Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 21.07.2007, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Rósa HalldóraHjörleifsdóttir fæddist á Ólafs- völlum á Skeiðum 9. október 1920. Hún lést í Barmahlíð, dvalarheimili aldr- aðra á Reykhólum, sunnudaginn 15. júlí síðastliðinn. Hún var dóttir Hjörleifs Jóns- sonar, f. 1885, d. 1934, og Hólmfríðar Daníelsdóttur, f. 1886, d. 1969. Systk- ini Rósu voru Júlía, f. 1908, látin, Jóhann Kristinn, f. 1910, d. 1975, Kristbjörg, f. 1907, d. á 1. ári, Haraldur, f. 1910, d. 1913, Ámundi, f. 1914, d. 1945, Dagný Eygló, f. 1916, d. 1976, Jón Krist- inn, f. 1917, d. 1935, Jóna Guðríður, f. 1919, d. 1989, Þórey Petra, f. 1925, d. 1973, og Jóhann Ludvig Ingi, f. 1928, d. 1996. Rósa ólst upp hjá Sigurði Arasyni og Halldóru Jónsdóttur á Fagurhólsmýri í Öræfum frá 4 ára aldri til haustsins 1936 að hún fluttist til móður sinn- ar á Vesturgötu 16 B (Gröndalshús) í Reykjavík. Rósa flutti vestur að Laugalandi í Reykhólasveit til Dag- nýjar systur sinnar snemma árs 1937. Hún var í kaupavinnu á nokkrum bæjum í sveitinni næstu tvö árin. Hinn 6. júní 1939 flutti hún að Miðjanesi og hóf sambúð með Ját- varði Jökli Júlíussyni, f. 6. nóvem- ber 1914, d. 15. október 1988, sem hún giftist seinna. Foreldrar hans voru Helga Jónsdóttir, f. 1880, d. 1939, og Júlíus Jóhann Ólafsson, f. 1863, d. 1941. Börn Rósu og Ját- varðar eru: 1) Helga, f. 1940, maki 1 Agnar Þór Höskuldsson, f. 1939. 1949. Maki 1 Sigurlaug Jónsdóttir, f. 1954, d. 2002. Þau skildu. Börn þeirra: a) Drífa Björk, f. 1973, maki Kári Valur Sigurðsson, f. 1970, syn- ir þeirra Styrmir Ingi, f. 1998 og Ýmir Atli, f. 2000. b) Sindri Freyr, f. 1976. Maki 2 Dísa Guðrún Sverr- isdóttir, f. 1961. Börn þeirra Hulda Ösp, f. 1987, Játvarður Jökull, f. 1989 og Sigmundur Már, f. 1996. 6) Þórunn, f. 1950. Maki 1 Ólafur Jón Leósson, f. 1948. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Gústaf Jökull, f. 1969, maki Herdís Erna Matthíasdóttir, f. 1971, börn þeirra eru Olga Þórunn, f. 1991, Matthías Óli, f. 1993 og Sandra Rún, f. 2002. b) Margrét Berglind, f. 1970, maki Gísli Geirs- son, f. 1966, börn þeirra eru Lóa Guðrún, f. 1992 og Gísli Þór, f. 1993. c) Gyða Lóa, f. 1972, maki Jan Olsen, f. 1974. Sonur Þórunnar og Gunnars Ingibergs Guðjónssonar, f. 1941, er Hlynur, f. 1973, maki Marta Dögg Pálmadóttir, f. 1971, börn þeirra eru Pálmi Snær, f. 1993 og Aldís Mjöll, f. 2003. Maki 2 Þór- arinn Þorsteinsson, f. 1947. 7) Sig- ríður María, f. 1955, maki Hugó Rasmus, f. 1952. Dætur þeirra eru: a) Hrefna Hugósdóttir, f. 1979, maki Stefán Magnússon, f. 1976, börn þeirra eru Júlíus Óli, f. 1998, og Ragnheiður María, f. 2004, b) Rósa, f. 1989 og c) Þóra, f. 1991. Rósa og Játvarður bjuggu allan sinn búskap á Miðjanesi. Játvarður fékk taugahrörnunarsjúkdóm rúm- lega fertugur og annaðist Rósa hann heima í þrjátíu ár. Hann sinnti ritstörfum og bóksölu með aðstoð Rósu til ársins 1986. Rósa bjó áfram á Miðjanesi þangað til hún fluttist í Barmahlíð, dvalar- heimili aldraðra á Reykhólum. Útför Rósu verður gerð frá Reykhólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður á Stað á Reykja- nesi. Þau skildu. Dætur þeirra eru: a) Stein- unn Helga, f. 1961, maki Einar E. Lax- ness, f. 1965, dætur þeirra Guðbjörg Helga, f. 2002 og Mar- grét Elsa, f. 2002. b) Fjóla, f. 1964, maki Njáll Hákon Guð- mundsson, f. 1964. Þau skildu. Börn þeirra eru Andrea, f. 1993 og Friðrik, f. 1997. Seinni maður Helgu var Pétur Yngvi Gunnlaugsson, f. 1948. Dótt- ir þeirra er Rósa, f. 1973, maki Ei- ríkur Heimir Sigurðsson, f. 1974, synir þeirra Heimir Yngvi, f. 2004 og Baldur, f. 2006. 2) Halldóra, f. 1942, maki Vilhjálmur Sigurðsson, f. 1932. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Sigrún Rósa, f. 1964, maki Rósant Grétarsson, f. 1961, synir þeirra, Leó Grétar, f. 1981, Salvar, f. 1985, Vilhjálmur, f. 1989 og Bjartur Ísak, f. 2001. b) Hjördís Dröfn, f. 1969, maki Alfreð B. Þórðarson, f. 1968, börn þeirra Ellen Margrét, f. 1993, Ugla Ósk, f. 2005 og Jóhann Jökull, f. 2006. c) Játvarður Valdimar, f. 1970, maki Irma Sigurðardóttir, f. 1972, dóttir þeirra Írena, f. 1992. 3) Sigríður Hjörleif, f. 1947, d. 1955. 4) Ámundi Jökull, f. 1947, maki Eugenia Lovísa Hallgrímsdóttir, f. 1950. Börn þeirra eru a) Hallgrímur Jök- ull, f. 1970, maki Brynja Jónsdóttir, f. 1974, börn þeirra Una, f. 1996, og Ólafur Jökull, f. 2004. b) Sigríður Dröfn, f. 1972, maki Arnar Guðna- son, f. 1979. Sonur Sigríðar og Pét- urs Kristjánssonar, f. 1972, er Kor- mákur Andri, f. 1993. 5) Jón Atli, f. Litla stúlkan er fjögurra ára og er í skipinu með ókunnugu konunni Þær eru að fara á nýja staðinn, langt frá fjölskyldunni Litla stúlkan kemur til nýju fjölskyldunnar í sveitinni ,,Þú mátt kalla mig frænku,“ segir konan á bænum Stúlkan er fljót að læra að vinna ,,Þú mátt læra á prjónavél þegar þú verður átta ára“ Stúlkan er fljót að hlaupa og fer oft í sendiferðir Stúlkan er líka fljót að læra Stúlkan fer aftur heim til mömmu sinnar þegar hún er sextán ára Þá er pabbi hennar dáinn Stúlkan sá pabba sinn aldrei eftir að hún fór burt Stúlkan er utanveltu í fjölskyldunni sinni Stúlkan á eiginlega tvær hálfar fjölskyldur Stúlkan fer í nýja sveit og hittir ungan mann Hann er flottastur í sveitinni Stúlkan verður að konu Þau eignast sjö börn Mjólka, skúra, elda, baka, Skilja, strokka, raka, Þvo á bretti, skola í læknum, Sauma, prjóna, kenna að lesa Mislingar ganga, allir veikir nema konan og yngsta barnið sem er enn á brjósti ,,Mig langar að deyja,“ hugsar maðurinn Ein stúlkan veikist mest Heilahimnubólga – Flogaveiki – ógnarlegt Stúlkan deyr Maðurinn lamast, ný verkefni blasa við ,,Breytt líf,“ hugsar hann, ,,hvað skal gera“ Selja bækur, skrifa Konan annast manninn í þrjátíu ár Maðurinn deyr Draumur Litla stúlkan hittir föður sinn ,,Af hverju var ég látin fara burt?“ spyr hún ,,Af því að þú varst besta barnið,“ svarar faðirinn Gamla konan á marga afkomendur Heimsóknir Ungt fólk og börn Prjóna sokka og vettlinga Sjónin hverfur ,,Ellin er ekki skemmtileg,“ segir gamla konan Hvíldin nálgast Langt líf að baki Mörg unnin verkefni Takk fyrir allt Þú gafst okkur lífið. María Játvarðardóttir. Dagur líður, fagur, fríður flýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjörnurnar stíga stillt nú og milt uppá himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. Með þessu fallega erindi e. Valdi- mar Briem kveð ég tengdamóður mína Rósu Hjörleifsdóttur. Í huga og hjarta ber ég þökk fyrir hlýhug henn- ar í minn garð alla tíð. Rósa hefði orð- ið 87 ára í haust hefði hún lifað. En okkur í fjölskyldu hennar var orðið ljóst að henni þótti að tími sinn væri senn kominn, heilsan orðin ansi léleg. Hún hafði alla tíð verið frá á fæti, lip- ur og sívinnandi og það átti ekki alveg við Rósu Hjörleifsdóttur að ráða ekki ferðinni hvað það varðar. Rósa ólst upp frá 4 ára aldri hjá góðu fólki, skyldfólki sínu á Fagur- hólsmýri og bar alla tíð í hjarta sér og varðveitti áhrif og minningar frá þeim árum sem mótuðu hana mikið. Ung stúlka kom Rósa vestur í Reykhóla- sveit og kynntist þar brátt mannsefni sínu, einkasyninum á Miðjanesi Ját- varði Jökli Júlíussyni. Þau felldu hugi saman og urðu síðar saman bændur á Miðjanesi. Fyrsta barnið sitt eignuð- ust þau 1940 en alls urðu börnin sjö, eitt þeirra, dóttirin Sigríður Hjörleif lést 8 ára gömul eftir að hafa veikst af heilahimnubólgu. Það hljóta að hafa verið erfiðir tímar í sveit að ala upp mörg börn og stunda búskap enda vélvæðing enn ekki langt komin á Ís- landi þá. Á fyrsta áratug búskaparára þeirra var t.d. ekki akvegur að Miðja- nesi og kom ekki fyrr en eftir 1950 og rafmagn ekki fyrr en árið 1963. Við sem vön erum flest öllum þægindum nútímans eigum erfitt með að gera okkur þetta í hugarlund. Játvarður tók eins og kunnugt er bæði þátt í pólitík og fræðimennsku og var odd- viti Reykhólahrepps um árabil. Árið 1955 veiktist hann af mænuveiki og fékk upp úr því hægfara lömun sem hann lifði með í yfir 3 áratugi og naut liðsinnis konu sinnar á margan hátt þau ár. Játvarður Jökull varð þrátt fyrir lömun í útlimum mikilvirkur fræðimaður og rithöfundur en hann lést 15. október 1988. Rósa bara alla tíð sterkt svipmót þess að vera alin upp að Fagurhólsmýri og þar átti hún sterkar rætur. Við fundum þó öll að þær sömu rætur höfðu einnig náð góðri festu í breiðfirskri sveit. Reyk- hólasveitin varð tengdamóður minni jafn hjartfólgin og æskusveitin og hugurinn var allajafnan bundinn við bústörfin. Það var blik í auga og gleði- tónn þegar mikið var um að vera í bú- skapnum á Miðjanesi. Það sama átti við um fólkið hennar Rósu, börnin hennar, barnabörnin og barnabarna- börnin, henni þótti afar gaman að fylgjast með þeim og segja af þeim fréttir og gleðitíðindi. Afkomendur Miðjaneshjónanna Rósu og Játvarðs Jökuls eru í dag 54. Sunnudagurinn 15. júlí, dagurinn sem Rósa Hjörleifs- dóttir kvaddi þennan heim í faðmi dótturdætra sinna Sigrúnar og Hjör- dísar var sólríkur dagur og Reykhóla- sveitin skartaði sínu fegursta skrúði. Með þá fegurð og heiðríkju í huga kveð ég mæta konu. Blessuð sé minn- ing Rósu Hjörleifsdóttur og blessað sé allt hennar fólk og allir þeir sem reyndust henni vel á vegferð hennar. Lovísa Hallgrímsdóttir. Elsku amma. Kveðjustundin er runnin upp, við vissum hvert stefndi. Þú varst búin að standa þig svo vel í veikindunum og í vor þegar þú varst á sjúkrahúsinu á Akranesi sagðir þú að þetta væri orð- ið gott, þú værir sátt að kveðja. Stundirnar með þér voru mér mik- ils virði og minningin um þig mun lifa með mér áfram. Þú varst kraftmikil og dugleg kona, alltaf að gera eitt- hvað. Þér féll aldrei verk úr hendi þegar heilsan var góð. Ekki er hægt að sleppa því að minnast á hversu dugleg þú varst að hugsa um hann afa heitinn þegar hann lamaðist. Margir hefðu gefist upp því það var allt annað en auðvelt lífið hjá þér á köflum. Oft og tíðum var margt um mann- inn í gamla bænum á Miðjanesi og á ég margar minningar þaðan frá því ég bjó þar og einnig síðar. Alltaf varst þú dugleg að þjóna fólkinu og var heima- bakaða brauðið þitt algjör snilld. Það var gaman að spjalla við þig, þú varst oft svo orðheppin og lékst á als oddi og slóst svo oft á lærið til að leggja áherslu á hlutina. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði, en ég veit að þér líður betur núna. Takk fyrir allt, Margrét B. Ólafsdóttir (Magga á Akranesi). Elsku amma er dáin. Hún dó á af- mælisdaginn hennar mömmu. Pabbi og mamma voru á leiðinni vestur að heilsa upp á hana. Þau fengu símtal þegar þau voru komin í Bröttu- brekku. Amma var dáin. Við fjöl- skyldan erum strandaglópar í útlönd- um og missum af öllu fyrir vestan. Við höfðum ætlað að líta til hennar áður en við fórum út en þá var annað barnanna lasið og við komumst ekki frá. Það gengur svona, var amma vön að segja. Amma var ein af aðalpersónunum í mínu lífi. Samt var ég aldrei í sveit á Miðjanesi eins og sumir hinna krakk- anna. Okkar samband hófst fyrir al- vöru þegar ég var orðinn unglingur og afi var dáinn. Þá fór ég vestur á hverju sumri og dvaldist hjá ömmu í nokkra daga. Við drukkum kaffi í eld- húsinu og reyktum pípurnar okkar. Síðan fór ég inn í stofu að lesa en amma fór að stússast. Það þurfti að hafa til mat, hugsa um plönturnar sín- ar, líta eftir skepnunum, sinna handa- vinnu og horfa á handboltastrákana í sjónvarpinu. Vika í sveitinni nýttist manni eins og tveir mánuðir í bænum, tíminn leið svo miklu hægar á Miðja- nesi en annars staðar. Þar ríkti þetta andrúmsloft sem maður finnur nú bara hjá eldra fólki sem alið er upp í sveit. Þegar ég þurfti að taka stórar ákvarðanir fór ég á Miðjanes til að fá næði. Það brást aldrei. Amma minnti mig oft á austur- lenskan kung-fu-meistara eða búdda- munk. Hún hafði snara fingur og greip flugur á lofti. Svo sleppti hún þeim ómeiddum út um gluggann. Þegar ég sá kínversku myndina Skríðandi tígur, dreki í felum (Crouching Tiger, Hidden Dragon), þar sem menn flugu um loftin af fim- inni einni saman, þá sagði ég iss, ég hef oft séð ömmu gera þetta. En svo gat hún líka á næsta andartaki látið heimsku mannanna koma sér úr jafn- vægi. Þá var hún ekki mjög nunnuleg. Ekki síður eftirminnilegar eru handahreyfingar ömmu, hvernig hendurnar struku yfir borðið, stund- um til að fjarlægja mylsnu, stundum bara í leiðslu. Ég hef einu sinni rekist á manneskju sem hafði sömu handa- tilburði. Hún var líka ættuð úr Aust- ur-Skaftafellssýslu. Öræfasveitin var ömmu alltaf ofarlega í huga og lífið á Fagurhólsmýri. Hún sagði mér sög- una af Blesakletti eins og hún hefði orðið vitni að henni sjálf. Þannig virk- aði líka minni hennar, hún mundi allt eins og það hefði gerst í gær, hvort sem það gerðist í gær í alvörunni eða í gær fyrir 50 árum. Amma var að- komumaður í Reykhólasveitinni, kom þangað sem kaupastúlka á tánings- aldri. Þar bjó hún svo í sjötíu ár. Amma var orðin máttfarin í lokin og átti sjálf ekki von á að rofaði til. Henni fannst vera nóg komið. Það gengur svona. Hallgrímur. Elsku amma. Nú er síðasta samverustundin okk- ar liðin. Samt líður mér ekki alveg þannig. Undanfarna daga hef ég hugsað og rifjað upp samverustundir okkar í gegnum tíðina. Sumar minn- ingar ylja mér um hjartaræturnar, aðrar fá mig til að brosa og stundum fæ ég tár í augun. Á þeim stundum líður mér ekki eins og hinsta sam- verustundin okkar sé liðin. Ég reyni að segja við sjálfa mig að minning- arnar um samverustundirnar séu jafn dýrmætar og samverustundirnar sjálfar. Minningarnar ætla ég að varðveita og geyma með mér. Myndir úr barnæsku þegar við óð- um sjóinn saman á ferð okkar um hólmana í dúnleit ylja mér um hjarta- ræturnar. Ég byrja að brosa við end- urminninguna um þegar þú lést Játa bróður skutla þér um alla landareign- ina á skellinöðrunni til að gera við girðingar. Þér fannst þetta hinn hag- kvæmasti ferðamáti með girðingar- efnið. Ég fæ tár í augun við að rifja upp þegar ég var unglingur að fíflast í afa og spyrja hann hvernig tilhuga- lífið hjá ykkur hefði verið. Hann gaf lítið upp en á endanum sagði hann að ég ætti sjálf best að vita hvernig þú varst. Ég væri alveg eins og þú. Þetta er eitt það fallegasta sem hefur verið sagt við mig. Elsku amma. Þú varst lítill og nett- ur dugnaðarforkur. Baráttukona. Þú tókst á við alla erfiðleikana sem mættu þér í lífinu af svo mikilli stað- festu og ákveðni og aldrei var neinn Rósa Hjörleifsdóttir ✝ Okkar ástkæra dóttir, móðir, tengdamóðir, sambýliskona, systir og amma, AGNES M. JÓNSDÓTTIR, Fífuhvammi 5, Kópavogi, lést á heimili sínu, miðvikudaginn 11. júlí. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju, þriðju- daginn 24. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. Margrét A. Kristinsdóttir, Bergþór Bergþórsson, Ágústa Óskarsdóttir, Jón Ólafur Bergþórsson, Guðný Laxdal Helgadóttir, Örnólfur Kristinn Bergþórsson, Kristín Birna Sævarsdóttir, Agnes Björg Bergþórsdóttir, Sveinjón Jóhannesson, Gróa Björg Jónsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Nikulás Kristinn Jónsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, MARGRÉT KARLSDÓTTIR, (Maddý), Urðarbraut 7, Garði, er lést, sunnudaginn 8. júlí, verður jarðsungin í Útskálakirkju, Garði, þriðjudaginn 24. júlí kl. 14:00. Kristján Daníelsson, Ingibjörg R. Mohammed, Kash O. Mohammed, Sigurbjörg Ragnarsdóttir, Einar Emil Einarsson, Þorkell Ragnarsson, Haraldur Rúnar Ragnarsson, Helgi Már Ragnarsson, Jennifer L. Ragnarsson, Arnar Ragnarsson, Sesselja K. Karlsdóttir, Eggert Karlson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.