Morgunblaðið - 21.07.2007, Side 26

Morgunblaðið - 21.07.2007, Side 26
26 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN KANNSKI á ekki að svara bloggi í blaðagrein en þegar það er einn af ráðherrum þjóðarinnar sem skrifar á opinberum vettvangi að undirrit- aður sé seinheppinn vindbelgur með rangar skoðanir sem ekki vinni fyrir þing- fararkaupinu, nenni ekki að lesa sér til, skipti oftar um skoð- anir en aðrir dauðlegir menn og hafi líklega ekki gert annað en að laxera síðan um kosn- ingar – tja, þá velti ég vitaskuld fyrir mér hvar virðingu stjórn- arráðsins er komið. Ég veit að vísu ekki alveg hvað Össur Skarphéðinsson á við með orðinu laxera í þessu sambandi en flest annað í skrifum hans gat ég skilið. Sem sagt á vefsíðunni http:// ossur.hexia.net/. Pistillinn er reynd- ar líka orðréttur á minni síðu, bjar- nihardar.blog.is Á að rífa Valhöll Ástæða þessara gífuryrða hæst- virts ráðherra er að við erum á önd- verðum meiði um framtíð Valhallar á Þingvöllum. Össur vill setja jarðýtu á hús þetta og hefur sér til fylgis við þá skoðun Kristján flokksbróður minn Einarsson á Selfossi sem er hér slökkviliðsstjóri. Það eru svo sem engin ný tíðindi að afstaða til húsafriðunar gangi þvert á pólitísk- ar línur og okkur Kristjáni gengur vel að skiptast á skoðunum um Val- höll eins og annað, fúkyrðalaust. Já, svo því sé til haga haldið, þá held ég að Valhöll megi standa og sé hluti af þeirri helgimynd sem þjóðin hefur af Þingvöllum. Fallegt og mjög sögu- frægt hús í fallegu umhverfi sem gefur okkur sem ekki eigum neitt sumarhús á þessum helgistað færi á að gista Þingvelli. En það er í mínum huga enginn héraðsbrestur að ekki séu mér allir sammála um þetta og Össur hefi ég talið til vina minna og mun gera áfram – þó að óneitanlega hafi mér brugðið við fúkyrðaflauminn. Verst í málinu eru þó rangfærslur sem allur fréttaflutningur um málið hefst með. Rangfærslur emb- ættismanna Slökkviliðsstjórinn á Selfossi heldur því fram í Blaðinu sl. mið- vikudag að brunavarn- ir séu í ólagi en dregur svo í land að kvöldi sama dags. Þær ku hafa verið í ólagi þegar hann kom síðast á stað- inn fyrir tveimur eða þremur árum. Á þeim árum er búið að leggja tugi milljóna í viðgerðir á húsinu af bæði eig- anda og rekstraraðila. Hótelhald- arar eiga ekki að búa við það óöryggi að opinberir embættismenn geti ruðst fram og gert gististaði þeirra tortryggilega með þessum hætti. Jafnvel ekki þó að skýrslur um nefndar viðgerðir finnist ekki í bók- um slökkviliðsstjórans. Það er sem sagt rangt að margra ára barátta fyrir að koma brunavörnum á staðn- um í lag hafi ekki skilað árangri og það er miður þegar opinberir aðilar vita ekki af því þegar sigrar í margra ára baráttu vinnast! Svo er það vitaskuld ekki slökkviliðsstjóra að tala í nafni embættis síns um það hvort rífa eigi sögufræg hús. Þinghelgin aðeins fyrir þotulið Út yfir taka þó orð byggða- málaráðherrans sem talar um Val- höll sem klastur og kraðak húsa sem beri að rífa og reisa þar í staðinn byggingu til afnota fyrir ríki og Al- þingi fyrir þingsetningu og ráð- stefnur. Telji menn þörf á hóteli eða veitingastað fyrir almenning má að mati Össurar reisa slíka byggingu á svæðinu áður en komið er inn í þjóð- garðinn orðrétt, „… á jörðum sem hugsanlega má kalla áhrifasvæði þjóðgarðsins.“ Sem sagt, almúgann út fyrir þing- helgina og nýir Þingvallanefnd- armenn sem hafa aðra skoðun fá á sig gusur á bloggi ráðherrans um að þeir hafi ekki lesið stefnumörkun stjórnvalda um Þingvelli, líti á setu í Þingvallanefnd sem ómerkilegan flokksbitling og skoðanir þeirra aug- ljóslega rangar! Gott er að vera ráð- herra með rétta sýn. Engar skýrslur styðja Össur Össur er oft skáldlegur í skrifum sínum en það er bókmenntafræði- legur misskilningur hans að skáld ráði yfir túlkun á höfundarverkum sínum. Staðreyndin er að í umrædd- um skýrslum um Þingvelli sem Öss- ur hefur átt þátt í að móta er vikið að Valhöll með óljósu orðalagi um að huga skuli að, kannaðar verði for- sendur o.s.frv. En þar er hvergi svo mikið sem ámálgað að rífa skuli Hót- el Valhöll eða henda allri þjónustu við sauðsvartan almúgann upp fyrir Hakið og út fyrir þinghelgina. Eða að Valhöll sé klastur. Því miður fyrir ráðherrann nýbakaða því það er þetta sem hann vill og trúir að standi þar. Kannski Birni Bjarnasyni og Guðna Ágústssyni að þakka svo er ekki! Dylgjum ráðherrans um að ég vinni ekki fyrir kaupi eða skipti oft um skoðanir tel ég þarflaust að svara. Seinheppinn vindbelgur svarar ráðherra Bjarni Harðarson er á öndverð- um meiði við ráðherra um framtíð Valhallar á Þingvöllum » Sem sagt, almúgannút fyrir þinghelgina og nýir Þingvallanefnd- armenn sem hafa aðra skoðun fá á sig gusur á bloggi ráðherrans. Bjarni Harðarson Höfundur er alþingismaður og situr í Þingvallanefnd. MÉR finnst það ansi dapurt að ekki líði nema tíu dagar á milli þess sem ég skrifa op- inberlega í fjölmiðil vegna brota á mann- réttindum fatlaðra ein- staklinga. Mikið vildi ég óska að þess væri ekki þörf en því miður er raunin önnur. Hinn 19. júlí var við- tal í fréttaþættinum Íslandi í dag við móður einhverfs drengs sem var neitað um leik- skólapláss sökum fötl- unar sinnar fyrir nokkrum vikum. Fjöl- skyldan hefur búið í Englandi sl. tvö ár en hefur nú flust heim. Móðurinni var tjáð að synir hennar kæmust inn á hverfisleikskól- ann en börn með fötl- un eiga að hafa for- gang samkvæmt einhverri reglugerð Reykjavíkurborgar. Þegar móðirin kemur til landsins til að und- irbúa leikskólagöngu drengjanna var allt annað upp á ten- ingnum. Leikskólastjórinn var hætt- ur við að taka þá inn. Skýrt og skil- merkilega greindi hún frá því í síma að hvorki hún sjálf, leikskólinn, né annað starfsfólk gæti lagt það á sig að fá ,,svona“ barn í nám til þeirra. Það má geta þess að móðir drengs- ins var búin að fá manneskju til að styðja hann og atferlismeðferð á leikskólanum en það virtist engu skipta, hann var ekki velkominn. Strákurinn hefur nú fengið leik- skólapláss annars staðar, ekki í hverfi fjölskyldunnar. Á meðan hann er utan leikskóla á hann ekki rétt á stuðningi eða þjálfun og hefur hon- um í kjölfarið hrakað hvað varðar fötlunina. Staða hans leyfir fötl- uninni að taka í taumana og draga hann lengra inn í skel einhverf- unnar. Fyrir 19 árum stóðu foreldrar mínir í sömu sporum vegna hreyfihömlunar minnar. Leikskólanum sem mér var ætlað að fara á fannst of þung- bært að hafa mig og taldi starfsfólk ómögu- legt að mér myndi líða vel svona mikið ,,veikri“. Eftir árs langa baráttu fékk ég þó inn- göngu og átti ég ynd- islega leikskóladvöl þar sem ég fékk að þrosk- ast og dafna eins og hvert annað barn. Tæp- ir tveir áratugir eru liðnir og enn ríkja þessi brengluðu viðhorf úti um víðan völl í skóla- kerfinu. Börn virðast þar vera talin mismann- leg því ef þau hafa greiningu, styðjast við hjálpartæki eða þurfa sérstakan stuðning eru þau ekki lengur börn. Greiningin verður allt í einu karakterinn og all- ir persónulegir eig- inleikar falla í skugga hennar. Fötl- unin fær aðalhlutverkið en persónuleikinn hverfur. Þetta atvik er ekkert einsdæmi þó að sumir séu kannski ekki tilbúnir að horfast í augu við það. Munurinn er einfaldlega sá að atvikið er opinbert og hefur blessunarlega vakið eft- irtekt og undrun þjóðfélagsins. Mér sárnar að sjá að í samfélagi þar sem mikið er lagt upp úr öflugri og góðri menntun sé ákveðinn hópur undan- skilinn. Stöðugt er tönglast á rétti allra til náms og mikilvægi skóla án aðgreiningar. Á hinn bóginn felur menntun kennara á fyrstu skólastig- um í sér litla sem enga fræðslu um fjölbreytni í nemendahópum og að- eins örfáir skólar starfa ötullega í þágu allra. Hinni sívinsælu afsökun manneklunnar er óspart flaggað og er svo sannarlega víða alvarlegt vandamál. Fjöldi barna er oft mikill á hverjum stað og álag á starfsfólki eftir því. Þá hefst oft hin alræmda forgangsröðun sem er, að ég get ímyndað mér, flókin í framkvæmd – ef ekki ómöguleg. Börnum með sér- þarfir er í þeim múgæsingi oft sópað út í horn, stuðningur tekinn af þeim og nýttur í annað, þar til allt er kom- ið í óefni. Það býr engin mannvonska að baki því, einungis botnlaus fá- fræði sem virðist engan enda ætla að taka. Leikskólaár mín eru björt í minn- ingunni enda hafði ég frábæra að- stoð og naut mín til hins ýtrasta. Það þurfti að sjálfsögðu að ryðja hindr- unum úr vegi, breyta og bæta, fræða og upplýsa. Það var þó þess virði því ég kom út í plús sem manneskja. Ég tók þátt, var viðurkennd og þörfum mínum var mætt. Útkoman var fé- lagslegur styrkleiki, vinátta og góð- ar stundir sem minna mig á hvað fötlun getur verið mikið aukaatriði. Þó að ég sé enginn sérfræðingur í einhverfu þykist ég vita að meðferð og þjálfun er lífsnauðsynleg til að manneskjan komi út í plús. Það á enginn skóli að vera of illa staddur til að taka á móti þeim börnum sem þangað sækja. Ég skora á mennta- málaráðherra og aðra sem gæta hagsmuna leikskólagöngu barna, að standa sig betur og á markvissari hátt leysa úr þeim áskorunum sem blasa við. Öll börn eru einstök og um leið þarfir þeirra. Hver og ein þörf er jafn mikilvæg og á aldrei að vera álitin svo stór að hún yfirskyggi mik- ilvæga einstaklinginn á bakvið fötl- unina. Í skugga greiningar Freyja Haraldsdóttir fjallar um neitun um leikskólapláss fyrir einhverfan dreng. Freyja Haraldsdóttir »Mér sárnarað sjá að í samfélagi þar sem mikið er lagt upp úr öfl- ugri og góðri menntun sé ákveðinn hópur undanskilinn. Höfundur er leiðbeinandi á leikskóla. LÍKT og aðrir ungmennafélagar hlakkaði ég til 25. landsmóts UMFÍ í Kópavogi. Ég vænti þess að mótið yrði eitt það glæsileg- asta sem haldið hefði verið en ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Með sanni má segja að Kópavogsbær hafi stað- ið myndarlega að mannvirkjagerð og landsmót UMFÍ hefur aldrei verið haldið við betri aðstæður. En eins og einn gamall forystu- maður ungmenna- félagshreyfingarinnar, sem sótt hefur öll mót allt frá 1940, orðaði við mig: „Það vantaði allt nema aðstöðuna.“ Það vantaði landsmótsstemn- inguna. Þetta mót var ólíkt fyrri mót- um. En á hvaða hátt var það öðruvísi? Jú, markmiðin virtust allt önnur en áður. Hingað til hafa hinar hefð- bundnu keppnisgreinar mótsins haft forgang en afþreyingarefni verið uppfylling að lokinni keppni hvern dag. En nú var þessu snúið við. Í auglýsingum virtist aðalatriði mótsins vera svonefndur nördaleikur í knattspyrnu og honum gert hátt undir höfði. Hann var auglýstur gíf- urlega en ekki aðrir íþróttaviðburðir að sama skapi. Að sögn komu um fimm þúsundir á nefndan leik, en u.þ.b. 150 áhorfendur á úrslitaleik í knattspyrnu karla. Flestir höfðu setið lengi dags og horft á frjálsar íþróttir. Sá leikur var ekki auglýstur sér- staklega. Hitt dæmið var enn grófara. Á meðan frjálsíþróttakeppnin fór fram á laugardeginum upphófst mikil há- reysti á leiksviði í ná- grenni við íþróttavöllinn og þar í grennd. Þar var efnt til alls konar sér- kennilegra atburða. Há- vaðinn var þvílíkur að kynnir mótsins kom ekki skilaboðum til fólksins úti á vellinum. Sérgreinastjóri frjáls- íþrótta var að því kom- inn að slíta keppninni af áðurnefndum sökum. Þessi tvö atriði sýna að höfundur dagskrár landsmótsins hafði enga tilfinningu fyrir því út á hvað landsmót UMFÍ ganga. Þarna var íþróttafólkinu sýnd mikil lítisvirð- ing. Fámennt landsmót Einhverjir vilja halda því fram að landsmótið í Kópavogi hafi verið fjöl- mennasta landsmótið til þessa, bæði hvað varðar þátttakendur og áhorf- endafjölda. Því fer fjarri. Fámenn skrúðganga við setningu og nær tóm- ar tjaldbúðir segja meira en mörg orð. Sjaldan hafa hinar hefðbundnu keppnisgreinar verið fáliðaðri. Í nokkrum tilfellum féll undankeppni niður vegna fámennis. En hvað skyldi valda þessu fá- menni? Þar eiga sjálfsagt margir þættir hlut að máli. Ég álít að stað- setning mótsins sé t.d. ein orsökin. Það er lítt spennandi að halda lands- mót á höfuðborgarsvæðinu. Tjald- búðirnar voru tómar. Í stað þess að efna til kynna á mótssvæðinu líkt og á fyrri mótum tvístraðist fólk út um all- an bæ. Önnur ástæða tel ég að sé að mótið er opið öllum. Ég hef ætíð haldið því fram, allt frá því að umræður hófust um að opna mótin fyrir öllum, að það yrði dauðadómur fyrir landsmót UMFÍ. Mér sýnist það hafa sannast á þessu móti. Glæsilegt og spennandi mót breytist í ósköp venjulegt íþróttamót. Hvers vegna? Jú, t.d. vegna þess að þátttaka minni aðild- arfélaga UMFÍ minnkar. Ein- staklingar er búa við erfiðar að- stæður sjá engan tilgang í að mæta til keppni við fólk sem æfir við full- komnar aðstæður. Það telur mögu- leika sína hverfandi og sér ekki til- gang með þátttökunnni. Það hefur nefnilega verið eitt af aðalsmerkjum landsmótanna að lítt þekkt íþrótta- fólk frá hinum ýmsu stöðum hefur skotist fram á sjónarsviðið. Að opna landsmótin fyrir alla er upphafið að lægð þeirra. Við ungmennafélagar verðum að þora að vera við sjálfir, en láta ekki þrýstihópa og tískusveiflur breyta til- gangi okkar og markmiðum. Ég vona að næsta þing UMFÍ beri gæfu til að snúa þessari þróun við og breyta landsmótsreglugerðinni í fyrra horf. Forysta UMFÍ ber einnig ábyrgð Forysta UMFÍ á einnig sök á hvernig komið er. Að mínu mati hefur grasrótin verið látin sitja á hakanum um hríð. Þess í stað hefur UMFÍ ver- ið að vinna að verkefnum sem í sum- um tilfellum henta hreyfingunni ekki og er hlutverk annarra að fást við. Upp úr 1970 rifu þeir félagar Haf- steinn Þorvaldsson og Sigurður heit- inn Geirdal ásamt fleirum ungmenna- félagshreyfinguna upp úr dróma og hún margefldist á ótrúlega skömmum tíma. Stjórnarmenn UMFÍ og for- ystumenn aðildarfélaga þess: Hefjið ungmennafélagshreyfinguna upp úr þeirri lægð sem hún er í. Það þarf kraft og orku til þess – en það er verðugt verkefni. Ég hlakka til landsmótanna á Ak- ureyri eftir tvö ár og á Selfossi 2012. Er þess fullviss að þau mót verða með öðrum brag en í Kópavogi. Það er von mín að hinar hefðbundnu keppn- isgreinar fái að njóta sín þar, og aðild- arfélögin leggi metnað og vinnu í að mæta með fjölmenn lið. Þá munu landsmótin lyfta merki UMFÍ hátt á loft. Það vantaði allt nema aðstöðuna Ingimundur Ingimundarson skrifar um landsmót UMFÍ en hann vill hefja ungmenna- félagshreyfinguna upp úr þeirri lægð sem hún er í » Við ungmenna-félagar verðum að þora að vera við sjálfir, en láta ekki þrýstihópa og tískusveiflur breyta tilgangi okkar og mark- miðum. Ingimundur Ingimundarson Höfundur hefur starfað að undirbúningi og framkvæmd landsmóta UMFÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.