA Í ÞESSUM SÉRSTAKA
POKA SEM ER ÞAKINN MEÐ
ZARNÍUMI! ÉG HEF GEFIÐ
HENNI HREINT PLÚTÓNÍUM
AÐ BORÐA!
OG NÚNA ER
KOMIÐ AÐ ÞVÍ
SEM ÞIÐ
HAFIÐ ÖLL
BEÐIÐ EFTIR
HVERNIG
GEKK?
KENNARINN
SAGÐI AÐ BÁÐIR
FORELDRAR
MÍNIR ÆTTU AÐ
KOMA Á
FUNDINN Í ÁR
BANNAÐ AÐ
RUPLA OG
RÆNA EFTIR
1. MAÍ
ANSANS! HVENIG Á ÉG NÚNA AÐ FÁ PENING TIL
ÞESS AÐ FARA TIL SPÁNAR Í SUMAR?!?
GRÍMUR, VIÐ
ERUM LOKSINS
KOMNIR Á
NORÐURPÓLINN...
OG HVAÐ GERIST?
ÞÚ FESTIR
ÞIG VIÐ
HANN!
FÆÐ ÉÐ
KAÐÐSKI
HJÁLÐP?!
RAJIV, ÉG ÞARF AÐ FARA
ÚR VINNUNNI Í HÁDEGINU Í
NOKKRA KLUKKUTÍMA
NOKKRA
KLUKKUTÍMA?
JÁ, ÉG ER AÐ SPILA Á
BASSA Í NÝRRI HLJÓMSVEIT.
ÞAÐ ER ÆFING HJÁ OKKUR
KLUKKAN EITT
ÆFING
HJÁ NÝRRI
HLJÓM-
SVEIT?
HA HA! ÞESSI VAR GÓÐUR!
AF HVERJU ÞARFTU AÐ FARA?
KIDDA ER VEIK OG
ADDA ÞARF AÐ VINNA
MIKIÐ
SAKNA
ÉG ÞÍN
ELSKAN
ÉG SAKNA ÞÍN LÍKA.
AF HVERJU KEMUR ÞÚ
EKKI BARA HINGAÐ TIL
HOLLYWOOD?
VILTU
AÐ ÉG
GERI
ÞAÐ?
AUÐVITAÐ!
LANGAR ÞIÐ TIL
AÐ KOMA?
ÉG
SKAL
ÍHUGA
ÞAÐ
dagbók|velvakandi
Samkynhneigðar ástir
VINÁTTA, kærleikur, væntum-
þykja, ást og sambúð eru falleg
hugtök. Þau lýsa svo vel góðu sam-
bandi milli gagnkynhneigðra. En
þeir sem hneigðir eru til sama kyns
eiga líka sín ástarsambönd,
væntumþykju, hamingjubönd, vin-
áttu og kærleik. Fyrir þrjátíu árum
eða svo, og enn lengra aftur í tím-
ann, vöktu slík sambönd hneykslan
og eimir enn eftir af þeirri þröng-
sýni hjá trúarofstækishneigðu fólki
um allar jarðir sem sótt hefur lífs-
viðhorf sitt í fornbókmenntir mis-
jafnra og furðulegra sértrúarflokka
sunnan úr Miðausturlöndum. Skort-
ur á umburðarlyndi hins svokallaða
rétttrúnaðar hefur um aldir og ár-
þúsund níðst á frelsisunnendum og
sannleiksást þeirra og vill ennþá
halda því áfram út í hið óendanlega.
Það er löngu tími til kominn að
þjóðfélagið hleypi miðaldamyrkrinu
út úr skápum sínum og hugar-
fylgsnum og leyfi öllu fólki að lifa í
friði, ást og hamingju, eins og Guð
hefur skapað það, án þess að stag-
ast á úreltum formúlum fornaldar
um ástarsambönd fullorðins fólks.
Ég vil óska samkynhneigðum til
hamingju með það að geta orðið lif-
að tiltölulega óáreittir í samfélagi
nútímans og notið lífsins eins og
annað fólk, með lífsförunaut sínum
af sama kyni.
Einar Ingvi Magnússon.
Kynjahlutverk og melting
ÉG sá nýlega meltidrauminn LGG
auglýstan í Ríkissjónvarpinu. Ung
kona er orkulítil og á í vandræðum
með meltinguna í sér. Agalegt. Því
leitar hún í drykkinn til að kippa
því í liðinn. Afbragð. Auglýsingin
endar síðan á að hún sparkar niður
félaga sinn í léttum sparkboxleik
þeirra tveggja. Mér er spurn: Hvað
segðu menn ef konan stæði í spor-
um karlmannsins og léti þrykkja
sér í jörðina? Ja, þá held ég nú
að kæmi annað hljóð í strokkinn.
Tvö úr Bollagörðum.
Slæm þjónusta í Bónus
MÉR finnst þjónustan í Bónus í
Skeifunni afar slæm. Þar er illa
tekið á móti fólki sem þarf á aðstoð
að halda. Starfsfólkið er dónalegt
og ókurteist. Þau ættu að reyna að
haga sér eins og venjulegt fólk og
hætta þessum dónaskap og sýna
örlitla hjálpsemi. Heldur ættu
stjórnendur ekki að hækka verðið,
eins og gert var um daginn. Það
kemur mjög illa við eldra fólk og
öryrkja.
Jón Jónsson.
Týndir þú kerruhlera?
EINHVER óheppinn kerrueigandi
sem ók um Njarðargötuna í
Reykjavík, líklega helgina 21.–22.
apríl sl. tapaði hleranum af kerr-
unni sinni. Umræddur kerruhleri
liggur á gangstéttinni við Njarðar-
götu 43 ef eigandinn vill nálgast
hann.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
ÞESSIR ,,bananar“ frá Kvennaskólanum strunsuðu að Alþingi og kröfðust
þess að Ísland yrði gert að bananalýðveldi.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Kröfuharðir bananar
Á NÆSTU vikum munu Kiwanis-
hreyfingin og Eimskip gefa öllum
börnum í 1. bekk í grunnskólum
landsins reiðhjólahjálma. Um er að
ræða sérstakt átak í samvinnu
Kiwanis-hreyfingarinnar og Eim-
skips. Þetta er í fjórða skiptið sem
félögin standa að þessu verkefni en
um 14.000 börn hafa nú þegar feng-
ið hjálma. Í ár bætast í þennan hóp
4.500 börn til viðbótar en öll sjö ára
börn á landinu munu fá afhenta
reiðhjólahjálma og er heildarverð-
mæti verkefnisins um 23 milljónir.
„Þetta er verkefni sem stendur
okkur mjög nærri en við leggjum
mikla áherslu á öryggismál í allri
okkar starfsemi,“ sagði Baldur
Guðnason, forstjóri Hf. Eimskipa-
félags Íslands.
Verkefnið nýtur einnig ráðgjafar
og stuðnings Herdísar Storgaard,
forstöðumanns hjá Forvarnahús-
inu. „Þetta er frábært tækifæri til
að vekja athygli á mikilvægi þess að
börn noti reiðhjólahjálma rétt, en
foreldrar verða að taka þátt í þessu
með okkur og fylgja því eftir.“
Eimskip og Kiwanis gefa 4 ára
börnum reiðhjólahjálma
FRÉTTIR