Morgunblaðið - 21.07.2007, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 21.07.2007, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is HVER kannast ekki við að koma ákveðnum leikara ekki fyrir sig, muna ekki hvað ákveðin bíómynd heitir eða að reyna að muna hvar viðkomandi leikkona lék áður? Þegar slíkar meinlokur koma upp er kærkomið að leita í upplýs- ingabrunn vefsíðunnar Internet Mo- vie Database, imdb.com, sem er sannarlega rafræn biblía kvik- myndaáhugamannsins. Á síðunni er að finna allar mögu- legar og ómögulegar upplýsingar um kvikmyndir, sjónvarpsþætti, leikara, leikkonur, leikstjóra og aðra sem tengjast kvikmyndageir- anum á einhvern hátt. Ef maður flettir til dæmis upp nafni Goldie Hawn kemst maður að því hvaða millinafn hún ber, í hvaða myndum og sjónvarpsþáttum hún hefur leikið og hvað persónur henn- ar hafa heitið. Einnig er hægt að sjá lista yfir öll verðlaun og tilnefningar sem Goldie hefur fengið á ferlinum, sjá ýmsar myndir af henni í gegnum tíðina, renna yfir æviágrip hennar og svona mætti lengi lengi telja. Það er hægt að dunda sér heil- lengi við að skoða ýmsar aðrar upp- lýsingar sem síðan hefur upp á að bjóða. Hægt er að skoða nýút- komnar myndir, væntanlegar, þær vinsælustu og svo framvegis. Á síð- unni er einnig að finna lista yfir 250 bestu myndir allra tíma en nið- urstöðurnar eru byggðar á stigagjöf notenda síðunnar á kvikmyndum. Samkvæmt listanum er Guðfaðirinn I besta mynd allra tíma, The Shaws- hank Redemption í öðru sæti og Guðfaðirinn II í því þriðja. Athygli vekur að Citizen Kane er í 23. listans en hún er jafnan valin besta mynd allra tíma af ýmsum fagaðilum. Sjaldan lýgur almannarómur. Til gamans má líka renna yfir lista yfir 100 verstu myndir allra tíma. Surf School frá árinu 2006 ber þann vafasama heiður að skipa toppsæti þess lista. Þess ber þó að geta að gagna- grunurinn er ekki tæmandi fyrir kvikmyndaiðnaðinn í heiminum, til dæmis eru upplýsingar um afar fáar Bollywood-myndir miðað við fjölda þeirra í heiminum. Þó má finna upp- lýsingar um ýmsa íslenska lista- menn sem og aðra norræna. Saga imdb.com nær aftur til árs- ins 1989 þegar tveir hópar söfnuðu upplýsingum um kvikmyndir inn á gagnagrunna á svokölluðu Usenet. Árið 1993 var búið að sameina grunnana og og þeir fluttir yfir á ný- stofnaðan Veraldarvefinn (www). Vefsíðan hefur verið í sífelldri þró- un æ síðan og er í sífelldri endurnýj- un. Um það sjá um 20 umsjónarmenn vefjarins auk netverja sem láta síð- unni upplýsingar í té. Síðan fær yfir 50 milljónir heim- sókna í mánuði hverjum og er án efa sú alvinsælasta sinnar tegundar á Netinu. Vefsíða vikunnar: imdb.com Rafræna biblían Vefsíðan Internet Movie Database kemur oft að góðum notum. imdb.com - Kauptu bíómiðann á netinu Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Harry Potter 5 kl. 12 - 1 - 3 - 4 - 6 - 7 - 9 - 10 B.i 10 ára Harry Potter 5 kl. 12 - 3 - 6 - 9 LÚXUS B.i 10 ára Evan Almighty kl. 12 - 2 - 4 - 6 - 8 - 10 Die Hard 4.0 kl. 2 - 5 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára Fantastic Four 2 kl. 12 Yippee Ki Yay Mo....!! Death Proof kl. 2:45 - 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 16 ára Taxi 4 kl. 3 - 6 - 8 - 10 Die Hard 4.0 kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 B.i. 14 ára Fantastic Four 2 kl. 3 - 5:45 - 8 - 10:15 Þessar 8 konur eru um það bil að hitta 1 djöfullegan mann! Nýjasta meistaraverk Quentin Tarantino eee „Geggjaður stíll... sterk og bráðskemmtileg...bara stuð!“ - Þórarinn Þórarinnsson, Mannlíf HÖRKUSPENNANDI GRÍNMYND FRÁ LUC BESSON NÚ VERÐUR ALLT GEFIÐ Í BOTN Death Proof kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára 1408 kl. 8 - 10 B.i. 16 ára Evan Almighty kl. 6 (450 kr.) Die Hard 4.0 kl. 5.40 (450 kr.) B.i. 14 ára Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau STÆRSTA GRÍNMYND SUMARSINS eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL eee Ó.H.T. - Rás 2 eee MBL - SV eee „Þessi mynd er í flokki betri Stephen King-mynda...“ E.E. – DV eeee FGG - Fréttablaðið eeee ÓHT - Rás2 eeee Morgunblaðið eeee RUV eeee DV eeee Tommi - Kvikmyndir.is eeee „Helvíti flottur hollustueiður“ - T.S.K – Blaðið eee - S.V. – MBL Eftir þrjármyndir í félagsskap stökk- breyttra sam- starfsmanna sinna fær ein- farinn Wol- verine loksins að ganga laus einn í heila mynd. Hugh Jackman leik- ur stálúlfinn sem fyrr og nú er búið að ráða Gavin Hood sem leikstjóra en fyrir rúmu ári tók hann við Óskarsverðlaununum fyrir bestu erlendu mynd ársins, hina suður- afrísku Tsotsi. Myndin mun fjalla um uppruna Wolverine sem töluvert hef- ur verið ýjað að í X-Men-myndunum. Þá er orðrómur uppi um að gamlar minningar úr Víetnam komi upp á yf- irborðið. Það var þó ekki Tsotsi sem sann- færði framleiðendur hjá Fox end- anlega um að Hood væri rétti mað- urinn í leikstjórastólinn heldur Rendition, pólitískt drama með Reese Witherspoon, Jake Gyllenhaal, Meryl Streep og Peter Sarsgaard í helstu hlutverkum. Sú mynd er tilbú- in og væntanleg með haustinu. Úlfur, úlfur Hugh Jack- man mun einn halda uppi heiðri X-mann- anna í Wolverine. Stálúlfurinn fær leikstjóra

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.