Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 29 MINNINGAR Steingrímur var með mér á Tjaldanes- heimilinu. Við vorum saman að vinna í hey- skap hjá Kjartani Jónssyni á Hraðastöð- um og líka hjá Þórarni í Laxnesi á fyrri árum og ég kom oft í heimsókn þangað. Steingrímur var 55 ára gam- all. Ég kom í heimsókn í Sporðagrunn 9. Hann var alltaf duglegur og góður drengur. Það kom mér á óvart og ég var miður mín að heyra að Steini væri dáinn og farinn frá okkur. Hann var besti vinur minn. Ég kom í 25 ára afmælið hans Steina, ég var með gjafir til hans. Að lokum langar mig að senda sam- úðarkveðju til Ingu Lillýjar og systk- ina Steina, þeirra Jóns Bjarna læknis, Sigurðar og Antons Pjeturs og kvennanna þeirra, Guð blessi ykkur öll. Stefán Lund, vinnufélagi Steingríms. Enn er höggvið skarð í leiklistar- klúbbinn Perlufestina. Steingrímur mætur Perlufestar- félagi var snögglega burt kallaður. Við kveðjum hann með þakklæti og virðingu fyrir góða samfylgd. Það fór ekki mikið fyrir Steingrími á fundum. Hann sinnti hlutverki sínu sem dyravörður af kostgæfni og sam- viskusemi En þegar Steingrímur steig í ræðustól hélt hann þrumandi ræður. Þá heyrðist vel í honum en ræður hans voru fullar af þakklæti: Þakklæti fyrir að vera í Perlufestinni, þakklæti til starfsfólks og Perlufest- arfélaga. Steingrímur Þorsteinsson ✝ SteingrímurÞorsteinsson fæddist í Reykjavík 27. desember 1951. Hann varð bráð- kvaddur 1. júlí síð- astliðinn og var jarðsunginn frá Ás- kirkju 10. júlí. Steingrímur var létt- ur í lund, en viðkvæm- ur. Honum var mikið í mun að allt stæðist sem sagt var. Á því byggðist öryggi hans. Glaður og reifur hélt hann ræðu á síðasta vorfundi Perlufestar- innar á Bústöðum. Fullur tilhlökkunar sagðist hann ætla til Krítar, að Laugarvatni og í sumarbústað á Þingvöllum. Svo héldum við fagn- andi út í sumarið. Hann naut sumars- ins: fór til Krítar, að Laugarvatni og í sumarbústað á Þingvöllum en þá var klippt á lífsþráðinn. Hálfklæddur var hann snögglega burt kallaður. Litríkur persónuleiki og góð mann- eskja er kvödd. Við í Perlufestinni söknum góðs fé- laga og sendum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Sigríður Eyþórsdóttir og Perlufestarfélagar. ✝ Einar Hrólfssonfæddist í Svein- ungsvík í Þistilfirði 11. júní 1941. Hann varð bráðkvaddur á Þórshöfn að kvöldi 10. júlí síðastliðins. Foreldrar hans voru Hrólfur Björnsson bóndi í Sveinungs- vík, f. 15.12. 1908, d. 27.8. 1986 og kona hans Járnbrá Guð- ríður Einarsdóttir, f. 16.11. 1904, d. 9.3. 2002. Systkini Ein- ars eru: A) Björg Jakobína, f. 21.8. 1932, bús. á Raufarhöfn, gift Birni Lúðvíkssyni, börn þeirra eru Sigurveig, Guðríður og Hrólf- ur. B) Birna, f. 21.3. 1934, býr í Reykjavík, var gift Hilmari Indr- iðasyni og eru börn þeirra Hildur, Indriði, Járnbrá Guðríður og Helgi Jóhann en áður átti Birna Hrólf Björnsson. Sambýlismaður Birnu er Óttar Alf Överby. C) Sig- ríður, f. 10.9. 1937, búsett á Rauf- arhöfn, gift. Aðal- steini Sigvaldasyni. Synir þeirra Sig- valdi Ómar og Jón Trausti, d. 1990, en fyrir hjónaband átti Sigríður dóttur sem dó óskírð. D) Jón, f. 27.3. 1946, búsettur á Akureyri, giftur Helgu Jónsdóttur og er dóttir þeirra Járnbrá Björg. Kona Einars var Ragnheiður Sigur- steinsdóttir, f. 14.10. 1959. Þau skildu. Sonur þeirra er Einar Sigmundur, f. 1.6. 1983, búsettur á Egilsstöðum. Einar ólst upp í Sveinungsvík og hafði þar heimilisfestu fram á fullorðinsár en síðan átti hann lengst heima á Raufarhöfn þar sem hann vann ýmis daglauna- störf. Útför Einars verður gerð frá Raufarhafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Núna er Einar frændi farinn frá okkur. Það er skrítið að hann eigi ekki eftir að heimsækja okkur oft- ar. Það var oft svo gaman þegar hann kom. Hann ruglaði í okkur krökkunum, sagði brandara og sögur og lék fyrir okkur heilu leik- ritin og við hlógum. Oft kom hann með ömmu og afa og síðast voru þau öll hér hjá okk- ur á aðfangadagskvöld. Þá var gaman. Við hittum Einar frænda líka oft hjá ömmu og afa því hann heimsótti þau mjög oft. Við eigum eftir að sakna hans mikið og biðjum Guð að geyma hann. Eydís Helga, Eva Sól og Hróflur Jón. Laust fyrir fermingaraldur var ég sendur til sumarvistar hjá Járnbrá frænku minni og Hrólfi manni hennar að Sveinungsvík í Þistilfirði. Þar var tvíbýli og barn- margt á báðum bæjum. Á hinu býl- inu bjuggu Einar bróðir Járnbrár og Þorbjörg systir Hrólfs. Auk heimabarna voru oft og tíðum gest- komandi um lengri og skemmri tíma frændsystkini og vinir og má fullyrða að öllum þótti góð vist þar og ekki aðeins börnum. Ég fékk strax á tilfinninguna að fullorðnum þætti ekki síður gaman að staldra við í Sveinungsvík. Þar var nefni- lega einstaklega afslappað and- rúmsloft og alltaf tími til að gera sér ýmislegt til gamans. Járnbrá var gestrisin með afbrigðum og Hrólfur bóndi var einkar skemmtinn, sagði vel frá og prýddi sögur sínar með eftirhermum. Þarna var fólkið músíkalskt mjög og liggur það í ættum – nefna má að harmóníkuleikararnir Guðni Friðriksson, Jón Hrólfsson og Ein- ar Guðmundsson eru allir ættaðir úr Sveinungsvík – og við krakk- arnir sungum mörgum stundum með fjölbreytilegum raddsetning- um við eigin undirleik. Mestur fjörkálfur í þessum glaða barnahópi var Einar Hrólfsson. Uppátækjum hans voru lítil tak- mörk sett og við höfðum mikið frjálsræði. Ýmislegt kom því fyrir sem skemmtilegt er að rifja upp, ekki kannski allt til fyrirmyndar eins og þegar við tókum eitt sinn byssupúður í leyfisleysi. Það fuðr- aði upp í höndum okkar og varð Einar fyrir lítils háttar bruna á enni, auk þess sem hár sviðnaði. Við vorum þrír saman og sluppum tveir óskaddaðir. Til að fela verks- ummerki rökuðum við allir af okk- ur augabrúnir, klipptum augnhár og hártopp og gerðum skrámu á mitt enni. Einhver talaði svo af sér og upp komst um verknaðinn, og varð því tiltækið að minnisverðri niðurlægingu. Einar varð allsérstakur persónu- leiki. Hann var ákaflega hjarta- hlýr, barngóður mjög og hafði gaman af glettum við börn. Hann var góður sögumaður, gamansam- ur og afar glöggur á persónuein- kenni fólks. Þessir eiginleikar nýtt- ust honum sem eftirhermu, hann náði talanda, hreyfingum, hugsun- arhætti og allt að því vaxtarlagi margra sem hann hermdi eftir. Ekki dró úr að hann lifði all- ævintýralegu lífi og hafði því frá mörgu að segja sem dreif fremur á daga hans en annarra. Marga glím- una háði Einar við Bakkus konung, úr þeirri síðustu stóð hann ekki upp aftur. Vegna frændsemi og nábýlis lágu leiðir okkar alloft saman um ævina, síðustu árin stilltum við stundum saman nikkurnar okkar. Ég hafði gaman af að hlusta og horfa á þau persónulegu og sér- stöku tök sem hann hafði á hljóð- færinu. Skapgerð hans og lífsmáti meinuðu honum þó frama á þessu sviði. En í leik hans var einhver seiður sem varð líklega til í síld- artímabilinu og sagði til sín meðal fleiri harmóníkuleikara á Raufar- höfn. Nú er hljómurinn þagnaður og mun ekki varðveittur í hljóðritun. Ég og fjölskylda mín vottum ást- vinum hans samúð okkar. Við kveðjum Einar með söknuði og þökkum fyrir margar glaðar stund- ir. Angantýr Einarsson. Einar Hrólfsson Hildur Sif lést á Landspítalanum – há- skólasjúkrahúsi mánudaginn 9. júlí sl., langt um aldur fram, aðeins 34 ára gömul. Hún hafði barist við krabbamein í nær fjögur ár og fylgd- ust margir með hetjulegri baráttu hennar, við þennan skæða sjúkdóm, í gegnum blogg-síðu sem hún skrifaði af mikilli hreinskilni og einlægni. Hildur Sif starfaði nokkur sumur hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Árin 2001 til 2003 vann hún á skrifstofu skólans við afgreiðslu og skráningu launa. Hún var einstaklega jákvæð í öllum störfum sínum og samskiptum við alla samstarfsmenn. Rösk og út- sjónarsöm og smitaði alla í kringum sig með notalegri glaðværð. Vinnu- skólinn starfar á umhverfissviði Reykjavíkurborgar og eftir að skól- inn flutti í sama húsnæði og aðrar einingar sviðsins kynntist Hildur þar mörgu starfsfólki. Allir voru sam- mála um mannkosti hennar og já- kvætt viðhorf til manna og málefna. Fyrst eftir að Hildur veiktist starfaði hún um tíma hjá Vinnuskól- anum eins mikið og hún sjálf fann að hún hefði krafta til. Hún bjó yfir mikilli reynslu og stjórnendur skól- ans sóttust eftir kröftum hennar. Hildur Sif Helgadóttir ✝ Hildur SifHelgadóttir fæddist í Reykjavík 2. júlí 1973. Hún lést á krabbameinsdeild LSH eftir nær fjög- urra ára hetjulega baráttu við krabba- mein mánudaginn 9. júlí síðastliðinn og var jarðsungin frá Hallgrímskirkju 16. júlí. Okkur þótti öllum svo undurvænt um hana og vissum að henni þótti vænt um starf sitt og vildi veg Vinnu- skólans sem mestan. Hildur Sif hélt sam- bandi við okkur fyrr- verandi samstarfs- menn sína og gladdi okkur oft með heim- sóknum. Hún sagði okkur hreinskilnislega frá baráttu sinni, sigr- um og ósigrum, en var ætíð bjartsýn og full baráttuvilja. Hún sagði okkur frá sambýlismanni sínum og síðar eig- inmanni, honum Ásþóri, og syninum Þórði Helga, en báðir voru henni mjög kærir. Ekki síst þeirra vegna lagði hún allan kraft sem hún átti í báráttuna fyrir bata og vonina um lengri tíma með fjölskyldu, ættingj- um og vinum. Þrátt fyrir hetjulega báráttu varð hún að lokum að lúta í lægra haldi. Ásþór studdi hana og hvatti og fjöldi vina sendi henni og fjölskyldunni hlýja strauma. Fjölskyldan átti góða viku á Krít fyrir um mánuði, sem ég held að hafi verið þeim öllum ómet- anlegt. Hugur okkar er hjá Ásþóri og Þórði Helga, enda er missir þeirra mikill og sár. Samstarfsmenn Hildar Sifjar hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og þeir starfsmenn umhverfissviðs sem kynntust henni senda hugheilar samúðarkveðjur til Ásþórs og Þórð- ar Helga, foreldra og allra ættingja og vina. Tíminn læknar ekki öll sár en minningin um elskulega eigin- konu, ástríka móður og einstakan fé- laga og vin mun að lokum verða sorginni yfirsterkari. Blessuð sé minning Hildar Sifjar Helgadóttur. Arnfinnur U. Jónsson. Ég man falleg augun sem tjáðu von og þrá, þétt handtakið og fast faðmlag sem tjáði kærleika, ég man skemmtileg samtöl, hlátur sem ylj- aði, gáfur og góðvild, ég man þann fjársjóð sem von ungrar manneskju er sem vill að lífið haldi áfram þrátt fyrir þann dóm sem krabbamein er – við lifum í dag, en það sem gerðist í dag fellur í farveg minninganna við sólarlag, það sem gerist á morgun er verkefni sólarupprásar, ég minnist Hildar við sólarlag og sólarupprás, tímann þar á milli notum við til drauma. Ég votta ættingjum og vin- um mína dýpstu samúð. Margrét Th. Friðriksdóttir. Elsku besta vinkona mín. Mikið er erfitt að kveðja þig. Þú gafst mér svo mikið. Síðast þegar við töluðum sam- an varstu svo hughreystandi og ákveðin í að láta þér batna. Barátta þín var einstök og lífsviljinn mikill. Núna sit ég á einum af þínum uppá- haldsstöðum á Mallorca og rifja upp allt sem þú sagðir mér frá þínum stundum hér. Ég er búin að fara í nudd eins og ég lofaði þér. Núna á ég bara eftir að fá mér paellu sem var eitt af þínu uppáhaldi. Þú kunnir að njóta lífsins og kenndir mér það. Það er svo ótalmargt sem þú kenndir mér í lífinu og er mér ómetanlegt. Ég þarf bara að vera dugleg að minna sjálfan mig á núna þar sem ég get ekki hringt í þig og fengið leið- beiningar og styrk. Þú varst alveg einstök að muna alla hluti fyrir mig og minna mig á. Núna verður þú að standa við loforðið sem þú gafst mér síðast þegar þú hringdir í mig og óskaðir mér til hamingju með brúð- kaupsafmælið sem ég náttúrlega var búin að gleyma og pikka í mig. Ég man hvað við hlógum mikið. Ég veit ekki hvernig ég á að fara að án þín, elsku ástin mín. Núna á ég allar okk- ar minningar saman sem er mér svo dýrmætt. Elsku Ásþór, Þórður Helgi, Stína, Helgi, Heiða og Bjössi við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg en minningin um yndis- lega eiginkonu, móður, dóttur, syst- ur og vinkonu mun lifa. Þegar komstu þá var hlýtt, þau voru okkar kynni, allt var göfugt, gott og blítt er gafst í návist þinni, ef að jarðlífs mæddu mein mest var kærleiksdáðin, skorinorð og hjartahrein hollust gafstu ráðin. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín vinkona Erla. Við sitjum hérna saman stelpurn- ar úr tæknifræðinni og rifjum upp minningar um Hildi Sif. Við kynnt- umst henni á mismunandi tíma og við mismunandi aðstæður. Sumar okkar kynntust henni í frumgreina- deildinni og aðrar þegar við hófum nám í tæknifræði. Þá var Hildur með okkur í nokkrum fögum og hafði haf- ið erfiða lyfjameðferð. Við rifjum upp minningar um Hildi sem allar eru hinar skemmti- legustu enda Hildur síbrosandi og alltaf margt að gerast hjá henni. Hildur var án efa ein sú ákveðnasta og eflaust sú duglegasta sem hefur stundað nám í byggingatæknifræði, að öðrum ólöstuðum. Það dugði Hildi aldrei að skila réttum lausnum, hún varð að skilja þær í þaula. Sumar okkar eru nú útskrifaðar sem tækni- fræðingar og er erfitt til þess að hugsa að Hildur hefði útskrifast með okkur ef hún hefði ekki veikst af krabbameini. Það vitum við stelp- urnar að námið er krefjandi fyrir fullfrískt fólk og ekki á allra færi að klára slíkt nám og því er aðdáunar- vert að Hildur gafst aldrei upp. Þrátt fyrir veikindin þá mátti aldr- ei bilbug á henni finna og hún mætti galvösk í hverja vísindaferðina af annarri og var hrókur alls fagnaðar. Við minnumst ferðarinnar þar sem hún læstist inni í bíl og Kárahnjúka- ferðarinnar frægu þar sem fræðsla og hræðsla fóru saman. Hún átti allt- af auðvelt með að ná fólki á tal og oft lentum við í því að missa hreinlega af tímum því við þurftum að spjalla svo mikið. Ekki er heldur hægt að gleyma hversu klaufsk elsku Hildur okkar var stundum, hvort sem það var að gleyma einhverju eða hella niður því sem hún var að drekka. Prófatíðin í eitt skipti var ógleym- anleg þegar Hildur mætti með eitt stykki vöfflujárn og kaffivél bara til að vera viss um að það yrði nú huggulegt í prófatíðinni. Þótt það hafi aldrei komið kaffi eða vaffla þá var það hugurinn sem skipti máli. Eftir erfiðan dag í kirkjunni þykir okkur gott að sitja og tala saman um þessa fallegu og einstöku stund og rifja upp allar skemmtilegu minning- arnar, hlæja að kjánalegum tilvikum og umfram allt hittast til að minnast elsku Hildar okkar. Það er alltaf erf- itt að kveðja gott fólk en þess er best minnst með minningunum sem allir eiga um það. Það er ekki annað hægt en að vera þakklátur fyrir að hafa kynnst þess- ari hetju og í raun voru það forrétt- indi. Hver og ein á sína minningu sem við geymum ætíð í hjarta okkar og varðveitum um ókomna tíð. Mundu það Þórður Helgi að þú áttir svo sannarlega góða mömmu eins og presturinn sagði í kirkjunni. Kæra fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Vinkonurnar úr tæknifræðinni. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.