Morgunblaðið - 07.07.2007, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Baldur Arnarson í Moskvu
RÚSSNESKA rétttrúnaðarkirkjan
hefur í hyggju að efla umsvif sín á
Íslandi og biðlar til íslensks við-
skiptalífs um að styrkja byggingu
kirkju sem fyrirhugað er að reisa
við Mýrargötu í Reykjavík.
Þetta kom fram á fundi Vilhjálms
Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóra
Reykjavíkur, með Kirill, ráðgjafa
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í
utanríkismálum, á dvalarstað patrí-
arkans Alexey II., æðsta leiðtoga
kirkjunnar í Moskvu í gær.
Loftslagsbreytingar ræddar
Kirill var staðgengill patríarkans
Alexey II., æðsta yfirmanns rétt-
trúnaðarkirkjunnar í Rússlandi, en
alls bera fimmtán þann titil í jafn
mörgum rétttrúnaðarkirkjum
heimsins. Mun fleiri gegna hins
vegar stöðu Kirills sem ber titilinn
metropolitan.
Með þeim á fundinum voru Tim-
othy Zolotuski, prestur rétttrún-
aðarkirkjunnar á Íslandi, og Alex-
ander A. Rannikh, fyrrum
sendiherra Rússlands á Íslandi, og
sagðist sá síðarnefndi binda vonir
við að kirkjubyggingin – sem yrði
úr timbri – á Mýrargötu gæti orðið
„ein af perlum Reykjavíkur“.
Umræðuefni fundarins voru fjöl-
breytt og voru hugsanleg áhrif
loftslagsbreytinga á íslenska nátt-
úru meðal þess sem Kirill vildi
vekja athygli á, hann taldi óvenju
mildan vetur í Moskvu í ár til vitnis
um að lofthjúpurinn væri að hlýna.
Vilhjálmur vakti einnig máls á
þessum vanda og sagði Íslendinga
hafa virkan áhuga á umhverfis-
málum. Eitt af markmiðum þess-
arar heimsóknar væri að kynna fyr-
ir Moskvu stefnu Reykjavíkur í
orkumálum þar sem endurnýjanleg
orka væri í fyrirrúmi. Með slíkri
orkunotkun væri dregið verulega
úr losun gróðurhúsalofttegunda
enda óþrjótandi tækifæri til þess að
virkja hreinar orkulindir í Rúss-
landi, sem og víðar í Austur-
Evrópu.
Þorvald víðförla og athafnir hans
í Rússlandi bar einnig á góma en
báðir voru leiðtogarnir sammála
um að margir samhljómar væru í
menningu ríkjanna tveggja.
Við lok fundarins skiptust þeir
svo á gjöfum, Kirill fékk Hávamál
en Vilhjálmur forláta ferðatösku
með máluðum íkonamyndum sem
eiga sér djúpar rætur í myndlist-
arhefð Rússa.
Biðlar til íslensks viðskiptalífs
Morgunblaðið/Baldur
Moskvufundur Vilhjálmur borgarstjóri, ásamt konu sinni, Guðrúnu
Kristinsdóttur, skiptist á gjöfum við Kirill, ráðgjafa rússnesku rétt-
trúnaðarkirkjunnar í fundinum sem var haldinn í Moskvu í gær.
BORGARYFIRVÖLD hafa nýlega
gengið frá samningi við rétttrún-
aðarkirkjuna á Íslandi um staðsetn-
ingu kirkju, sem ætla má að rísi á
næstu árum, sagði Hanna Birna
Kristjánsdóttir, formaður skipu-
lagsráðs Reykjavíkurborgar, að
loknum fundinum í Moskvu í gær. Í
fréttatilkynningu segir að kirkjan
muni rísa á Mýrargötu 20 og útlit
hennar muni bera einkenni rúss-
neskrar byggingarhefðar. Hæð
kirkjunnar verður um 20 m og
stærð byggingarinnar á bilinu 600-
950 ferm.
Málið er þegar búið að fara í aug-
lýsingu sem lauk 13. júní og bárust
athugasemdir vegna bílastæða sem
eru til skoðunar. Skipulagsráð hef-
ur verið samdóma í því áliti sínu að
kirkjubygging á þessu svæði skapi
spennandi fjölbreytni og undir það
tóku margir íbúar í ábendingum
sínum og athugasemdum, að sögn
Hönnu Birnu.
Rétttrúnaðar-
kirkja rísi við
Mýrargötu
Borgarstjóri Reykjavíkur ánægður með fund sinn með fulltrúa rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu
Bindur vonir við að kirkja rétttrúnaðarkirkjunnar gæti orðið ein af „perlum“ Reykjavíkur
ÁRNI M. Mathiesen,
fjármálaráðherra og 1.
þingmaður Suðurkjör-
dæmis, segir kjördæmi
sitt verða fyrir mjög
miklum áhrifum vegna
skerðingar á þorskkvóta.
Nefnir hann að fimm af
stærstu þorskhöfnunum
á landsbyggðinni séu í
kjördæminu, þar á meðal
Grindavík, Vestmannaeyjar og Höfn í
Hornafirði. Um óánægju með niðurskurð-
inn segir Árni: „Auðvitað vildu allir hafa
niðurskurðinn minni en fólk hefur almennt
skilning á að það er búið að reyna þá mála-
miðlun að byggja stofninn hægar upp og
skerða kvótann minna frá ári til árs.“
Mismunandi aðstæður
Sértækar mótvægisaðgerðir í kjördæm-
inu segir Árni mótast af aðstæðum hverju
sinni. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar
segir hann verkfærakassa, en mismunandi
verkfæri þurfi að nota á hverjum stað.
Nefnir Árni viðhald á opinberum bygg-
ingum sem dæmi um mótvægisaðgerð sem
eigi við víðast hvar. Fjölbreytni í atvinnu-
lífi kjördæmisins segir hann hjálpa á heild-
ina litið en „til þess að geta nálgast verk-
efnið án þess að valda frekari þenslu en ná
samt til þeirra sem verða fyrir áhrifunum
þarf að beita klæðskerasaumuðum aðferð-
um á hverjum stað. Grindavík taldist ekki
veikt pláss fyrir, en áhrifin verða mikil þar.
Vestmannaeyjar og Höfn eru veikari fyrir.
Í Eyjum hefur fólki fækkað og þenslan
undanfarin ár hefur ekki náð til Hafnar.“
Farvegurinn er þegar til staðar
Fyrir Höfn og Vestmannaeyjar segir
Árni farveginn fyrir aðgerðir þegar til
staðar. „Í Vestmannaeyjum og á Höfn er
nýbúið að opna útibú frá Fiskistofu. Þar er
vísir að opinberri eftirlitsstarfsemi. Eins
eru þar útibú frá Matís með rannsókn-
arstarfsemi og tengslum við háskólastarf-
semi. Kjarninn sem við viljum byggja utan
um er þess vegna til staðar. Það er hægt að
færa verkefni til útibúanna og auka umsvif
þeirra.“
„Klæðskera-
saumaðar
aðgerðir“
Árni M. Mathiesen
MIKILL fjöldi ferðamanna hefur sótt land og þjóð
heim það sem af er sumri. Að venju er það íslensk
náttúra sem freistar fólks og ein vinsælasta afþrey-
ingin er að fara hinn Gullna hring. Ferðamenn sem
staddir voru í Haukadal á dögunum horfðu hug-
fangnir á Strokk gjósa enda tilkomumikil sjón.
Gera má ráð fyrir að yfir fimmtán hundruð
manns ferðist um Gullna hringinn á dag þegar fjöl-
mennast er og því margt um manninn þegar hver-
inn byrjar að gjósa. Veðrið hefur þá verið ein-
staklega gott að undanförnu og eflaust tryggt
landinu góða kynningu.
Víða um land verður hægur vindur og nokkur úr-
koma í dag en léttir víða til þegar líður á daginn,
fyrst norðan til. Hiti verður á milli 10 og 20 stig,
hlýjast í innsveitum Norður- og Austurlands.
Morgunblaðið/ÞÖK
Hugfangin horfðu þau á
Íslensk náttúra skartar sínu fegursta
BJÖRN Hallgrímsson ehf. hefur
keypt hlut Ernu ehf. í Árvakri hf.,
útgáfufélagi Morgunblaðsins og
Blaðsins.
Björn Hallgrímsson ehf. átti fyr-
ir 8,4% í félaginu og hefur nú
keypt jafnstóran hlut Ernu ehf.
Nemur eignarhlutur Björns Hall-
grímssonar ehf. nú 16,74%.
Eigendur Björns Hallgrímsson-
ar ehf. eru systkinin Kristinn
Björnsson, Emilía B. Björnsdóttir,
Áslaug Björnsdóttir og Sjöfn
Björnsdóttir.
Auka við
hlut sinn í
Árvakri
♦♦♦
GUÐLAUGUR
Þór Þórðarson
heilbrigðisráð-
herra segir á dag-
skrá ráðuneytis
síns að endur-
skoða lög um
læknaráð sem
sett voru árið
1943 en í frétt
Morgunblaðsins í
gær kom fram í
máli landlæknis, Matthíasar Hall-
dórssonar, að lögin væru úr sér
gengin og nauðsynlegt að breyta
þeim.
„Við munum væntanlega skipa
sérstakan vinnuhóp sem fer yfir
þessi mál með Læknafélaginu og
öðrum aðilum. Ég held að það sé rétt
að þessi lög eru komin til ára sinna
og þau taka mið af þeim tíðaranda
sem þau voru samin í,“ segir Guð-
laugur og bendir jafnframt á að til-
raun hafi verið gerð til að breyta lög-
unum árið 1994 og frumvarp m.a.
lagt fyrir Alþingi. „Og læknaráðið
var aftur til umræðu þegar lögin um
heilbrigðisþjónustu voru endurskoð-
uð. Þannig að okkur er ekkert að
vanbúnaði að klára þetta mál.“
Ekkert að
vanbúnaði
Guðlaugur Þór
Þórðarson