Morgunblaðið - 21.07.2007, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.07.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 33 bilbug að sjá á þér. Eftir að ég var bú- in að stofna fjölskyldu sýndir þú okk- ur öllum svo mikla hlýju og væntum- þykju og regluleg símtöl þín til að fá fréttir af okkur voru svo notaleg. Elsku amma, takk fyrir allt og allt. Þín Hjördís og fjölskylda. Elsku amma. Það er erfið hugsunin um að þú sért ekki enn meðal okkar. Þrátt fyrir mikinn söknuð trúum við því að þú sért laus við þjáningar síðustu mán- aða og líði vel. Þú átt merkilegt líf að baki og skilur eftir þig ótal minningar sem við munum ávallt geyma. Þegar við vorum litlar var svo gaman að koma í sveitina, fara í fjós og reka kýrnar sem þú tókst oftar en ekki þátt í. Þetta var lífið. Eftir fjós var svo ljúft að koma í kaffi til þín, fá nýbakað brauð og mjólk úr brúnu könnunni. Síðan varstu þotin út í garð að vinna, varst svo dugleg og gerðir allt svo vel. Við erum mjög þakklátar fyrir tímann sem við fengum með þér í vetur þegar þú varst hér hjá okkur. Húsið þitt verður tómlegt en við munum halda áfram að koma í heimsókn og við vit- um að þú verður enn með okkur þar. Það var frábært að fá að kynnast þér og takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur í lífinu. Við kveðjum þig með söknuði. Hvíldu í friði. Rósa og Þóra Hugosdætur. Okkur fjölskylduna langar að skrifa nokkrar línur um ömmu Rósu. Það eru mikið af skemmtilegum minningum sem koma upp í hugann þegar farið er að rifja upp. Ég man þegar ég var kúasmali á Miðjanesi og átti að fara að sækja kýrnar, þá var langauðveldast að hlaupa til ömmu og spyrja hvar kýrnar væru því hún var alltaf búin að fylgjast með umferð manna og dýra og auðvitað vissi hún hvar þær lágu. Hún vissi líka hverjir höfðu farið inneftir, út eftir og hverjir keyrðu of hratt. Hún var með allt á hreinu og hikaði ekki við að segja það sem henni fannst. Þegar Stebbi kom fyrst á Miðjanes og hitti allt þetta skrítna fólk sem til- heyrði tengdafjölskyldunni átti hann fótum fjör að launa og við sluppum til ömmu. Hann hafði aldrei hitt annan eins nagla og hann nefndi alltaf ömmu Rósu. Þá var hún kófsveitt annað- hvort úti í kartöflugarði eða að klippa gras handa kálfunum. Ég gleymi aldrei þegar amma var enn að fara út í fjárhús að vatna, þá var hún ekkert unglamb og klifraði út um allt svo ef ég kallaði „amma, ertu hér“ þá kíkti hún upp úr einhverri nautastíunni. Amma Rósa var alveg hörkudans- ari, það var alveg æði þegar eitthvert gamalt dægurlag kom í útvarpinu og hún var í stuði, þá byrjaði hún að dansa á eldhúsgólfinu og snerist í hringi mjög létt á fæti. Amma var ótrúlega sterk og dugleg kona sem hefur unnið hörðum höndum alla ævi. Það hefur oft verið gaman að segja frá því að Rósa og Játi á Miðjanesi hafi verið afi minn og amma og ég hef alltaf verið svo stolt af því, því þau voru svo einstakar manneskjur. Hvíldu í friði, elsku amma. Sakn- aðarkveðjur Hrefna, Stefán, Júlíus Óli og Ragnheiður María. Elskuleg æskuvinkona mín hefur kvatt þennan heim. Okkar yndislegu æsku áttum við saman á Fagurhóls- mýri. Minningarnar líða um hugann, allar svo góðar. Eitt sinn þegar við vorum litlar vorum við að leita að hestunum og það skall á okkur þoka. Ég varð hrædd en þá sagði hún, ,,Við skulum fylgja læknum, hann fer örugglega heim“. Hún giftist Játvarði Jökli Júlíussyni, þau bjuggu alltaf á Miðjanesi og eignuðust sjö börn. Sig- ríður Hjörleif dó átta ára. Hin börnin lifa og eru mjög dugandi þjóðfélags- þegnar. Játvarður missti heilsuna á miðjum aldri. En kjarkur Rósu var alltaf óbilandi. Elsku Rósa mín! Hafðu þökk fyrir allt gott. Guð annist þig í nýrri veröld. Hjartans kveðjur til allra aðstand- enda. Guðrún Jónsdóttir (Nunna) og vinir frá Fagurhólsmýri. Okkur langar að minnast Hjartar Jóns- sonar sem hefði orðið 74 ára 24. júní. Það er sárt að sjá eftir manni sem var allt í senn mágur, vinur og fé- lagi í yfir 50 ár. Aldrei reyndi betur á trúnað og vináttu er fjölskyldur okk- ar bjuggu saman á héraðsskólanum á Núpi. Uppbygging átti sér stað og allt í blóma. Þar reyndi á Hjört sem bakara, vörubílstjóra og allt þar á milli, sá Helga konan hans þar um matseld. Það sem Hjörtur var mikill íþróttamaður sá hann um að fræða okkur börnin um íþróttir og gildi þeirra. Hjörtur var gamansamur maður og var það eitt sinn sem eitt okkar spurði hann „hvers vegna hann væri með svona lítið hár?“ Hann var nú fljótur að finna svar því, það væri nú vegna þess að hann hefði hlaupið svo hratt og hárið hefði fokið af. Svona var Hjörtur. Hjörtur var góður bakari og þær Hjörtur Jónsson ✝ Hjörtur Jónssonfæddist á Flat- eyri við Önundar- fjörð 24. júní 1933. Hann lést á Land- spítala við Hring- braut 8. júní síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Flat- eyrarkirkju 16. júní. voru ófáar kransakök- urnar sem hann bakaði fyrir fjölskylduna, enda heimsins bestu kransakökur þar á ferð. Það var mikill hamingjudagur þegar þau eignuðust soninn Jón Svanberg, og hef- ur hann staðið þétt við bakið á foreldrum sín- um. Og vitum við að hann á eftir að hugsa vel um móður sína. Aldrei kom maður að tómum kofunum hjá Hirti og Helgu, var gaman að heim- sækja þau. Hjörtur átti nóg til af bröndurum og sögum þar sem maður hreinlega gat grátið af hlátri. Það er sárt að þurfa að kveðja góðan mann. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni. Jónsson frá Gröf.) Elsku Helga, Jón Svanberg og fjöl- skylda, við vottum ykkur samúð á þessum erfiðu tímum. Megi Guð og englar hans vaka yfir ykkur. Sigurður Þorláksson, Elísabet Guðbjartsdóttir, Þórir, Rakel og börn, Elva, Snæbjörn og börn, Sigurður, Magnea og börn. Elsku afi! Daginn sem þú sofnaðir fann ég hvernig andi þinn breiddi úr sér og fyllti allt umhverfið af minningum, minningum sem höfðu verið sofandi. Þú vildir engar „lofræður“ enda ekki væminn mað- ur, þú ert nú sá sem kenndir mér fyrst að blóta í sand og ösku, svo enginn lofsöngur, hvað sem það nú er. Takk fyrir að kenna mér að vera ég sjálf. Í því stendur sterk þín fyr- irmynd, vertu þú sjálf, segðu og gerðu það sem hjarta þitt vill! Tal- aðu opinskátt um hlutina, með þín- um orðum, á þinn hátt og dragðu ekkert undan. Stjórnmálin munu lifa með mér vegna þín, þú hefur kennt mér að það er mikilvægt að hafa skoðun og segja hana hátt. Réttlátur varstu svo sannarlega, afi, og rosa- lega skemmtilegur og bjartur. Ég minnist þess hvernig þú hélst á hnífnum í hendi þér og tálgaðir að hætti handverksmannsins matinn upp í þig, fagurfræðilega og girni- lega. Ég man hvernig þú handlékst ullina. Ég man kjallarann, kartöflu- Konráð Guðmundsson ✝ Konráð Guð-mundsson fædd- ist í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd 12. febrúar 1915. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 19. júní síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Kópavogskirkju 26. júní. lyktin þekur vit mín öll, píluspjaldið kallar á leik og sterkast af öllum minningum er sú af þér standandi við brýnarann að kenna mér að skerpa hnífa, ég heyri hávaðann og taktinn er þú snýrð hjólinu. Þú varst lista- maður, afi, þú varst listamaður lífsins. Þú gast allt. Hvernig ég lærði að nota skeljar og steina er frá þér komið. En mest af öllu, afi minn, þá þakka ég þér hvernig langafi þú ert. Í gegnum þig sé ég hvernig lífið lifir í börnunum. Tíminn er það sem við höfum og þú nýttir þinn vel. Þú settir mark þitt á tilveruna, hvort þú gerðir. Ég mun aldrei getað þakkað þér nóg! Hún Kara mín sagði mér eftir augnablik í bæn að þetta væri allt í lagi, þú vær- ir á himnum og þér liði vel, dansandi við englana. Ég veit að það er satt. Elsku amma mín, í gegnum þig sé ég best hvernig maður hann afi minn var, í gegnum þig sé ég kærleika hans að verki. Ég elska þig, afi minn. Hér fékkstu nú samt lofræðu, það er í þínum anda að stríða þér á þann hátt! Nú sé ég þig gretta þig og geifla. Síðustu orð þín til mín voru: „Sigrún mín, þú ert svo góð stelpa.“ Vonandi get ég staðið undir þessum orðum, afi minn, einn dag í einu, það sem eftir er. Þín „litla“ Sigrún. ✝ Við þökkum af alhug samúð og vinarþel við fráfall og útför systur okkar, SIGRÍÐAR RAGNHILDAR JÓNSDÓTTUR, Hvassaleiti 56, Reykjavík, sem andaðist þriðjudaginn 3. júlí. Sérstakt þakklæti sendum við starfsfólki blóð- lækningadeildar 11-G, Landspítala við Hringbraut, fyrir frábæra umönnun. Sigurður Jónsson, Herdís E. Jónsdóttir, Kjartan Jónsson. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS ÞÓRS KJARTANSSONAR, Garðarsbraut 35 b, Húsavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki öldrunardeildar Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Hrafnhildur Jónasdóttir, Kolbrún Ragnarsdóttir, Haukur H. Logason, Emil Ragnarsson, Elín Jónasdóttir, Jónas Már Ragnarsson, Sigríður Pétursdóttir, María Axfjörð, Pálmi Þorsteinsson, Steinunn Friðgeirsdóttir, Arnaldur F. Axfjörð, Kolbrún Eggertsdóttir, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir, Gunnar Jóhann Elíasson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HAFLIÐA OTTÓSSONAR, Aðalstræti 4, Patreksfirði. Ragnar Hafliðason, Áslaug Sveinbjörnsdóttir, Rafn Hafliðason, Anna Gestsdóttir, Torfey Hafliðadóttir, Ottó Hafliðason, Guðrún Hafliðadóttir, Ari Hafliðason, Guðrún Leifsdóttir, Róbert Hafliðason, Sigurósk Erlingsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður, SESSELJU KRISTINSDÓTTUR, Glaðheimum 22, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dagdeildar á hjúkrunarheimilinu Eiri fyrir góða umönnun undanfarin ár og starfsfólki 5. hæðar á Skjóli, sem hún dvaldi hjá síðustu vikurnar. Þorgeir Guðmundsson, Herborg Þorgeirsdóttir, Heimir Sigtryggsson, Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Jóhannes Árnason, Kristín Þorgeirsdóttir, Einar F. Hjartarson, Óli Vilhjálmur Þorgeirsson, Bodil Vestegaard. ✝ Okkar ástkæri, BJÖRN GUÐMUNDSSON, Sléttuvegi 23, lést sunnudaginn 15. júlí. Útförin fer fram frá Neskirkju, miðvikudaginn 25. júlí kl. 15:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningar- sjóð hjúkrunarþjónustu Karítas, sími 551 5606 (milli kl 9 og 11) eða karitas@karitas.is. Hjördís Þorgeirsdóttir, Ásbjörn Björnsson, Kristín Guðnadóttir, Guðmundur Björnsson, Helga Ólafsdóttir, Hulda Björnsdóttir, Helmut Maier, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Maðurinn minn, GUNNAR JÓNSSON mjólkurfræðingur, Grenigrund 40, Selfossi, lést á Kumbaravogi, þriðjudaginn 17. júlí. Helga Þórðardóttir, Eygló Jóna Gunnarsdóttir, Ingvar Daníel Eiríksson, Ásta María Gunnarsdóttir, Sveinn Aðalbergsson, Oddrún Svala Gunnarsdóttir, Stefán Jónsson, Símon Ingi Gunnarsson, Kolfinna Sigtryggsdóttir, Gunnar Óðinn Gunnarsson, Gyða Steindórsdóttir, Erla Bára Gunnarsdóttir, Magnús Þorsteinsson, Trausti Viðar Gunnarsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.