Morgunblaðið - 21.07.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.07.2007, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra tilkynnti helmingsaukningu á framlagi Ís- lands til starfsemi Flótta- mannahjálpar SÞ fyrir Palest- ínumenn (UNRWA) á fundi í Betlehem í gær. Þá hefur verið ákveðið að Ísland fjármagni end- urbætur á kvennamiðstöð í flóttamannabúðunum í Shufat. Samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu var fram- lag Íslands til UNRWA 100.000 dollarar árið 2006, eða sex millj- ónir ísl. króna að núvirði, 200.000 árið 2007 og stefnt er að því að upphæðin verði 300.000 dollarar árið 2008. Dagskrá vinnuferðar utanrík- isráðherra til Ísraels og Palest- ínu lauk í gær en Ingibjörg Sól- rún heldur til Jórdaníu í dag til að kynna sér aðstæður íraskra flóttamanna. Ráðherrann heim- sótti í gær Aida-flóttamannabúð- irnar í nágrenni Betlehem og hún hitti einnig hóp palestínskra og ísraelskra kvenna sem um árabil hafa barist fyrir friði. „Það sker í hjartað á manni að hlusta á konur [í flótta- mannabúðunum], mæður, þegar þær fara að tala um unglings- syni sína, því að þær hafa mest- ar áhyggjur af þeim,“ sagði ut- anríkisráðherra þegar Morgun- blaðið sló á þráðinn í gær. „Ein þeirra sagði við mig: Flestar mæður hlakka til að sjá syni sína vaxa úr grasi, en við ekki. Þessi kona sagðist nefnilega fyll- ast kvíða í hvert sinn sem hún missti þrettán ára son sinn úr augsýn. Ástæðan er annars veg- ar sú að táningsdrengir verða kannski helst fyrir því að ganga hryðjuverkasamtökum á hönd, og hins vegar að ísraelskir her- menn, sem koma inn í búðirnar annan hvern dag, beina spjótum sínum einkum að þeim.“ Ingibjörg Sólrún segist í sjálfu sér ekki hafa haft áform um að Ísland beitti sér í friðarmálum í Mið-Austurlöndum. Í ljósi um- mæla ísraelskra þingmanna og annarra, um að þjóðir utan ESB sem ekki hefðu beina tengingu við Bandaríkin hefðu hlutverki að gegna, þyrfti þó að athuga hvort Ísland gæti ekki lagt lóð á vogarskálarnar. „En það er samt betur heima setið en af stað far- ið ef ekki eru til staðar skýrar hugmyndir um hvað hægt er að gera,“ sagði Ingibjörg. Aukið framlag til UNRWA Utanríkisráð- herra heldur til Jórdaníu í dag Á vettvangi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræðir við aðstoðarframkvæmdastjóra Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Barböru Shinston, í Aida-flóttamannabúðunum í gær. ÞESSI strákur brá sér í hlutverk Lukku-Láka og skaut nokkra bófa á Víðistaðatúni í gær. Krakkar úr Útilífsskólanum á aldrinum átta til tólf ára héldu eina stóra skátaútilegu í Hafnarfirðinum og skemmtu sér konunglega. Meðal þess sem þau gerðu sér til gamans var að sigla kanó, poppa yf- ir varðeldi og leika sér að því að síga í hrauninu. Þau fengu líka kennslu í því að binda hnúta, elda á prímus og þekkja plöntur að sannra skáta sið. Morgunblaðið/Ásdís Sneggri en skugginn að skjót’ í mark Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is KEPPENDUR í ævintýrakeppn- inni Siku Extreme Arctic Chall- enge, sem hefjast átti í Kulusuk í morgun, bíða nú í startholunum eftir 34 fjallahjólum sem sitja föst á Reykjavíkurflugvelli. 17 keppnislið víðsvegar að úr heiminum eru komin til Græn- lands, auk stuðningsmanna og tals- verðs hóps fjölmiðlamanna. Ekki var hægt að fljúga til Kulusuk í gær vegna veðurs, en aðstandend- ur höfðu búist við hjólunum á fimmtudag. Komust ekki í vélina Anders Stenbakken, einn skipu- leggjenda mótsins, er ekki sáttur við framgöngu Flugfélags Íslands í málinu: „Við áttum von á að fá bún- aðinn í þremur sendingum 17., 18. og 19. júlí. Hjólin komust ekki öll í síðustu vélina og þess vegna ákváðu þeir að skilja 34 þeirra eftir á vellinum. Til þess að gera illt verra pökkuðu sum liðin blautbún- ingum og björgunarvestum með hjólunum, svo ekki er hægt að hefja keppni í öðrum greinum. Við verðum víst bara að bíða eftir því að flugfélagið leysi málið.“ Hann segir að flutningurinn á búnaðinum hafi verið lengi í und- irbúningi. „Það eru margir mánuð- ir síðan við gáfum flugfélaginu upp dagsetninguna á viðburðinum og í byrjun þessa mánaðar fengu þeir ítarlegan lista yfir farþega og þann búnað sem fylgdi þeim.“ Ekki við flugfélagið að sakast Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, segir ekki við félagið að sakast vegna tafarinnar. „Þetta er mjög mikill farangur sem við erum búin að vera að flytja í vikunni og þetta reyndist nokkru meira en við höfð- um upplýsingar um.“ Ætlunin var að koma afganginum af búnaðinum til Kulusuk í gær, en þá var ófært vegna veðurs. Árni segir að vænt- anlega komist hjólin til Kulusuk í dag. Aðstandendur keppninnar eru uggandi um að þessi vandræði hafi áhrif á keppnina til frambúðar. „Þetta er í sjöunda skipti sem keppnin er haldin og hún hefur vaxið með hverju árinu. Markmiðið er að efla vistvæna ferðaþjónustu á svæðinu og vekja athygli á vanda- málum sem steðja að lífsháttum inúíta vegna hlýnunar jarðar. Allt byggist þetta á því að hægt sé að treysta á fraktflutninga í gegnum Ísland,“ segir Stenbakken. Fjallahjól fyrir ævintýrakeppni á Grænlandi föst á Reykjavíkurflugvelli Bíða í startholunum Í HNOTSKURN »Sex Íslendingar takaþátt í keppninni og mun búnaður þeirra hafa borist í tæka tíð fyrir keppnina. »Keppnin er fjölbreytt ogkrefjandi en keppt er í fjallamennsku þar sem hlaupið er yfir fjöll og jökla, fjallahjólreiðum og róðri. SKIPTUM á þrotabúi Frjálsrar fjölmiðl- unar, sem m.a. er fyrrverandi útgáfufélag DV og Fréttablaðsins, er lokið. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta með úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júlí 2002 og námu kröfur tæplega 2,2 millj- örðum króna. Til úthlutunar kom 331 milljón króna. Sigurður Gizurarson hrl. var skipaður skiptastjóri þrotabúsins og segir málið hafa verið flókið og margþætt. „Þetta er nú stærsta þrotabú Íslandssögunnar. Frjáls fjölmiðlun var móðurfélag fjölda dótturfyrirtækja og það voru angar í allar áttir.“ Ekki var ein króna í þrotabúinu þegar Sigurður tók við því. Stærstu kröfuhafar voru Landsbankinn, Glitnir og Kaupþing. Stærsta þrotabú Íslandssögunnar HURÐ skall nærri hælum þegar jeppa- bifreið festist í Krossá síðdegis í gær. Tveir voru í bifreiðinni og að sögn lög- reglu á Hvolsvelli varð snarræði rútubíl- stjóra á vegum Kynnisferða í Húsadal til þess að ekki fór verr. Bílstjórinn óð út eft- ir öðrum farþeganum og kom spotta í jeppann, sem í kjölfarið var dreginn á þurrt, óskemmdur. Lögreglan á Hvolsvelli hvetur þá sem leggja leið sína í Þórsmörk til þess að gæta varúðar þegar farið er yfir ár og lón í Mörkinni, en óhappið í dag ku vera það þriðja sinnar tegundar í þessari viku. „Hlutirnir eru fljótir að gerast þegar þú ert úti í Krossá á föstum bíl. Það grefur undan þessu einn, tveir og þrír og þá er fjandinn laus,“ segir lögreglumaður á Hvolsvelli. Festu bíl í Krossá BÆJARYFIRVÖLD í Vestmannaeyjum hafa enn ekki fengið svör um það hvern- ig staðið verður að næturferðum til Vest- mannaeyja um verslunarmannahelgina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Eyjum, segir að boltinn sé nú hjá Vegagerðinni og Eimskipum og líkir ástandi við það að Suðurlandsbraut eða Vesturlandsvegi yrði lokað fyrir menningarnótt í Reykja- vík. Að sögn Elliða er Herjólfur hluti af þjóðvegakerfinu og því varði málið ekki aðeins Eyjamenn, heldur þjóðina alla. „Íslendingar hljóta að gera þá kröfu að við getum ferðast eftir þjóðvegakerfinu, sama hvort við erum á leið til Vest- mannaeyja, Reykjavíkur eða Egilsstaða.“ Verkfræðistofan VST skilar óháðri út- tekt á forsendum jarðganga til Eyja eftir helgi. Telur Elliði að jarðgöng séu fýsi- legasta lausnin og segir hann Eyjamenn hafa gert þá kröfu að ríkið svari því hvort jarðgöng komi til greina, ella verði að snúa sér að næstbesta kostinum; ferjulægi í Bakkafjöru. Óvíst um nætur- ferðir til Eyja

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.