Morgunblaðið - 03.09.2007, Side 2
2 MÁNUDAGUR 3. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
íþróttir
Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ólafur Stef-ánsson,
landsliðsmaður í
handknattleik,
skoraði sex
mörk þegar lið
hans, Ciudad
Real lagði
danska liðið
Kolding, í æf-
ingaleik frammi fyrir þrjú þúsund
áhorfendum. Ciudad vann 28:23 og
kom eitt marka Ólafs af vítalín-
unni.
Handknattleiksmaðurinn, SergoDatukasvili, samherji þeirra
Þóris Ólafssonar og Birkis Ívars
Guðmundssonar hjá Lubbecke, var
vel upplagður þegar lið þeirra tap-
aði fyrir Nordhorn 33:28 í þýsku 1.
deildinni. Datukasvili skoraði þá
fimmtán mörk eða meira en helm-
ing marka liðsins og aðeins eitt
þeirra var úr vítakasti.
Mikkel Hansen skytta danskaliðsins GOG verður frá
keppni alla vega fram í desember.
Þetta er mikil blóðtaka fyrir liðið en
íslensku landsliðsmennirnir, Snorri
Guðjónsson og Ásgeir Örn Hall-
grímsson, gengu til liðs við GOG í
sumar.
Arnór Atlasonog félagar í
FC Kaupmanna-
höfn hafa fengið
liðsstyrk en Sví-
inn Tommy At-
terhäll er geng-
inn í raðir
félagsins. Atter-
häll er 28 ára gamall og hefur leikið
með Sävehof í heimalandinu en
með því liði mun landsliðs-
markvörðurinn Hreiðar Guðmunds-
son leika á komandi leiktíð. Þjálfari
Kaupmannahafnar er Magnus And-
erson, fyrrum leikmaður með hinu
sterka landsliði Svía á tíunda ára-
tuginum.
Landsliðsmaðurinn, Ragnar Ósk-arsson, og samherjar hans hjá
Nimes í franska handboltanum
munu leika opnunarleik deild-
arinnar næstkomandi fimmtudag.
Þeir fá aldeilis verðugt verkefni því
þá sækja þeir Montpellier heim.
Fólk sport@mbl.is
næsta helgi verður eins, og nú hvílum
við okkur áður en við förum til Lett-
lands. Sá leikur leggst vel í mig, það
er gott að fara út í upphafi tímabils,
gefur okkur tíma til að sauma þetta
saman hjá okkur,“ sagði Kristján eftir
leikinn í Garðabæ. Hann hefur náð til
sín mörgum góðum mönnum enda gat
hann teflt fram mörgum í gærkvöldi.
„Við höfum fengið mikið af nýjum
nöfnum en byggjum ekki tímabilið á
stórstjörnum eins og Tite Kalandze í
fyrra, við höfum breiðan hóp og fleiri
taka þátt í leikjunum. Það vilja marg-
ir koma til okkar, sem er jákvætt. Það
er samkeppni í liðinu, sem er bara af
hinu góða, það eru miklar væntingar
og við þurfum að standast pressu.“
Garðbæingar byrjuðu leikinn betur
og náðu fljótlega forystu sem gest-
irnir þurftu að berjast við að ná allan
leikinn. Þeir reyndu þó og tókst
stundum að minnka muninn í eitt
mark, þar af með þremur síðustu
mörkum leiksins og fengu auk þess
aukakast í lokin en Garðbæingurinn
Hlynur Morthens varði.
„Ég er ósáttur með að jafna ekki og
fara í framlengingu, mér fannst
strákarnir mínir eiga það skilið,“
sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálf-
ari Vals, eftir tapið í Ásgarði. „Þetta
var skemmtilegur leikur en við gerð-
um samt of mörg einföld mistök og
fráköstin duttu þeirra megin auk þess
að þeir fengu einfaldari mörk og það
gengur ekki upp á móti reynslubolt-
um eins og í Stjörnunni, heldur erum
það við sem eigum að gera það en ég
er ánægður með hvernig við náðum
að koma til baka í lokin. Ég hefði vilj-
að gera meira hér í kvöld til að sýna
úr hverju við erum gerðir. Mér finnst
sumir ekki hafa trú á okkur og aðrir
Kristján Halldórsson, þjálfari Stjörn-
unnar, var ánægður með uppskeruna.
„Við erum þreyttir í dag eftir úrslita-
leik í opna Reykjavíkurmótinu í gær
en þetta var samt titill sem við ætl-
uðum að vinna og gerðum það. Hann
var kærkominn eftir erfiða leiki,
halda að við séum búnir að vera fyrst
það vantar ákveðna pósta hjá okkur
en við eigum enn nokkra menn inni,
til dæmis Erni Hrafn Arnarson og
Baldvin Þorsteinsson, það eiga fleiri
eftir að spila betur í vetur.
Framhaldið er ekki síður spenn-
andi hjá liði Vals en Stjörnunni því
næsta laugardag og sunnudag leikur
það tvo heimaleiki gegn meisturunum
frá Litháen. „Nú er spennandi tími
framundan, Evrópuleikur gegn Vik-
ing Malt laugardag og sunnudag í
næstu viku í Vodafone-höllinni, sem
verður vígsluleikur og þar verða Vals-
menn að troðfylla húsið, það er ekkert
sem heitir. Við höfum ekki spilað í
meistarakeppni síðan 1996 og undir-
búningurinn núna snýst alveg um
það. Nú þarf að hvíla aðeins og hlaða
batteríin því við ætlum að komast
áfram í þessari keppni.“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Meistarar meistaranna Patrekur Jóhannesson fyrirliði Stjörnunnar tók við bikarnum eftir sigurinn á Val.
Stjarnan safnar titlum
VART var hægt að merkja þreytu
hjá bikarmeisturum Stjörnunnar
þegar þeir unnu Val 26:25 í keppn-
inni meistarar meistaranna í
Garðabæ í gærkvöld og kvöddu þar
með íþróttahúsið í Ásgarði með
virktum. Tveir titlar á tveimur dög-
um ætti að vera Garðbæingum gott
veganesti þegar liðið heldur til
Lettlands á miðvikudaginn til að
taka þátt í Evrópukeppni bik-
arhafa.
Hugurinn í Haukavörninni var í lagi
frá byrjun svo að Stjörnustúlkum
gekk illa að finna leiðir í gegn svo að
Hafnfirðingar náðu öruggri forystu.
Engu að síður tókst þeim að saxa
forskotið niður í eitt mark eftir að
þjálfari þeirra tók leikhlé um miðjan
fyrri hálfleik en Haukastúlkur
skelltu vörninni aftur og skora 9
mörk á móti einu á níu mínútum.
Þrátt fyrir ágæt viðbrögð Garðbæ-
inga eftir það, dugði það ekki til.
„Við áttum tvo skelfilega leiki með
lélegri vörn á opna Reykjavíkur-
mótinu en það voru mikil umskipti
núna, ég lagði upp með flotta varn-
arvinnu, var búin að skoða vandlega
leik Stjörnunnar og ætlaði að stöðva
helsta vopn þeirra sem er hraðaupp-
hlaupin og okkur tókst það,“ sagði
Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka,
sem kom yfir frá HK. „Þetta er
fyrsti leikur minn með topplið, allt
öðruvísi en í fyrra og þessar stelpur í
Haukaliðinu kunna þetta og hjálpa
mér vel þar sem ég bara á mínu
þriðja ári.“
Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari
Stjörnunnar, var ekki sáttur við
sveifluna. „Þetta er fyrsti tapleikur
okkar síðan í janúar á síðasta ári sem
er mjög leiðinlegt. Það er alltaf leið-
inlegt að tapa og ég var búinn að
gleyma þeirri tilfinningu en maður
var rækilega minntur á að þegar
ekki er mætt undirbúið í slaginn ger-
ist svona. Við hittum á frábæran leik
í gær, þegar allt gekk upp í vörn
ásamt vel heppnuðum sóknarleik en
í stað þess að halda því áfram föllum
við í að gera eins og í leikjunum þar á
undan. Við gerum öll mistökin í bók-
inni,“ sagði Aðalsteinn en hlakkar til
taka þátt í mikilli keppni í vetur.
Haukar kúventu
KVEÐJUSTUNDIN var ekki eins
og Stjörnukonur hefðu kosið sér
þegar Íslandsmeistararnir mættu
bikarmeisturum Hauka í Ásgarði í
gærkvöldi en það var síðasti leikur
Stjörnunnar í íþróttahúsinu áður en
félagið flytur heimavöll sinn í Mýr-
ina. Haukakonur réðu ferðinni og
unnu 32:26, hefndu þar með fyrir
stórt tap gegn Stjörnunni í opna
Reykjavíkurmótinu deginum áður.
Morgunblaðið/Sverrir
Ánægðar Haukakonur lögðu Stjörnuna að velli með sex marka mun í Ásgarði og eru meistarar meistaranna.
Hefndu fyrir stórt tap gegn Stjörnunni
Eftir Stefán Stefánsson
ÞAÐ er mikil spenna fyrir loka-
keppnisdag Deutsche Bank-
meistaramótsins í golfi en Brett
Wetterich er efstur á 13 höggum
undir pari. Mótið er annað af alls
fjórum í úrslitakeppni FedEx-
bikarsins og eru rúmlega 660 millj.
kr. í boði fyrir þann sem sigrar í
úrslitakeppninni.
Wetterich er með eins höggs for-
skot á Arron Oberholser sem lék á
66 höggum í gær líkt og Wetterich.
Tiger Woods gerði mistök á síð-
ustu tveimur flötunum þar sem
hann þrípúttaði í bæði skiptin og er
það ekki líkt efsta kylfingi heims-
listans. Woods er þremur höggum
á eftir Wetterich og er því til alls
líklegur. Phil Mickelson sýndi
takta á öðrum keppnisdegi mótsins
líkt og Woods þar sem þeir léku
báðir á 64 höggum en í gær lék
Mickelson á 68 höggum. Hann er
þriðji fyrir lokadaginn á 11 högg-
um undir pari vallar. Aðeins 70
efstu á stigalista úrslitakeppninnar
fá þátttökurétt á næstsíðasta
mótinu í næstu viku og aðeins 30
efstu leika á lokamótinu.
Mótinu lýkur seint á mánudags-
kvöld að íslenskum tíma.
Wetterich
á eitt högg
Vann Akureyri í opna Reykjavíkurmótinu og Val í keppni meistaranna
Eftir Stefán Stefánsson