Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 25
landi og Kanada hafa nú undirritað loft-
ferðasamning sem gerir íslenskum flug-
rekendum kleift að fljúga nær hvert sem
er til Kanada. Beinar flugsamgöngur milli
ríkjanna munu efla öll samskipta þjóð-
anna, ekki síst viðskiptin.“
Aukin ferðatíðni Heimsferða
Heimsferðir hófu leiguflug til Montreal í
vor og segir Andri Ingólfsson, forstjóri
Heimsferða, að flugið hafi gengið vonum
framar. Til hafi staðið að fljúga vikulega
fram í miðjan september en vegna mik-
illar eftirspurnar, bæði héðan og frá Kan-
ada, hafi verið ákveðið að halda áfram
fram í miðjan október og til standi að
bjóða upp á tvær flugferðir vikulega
næsta sumar. „Við höfum opnað alveg
nýjan markað fyrir Íslandsmarkaðinn,“
segir hann og vísar til ferða Kan-
adamanna til Íslands með Heimsferðum
og jákvæðrar umfjöllunar um Ísland í
stærstu fjölmiðlum í Montreal og Quebec-
fylki.
Andri segir að áhrif væntanlegs flugs
Icelandair á fleiri staði í Kanada eigi eftir
að koma í ljós. Heimsferðir haldi áfram að
leggja áherslu á Montreal en öðrum
möguleikum sé haldið opnum og ýmislegt
komi til greina í því efni. Hann segir að
vélar Heimsferða hafi um sex og hálfs
tíma flugþol og því sé t.d. ekki hægt að
fljúga þeim til Winnipeg án millilend-
ingar.
Aukin samskipti
Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Ice-
land Express, segir að þar á bæ hafi
menn velt markaðnum vestra fyrir sér og
kannað ýmsa möguleika. Loftferðasamn-
ingur Íslands og Kanada auki líkur á flugi
til Kanada en ekkert hafi verið ákveðið í
því efni.
Benedikt Jónsson, sendiherra og að-
alsamningamaður Íslands vegna loftferða-
samningsins, bendir á að margir hafi lagt
hönd á plóg við loftferðasamninginn.
Hann nefnir sérstaklega hlut Atla Ás-
mundssonar, aðalræðismanns í Winnipeg,
og Markúsar Arnar Antonssonar, sendi-
herra í Ottawa, auk þess sem samninga-
nefndin hafi verið vel skipuð. Hann bendir
á að Íslendingar hafi bundið sérstakar
vonir við, að með fríverslunarsamningi
EFTA-ríkjanna og Kanada myndu við-
skipti Íslands og Kanada eflast sem og
önnur samskipti á viðskiptasviðinu. Hann
telur ennfremur að hinn víðtæki loftferða-
samningur ríkjanna hljóti að gefa þessum
samskiptum byr undir báða vængi enda
augljóst að með bættum samgöngum verði
aðgengi íslenskra viðskiptaaðila að Kan-
adamarkaði betra en ella. Þetta eigi einn-
ig við varðandi menningarsamskiptin, sem
hafi lengi verið grundvallarþáttur í sam-
skiptum ríkjanna. „Með tíðari flugferðum
til fleiri áfangastaða skapast einnig tæki-
færi til að efla þessi samskipti enn frek-
ar,“ segir Benedikt Jónsson.
gn Gunnars Más eru gífurlega
ækifæri í Kanada vegna þess að
li Kanada og meginlands Evrópu
f yfir Ísland, en núna sé fyrst og
verið að skoða flug til Montreal
awa, Winnipeg og St. John’s fyrir
alifax og Toronto. Aðrir staðir séu
dagskrá í nánustu framtíð. Hafa
uga að það taki alltaf tíma að
upp áætlun og ekki sé skyn-
að taka allt í einu stökki. Ice-
sé háð dreifingu farþega í Kanada
ópu og ljóst sé að íslenski mark-
haldi fluginu ekki uppi einn og
ví sambandi nefnir hann að ekkert
ug sé á milli Skandinavíu og Kan-
árið og það bjóði upp á mikil
ri.
nto er helsta viðskiptaborg Kanada
n er flogið vítt og breitt til Kan-
til um 50 staða í Bandaríkjunum
an annað alþjóðlegt flug. Með
huga segir Gunnar Már að Ice-
líti á Kanada og sérstaklega To-
em lykilstað í tengiflugi hingað og
í Ameríku og viðræður séu hafnar
adísk flugfélög um samstarf.
ar Már segir að flug til Kanada
yggt upp samhliða flugi til Banda-
a. Þetta séu tveir aðskildir mark-
litið sé á Kanada sem sterka við-
eið til að byggja upp félagið og
ð sterka en nokkru sinni fyrr.
lug og nýlega áritaður fríversl-
mningur EFTA og Kanada geti
s orðið lykilatriði í að þróa við-
milli ríkjanna. Sagan sýni að við-
milli Íslendinga og heimamanna
upp á viðkomustöðum Icelandair.
eðli samgangna að þær skapa
ri og menn fara að horfa til þess-
ða og byggja upp sambönd sem
tast í farsælum viðskiptum. Við
ví fram á bjarta tíma í sam-
m við kanadíska aðila, hvort sem
viðskiptum, ferðamennsku eða
iðskiptin
fur Guðmundsson, formaður
áðs Landsbankans, segir að við-
slendinga og Kanadabúa hafi auk-
ndanförnu og þá ekki síst starf-
enskra fyrirtækja í Kanada. Í því
di bendir hann á að Landsbankinn
fyrr á árinu starfsstöð í Winnipeg
i áður hafið starfsemi í Halifax og
p hafi stóraukið fjárfestingar og
mi sína í landinu.
ökurnar í Kanada hafa verið ein-
a góðar, einkum hjá þeim sem eru
sku bergi brotnir, en margir þeirra
ifamenn í viðskiptalífinu vestra.
eimsóknir mínar til Kanada er ég
rður um að saga vesturfaranna og
meiginlegi uppruni opni mörgum
um fyrirtækjum dyr og að þeirra
fjölmörg tækifæri.
r fagnaðarefni að stjórnvöld á Ís-
kar með loft-
við Kanada
lug til Toronto snemma á næsta ári og skoðar möguleika á flugi til annarra borga.
Morgunblaðið/RAX Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
Norrænt sagnfræðinga-þing fer fram á vegumSagnfræðistofnunar Há-skóla Íslands og Lands-
nefndar sagnfræðinga dagana 8.–12.
ágúst næstkomandi. Verður þetta í
26. skipti sem þing af þessu tagi er
haldið, en hið fyrsta var haldið í
Lundi í Svíþjóð árið 1905. Aðeins
einu sinni áður hefur það farið fram
hér á landi, eða árið 1987, en sam-
anstendur að þessu sinni af 50 mál-
stofum þar sem tæplega tvöhundruð
fyrirlesarar kynna rannsóknir sínar.
Hverjum fræðimanni er frjálst að
flytja erindi sitt á móðurmáli sínu en
þau verða velflest flutt á norður-
landamálum eða ensku. Aðgangs-
eyrir er um tuttugu þúsund krónur
en innifalin eru meðal annars þrjú
vegleg fræðirit.
Þrjú meginþemu
Þrjár málstofur fá mest vægi og
endast í heilan dag hver: „Vinir, vel-
unnarar, skjólstæðingar“ nefnist sú
fyrsta í íslenskri þýðingu og fjallar
um hvernig óformleg sambönd voru
nýtt í valdabaráttu á árunum 1000-
1700, um tengslanet og þýðingu
þeirra fyrir baráttu stétta sam-
félagsins um völd og áhrif. Önnur
málstofan er um konur og stjórn-
mál. Þar er sjónum beint að leiðum
sem konur höfðu til pólitískra áhrifa
frá 15. öld fram að þeirri nítjándu.
Þá er þriðja málstofan þverfagleg
og sprottin af samstarfi finnskra
fjölmiðlafræðinga og samnorræns
rannsóknarhóps í menningarsögu.
Heitir hún á ensku „Encountering
Foreign Worlds. Experiences at
Home and Abroad“ og fjallar um
viðbrögð fólks við hinu óþekkta og
fjarlæga, jafnt í fortíð sem í hinu
daglega lífi nútímans.
Óhefðbundinn heiðursgestur
Dr. Steve Murdoch frá University
of St. Andrews í Skotlandi verður
heiðursgestur en óvenjulegt þykir
að heiðursgesturinn sé ekki Norður-
landabúi. Að sögn dr. Einars
Hreinssonar, framkvæmdastjóra
þingsins, nýtur dr. Murdoch virð-
ingar á meðal norrænna fræði-
manna, ekki síst fyrir þekkingu á
norrænum frumheimildum og
tungumálum, sem er afar óalgeng
meðal enskumælandi fræðimanna.
Heiðursgesturinn þykir litríkur
maður að öðru leyti. Hefur hann
starfað sem veiðivörður og lífvörður,
ekið þvert yfir Indland á mótorhjóli
og týnst á frónska hálendinu. Í það
skipti voru björgunarsveitir kallað-
ar út til að bjarga honum.
Þingið er fyrst og fremst ætlað
fræðimönnum og verður að sögn
Einars eflaust nokkuð þungt í vöf-
um fyrir almenna áheyrendur, sem
þó er frjálst að sækja fyrirlestra.
Hann kveður sagnfræði þess eðlis
að almenningur geti vel skilið um-
fjöllunarefni hennar, allir eigi sér
fortíð og allir geti haft skoðun á
þeirri fortíð sem þeir eiga. „Sagan
er ekki skrifuð einu sinni, við erum
sífellt að endurskrifa hana, endur-
túlka og bæta við nýrri þekkingu.
Hin opinbera saga er ekki alltaf sú
sem sagnfræðingar eru tilbúnir að
skrifa undir. Þar greinir stundum á
með almenningi og fræðimönnum,“
segir hann.
Eflir fjölþjóðlegt samstarf
Einar segir íslenskan sagnfræði-
heim mjög lítinn, algerlega ómögu-
legt sé að rannsaka íslenska sögu án
samhengis við hin Norðurlöndin.
„Svona þing er því mjög góður vett-
vangur til þess að skapa samstarf
um það. Raunar var það sérstakt
markmið að málstofur þingsins
væru afrakstur samanburðarrann-
sókna sem unnar hefðu verið í sam-
starfi á milli landa. Með aukinni
Evrópuvæðingu er hætta á því að
norrænir sagnfræðingar leiti af
praktískum ástæðum frekar til sam-
starfs við evrópska fræðimenn en ís-
lenska. Nú þarf að grípa tækifærið
og efla tengslin,“ segir Einar og tel-
ur betri færi vart gefast.
Sem dæmi um áhrifamátt nor-
rænu þinganna nefnir hann að upp
úr þinginu í Uppsölum árið 1974 hafi
orðið til gríðarmikil rannsókn í sam-
starfi íslenskra, danskra og sænskra
fræðimanna um stjórnsýsluvald í
Svíþjóð og Danmörku á 17. og 18.
öld sem gefið hafi af sér mörg fræði-
rit og ritgerðir.
Þjónar markmiðum rektors HÍ
Markmið þingsins segir hann
falla mjög vel að stefnumörkun
rektors Háskóla Íslands, bæði að
koma skólanum á lista yfir þá 100
bestu og einnig eflingu rannsókna-
samstarfs við erlenda skóla. Að-
spurður játar hann því að þingið sé
rós í hnappagat háskólans. „Margir
fyrirlesarar á þinginu eru frá
fremstu háskólum í heimi,“ segir
Einar. „Þetta þing verður ekki hald-
ið aftur hér í 30 ár svo þetta er tæki-
færið til þess að hitta fólkið og koma
á tengslum við það. Það er markmið
háskólans að skapa grundvöll fyrir
rannsóknarsamstarfi. Þetta er besti
grundvöllur fyrir það sem sagn-
fræðirannsóknir geta fengið.“
Ljósmynd/Einar Hreinsson
1987 Fjölmenni var á síðasta íslenska þinginu en víst þykir að væntanlegt ágústþing slái því við hvað fjölda
fólks og fyrirlesara snertir. Hér sést hópur fræðimanna hlýða á fyrirlestur um norræn fræði í stofu 101 í Odda.
Sagnfræðiþing efla
alþjóðlegt samstarf
Í HNOTSKURN
»Norrænt sagnfræð-ingaþing er haldið á fjög-
urra ára fresti. Síðast var það
haldið hér fyrir 20 árum.
»350 manns eru vænt-anlegir til landsins, þar af
um 200 manna þverfaglegur
hópur fyrirlesara frá mörg-
um löndum.
»Þykir þingið einn bestivettvangur sem hugsast
getur fyrir sagnfræðinga til
efla samvinnu sín á milli.
Ljósmynd/Einar Hreinsson
Gestgjafinn Dr. Einar Hreinsson er framkvæmdastjóri sagnfræðinga-
þingsins. Hann segir þingið þjóna markmiðum Háskóla Íslands vel.