Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.07.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 31 ✝ Sigurbjörn Sæ-vald Magnússon fæddist á Hofsósi 7. ágúst 1927. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki 9. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Goðmunda Guðrún Jónsdóttir frá Stórubrekku á Höfðaströnd og Magnús Einarsson frá Málmey á Skaga- firði. Systir Sigur- björns var Guðrún Árna Magnúsdóttir, f. 1930, d. 1982, búsett á Laugalandi á Flúð- um, maður hennar var Emil Gunn- laugsson. Sigurbjörn kynntist Bettý Mars- ellíusardóttur frá Ísafirði, tilvon- andi eiginkonu sinni, 1953 þegar hún var í kaupavinnu að Hofi á Höfðastönd. Árið 1954 giftu þau sig og hófu búskap í Ásbyrgi í Hofsósi og eignuðust sama ár sitt fyrsta barn. Börn þeirra Sigurbjörns og Bettýjar eru: a) Magnús, f. 9.11. 1954, sambýliskona Þóranna Guð- rún Óskarsdóttir, þau eiga tvö börn, fjögur barnabörn og þrjú nefna byggingu rafbúnaðar fyrir vatnsaflsvirkjun á Grund 1 og Grund 2 í Svínadal í Húnavatns- sýslu, frágang á rafmagnskerfi og uppsetningu véla í fiskimjölsverk- smiðju Kaupfélags Skagfirðinga og Kaupfélags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi, byggingu rafveitu og dreifikerfis fyrir Hofsóskauptún, raflagnir að Hólum í Hjaltadal og uppsetningu varaaflstöðvar þar, auk þess sem hann byggði aðalraf- magnstöflur í nokkur skip fyrir Skipasmíðastöð Marsellíusar Bern- harðssonar á Ísafirði. Hann vann einnig að mælingum og uppsetn- ingu á sjónvarpsendurvörpum fyrir Ríkisútvarpið sjónvarp, bæði í Skagafirði og vestur að Víðihlíð í Húnavatnssýslu. Sigurbjörn lagði einnig rafmagn í sveitunum frá Laugalandi í Fljótum og fram að Stekkjarflötum í Skagafirði. Víða má sjá upphaflegu verkin hans enn í dag. Sigurbjörn dvaldi á Dvalarheim- ili aldraða á Sauðárkróki síðustu æviárin en hugurinn var alltaf austan vatna. Útför Sigurbjörns Sævalds verð- ur gerð frá Hofsóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. stjúpbarnabörn. b) Alberta, f. 25.3. 1957, gift Jóhanni Guð- brandssyni, þau eiga fjögur börn. c) Finn- ur Bernharð, f. 9.9. 1958, kvæntur Sol- veigu Pétursdóttur, þau eiga fjögur börn. d) Guðmundur Krist- ján, f. 18.2. 1963, kvæntur Guðrúnu El- ínu Björnsdóttur, þau eignuðust þrjú börn, eitt er látið. e) Sig- urlaug Eyrún, f. 3.4. 1966, sambýlismaður hennar er Sveinn Árnason, þau eiga þrú börn. Sigurbjörn fæddist á Sunnuhvoli á Hofsósi og ólst þar upp. Hann stundaði sjómennsku á yngri árum. Árið 1950 hóf hann nám við Iðn- skólann á Sauðárkróki og lærði rafvirkjun hjá Þórði P. Sighvats, rafvirkjameistara á Sauðárkróki. Árið 1952 var hann orðinn löggilt- ur rafvirki og stundaði rafvirkjun og var með rafmagnsverkstæði og efnissölu á Hofsósi í tæpa hálfa öld. Þá var hann rafveitustjóri Rafveitu Hofsóss á árunum 1955-1960. Með- al helstu verka Sigurbjörns má Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Kallið er komið, þú varst tilbúinn. Þú vissir það því þú varst búinn að segja að nú ætti að selja bílinn og segja upp Mogganum. Loksins að selja bílinn en það var þér erfitt að þurfa að hætta að aka bíl því það var þitt yndi að geta tekið rúnt á Krókinn eða bara skroppið í kaupfélagið á Hofsósi, enda einn helsti og besti bílstjóri Hofsóss. Bílstjórinn, sem allir leituðu til þegar eitthvað bjátaði á, hvort sem var að fara með lækni í vitjun, slá hraðamet á Krókinn með Fúsa þegar hann sagaði af sér tærnar eða bara skutl á milli bæja með Björn í Bæ, eða sunnudagsrúntur með gömlu karlana á Hofsósi. Já á K 130 voru margar frægar ferðir farnar. Skrölta vestur á Ísa- fjörð á gamla Land Rover, þurrir malarvegir, bíllinn fullur af ryki, þú með pípuna og við að sjálfsögðu bíl- veik, já ógleymanlegt. Oft á tíðum vissum við systkinin varla að við ættum pabba svo mikið var annríkið og dugnaðurinn í við- gerðum og nýlögnum út um allar sveitir að þú varst farinn áður en við vöknuðum og við sofnuð þegar þú komst heim. Þú varst mjög ákveðinn, vildir að hlutirnir gengu hratt og fljótt fyrir sig og þá helst í gær. Vand- virkni og góður frágangur var alltaf þitt aðalsmerki og enn eru í notkun margar af þínum fyrstu raflögnum. Þú varst mjög minnugur á vísur, gast þulið þær upp hverja af annarri og einnig eru til margar vísur eftir þig. Ástarþakkir fyrir að vera okkar stoð og stytta í okkar áföllum. Guð geymi þig. Guðmundur, Guðrún, Björn Svavar, Brynjar Örn. Elsku pabbi, nú er best að setjast niður og líta aðeins um öxl og láta hugann reika, en fyrst er best að skammast aðeins út í þig, nú er mað- ur alveg öruggur um að þú svarar ekki fyrir þig. Hvað í ósköpunum lá þér svona mikið á, þú gast ekki beðið eftir að ég kæmi í land til þess að kveðja þig, hafðir sama hátt á því og mamma. En í minningunni frá bernsku varst þú alltaf að flýta þér þannig að ég kippi mér ekkert upp við það. Núna getur þú hlustað á fréttirnar í ró og næði, þú segir okkur systk- inunum ekki lengur að þegja meðan fréttatíminn er. Ég skil vel í dag hvers vegna þú sagðir okkur það eftir að mín börn hafa verið með hávaða og læti á fréttatímum þótt lætin í þeim jafnist nú seint á við gauraganginn sem var oft í okkur systkinunum í Ás- byrgi. En hvað um það, ég vil þakka fyrir þær stundir sem ég fékk að vinna með þér við raflagnir í skólan- um, og eins við að leggja rafmagn í fé- lagsheimilið þótt maður væri ekki hár í loftinu. Þá er ógleymanleg ferðin sem við feðgarnir fórum tveir saman á Land Rovernum til Reykjavíkur og gistum á Hótel Vík. Þá var farið á alla staðina þar sem þú keyptir rafmagns- vörur; Rönning, Smith & Norland og Reykjafell, síðan var kíkt í kaffi til þeirra í Volt, Rafha og Ormsson. Bíll- inn var fylltur af vörum, ídráttarvír, köplum, tenglum, ofnum og fleira því tengdu. En minnisstæðast er að á hverju kvöldi var gengið fram hjá Halldóri Jónssyni úrsmið og morg- uninn sem lagt var í hann norður brást þú þér inn til hans og keyptir fermingargjöfina mína, gullfallegt úr sem ég var búinn að horfa á í fjóra daga. Það er synd að hafa ekki getað lært meira af þér í þessum rafmagnsmál- um. Í dag kann maður varla að skipta um ljósaperu, en það stefndi í það að ég færi út í þessa iðju þar til þú slas- aðist mjög illa þegar við vorum að vinna saman um borð í Erninum. Það var átakanlegt fyrir okkur bræður, mig og Magga að horfa á það gerast en ég á honum allt að þakka að ég varð ekki einnig undir í því slysi. Þetta vinnuslys breytti högum ykkar mömmu og fjölskyldunnar mjög mik- ið. En ég fór í allt annað en rafmagnið og ég man hvað þú varst ánægður og stoltur af stráknum þínum þegar ég útskrifaðist úr stýrimannaskólanum, enda sagðir þú alltaf að þú hefðir end- að á sjónum eins og þú byrjaðir á ef rafmagnið hefði ekki haft vinninginn. Guð geymi ykkur bæði. Finnur. Elsku afi minn. Ekki óraði mig fyr- ir því að þú værir að fara frá okkur svona snöggt, ég veit þó að þú sakn- aðir ömmu og Unnar, þeirra sem fóru svo fljótt frá okkur, og svo varst þú næstur í röðinni, hressi og spræki afi minn. Það var alltaf gaman að bralla með þér, fá að smíða á litla verkstæðinu þínu í Ásbyrgi. Svo var líka gaman að fá að vera í bílaleik í gamla gula Skód- anum þínum, þú áttir sko nóg af þeim í öllum helstu litum. Margar góðar stundir átti ég hjá ykkur ömmu í Ásbyrgi sem verða því miður ekki fleiri. Við Unnur frænka vorum iðnar við að stríða þér og nú hefur hún tækifæri til að halda því áfram eins og henni einni er lagið. Það var gott að sjá þig í hinsta sinn og var ég mjög stolt að sjá hversu flottan afa ég átti. Ávallt þín litla skotta, Bylgja Finns. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkrum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. – Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. Drottinn, þegar þú mig kalla þessum heimi virðist frá, hvar sem loksins fæ ég falla fótskör þína liðinn á, hlífi sálu hjálparráð þitt, hold í friði geymist mitt, unz það birtist engla líki ummyndað í dýrðar ríki. (Björn Halldórsson í Laufási.) Já, satt er það tíminn á dýrðarríkið er kominn. En minningarnar munu lifa, svo sem um hvað var gott að alast upp á Brekkunni og um nokkur prakkarastrik þaðan. Hrafninn sem þú áttir og stal klemmunum af snúr- unni og hárborðanum úr hárinu á einni frænkunni. Ferðirnar vestur á Ísafjörð í Land Rovernum yfir fjall- vegina sem oftar en ekki voru upp- vaðnir eftir rigningarnar og mamma að opna öll hliðin á leiðinni misjafn- lega útleikin eftir ferðirnar út úr bíln- um. Kátínuna hjá okkur systkinunum þegar rafmagnið sló út á Hofsósi, þá ræsti rafvikinn sína ljósavél og Ás- byrgi var eina húsið sem lýsti á staðn- um og við sáum líka sjónvarpið, auð- vitað vorum við montin af þeim aðstæðum sem við höfðum í þá daga. Gaman var að fylgjast með smíð- unum á skiparafmagnstöflunum sem voru það stórar að taka varð heilu gluggana úr kjallaranum til að koma þeim út úr húsinu. Einni ferð man ég sérstaklega eftir að vetri til í mikilli ófærð og leiðinda- veðri, þá þurfti að flytja eina slíka til Siglufjarðar með Gunnari Baldvins- syni á vörubílnum, þaðan sjóleiðis til Ísafjarðar í Heklunni, einnig allri sjó- veikinni sem unga daman hafði á leið- inni. Fá svo að vera viðstödd niður- setningu á nýju skipi úr skipa- smíðastöðinni hans afa, með fullkomna rafmagnstöflu sem gerð var heima. Þá komu margar hendur á hraustum mönnum að flutningnum, því þegar Bubbi rafvirki var annars vegar þurftu verkin að gerast mjög hratt. Samtölin um sælu dagana í Stóru- Brekku hjá langafa og um litla dreng- inn sem smakkaði á steinolíunni eins og lömbin hans langafa fengu og týndi röddinni sinni, vísnanna sem oftar en ekki voru sannkölluð lækn- ingalyf á heilsufarið á erfiðum dögum verður lengi minnst. Minningasjóðurinn verður ekki frá okkur tekinn. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Eyrún og fjölskylda. Sigurbjörn Sævald Magnússon ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, JÓNA FRIÐFINNSDÓTTIR, Kristnibraut 6, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hring- braut, miðvikudaginn 18. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Jóhannes B. Long, Berglind Long, Íris Long, Guðmundur Guðjónsson, Helen Long, Jón Ingi Hilmarsson og barnabörn. ✝ Okkar ástkæri, AÐALSTEINN DAVÍÐ JÓHANNSSON, Háholti 12, Akranesi, sem lést af slysförum mánudaginn 16. júlí, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju, miðvikudaginn 25. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Stofnaður hefur verið reikningur í Landsbankanum á Akranesi til styrktar börnum hans, tæpra 2 ára og 7 mánaða. Reikningsnúmerið er: 0186-15-380076 og kt. er 020775-3009. Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir, Íris Rakel Aðalsteinsdóttir, Ragnar Páll Aðalsteinsson, Guðlaug Aðalsteinsdóttir, Jóhann Jensson, Bjarni Borgar Jóhannsson, Valgerður Guðbjörnsdóttir, Benedikt Heiðar Jóhannsson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Halldór Júlíusson, Gíslný Bára Þórðardóttir, Sigurrós Júlíusdóttir, Ólafur Borgarsson, Sigurlína Júlíusdóttir, Guðmundur Páll Jónsson, Ólöf Ingibergsdóttir, Birna Júlíusdóttir, Bjarni Axelsson. ✝ Móðir okkar, GUÐBJÖRG ÁSMUNDSDÓTTIR, dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, áður Borgarbraut 45, andaðist að morgni fimmtudagsins 19. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. ✝ Kveðjuathöfn um EINAR ODD KRISTJÁNSSON alþingismann, sem lést laugardaginn 14. júlí, verður í Hallgrímskirkju í Reykjavík, miðvikudaginn 25. júlí kl. 15.00. Útför hans verður gerð frá Flateyrarkirkju, laugar- daginn 28. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast Einars Odds er góðfúslega bent á Maríusjóðinn á Flateyri, sími 450 2560. Sigrún Gerða Gísladóttir, Brynhildur Einarsdóttir, Illugi Gunnarsson, Kristján Torfi Einarsson, Dagný Arnalds, Einar Arnalds Kristjánsson, Teitur Björn Einarsson, Jóhanna G. Kristjánsdóttir, Kristján Erlingsson, Vigdís Erlingsdóttir og fjölskyldur. ✝ Elsku dóttir mín, systir, mágkona og frænka, GUÐLAUG ÞÓRARINSDÓTTIR, lést á Skálatúnsheimilinu í Mosfellsbæ, þriðjudaginn 17. júlí. Kveðjuathöfn verður í Lágufellskirkju, mánudaginn 23. júlí kl. 12:00. Útförin fer fram í Norðfjarðarkirkju, föstudaginn 27. júlí kl 14.00. Hulda S. Bjarnadóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.