Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 27
RÁÐGJÖF Hafrannsóknastofn-
unar um verulegan samdrátt í
þorskveiði á næsta
fiskveiðiári og
ákvörðun ráðherra
í kjölfar hennar
hefur vakið marg-
vísleg viðbrögð.
Eðlilega hafa tals-
menn fyrirtækja
og byggða velt fyr-
ir sér afleiðingum
þessa samdráttar
en ég hefði jafn-
framt viljað sjá
þessa aðila hug-
leiða þá stöðu, sem
fyrirtæki og
byggðir verða í til frambúðar, verði
ekki farið eftir tillögum stofnunar-
innar. En það er annað sem ég ætla
að fjalla um hér.
Breytt fiskveiðistjórnun
Tvennt hefur verið nefnt. Í fyrsta
lagi að niðurstaða vísindamanna
bendi til þess að breyta þyrfti um að-
ferðir við stjórn fiskveiða. Þetta er
að mínu mati algjör rökleysa. Menn
geta auðvitað verið með eða á móti
aflamarkskerfi og þeir, sem á móti
eru, mættu mjög gjarnan lýsa því
með meira sannfærandi hætti en
gert hefur verið hvaða aðferð hentar
okkur betur en aflamarkskerfið.
Hins vegar er það sama í hvaða kerfi
fiskistofn er ofveiddur. Niðurstaðan
er sú sama. Verkefnið er að halda sig
við þann afla sem ráðlegt
er að veiða og þar höfum
við brugðist. Samskonar
lausatök og beitt hefur ver-
ið hjá okkur hefðu auðvitað
leitt til sömu niðurstöðu
sama hvaða aðferð til fisk-
veiðistjórnunar væri notuð.
Vistaskipti Hafrann-
sóknastofnunar?
Í öðru lagi hefur blossað
upp sú umræða að flytja
beri Hafrannsóknastofnun
undan sjávarútvegsráðu-
neytinu. Það ætti bara að
flytja hana eitthvað annað en helst
til menntamála- eða umhverfisráðu-
neytisins. Að þessi umræða tengist
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar-
innar er auðvitað umhugsunarvert í
sjálfu sér, en það er rétt að staldra
við þau rök, sem nefnd hafa verið.
Sagt er að áhrif hagsmunaaðila og
ráðherra á niðurstöður stofnunar-
innar séu mikil. Sagt er að starfið
miði fyrst og fremst að því kanna
veiðiþol nytjastofna við landið og
vöktun af ýmsu tagi en grunnrann-
sóknir sitji á hakanum.
Og hvað er svo til í þessu? Að
vissu leyti er þetta allt rétt og satt,
nema hvað vísindamenn stofnunar-
innar eru ekki undir hælnum á hags-
munasamtökum né ráðuneyti hvað
varðar störf sín eða niðurstöður. Það
er enginn aðili í þjóðfélaginu þess
umkominn að segja vísindamönnum
Hafrannsóknastofnunar hvað koma
eigi út úr rannsóknum þeirra. Auk
þess eru niðurstöður starfsmann-
anna lagðar fyrir óháða vísindamenn
við alþjóðlegar stofnanir þannig að
sveigð niðurstaða að ímynduðum
hagsmunum er ekki hugsanleg.
En þegar sagt er að þær ábend-
ingar, sem sumir vilja meina að séu
rök fyrir flutningi stofnunarinnar í
annað ráðuneyti, séu réttar, þá skal
einnig á það bent að það eru einmitt
rök fyrir þvi að hafa umhverfi henn-
ar óbreytt. Að mínu mati eru aðal-
verkefni Hafrannsóknastofnunar að
rannsaka og þekkja sem best öll þau
atriði sem ráða því að hve miklu leyti
er æskilegt að nýta okkar nytja-
stofna í hafinu með það að markmiði
að arður okkar af þessum auðlindum
verði sem mestur til langs tíma litið.
Hafrannsóknastofnunin er í raun
tæki samfélagsins til þess að stuðla
að því að staðið sé sem best að nýt-
ingu auðlinda í hafinu með langtíma
hagsmuni að leiðarljósi. Þetta tæki á
að nota þannig að það nýtist sjávar-
útvegi sem best og því er mjög æski-
legt að greinin hafi verulega um það
að segja hvernig því er beitt. Er
þetta ekki líka markmið stjórnenda
fyrirtækja í greininni? Er þetta ekki
líka markmið hagsmunasamtaka og
ráðuneytis? Er þjóðin ekki sjálf
sammála þessu markmiði?
Þroskuð umræða
Því verður ekki mótmælt með
rökum að hagsmunasamtök í ís-
lenskum sjávarútvegi hafa í heildina
sýnt það í verki að þau vilja styðjast
við þekkingu vísindamanna, þegar
um nýtingu fiskistofna er að ræða.
Helstu hagsmunasamtök í sjávar-
útvegi á Íslandi hafa tekið miklu
ábyrgari afstöðu til ráðgjafar vís-
indamanna en hægt er að benda á í
nágrannalöndum okkar. Íslendingar
sjá miklu betur samhengið á milli
þess að umgangast auðlindir sjávar
af hæfilegri varúð annars vegar og
framtíðarhagsmuna hins vegar en
aðrar þjóðir, þar sem sjávarútvegur
hefur miklu minna vægi. Í greininni
gera flestir sér ljóst að eigin fram-
tíðar hagsmunir ráðast af því að vel
sé að nýtingu auðlinda staðið og vilja
því fara að öllu með gát. Það ríkir
eining um að nýta þetta ágæta tæki
sem Hafrannsóknastofnunin er fyrir
hagsmuni sjávarútvegsins – og þar
með þjóðarinnar – til langrar fram-
tíðar.
Önnur vistun
Það er mikil einfeldni á bak við
það sjónarmið að Hafrann-
sóknastofnun sé betur komin í öðru
ráðuneyti. Halda einhverjir að ef
stofnunin yrðri vistuð undir mennta-
mála- eða umhverfisráðuneytinu að
þeir aðilar, sem þá yrðu kallaðir að
stjórn stofnunarinnar, hefðu engin
markmið varðandi rekstur hennar?
Halda menn að aukin áhrif umhverf-
isverndarsinna eða hreinræktaðra
„akademikara“ myndu verða hlut-
laus? Auðvitað ekki. Breytt fyr-
irkomulag myndi hafa einhver áhrif
en ekki í átt til aukinnar hagsældar
samfélagsins. Hafrannsóknastofnun
myndi auðvitað áfram gagnast sam-
félaginu en ekki jafn vel og nú. Ég
leyfi mér því að kalla þessar hug-
myndir um breytta vistun Hafrann-
sóknastofnunar arfavitlausar.
Vistaskipti Hafrannsóknastofnunar?
Pétur Bjarnason vill hvorki
breyta aðferðum við stjórnun
fiskveiða né að Hafró hafi vista-
skipti
»Hafrannsóknastofn-unin er tæki sam-
félagsins til þess nýta
auðlindir hafsins sem
best og æskilegt að
greinin hafi um það að
segja hvernig því er
beitt.
Pétur Bjarnason
Höfundur er framkvæmdastjóri
Fiskifélags Íslands.
ÞAKKA ber hr. Róbert Spanó,
prófessor við lagadeild Háskóla Ís-
lands, fyrir að opna umræður um
réttarkerfið á Íslandi og stöðu
dómstóla í hugum hins almenna
borgara.
Háskóli Íslands á að kallast
rannsóknaháskóli þar sem fræði-
leg umfjöllun um málefni hinna
ýmsu deilda á að fara
fram. Svo virðist sem
einhver misbrestur sé
á þessum málum hvað
lagadeild háskólans
varðar ef rétt er að
afstaða almennings
gagnvart dómstólum
komi prófessorum
deildarinnar á óvart.
Hinum háæruverð-
uga prófessor er hér
með bent á eina af or-
sökum þess að dóm-
stólar eru lítils metn-
ir ef ekki fyrirlitnir af
almenningi.
Eftirfarandi mál við Héraðsdóm
Reykjavíkur er dæmi um þau lög-
brot sem framin eru af dómurum
réttarins. Matsmálið M-51-2001
frá 3. júlí 2001 fékk þá undarleg-
ustu meðferð fyrir dómstólnum
sem um getur. Matsgerð lá fyrir
31. október 2001 og var með slík-
um annmörkum að ekki var fjallað
um efni matsbeiðninnar heldur
voru það hugarórar matsmannsins.
Málið var kært til dómstólsins
og þess krafist að skipaður yrði
nýr matsmaður.
Settur dómari vildi ekki una því
að skipaður matsmaður yrði settur
frá og skipaði hann aftur til starf-
ans. Úrskurður dómarans í máli
M-51-2001 var kveðinn upp 11.
janúar 2002. Þar var viðurkennt af
dómaranum að ekki hefði verið
farið eftir skráðri matsbeiðni.
Það undarlega við málið er að í
bréfi frá dómstjóra réttarins
vegna áframhalds réttarhalda er
urðu framhald af gjörðum dóm-
arans kemur fram að máli M-51-
2001 hafi lokið 27. október 2001
þegar matsgerð var dagsett af
matsmanni og afhent lögmanni og
þetta málsnúmer sé
ekki til í málaskrá eft-
ir þann dag.
Þrátt fyrir að mats-
málinu hafi lokið sam-
kvæmt bréfi dóms-
formanns
Héraðsdóms Reykja-
víkur við afhendingu
matsgerðar eða 27.
október 2001 kveður
dómari upp úrskurð í
máli sem ekki er til
samkvæmt lagaskiln-
ingi dómstjórans.
Lögmaður málsaðila
neitaði að áfrýja úrskurði dóm-
arans frá 11. janúar 2001 á þeim
forsendum að það væri ekki hægt.
Endurskipaður matsmaður
framkvæmdi eða skráði nýja mats-
gerð sem sögð var tilbúin í apr-
ílmánuði 2002 en neitað var að
taka við henni. Hlutust af því
málaferli sem tóku tvö ár fyrir
dómstólnum með margs konar
skrípaleik þar sem að komu fjórir
dómarar. Ástæða dómaraskipta
voru að sumir þeirra sáu hvers
konar skrípaleik var um að ræða
og vildu forða sér áður en þeir
yrðu að athlægi. Háðungin var slík
að þegar einn af dómurunum birt-
ist í dómsal gaf hann þá yfirlýs-
ingu að hann hefði verið að taka
við málinu í matartímanum fyrir
fimmtán mínútum og hann vissi
ekkert um hvað málið fjallaði.
Hann bætti við: „Þrátt fyrir það
reynum við að leysa úr málinu.“
Mál þetta er E-13455/2002. Úr-
skurður kveðinn upp 21. október
2003 er háðung fyrir dómstólinn
og lýsir vel hvers konar skrípa-
leikur fer fram fyrir dómstólum.
Hægt var að reka mál fyrir
dómstólnum án þess að neinar for-
sendur væru fyrir hendi. Maður
var skipaður til starfa matsmanns,
gegn mótmælum matsbeiðenda, og
mál tilbúið af dómara í réttarsal.
Í framhaldi af þeirri háðung
sem rétturinn varð fyrir hefur
dómstóllinn hunsað beiðnir aðila
um að skipa nýjan matsmann til
að meta þær skemmdir er unnar
voru og matið átti að fjalla um.
Hefur af hálfu dómstólsins verið
hunsað að fara að lögum.
Því skýtur skökku við þegar
prófessorinn kemur inn á það í
grein sinni að dómarar skulu að-
eins fara eftir lögunum. Sumir
dómarar fara eftir geðþótta sínum
hverju sinni og hafa lögin að engu.
Það veldur því undrun að pró-
fessor í fræðigreininni hafi ekki
vitneskju um það sem er að gerast
með geðþóttaákvarðanir dómara
og að þeir hunsi sett lög.
Lögin eru ekki fyrir þá „dóm-
arana“ heldur aðeins fyrir þá sem
eru löghlýðnir og vilja fara að lög-
um. Hinir sem vilja brjóta lögin
gera það og komast upp með það
vegna geðþóttaákvarðana dómara.
Umræða um störf dómara hefur
engin verið því fólk er hrætt við
hefnigirni þeirra. Lögmaður er
vann að þessum málum sagði
hreint út að menn yrðu að passa
sig á því að móðga ekki dómarana
því þeir væru hefnigjarnir. Fyrir
lögmann væri það mjög alvarlegt
mál að móðga dómara því hann
væri nánast vonlaus í framtíð-
armálarekstri fyrir dóminum.
Því má bæta við hér að mál-
flutningur fyrir dómi er munn-
legur. Þ.e., hvor aðilinn fyrir sig
flytur sitt mál munnlega (ekkert
skrifað). Ekki eru ræður hljóðrit-
aðar og því er allt byggt á mis-
gloppóttu minni dómarans um
hvað sagt er í réttarsal þegar
dómur er upp kveðinn. Því er það
happa og glappa-aðferðin sem
ræður hver niðurstaðan er en ekki
bókstafur laganna. Málflutningur
fyrir dómi er ekkert annað en inn-
byrðis keppni lögmanna í ræðu-
mennsku og hefur ekkert að gera
með gildandi lög í landinu.
Svo undrast lærðir menn vantrú
landsmanna á dómskerfinu. Rit-
stjórnargrein Morgunblaðsins 23.
júní er ábending til landsmanna.
Dómstólum
vantreyst
Kristján Guðmundsson skrifar
um dómstólana » Vantraust á dóm-stólum á fullan rétt
á sér.
Kristján Guðmundsson
Höfundur er fv. skipstjóri.
SKORTUR á hjúkrunarfræð-
ingum sem starfa við fagið og
flótti úr stéttinni er staðreynd.
Stjórnvöld halda því fram að aðal-
ástæðan sé of fá nemapláss við
Háskóla Íslands og Háskólann á
Akureyri og eru tilbúin að fjölga
þeim. Við sem störfum við hjúkr-
un vitum að fjölgun nýnema er
ekki eina lausnin. Léleg laun og
viðvarandi og vaxandi vinnuálag
er aðalástæðan fyrir skorti á
hjúkrunarfræðingum í starfi. Sam-
kvæmt skýrslu um manneklu í
hjúkrun sem Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga sendi frá sér í
mars síðastliðnum kemur fram að
rúmlega 400 hjúkrunarfræðingar
starfa á öðrum vettvangi en hjúkr-
un á sama tíma og það vantar
rúmlega 500 til að leysa úr hjúkr-
unarfræðingaskortinum. Í okkar
huga er ástæðan augljós.
Forsvarsmenn atvinnulífsins
segja að það þurfi að bjóða hæfu
starfsfólki góð laun. Þannig fái
fyrirtækin bestu starfsmennina.
Eru hjúkrunarfræðingar með sína
fjögurra ára háskólamenntun,
reynslu og miklu ábyrgð ekki hæf-
ir og mikilvægir starfsmenn að
mati vinnuveitenda þeirra? Þarf
ekki að halda í þá? Mikil umræða
hefur verið í þjóðfélaginu um
launamisrétti kynjanna. Hjúkr-
unarfræðingar eru mjög fjölmenn
kvennastétt og karlmenn eru að-
eins um 2% hjúkrunarfræðinga.
Er þetta e.t.v. ástæðan fyrir léleg-
um launum stéttarinnar árið 2007,
á tímum velmegunar sem einnig
eiga að teljast tímar jafnréttis?
Ímynd hjúkrunar er ekki hvetj-
andi fyrir ungt fólk sem stefnir á
frekara nám. Hjúkrunarfræðingar
eru að verða láglaunastétt í þjóð-
félaginu. Samningar við ríkisvaldið
hafa skilað litlu og stofnanasamn-
ingar ennþá minna þar sem fjár-
muni vantar til að hækka launin.
Vandinn er að verða óviðráð-
anlegur og það þarf að grípa strax
til aðgerða. Samfélagslegt gildi
hjúkrunar er ótvírætt, án hjúkr-
unarfræðinga lamast heilbrigð-
iskerfið. Stjórnvöld verða að meta
framlag hjúkrunarfræðinga til
launa.
Vilt þú fá góða og faglega þjón-
ustu fyrir þig og þína nánustu
þegar veikindi steðja að eða ald-
urinn færist yfir? Leiðréttum laun
hjúkrunarfræðinga og eflum heil-
brigðiskerfið. Vilji er allt sem
þarf.
Skortur á hjúkrun-
arfræðingum
Áslaug Birna Ólafsdóttir,
Bjarney Sigurðardóttir og
Hildur Sigurjónsdóttir skrifa
um kjör hjúkrunarfræðinga
Hildur
Sigurjónsdóttir
»Eru hjúkrunarfræð-ingar með sína fjög-
urra ára háskólamennt-
un, reynslu og miklu
ábyrgð ekki hæfir og
mikilvægir starfsmenn
að mati vinnuveitenda
þeirra?
Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
Hamraborg.
Áslaug Birna
Ólafsdóttir
Bjarney
Sigurðardóttir
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn