Morgunblaðið - 02.05.2007, Side 22
heilsa
22 MIÐVIKUDAGUR 2. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sjón er sögu ríkari og upplifunarseturaf þessu tagi eru vel þekkt erlendis oghafa reynst þar vel,“ segir Herdís L.Storgaard, annar forstöðumanna
Forvarnarhúss Sjóvár. ,,Þetta er fræðslu-
miðstöð þar sem gestir eiga að verða betur
meðvitaðir um þau lífsgæði sem felast í for-
vörnum á ýmsum sviðum. Nú höfum við inn-
réttað tvö örugg heimili í Forvarnarhúsinu,
annað fyrir barnafólk og hitt fyrir eldra fólk en
það er svo margt sem fólk getur gert almennt
til þess að koma í veg fyrir slys í heimahúsum.
Þau geta oft verið mjög alvarleg en slysatíðni
þar er hæst hjá börnum og öldruðum og þess
vegna beinum við sjónum okkar sérstaklega að
þeim,“ segir forvarnarfulltrúinn.
,,Þegar fólk eldist, jafnvel þótt það sé full-
frískt, þá er skynsamlegt aðlaga heimilið betur
sínum þörfum og aldursskeiði því öldrun er
ekki nokkuð sem gerist á einni nóttu. Það er
það sem við erum í raun og veru að benda
eldra fólki á, forvarnir felast í fleira en að setja
upp hjálpartæki á heimilinu. Þegar árin færast
yfir breytist geta flestra og viðbragðsflýtir og
þá getur verið gott að huga að ýmsum einföld-
um atriðum sem ekki aðeins draga úr slysa-
hættu heldur eru einnig til þægindaauka. Sem
dæmi um þetta má nefna atriði eins og að setja
bolla og diska sem eru í mikilli notkun í neðri
hillur í eldhússkápum eða jafnvel í neðri skápa.
Eldra fólk ætti að reyna að forðast eins og
kostur er að príla upp á stóla eða borð og
geyma t.d. ekki kassa og krúsir sem stundum
þarf að nota ofan á skápum, til þess að detta
ekki þegar það er að ná í það.
Fjárfesting í hita-
stilltum blöndunartækjum
Á baðherbergjum verða oft slæm slys. ,,Ég
segi oft að besta fjárfesting fólks sé í hitastillt-
um blöndunartækjum því brunaslysin eru
mörg svo hræðileg. Þá ráðleggjum við fólki að
fá sér gúmmímottur í bæði baðkör og sturtu-
botna því þeir eru hálir og fólk rennur oft illa.
Handfang til þess að styðja sig við þegar farið
er í og úr sturtu ættu reyndar öll heimili að
hafa, þau er líka gott að grípa í ef fólk hrasar.
Forvarnarhúsið er nú í samstarfi við Lands-
björg í fræðsluátaki fyrir eldri borgara um allt
land og býður þá eins og alla landsmenn vel-
komna í Forvarnarhúsið. ,,Við höfum um
nokkurt skeið verið að afla upplýsinga um
Eldri borgarar
þurfa að huga
að slysavörnum
© Royalty-Free/Corbis
Ekki ég Það er oft erfitt að kenna gömlum hundi að sitja og að breyta vana er hunderfitt. Er árin færast yfir þarf fólk samt að huga að ýmsum atriðum á heimilinu.
hvernig slysum eldri borgarar lenda í og
hvaða úrræði eru til staðar um landið. Auk
fræðslunnar er ætlunin að fá heilbrigð-
iskerfið í lið með okkur. Það er mjög mik-
ilvægt að virkja heilsugæsluna og fá þær til
samstarfs sem og að fyrirbyggja slys á öldr-
uðum inni á sjúkrastofnunum.
Eldhúsið Eldra fólk ætti að hafa leir-
tau í neðri skápum í stað þess að
teygja sig upp í þá efri.
Baðherbergið Margar hættur leynast á bað-
herberginu en margt er hægt að gera til þess
að auka öryggið þar.
Forvarnarhúsið er í Kringlunni 3 en óska
verður eftir leiðsögn um húsið. Myndir af for-
varnarheimilunum tveimur ásamt fræðslu er
að finna á gagnvirkum vef, www.forvarna-
husid.is
við ættum að vita um foreldra okkar, beri
vá að dyrum. Það var bandaríska sjúkra-
stofnunin MayoClinic sem gaf þetta ný-
lega út.
Nafn heimilislæknisins. Hann er sá að-
ili, sem er líklegastur til að geta veitt
frekari heilsufarsupplýsingar.
Fæðingardagur. Læknaskýrslur og
tryggingaupplýsingar eru gjarnan
skráðar undir fæðingardegi.
Ofnæmi. Mjög mikilvægt er að hafa
vitneskju um ofnæmisviðbrögð gegn
lyfjagjöf.
Meðferðaróskir. Mikilvægt er að vita
um óskir varðandi endurlífganir.
Sjúkdómssaga. Gott er að vita um
Allir þeir, sem eiga aldraða foreldra,
ættu að búa til sína eigin gátlista, skapist
þær aðstæður að foreldri verði ófært um
að svara spurningum lækna. Hver er t.d.
heimilislæknir aldraðra foreldra okkar?
Veistu til þess að móðir þín sé á lyfjum
eða hvort pabbi þinn hefur undirgengist
aðgerðir?
Það tekur aðeins örfáar mínútur að
safna öllum nauðsynlegustu upplýsing-
unum saman og þær geta sparað dýr-
mætan tíma í neyðartilvikum. Líkt og við
fyllum út heilsufarssögu fyrir börnin
okkar, er tékklisti, sem lýtur að öldr-
uðum foreldrum, ekki síður nauðsyn-
legur. Hér að neðan eru tíu atriði, sem
helstu veikleika, sér í lagi hvort við-
komandi hefur átt við sykursýki eða
hjartasjúkdóma að stríða.
Lyfjainntaka. Sérstaklega er nauðsyn-
legt að vita hvort viðkomandi er á
blóðþynningarlyfjum.
Trú. Mikilvægt er að vita um trú við-
komanda ef aðstæður kalla á blóðgjöf.
Tryggingamál. Gott er að hafa kynnt
sér tryggingafélag viðkomanda og
helstu skilmála.
Skurðaðgerðir. Hefur viðkomandi
sjúklingur farið í aðgerðir, t.d. hjarta-
aðgerð.
Lífsstíllinn. Nota foreldrarnir áfengi
eða tóbak.
Allur er varinn góður