Morgunblaðið - 07.07.2007, Page 28

Morgunblaðið - 07.07.2007, Page 28
28 LAUGARDAGUR 7. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. RÉTT ÁKVÖRÐUN Það er alveg sérstök ástæða tilað fagna ákvörðun Einars K.Guðfinnssonar sjávarútvegs- ráðherra og ríkisstjórnarinnar um að fylgja ráðgjöf Hafrannsóknastofnun- ar um þorskafla á næsta fiskveiðiári. Þessi ákvörðun var erfið og hún kall- ar margvíslega erfiðleika yfir fólk og fyrirtæki í landinu og þá alveg sér- staklega í sjávarþorpunum í kringum landið en hún leiðir til þess að í fyrsta skipti verður raunverulega látið á það reyna, hvort fiskifræðingarnir hafa rétt fyrir sér. Morgunblaðið hefur hvatt til þess að ráðgjöf Hafró yrði fylgt en á rit- stjórn blaðsins voru miklar efasemd- ir um að það yrði gert í ljósi fyrri ákvarðana ráðherra og ríkisstjórna. En nú hefur ríkisstjórn Geirs H. Haarde tekið þessa skynsamlegu ákvörðun. Hún er fagnaðarefni og nú kemur í ljós á næstu árum hver staða fiskifræða okkar er. Ráðgjöf Hafró og ákvörðun sjávar- útvegsráðherra valda sjávarbyggð- unum miklum erfiðleikum. Fyrirtæk- in verða fyrir miklum tekjumissi. Fólk missir vinnu sína. Sveitarfélög- in horfa á tekjustofnana hrynja. Það getur að vísu dregið úr atvinnuleys- isvandanum að mikill fjöldi útlend- inga er að störfum í fiskvinnslu hér. Sumt af þessu fólki hefur tekið sér búsetu hér en stórir hópar koma og fara, eru eins konar farandverka- menn. Ef þeir fá vinnu hér í sjö mán- uði í stað tíu fara þeir annað að sjö mánuðum liðnum og koma svo kannski aftur. Þetta veldur því að hætta á yfirvofandi atvinnuleysi er ekki eins mikil og ella. Fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum hafa orðið fyrir tekjumissi af öðrum ástæðum en eiga við í þessu tilviki og hafa brugðizt við því með ýmsum hætti, fækkun starfsfólks og niður- skurði annars kostnaðar. Þetta munu sjávarútvegsfyrirtækin gera nú og eiga ekki annarra kosta völ. Sumir telja, að minni fyrirtækin í sjávarútvegi fari verr út úr þessum niðurskurði en hin stærri. Það á eftir að koma í ljós, hvort svo sé. Stundum hafa lítil fyrirtæki meiri aðlögunar- hæfni en þau stærri. Morgunblaðið telur miður, að rík- isstjórnin hefur ákveðið að fella veiði- gjald af þorskveiðum niður í tvö ár. Það er þó bót í máli að þessi ákvörðun er takmörkuð við tvö ár og er ein- göngu bundin við þorskinn. Útgerðarmenn hafa krafizt þess með sívaxandi þunga að veiðigjaldið verði fellt niður. Þó er það svo lágt að það getur ekki lægra verið. Og alveg ljóst, að útgerðin hefði haft burði til að greiða hærra veiðigjald síðustu ár- in en hún hefur verið krafin um. Auðlindagjaldið, sem samþykkt var á Alþingi fyrir nokkrum árum, er í raun og veru eina siðferðilega for- sendan, sem kvótakerfið byggist á. Ef það grundvallaratriði hefði ekki verið sett í lög, að þjóðin eigi fiski- miðin og að þeir, sem nýta sér þá eign, verði að borga gjald fyrir þau afnot, væri kvótakerfið með öllu því, sem fylgir því, óþolandi fyrirbæri fyrir þorra landsmanna. Þess vegna er mjög miður að ríkisstjórnin skuli telja sig knúna til að taka þetta skref. Og það er alveg ljóst að verði ekki horfið til baka, þegar betur árar, veiðigjaldið á þorskveiðum tekið upp aftur og hækkað umtalsvert, hefjast ný allsherjarátök um fiskveiðistefn- una. Þau eru reyndar hafin að nokkru leyti. Kerfi, sem býður upp á það, að einn maður geti lagt heilt byggðarlag í rúst en gengið sjálfur frá með millj- arða í vasanum, gengur einfaldlega ekki upp. Það er öllum landsmönnum orðið ljóst og reyndar fyrir löngu. En ráðgjöf Hafró er eitt og kvóta- kerfið sem slíkt annað. Það er skilj- anlegt að ríkisstjórnin telji nauðsyn- legt að koma til móts við þau byggðarlög, sem verst verða úti vegna ákvörðunar sjávarútvegsráð- herra. Það á eftir að koma í ljós, hvort þær mótvægisaðgerðir, sem ríkis- stjórnin hefur kynnt, skipta ein- hverju máli. Þegar upp verður staðið eru það þær ákvarðanir, sem teknar eru í fyr- irtækjunum og hinum einstöku byggðarlögum, sem skipta mestu máli. Það skiptir meira máli, hvaða ráðstafanir sveitarstjórn gerir en það sem ákveðið er í Reykjavík. Vísindamenn Hafrannsóknastofn- unar eiga næsta leik. Væntanlega fá þeir nú meira fé til rannsókna en þeir hafa haft handa á milli. Auknar rann- sóknir og ákvörðun, sem fylgir ráð- gjöf Hafró í einu og öllu, leiða til þess, að á næstu árum mun koma í ljós, hvers vísindamenn okkar eru megn- ugir. Þetta er óskastund fiskifræðing- anna. Nú kemur í ljós, hvað þeir kunna og geta. Ýmsir aðilar urðu til þess í gær, að gera athugasemdir við ákvörðun sjávarútvegsráðherra. Framsóknar- menn og LÍÚ eru samstiga í því að vilja fara hálfa leið. Einhvern tíma hefði íslenzkum útvegsmönnum þótt erfitt að eiga sérstaka samleið með Framsóknarflokknum. Kjarni máls- ins er þó sá, að í afstöðu beggja aðila, Framsóknar og LÍÚ, sem vilja veiða einhvers staðar í kringum 150 þúsund tonn af þorski, felst mikil skammsýni. Það er búið að reyna slíkar leiðir. Það er búið að reyna að byggja þorsk- stofninn upp á lengri tíma en ella eins og sagt var. En óneitanlega veldur það von- brigðum, að íslenzkir útgerðarmenn, sem eiga mikið í húfi, skuli ekki taka ábyrgari afstöðu en raun ber vitni. Það er auðvitað ljóst að Einar K. Guðfinnsson er að taka veigamestu ákvörðun, sem hann hefur tekið á stjórnmálaferli sínum, og á sennilega aldrei eftir að taka svo mikilvæga ákvörðun. Það er heldur ekki hægt að útiloka að ráðherrann verði fyrir þungum áföllum í kjördæmi sínu og heima- byggð, þar sem stór hópur fólks á eft- ir að verða fyrir þungu áfalli og jafn- vel upplifa eins konar kreppu. Þess vegna ber að virða sjávarútvegsráð- herra fyrir það að ganga gegn við- teknum skoðunum í sjávarþorpunum allt í kringum landið þess efnis, að það sé nóg af fiski í sjónum. Vonandi verður ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar upphafið að nýjum tímum í sjávarútvegi okkar. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Leyfilegur heildarafli í þorski ánæsta fiskveiðiári verður 130þúsund tonn, eins og Haf-rannsóknastofnunin lagði til. Einar Kristinn Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra kynnti ákvörðun sína í gær og gaf út reglugerð um leyfilegan heildarafla á komandi fiskveiðiári, sem hefst 1. september. Jafnframt greindi hann frá tillögum sjávarútvegsráðu- neytisins til aðgerða vegna breytinga á leyfilegum heildarafla í þorski milli ára og ríkisstjórnin gerði grein fyrir mót- vægisaðgerðum til að styrkja atvinnu- lífið í sjávarbyggðum vegna aflasam- dráttar. Horfið frá aflareglunni Einar K. Guðfinnsson sagði að á næsta fiskveiðiári yrði horfið frá þeirri aflareglu sem hefði verið í gildi und- anfarin ár og leyfilegur þorskafli skor- inn niður um 63 þúsund tonn, úr 193 í 130 þúsund tonn. Ákvörðunin hefði verið tekin í ljósi fyrirliggjandi upplýs- inga um stöðu þorskstofnsins, stærð viðmiðunarstofnsins og hrygningar- stofnsins. Aflareglan yrði tekin upp að nýju fiskveiðiárið 2008/2009 og þá yrði leyfilegur þorskafli 20% afla úr viðmið- unarstofni en þó ekki lægri en 130 þús- und tonn. Sjávarútvegsráðherra sagðist hafa leitað víða samráðs vegna þessarar ákvörðunar. Hann hafi rætt við hags- munaaðila, vísindamenn og fjölmarga aðra sem málið varðar. Ekkert væri sjálfgefið í þessu efni en hann hefði horft til tiltekinna markmiða. Í fyrsta lagi að ákvörðun um hámarksafla leiddi til þess að hægt væri, með eins mikilli vissu og unnt væri, að tryggja að hámarksafli á fiskveiðiárinu 2008/ 2009 lækkaði ekki. Í öðru lagi að ákvörðunin yrði til þess að sjá mætti uppbyggingu á þorskstofninum sem leiddi til hærra aflamarks sem fyrst. Ljóst væri að ákvarðanir um hærra aflamark myndu ekki ná þessum mark- miðum. Hafrannsóknir efldar Samfara verulegum breytingum á leyfilegum þorskafla hefur verið ákveðið að setja af stað verkefni í þeim tilgangi að styrkja forsendur fiskveiði- ráðgjafarinnar og sérstaklega í þorski. Einar Guðfinnsson sagði að hafrann- sóknir yrðu efldar með margvíslegum hætti. Í fyrsta lagi nefndi hann að tryggja yrði sem best fæðubúskapinn í hafinu fyrir þorskinn. Því yrðu loðnuveiðar ekki leyfðar í sumar og þær hæfust ekki fyrr en 1. nóvember. Í öðru lagi yrði stofnaður faghópur vísindamanna og fulltrúa útgerðar og sjómanna, fulltrúa bæði minni og stærri báta, til að fara yfir gæði og eðli togararallsins með það að markmiði að bæta það, fjölga togstöðvum og tryggja að það gefi réttari mynd af stöðu þorskstofnsins. Í þriðja lagi að skoðað verði hvort auka eigi verndun þorsks á hrygning- artíma. Einar áréttaði að gríðarlega mikið hefði verið gert í því sambandi og þær aðgerðir hefðu þegar haft áhrif eins og t.d. minnk engu að síður væri á þessa vinnu á koma uðum. Einar Guðfinnsso yrði áherslu á að hegðun þorsks inna Íslands. Allar þessa þess að styrkja grun ur væri til hliðsjón leyfilegum heildaraf Samræmdar aðge Sjávarútvegsráðh hefði einnig ákveði irnar nefnd undir Marteinsdóttur, pró „Það kemur e fyrir 60 þúsun  Farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar  Leyfil  Sjávarútvegsráðuneytið leggur fram tillögur til aðg Erfið ákvörðun Ein breytingum á leyfil Forsætisráðherra boðaði til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gærmorgun þar sem kynnt var ákvörðun sjávarútvegsráðherra um aflaheimildir og mótvægisaðgerðir ríkisstjórn- arinnar. Steinþór Guðbjartsson sat fundinn og ræddi við ráðherra. GEIR H. Haarde forsætisráðherra sagði á fréttamannafundinum í gær að ákvörðun sjávarútvegsráðherra um aflaheimildir á næsta fiskveiðiári nyti stuðnings allrar ríkisstjórnarinnar og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra tók í sama streng. „Ég tel að þetta sé rétt ákvörðun sem tekin hefur verið,“ sagði forsætisráð- herra. „Hún er ábyrg og lýsir heilmiklu hugrekki.“ Forsætisráðherra sagði ljóst að ákvörðunin um hámarksafla myndi bitna mis- munandi þungt á einstökum svæðum í landinu og ríkisstjórnin myndi ekki víkja sér undan þeirri ábyrgð að bregðast við hugsanlegum vanda á einstökum stöð- um. Í því sambandi vísaði hann til yfirlýsingar ríkistjórnarinnar og bætti við að hún vildi nota tækifærið til að styrkja atvinnulífið í sjávarbyggðum almennt af þessu tilefni. Gripið yrði til sérstakra aðgerða til að styrkja atvinnulíf á þeim svæðum sem helst yrðu fyrir barðinu á aflasamdrættinum. Í fyrsta lagi væri um skammtímaaðgerðir að ræða, í öðru lagi aðgerðir til lengri tíma og í þriðja lagi tillögur um eflingu hafrannsókna og endurskoðun sem lúta að stjórn fisk- veiða. Reynt verði að hrinda aðgerðunum í framkvæmd eins fljótt og hægt sé. Ekki sársaukalaust Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði að sjávarútvegsráðherra hefði staðið and- spænis mjög erfiðri ákvörðun. „Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé rétt ákvörð- un en hún er auðvitað ekki sársaukalaus,“ sagði utanríkisráðherra. Ingibjörg Sólrún bætti við að ljóst væri að einstaklingar, fyrirtæki og byggðarlög yrðu í erfiðri stöðu vegna mikillar skerðingar á þorskafla og fyrir lægi að mörg byggðarlög væru í erfiðri stöðu nú þegar vegna samþjöppunar í sjávarútvegi, vegna tæknibreytinga í greininni sem hefði leitt til fækkunar starfa, vegna há- gengis og vegna hárra vaxta. Þegar gripið yrði til mótvægisaðgerða vegna nið- urskurðar í þorskheimildum væru þær líka tengdar þeirri almennu stöðu sem ríkti sumstaðar á landsbyggðinni vegna þessara þátta. Ingibjörg Sólrún gerði grein fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og gat þess sérstaklega að ákveðin svæði á landinu, Vestfirðir, Norðausturland og Suðaust- urland, væru mjög illa í sveit sett í sambandi við fjarskiptaþjónustu við landið að öðru leyti og mjög mikilvægt væri að framkvæmdum í samgöngumálum á þessum svæðum yrði hraðað svo þau fengju nauðsynlega tengingu. Rétt og ábyrg ákvörð 1 '  "##$2"##3 5   "         !  " #$%& ' $  #($%    $ ) *$%  +,$%  !$ +,  - $ ./ 0 $1 / ,  $' 23 4 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.