Morgunblaðið - 21.07.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 11
FRÉTTIR
„ÍSLENDINGAR eru góðir kúnnar.
Þeir kunna að eyða peningum, en
kunna líka að meta góða þjónustu,“
segir Tan M.C. Alaam, fram-
kvæmdastjóri kínverska veitinga-
staðarins Great Wall, eða Kínamúrs-
ins, í gamla Naustinu við
Vesturgötu. Margt var um manninn
þegar staðurinn var formlega opn-
aður á fimmtudagskvöld og boðið
upp á hlaðborð kínverskra rétta, sem
komu Íslendingum miskunnuglega
fyrir sjónir.
Tan segist sannfærður um að eft-
irspurn sé eftir veitingastað sem
þessum á Íslandi og er ánægður með
viðtökurnar hingað til. Hann er
sannkallaður reynslubolti í slíkum
rekstri, því undanfarin 28 ár hefur
hann stofnað og rekið kínverska
veitingastaði víða um Evrópu. Að-
spurður hvort auðvelt sé að stofna
slíkt fyrirtæki á Íslandi hristir hann
höfuðið. „Það er ekki auðvelt að
byrja, því iðnaðarmenn eru mjög
dýrir hér. Ég tók allt húsið í gegn og
það tók langan tíma og var mér mjög
dýrt,“ segir Tan, en veitingastaður-
inn er mjög stór og hefur leyfi til að
þjóna 150 gestum í einu. Tan er þó
afar sáttur við að hafa fengið at-
vinnuleyfi fyrir kokkana sína þrjá,
sem koma allir frá Kína.
Lagað að smekk Íslendinga
Matseðill Kínamúrsins á uppruna
sinn í kantónskri matargerðarhefð,
en það er sá angi kínverskrar mat-
seldar sem er einna best þekktur ut-
an Kína. Að sögn Tan er kantónskur
matur ekki eins kryddaður og víða
annars staðar í Kína og helgast það
meðal annars af því að ekki má spilla
upprunalegu bragði hráefnisins, en
kantónsk matargerð er upprunin í
sjávarhéraði í S-Kína og byggist að
stórum hluta á fersku sjávarfangi.
Því segir Tan matinn eins og sniðinn
að íslenskum bragðlaukum; ekki of
kryddaður en þó ekki bragðdaufur
heldur. Íslendingar geti gengið að
því vísu að þarna fáist ekta kínversk-
ur matur og fyrsta flokks þjónusta.
Kínamúr í Naustinu
Morgunblaðið/Sverrir
Fagmenn „Kínamúrinn er eitt frægasta kennileiti Kína svo nafnið ætti að
vera auðvelt að muna,“ segir Tan M.C. Alaan, sem hér sést lengst til hægri.
Í HNOTSKURN
»Kínamúrinn var opnaður íhúsinu sem eitt sinn hýsti
Naustið, veitingastaðinn sem
var hvað frægastur fyrir að
hafa átt upptökin að þorra-
blótsmatseðlinum sem nú er
orðinn að íslenskri hefð.
»Kantónski matseðillinn erafar fjölbreyttur en ein-
kennist einna helst af ferskum
skelfiski og mildu kryddi.
Eftir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@mbl.is
„VIÐ stefnum að því að vera jafn-
skapandi, -lífræn og -kröftug og
náttúran sem er tilvistargrundvöllur
okkar,“ segir á heimasíðu Saving
Iceland. Í gær slettu meðlimir þess-
ara sömu samtaka nokkrum gulum
og rauðum málningarskvettum á
innganginn að heiðursræðisskrif-
stofu Íslands í Edinborg og klíndu
lími í skráargöt.
Benedikt Jónsson, starfandi ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu
sagði í samtali við Morgunblaðið að
ráðuneytinu þætti það mjög miður
að þetta hefði gerst.
Í fréttatilkynningu frá samtökun-
um stendur að aðgerðin hafi verið
svar við nýlegu ofbeldi lögreglu í
garð mótmælenda á vegum Saving
Iceland og sé tákn um samstöðu
þeirra sem stóðu að aðgerðunum
með mótmælendum á Íslandi.
Sigurður Harðarson, meðlimur í
samtökunum, sagði að hann vissi
ekki hverjir hefðu verið að verki í
Edinborg, en Saving Iceland væru
alþjóðleg samtök. „Þetta eru bara
einhverjir sem eru reiðir íslenska
ríkinu fyrir að hleypa fyrirtækjum
sem eyðileggja náttúruna inn í land-
ið og tóku til eigin ráða.“
Hóta áframhaldandi aðgerðum
Í fréttatilkynningunni eru eftir-
farandi skilaboð frá þeim mótmæl-
endum sem stóðu að aðgerðunum í
Edinborg: „Við erum að senda ís-
lenskum stjórnvöldum skýr skilaboð
um að eyðing einstaks lífkerfis hefur
umhverfislegar afleiðingar fyrir
okkur öll. Bæling þeirra sem mót-
mæla þessum eyðandi risa-verkefn-
um er óásættanleg. Í ljósi yfirstand-
andi loftslagskreppu verður hvert og
eitt okkar að taka ábyrgð á eyðilegg-
ingu hnattarins okkar af hálfu glæp-
samlegra fyrirtækja á borð við Al-
coa. Gjörvöll veröldin fylgist með.“
Fréttatilkynningunni lýkur með
orðunum: „Við munum ekki hætta
fyrr en innrás stórfyrirtækja inn í ís-
lenska náttúru er hætt. Veröldin er
ekki að deyja, heldur er verið að
myrða hana. Það þarf að kalla þá
sem þar eru að verki til ábyrgðar.“
Liðsmenn Saving Iceland sögðust
í gær hafa farið inn í höfuðstöðvar
Orkuveitu Reykjavíkur og upp á þak
hússins. Þar hefði verið reistur fáni
með áletruninni „Vopnaveita
Reykjavíkur?“ Samtökin sögðu í
fréttatilkynningu að þetta væri til að
mótmæla orkusölu OR til „álfyrir-
tækjanna Century-RUSAL og ALC-
AN-Rio Tinto, en 30% framleidds áls
fara til hernaðar- og vopnafram-
leiðslu.“ Starfsmenn OR kannast við
að hafa séð mótmælendur en neita
því að þeir hafi farið upp á þak.
Ráðist gegn ræðis-
skrifstofu Íslands
Saving Iceland
vann skemmd-
arverk í Edinborg
Mótmæli Meðal þeirra slagorða sem rituð voru við inngang sendiráðsins
voru „Íslandi blæðir“ og „gjörvöll veröldin fylgist með.“
DRÆMAR fréttir hafa borist af
fuglavarpi víða um landið í sumar og
nú síðast sagði Morgunblaðið frá því
að kríuvarp hefði brugðist með ölllu
á Melrakkasléttu. Ekki er þó útséð
um að krían komist á legg þetta
sumarið, því nú heyrast þær fregnir
frá Grímsey að þar blómstri kríu-
varpið sem aldrei fyrr.
Bjarni Magnússon hefur verið
hreppstjóri í Grímsey síðan 1969, en
hann sinnir líka starfi vitavarðar og
hefur því auga með fuglunum á ferð-
um sínum suður á bakka þar sem
vitinn stendur. „Það var þetta
óþverratíðarfar í maí í fyrra og líka
núna, en þegar þetta lagaðist í byrj-
un júní í ár þá kom svona óhemju
mikið af kríu,“ segir Bjarni. Hann
segir að síðustu tvö sumur hafi lítið
verið um fuglager og enn sé áber-
andi lítið af ritu og fýl, en mikil
aukning hafi hinsvegar verið á bæði
lunda og kríu. „Það hefur nú bara
sjaldan verið meira, það er alveg
ótrúlegt að sjá þetta upp um alla
ey.“ Víða annars staðar virðist sem
fæðuskortur hafi hrakið kríuna á
brott, en Bjarni segir að nú sé nóg
fyrir fuglinn að bíta og brenna um-
hverfis Grímseyna. „Maður sér
kríuna með mjög mikið af sílum
fljúga hérna rétt fram hjá manni, og
sjálfur hef ég farið og náð mér í
matinn og séð að það er bara allt
fullt af ufsa og átu.“
Krían er iðinn fugl og þekkt fyrir
öflugan lofthernað í kringum varp-
löndin. Bjarni segir marga óskapast
yfir því hvað krían sé leiðinleg, „en
það væri örugglega dapurt hérna ef
hún kæmi ekki, þá væri margt öðru
vísi. Hún náði nú að blóðga mig í
vor, en þetta er ekkert mál ef maður
er bara með hjálm.“ Hann brá því á
það ráð að fá afgangshjálma sem
orðnir voru úreltir hjá slökkviliði
Reykjavíkur og dreifir hann þeim út
eftir þörfum, ekki síst til krakkanna
sem hafa gaman af að kíkja á ung-
ana. „Ég mætti nú hérna konu um
daginn á leiðinni sunnan úr vita, hún
var aðkomumanneskja og ég sá að
hún var með stóran stein á höfðinu
til að verjast kríunum. Svo ég vipp-
aði mér út úr bílnum og lánaði henni
hjálminn, sem ég var með, í skiptum
fyrir steininn.“ Það er því greinilegt
að krían er í fullu fjöri í Grímsey.
Kríuvarp í Gríms-
ey með besta móti
Morgunblaðið/Ómar
Farfugl Krían flýgur langar leiðir
til að komast í sumardvöl á Íslandi
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu þurfti að hafa afskipti af þremur
piltum á grunnskólaaldri á fimmtu-
dag vegna skemmdarverka á bygg-
ingasvæði. Drengirnir höfðu m.a.
brotið ljós og rúður í vinnuvélum auk
þess sem þeir krotuðu á veggi og
skvettu málningu á íbúðarhús í
grennd.
Málningu mátti t.a.m. sjá á skjól-
veggjum og garðhúsgögnum.
Drengirnir voru á bak og burt
þegar lögregla kom á staðinn en auð-
veldlega gekk að hafa upp á þeim.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu vísuðu þeir í fyrstu hver á ann-
an en að lokum kom hið sanna í ljós.
Drengirnir eru ekki sakhæfir og
verður málið sent barnaverndar-
nefnd til frekari meðferðar.
Ungir spellvirkjar á ferð
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
ÚTSKRIFT í Snorraverkefninu
fór fram í Hafnarborg, menningar-
og listastofnun Hafnarfjarðar, í
gær og útskrifuðust 14 bandarísk
og kanadísk ungmenni af íslensk-
um ættum.
133 þátttakendur frá 1999
Snorraverkefnið (www.snorri.is)
er samstarfsverkefni Norræna fé-
lagsins og Þjóðræknisfélags Ís-
lendinga. Það fer fram á Íslandi,
hófst sumarið 1999 og höfðu 119
ungmenni tekið þátt í því á undan
hópnum sem útskrifaðist í gær.
Tilgangurinn með verkefninu er
fyrst og fremst að gefa 18 til 28
ára ungmennum af íslenskum ætt-
um í Norður-Ameríku tækifæri til
þess að kynnast uppruna sínum og
hvetja þau til að varðveita og
rækta íslenskan menningar- og
þjóðararf sinn. Um sex vikna verk-
efni er að ræða. Ungmennin læra
um land og þjóð á sérstöku nám-
skeiði í Reykjavík, fara síðan til
fjölskyldna vítt og breitt um landið
og eru hjá þeim í um þrjár vikur,
koma síðan saman á Hofsósi og
ferðast saman til Reykjavíkur.
Að þessu sinni voru krakkarnir
hjá fjölskyldum á Akureyri, Egils-
stöðum, Reyðarfirði, Hellu, Norð-
urfirði, Akranesi, í Stykkishólmi,
Skagafirði og Hornafirði.
Snorraverkefninu
lokið í níunda sinn
Morgunblaðið/Ómar
Útskrift Ungmennin ásamt aðstandendum Snorraverkefnisins.