Morgunblaðið - 07.07.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.07.2007, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kæri sjúklingur, við erum nýja teymið í heilbrigðisgeiranum. Helga Sveinsdóttir | 6. júlí 2007 Get ekki orða bundist Ég bara á ekki til orð yfir þetta mál. Ég hélt að svo lengi sem ég segi ekki Já við viðkomandi um að stunda kynmök við hann að þá sé það nauðgun. Ég veit að nei þýðir nei og já þýðir já en það er nú bara þannig að þegar fólk lendir í þessum aðstæðum þá er ekki alltaf hægt að segja nei, því það er svo mismunandi hvernig áfallið kemur. Meira: lost.blog.is Hlynur Þór Magnússon | 6. júlí 2007 Hver skrattinn hefur hlaupið í sjávar- útvegsráðherra? Einkennileg og for- dæmislaus er sú ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar sjáv- arútvegsráðherra, að fara að ráðum vísinda- manna varðandi þorsk- veiðikvótann. Fram að þessu hafa ráðherrar ævinlega hunsað álit vís- indamanna og látið veiða mun meira en skynsamlegt hefur talist. Meira: maple123.blog.is Palli Pé | 6. júlí 2007 ÍA-Keflavík Þessi var vondur við mig og þessi gerði þetta og veistu að þessi réðst á mig og hótaði mér og þessi þarna var dóna- legur og konan hans var vond við mig og ég ekki við hana og hann átti ekki að skora, hann er rosa vondur og ég kýla hann og nei hann kýldi mig. Hvað er að þessu liði? Umdeilt mark vissulega en þessar froðu- heimsku rökræður á opinberum vett- vangi er forheimskandi fyrir alla. Meira: stundinokkar.blog.is Þröstur Helgason | 6. júlí 2007 Endurnýjunargjald Sjóvár Þeir sem tryggja hjá Sjóvá þurfa að greiða svokallað endurnýj- unargjald þegar þeir eru rukkaðir um trygg- ingargjaldið á ári hverju. […] Þór Sigfússon, forstjóri fyrirtæk- isins, segir gjaldið vera lið í þeirri stefnu þess að viðskiptavinir sem noti þjónustu sem aðrir noti ekki þurfi að greiða fyrir viðkomandi þjónustu. „Rétt eins og þeim ökumönnum sem síður eru líklegir til að lenda í alvar- legum slysum verður gert kleift að greiða minna fyrir ökutækjatrygg- ingar munu þeir sem greiða iðgjöld sín rafrænt losna við að borga sér- stakt 200 króna endurnýjunar- eða útgáfugjald sem tryggingafélagið hefur rukkað fyrir síðustu tvö ár,“ segir Þór. Málið er hins vegar að gjaldið hef- ur verið rukkað í tvö ár en það verður ekki hægt að sleppa við að greiða það fyrr en í haust. Þetta er mjög undarlegt […] Seðilgjald er jú í raun og veru ekk- ert annað en gjald sem viðskiptavin- urinn greiðir fyrir að „fá að“ end- urnýja viðskipti sín við fyrirtækið. Maður hefði haldið að fyrirtæki gerðu þvert á móti allt til þess að fá viðskiptavini til þess að endurnýja viðskipti sín við sig! Að rukka mann sérstaklega fyrir að vilja endurnýja viðskiptin er fáránlegt. Auðvitað hef- ur þetta eingöngu viðgengist vegna þess að viðskiptavinirnir eru al- gjörlega vitundarlaus hjörð. Sjálfur hef ég verið lengi í við- skiptum við Sjóvá en íhuga nú að skipta um tryggingafélag vegna þessa gjalds sem ekkert annað félag innheimtir. […] Á sama tíma hafa tryggingar mínar hjá félaginu hækk- að verulega. Frá síðasta ári hafa þær hækkað um rúmlega tíu þúsund krónur. Og auðvitað er það brandari að „þeim ökumönnum sem síður eru líklegir til að lenda í alvarlegum slys- um verði gert kleift að greiða minna fyrir ökutækjatryggingar“. Ég hef aldrei valdið tjóni þessi 20 ár sem ég hef verið í viðskiptum við Sjóvá og enn hækka tryggingagjöldin hjá mér. Ég kannast ekki við að hafa fengið einhverja sérstaka lækkun á gjöldum vegna þess að ég keyri varlega. Meira: vitinn.blog.is Bjóðum nú frábært sértilboð í viku á Hotel Rhodos Palace með hálfu fæði. Frábær valkostur sem býður góðan aðbúnað fyrir hótelgesti. Njóttu lífsins í fríinu á eyju sólarinnar. Ath. Mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessu frábæra verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Rhodos 14. og 21. júlí Sértilboð á Rhodos Palace - m/hálfu fæði frá kr. 49.990 Gott hótel m/hálfu fæði - örfá herbergi í boði! Verð kr. 49.990 - hálft fæði Netverð á mann , m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði í hótelherbergi á Rhodos Palace í viku. Munið Mastercard ferðaávísunina VEÐUR Nú eru breytingar framundan íHæstarétti. Hrafn Bragason hæstaréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu eins og tilkynnt hefur verið opinberlega.     Raunar erunokkrar vik- ur liðnar frá því að dómarinn baðst lausnar en það reyndist ómögulegt fyrir Morgunblaðið að fá það staðfest fyrir nokkru. Af hverju er það svona mikið leynd- armál að dómari við Hæstarétti segi af sér? Af hverju þarf að fara í felur með það í nokkrar vikur?     Nú verður fróðlegt að sjá hvaðgerist við næstu skipan dómara í Hæstarétt. Hverjir sækja um? Hver verður skipaður en þó alveg sérstaklega hvernig verður staðið að þeirri skipan?     Eiga þeir dómarar sem fyrir eru íréttinum enn einu sinni að gefa umsækjendum einkunnir? Getur það verið?     Er ekki öllum ljóst að það kerfiheyrir fortíðinni til?     Má kannski búast við því að ein-hverjir hæstaréttardómarar reyni að hafa áhrif á það hverjir sækja um dómarastöðuna?     Það getur varla verið. Einhvernúverandi dómara var í hættu staddur fyrir nokkrum árum þegar það var reynt og gerir varla slíka tilraun aftur.     Vonandi og kannski fer þettafram með skikkanlegum hætti. Það eru margir hæfir lögfræðingar á Íslandi sem eiga heima í Hæsta- rétti. Vonandi sækja einhverjir þeirra um. STAKSTEINAR Hrafn Bragason Breytingar í Hæstarétti SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                         *(!  + ,- .  & / 0    + -           ! "    "#$ %%& "         " & "        12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (   !       !         $% %$               :  *$;<                                  ! "# $         %        *! $$ ; *! ' (      )  * =2 =! =2 =! =2 ')( %$+ %& ,-#$%.  >2?         6 2  8     &      ' &          (  $         ;     %      &        )  ) $      *  *           %            + "#            /0$$ 11 %$2  #+ %& 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C   3 3!     !                3 3 3 3 3 3 3 3! 3 3 3 3 3! 3                   Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.