Morgunblaðið - 21.07.2007, Page 8

Morgunblaðið - 21.07.2007, Page 8
8 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SAMTÖK atvinnulífsins (SA) vilja að teknar verði upp nýjar aðferðir við kannanir á verð- lagi á matvörumarkaði og miðlun verðupplýs- inga til almennings. Þetta kemur fram í yf- irlýsingu sem SA sendi frá sér í gær. Þar kemur fram að Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, hafi ritað forsætisráð- herra, Geir H. Haarde, bréf og bent á að um nokkurra ára skeið hafi verið safnað rafrænum upplýsingum um sölu í matvöruverslunum og þær notaðar til þess að vinna talnaefni um markaðshlutdeild einstakra vörutegunda. Að mati Vilhjálms væri einnig hægt að nýta þessar upplýsingar til þess að gera kannanir á verðlagi einstakra vörutegunda í einstökum verslunum. Samtökin telja að með því að hag- nýta slíkar upplýsingar fengist nákvæmari og betri mynd af verðlagi á þessum markaði. Það sé jafnframt skoðun samtakanna að Hagstofa Íslands væri eðlilegur aðili til þess að vinna úr þessum upplýsingum í eðlilegu samráði við alla viðeigandi hagsmunaaðila en nauðsynlegt sé að Hagstofan fái nægar fjárveitingar til verksins. Í bréfi Vilhjálms til Geirs segir: „Segja má að ekkert traust ríki af hálfu þessara aðila [SVÞ og einstakra fyrirtækja á matvörumark- aði] á vinnu Alþýðusambandsins að verðlags- eftirliti. Samtök atvinnulífsins telja þess meiri ástæðu að þróa nýjar og betri aðferðir til að gera samanburðarrannsóknir á verðlagi og koma þeim upplýsingum á framfæri.“ Eftirlitið verði gagnsætt og hlutlaust Í samtali við Morgunblaðið sagði Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra á döfinni að funda með fulltrúum allra hagsmunaaðila til að fara yfir þann meiningarmun sem sé milli aðila þegar komi að verðlagseftirliti. „Markmið okk- ar er að verðlagseftirlitið sé eins gott og getur gerst og að það sé ekki deilt, heldur ræði menn niðurstöðurnar en deili ekki um aðferðirnar,“ segir Björgvin og tekur fram að það sé síður en svo sjálfgefið að verðlagseftirlitinu væri betur borgið í höndum ríkisstofnunar en á könnu ASÍ. Haft hefur verið eftir viðskiptaráðherra að hann teldi nauðsynlegt að efla verðlagseft- irlitið. Aðspurður hvernig hann telji það best gert segir Björgvin ljóst að verðlagseftirlitið þurfi að vera mjög fullkomið og stöðugt. „Það er best gert til framtíðar með aðgengi að raf- rænum gagnagrunni sem skráir smásöluna, þannig að það sé sífellt hægt að reikna út með- alverð á hverjum tíma þannig að eftirlitið sé mjög gagnsætt og hlutlaust,“ segir Björgvin. Úrvinnslan þarf að vera skilvirkt ferli Eftir því sem blaðamaður kemst næst líst mönnum alls ekki illa á þá hugmynd að nota rafræna gagnagrunninn en velta eðlilega upp þeirri spurningu hvernig menn sjá fyrir sér út- færsluleiðina. Í ljósi yfirlýsinga SA velta menn fyrir sér hvernig Hagstofan eigi að vinna úr þeim upplýsingum sem felist í rafræna gagna- grunninum, hvort nota eigi þær til að reikna út vísitölu dagvöru líkt og stofnunin geri nú þegar í dag eða hvort hún eigi að upplýsa um verð í einstökum búðum, sem klárlega myndi gagnast neytendum. Eigi að fara síðarnefndu leiðina spyrja menn hver eigi að ákveða hvernig þeirri birtingu verði háttað. Í samtali við Morgunblaðið segist Vilhjálmur Egilsson sjá fyrir sér að unnar yrðu upplýs- ingar úr rafræna gagnagrunninum í sam- andregnu formi sem nýtast myndu neytendum. Aðspurður segist hann vilja sjá að í þeim gögn- um kæmu fram upplýsingar um verð og nafn- greindar verslanir til þess að þær gagnist neytendum sem best. Segist hann fremur vilja sjá verðsamanburð milli tveggja tímabila, hvort heldur væri verðþróun yfir viku tímabil eða mánuð í senn, í stað þess að einvörðungu væri verið að bera saman verð á tiltekinni vöru á ákveðnu klukkuslagi. Spurður hver ætti að taka ákvörðun um það hvaða upplýsingar væru birtar segist Vilhjálmur sjá fyrir sér ráð eða nefnd hagsmunaaðila sem í samráði við Hag- stofuna myndi taka slíka ákvörðun. Sumir hafa áhyggjur af því að rafræni gagnagrunnurinn geti orðið afar svifaseinn í vinnslu, þannig að upplýsingar verðkannana lægju ekki fyrir fyrr en löngu eftir að verði var safnað og myndu ekki nýtast neytendum nema með takmörkuðum hætti. Inntur eftir við- brögðum við þessum áhyggjuröddum segir við- skiptaráðherra ljóst að úrvinnsla upplýsinga úr rafrænum gagnagrunni yrði að sjálfsögðu að vera skilvirkt ferli sem sýndi verðið á hverjum tíma. Vilja nýta rafrænan gagna- grunn til verðsamanburðar SA hefur kallað eftir því að nýj- ar aðferðir við kannanir á verð- lagi á matvörumarkaði verði teknar upp. Viðskiptaráðherra telur mikilvægt að sátt náist um aðferðafræði kannananna. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Matmælaverð Um nokkurra ára skeið hefur verið safnað rafrænum uplýsingum um sölu í mat- vöruverslunum og þær notaðar til að vinna talnaefni um markaðshlutdeild í einstökum verslunum. GUÐLAUGUR Þór Þórðarson, heil- brigðisráðherra, hefur ákveðið að skipa vinnuhóp til að taka saman og gera tillögur um skipulag sjúkraflutn- inga á grundvelli úttekta sem fyrir liggja. Tillögurnar skulu miðast við landið allt. Samkvæmt fyrirmælum ráðherra ber vinnuhópnum að skoða sérstak- lega þætti sem snúa að mönnun og rekstri sjúkraflutninganna. Þá hefur ráðherra einnig falið vinnuhópnum að kalla eftir tillögum um menntun sjúkraflutningamanna og leita í því sambandi til Sjúkraflutningaráðs landlæknis, samtaka sjúkraflutninga- manna og annarra fagaðila. Vinnuhópnum er gert að skila ráð- herra tillögum sínum um mánaðamót- in október/nóvember, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Vinnuhópur skoðar sjúkra- flutninga ♦♦♦ GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, hefur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi yf- irlýsingu: „Vegna yfirlýsinga Vilhjálms Eg- ilssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins, um Verð- lagseftirlit ASÍ skal eftirfarandi tekið fram: Verkalýðs- hreyfingin, bæði ASÍ og einstök stéttarfélög, hafa um mjög langt skeið staðið að öflugu eftirliti með verðlagi í landinu, einkum matavælaverði. Verðlagseft- irlit Alþýðusambands Íslands í núver- andi mynd var sett á laggirnar að ósk ríkisstjórnarinnar árið 2001 vegna meints samráðs um verðlagningu grænmetis. Ríkisstjórnin hefur ítrek- að síðan undirstrikað mikilvægi Verð- lagseftirlits ASÍ og nú síðast með gerð sérstaks þjónustusamnings um ítarlegt eftirlit og eftirfylgni með lækkun virðisaukaskatts af matvæl- um og afnámi vörugjalda hinn 1. mars sl. Starfsmenn Verðlagseftirlits ASÍ hafa unnið mjög gott starf og skapað sér traust almennings með sínum störfum og njóta einnig fulls trausts forystu sambandsins. Vilhjálmur heldur því fram að ASÍ fái 30 millj. kr. af opinberu fé til rekst- urs verðlagseftirlitsins. Hið rétta er að rekstur Verðlagseftirlits ASÍ er að meginhluta á ábyrgð sambandsins, aðeins 3 millj. kr. af þessum fjármun- um renna til almenns reksturs eftir- litsins, auk 1,5 millj. kr. með fyrr- nefndum þjónustusamningi vegna skattkerfisbreytinganna 1. mars sl. Þar að auki hafa aðildarsamtök ASÍ lagt þessu verkefni lið með beinum hætti. Í bréfi Vilhjálms Egilssonar til for- sætisráðherra er lagt til að tekin verði til umræðu framlög til ASÍ. Alþýðu- sambandið er að sjálfsögðu tilbúið að ræða ráðstöfun þessara fjármuna, líkt og ráðstöfun annarra opinberra fjár- muna til hagsmunasamtaka.“ Yfirlýsing forseta ASÍ Grétar Þorsteinsson ÚTIMARKAÐUR verður opnaður í Mosfellsdal í dag, laugardag. Mark- aðurinn er við gróðrarstöðina Mos- skóga og er nú haldinn sjötta sum- arið í röð. Hann hefur notið vaxandi vinsælda með ári hverju. Þar mun sem fyrr kenna ýmissa grasa. Fjölbreytt grænmeti er til sölu sem og annað góðgæti. Að markaðnum, sem opinn er frá kl. 12–17 á laugardögum, standa Mosskógar, Dalsgarður, Túnfótur og Heiðarbær. Markaður í Mosfellsdal ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.